Kínverjar teygja sig í vínið

Þeir sem hafa á liðnum árum ferðast um Bordeaux og nálæg svæði í Frakklandi hafa séð þar vínbúgarða í hundraðatali þar sem nöfnin eru Chateau hitt eða þetta. En núna má líka sjá á búgörðum, nöfn sem minna kannski frekar á kínverska veitingastaði.

vín kínverjar
Auglýsing

Kín­verskir ferða­menn, iðu­lega með fullar hendur fjár, hafa á síð­ustu árum orðið æ meira áber­andi í stór­borgum Evr­ópu. Tölur sýna að Kín­verjum sem ferð­ast til Vest­ur­landa hefur fjölgað mjög á síð­ustu árum. Ástæðan fyrir þess­ari miklu fjölgun er bættur efna­hagur almenn­ings í land­inu og þar er orðin til fjöl­menn milli­stétt sem hefur mikið á milli hand­anna. Kín­versku ferða­menn­irnir fara iðu­lega um í stórum hóp­um, þeir fylla litlar sér­versl­anir og kaupa dýra merkja­vöru, fatn­að, úr, skart­gripi og snyrti­vör­ur. 

Höf­undur þessa pistils var fyrir skömmu á ferð í París og í hinni þekktu stór­verslun Galeries Lafayette voru Kín­verjar mjög áber­andi í hópi við­skipta­vina. Í versl­un­inni eru heims­þekkt fyr­ir­tæki, Gucci, Yves Saint Laurent, Chanel og fleiri slík, með sér­stakar deild­ir. Pistla­höf­undur veitti því athygli að við deildir tísku­fyr­ir­tækj­anna voru biðrað­ir, og hleypt inn í holl­um, meiri­hlut­inn Kín­verj­ar. 

Ekki bara úr og töskur

En Kín­verjar eru ekki bara að kaupa úr og töskur til að taka með sér heim. Þeir hafa á allra síð­ustu árum keypt mörg stór fyr­ir­tæki, og hluta fyr­ir­tækja, á Vest­ur­löndum og seil­ast þannig víða til áhrifa. Franska dag­blaðið Le Monde birti fyrir skömmu lista yfir frönsk fyr­ir­tæki sem Kín­verjar hafa fjár­fest í að und­an­förnu og þar kennir margra grasa. Kín­verjar eiga til að mynda rétt tæpan helm­ing, 49.99 pró­sent,  í flug­stöð­inni í Tou­louse (um hana fóru 10 millj­ónir manna í fyrra). Tölvu­fyr­ir­tækið Linx­ens keyptu Kín­verjar fyrr á þessu ári, þeir eiga mat­væla­fyr­ir­tækið St-Hubert, umbúða­fyr­ir­tækið Axilone og tvær stórar hót­el­keðj­ur. Þeir eiga enn­fremur 14 pró­senta hlut í bíla­fram­leið­and­anum PSA Renault Citröen Peu­geot, sem eftir fyr­ir­hug­aða sam­ein­ingu við Fiat og Chrysler verður fjórði stærsti bíla­fram­leið­andi heims. Knatt­spyrnu­fé­lagið Sochaux-Mont­bé­li­ard (sem leikur í 2. deild) er að fullu í eigu Kín­verja og svona mætti áfram telja. 

Landa­kaup

Í áður­nefndri umfjöllun Le Monde kemur fram að kín­verskt fyr­ir­tæki eigi um það bil 3 þús­und hekt­ara rækt­un­ar­lands í Suð­ur- og Mið- Frakk­landi. Það er svo sem ekki ýkja stórt land­svæði enda virð­ast Frakkar ekki hafa miklar áhyggjur af þessum landa­kaup­um. Þessir 3 þús­und hekt­arar eru hefð­bundið land­bún­að­ar­land þar sem einkum er ræktað naut­gripa­fóð­ur. Það eru hins­vegar ann­ars konar jarða­kaup sem vakið hafa athygli og umræður í Frakk­landi.

