Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra

Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.

Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Auglýsing

Ný útlán lífeyrissjóða til sjóðsfélaga, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, drógust saman um 15 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 miðað við sama tímabil í fyrra. Frá byrjun árs og til loka septembermánaðar 2019 lánuðu sjóðirnir 65,9 milljarða króna til sjóðsfélaga, að uppistöðu vegna húsnæðiskaupa, en á sama tímabili 2018 námu útlánin 77,9 milljörðum króna. Því er klár samdráttur að eiga sér stað í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga samhliða því að stærstu lífeyrissjóðirnir hafa gert þröskuldana sem þarf að klífa til að fá lán hjá þeim hærri. 

Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands um lifeyrissjóðakerfið sem birtar voru í lok síðustu viku. Útlán í septembermánuði voru 12 prósent lægri í ár en í fyrra. Það er þó aukning frá þeirri stöðu sem var uppi í sumar, þegar samdrátturinn var sem mestur. Í júlí, júlí og ágúst 2018 lánuðu lífeyrissjóðirnir alls 29,8 milljarða króna til sjóðsfélaga sinna. Á sama tímabili í ár lánuðu þeir 21,4 milljarða króna.

Auglýsing
Útlánin drógust því saman um 28 prósent milli sumra.

Þrátt fyrir að upphæðirnar sem sjóðirnir hafa lánað hafi dregist verulega saman er fjöldi veittra lána á fyrstu níu mánuðum ársins nánast sá sami og hann var á sama tímabili í fyrra, eða 5.765. Það eru einungis 14 færri lán en lífeyrissjóðir landsins veittu á fyrstu þremur árfsfjórðungum ársins 2018. Meðaltalslánveiting er því að dragast verulega saman. Hún var 13,5 milljónir króna í fyrra en er 11,4