Kín­verjar hafa keypt nær 200 franska vín­bú­garða

Vín­bónd­inn Loic Grassin seldi fyrir nokkru búgarð sinn á Medoc svæð­inu skammt frá Bor­deaux. Afi  Grassin hafði keypt búgarð­inn sem er alda­gam­all, og hefur ætíð heitið Chateau Senil­hac árið 1938. 

Auglýsing
Kaupendurnir voru kín­verskir og mikil var undrun Loic Grassin þegar hann sá að komið var nýtt nafn á búgarð­inn. Í stað nafn­skilt­is­ins við þjóð­veg­inn með nafn­inu Chateau Senil­hac var nú komið annað skilti við veg­inn „Tí­beska anti­lópan“. Loic Grassin sagð­ist i við­tali hafa þurft að lesa þrisvar á skiltið til að trúa sínum eigin aug­um. „Ég var satt að segja ekki hrif­inn, hef ekk­ert á móti þess­ari dýra­teg­und en að skíra búgarð þessu nafni, hver er eig­in­lega mein­ingin með því?“

Rit­höf­und­ur­inn Phil­ippe Soll­ers, sem einnig er þekktur vín­dóm­ari, skrif­aði borg­ar­stjór­anum í Bor­deaux opið bréf. Þar mót­mælti hann því að skyndi­lega væri hægt að breyta um nafn á alda­gömlum búgörð­um, bara si svona. „Ég er fæddur og upp­al­inn í Bor­deaux og get full­yrt að ég hafi aldrei séð tíbeska anti­lópu og ekki heldur keisarakan­ínu. Er ekki hægt að stöðva þetta og láta hin alda­gömlu nöfn halda sér“ spyr Phil­ippe Soll­ers í bréf­inu til borg­ar­stjór­ans. 

Af hverju þessi nafna­breyt­ing

Jean -Phil­ippe Beja, franskur háskóla­pró­fessor sér­fróður um kín­versk mál­efni, sagði i við­tali við franskt dag­blað að með því að skíra búgarð­ana áður­nefndum dýra­nöfnum og fleiri slíkum væri ætl­unin að tengja vínin við Kína. Um það bil 80 pró­sent þess víns sem fram­leitt er á búgörðum í eigu Kín­verja eru flutt til Kína og selt þar.  ,,Ég held hins­vegar að það að skíra búgarð­ana, og þar með vín­ið, þessum dýra­nöfnum hafi þver­öfug áhrif. Kín­verjar eru spenntir fyrir því sem erlent er, ekki síst franskt“ sagði franski pró­fess­or­inn.  

Sumir hafa sett gömlu skiltin upp aft­ur   

Sú gagn­rýni sem fram hefur komið á nafna­breyt­ingar á frönsku vín­bú­görð­unum hefur ekki farið fram­hjá kín­versku eig­end­un­um. Sumir þeirra, sem höfðu breytt um nafn á búgörð­unum hafa fjar­lægt „nýju“ skiltin og sett þau gömlu upp aft­ur.  

Skiptar skoð­anir um kaup Kín­verja

Meðal Frakka eru skiptar skoð­anir á kaupum Kín­verja á frönskum vín­bú­görð­um. Sumum þykir það jaðra við land­ráð að selja Kín­verj­um, aðrir segja það sjálf­sagðan hlut. Allir eru þó sam­mála um að mik­il­væg­ast sé að orð­spor franskra vína, ekki síst Bor­deaux, bíði ekki hnekki. Ein ástæða þess að franskir vín­bændur ákveða að selja búgarða sína í stað þess að láta eign­ina ganga til erf­ingj­anna eru háir erfða­fjár­skatt­ar. Frönsk stjórn­völd hafa margoft verið hvött til að breyta regl­unum varð­andi erfða­fjár­skatt en fram til þessa hefur það ekki gerst. Á Bor­deaux svæð­inu eru um það bil 6 þús­und vín­bú­garð­ar, þeir um það bil 200 sem nú eru í eigu Kín­verja eru því rétt rúm 3 pró­sent heild­ar­fjöld­ans. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar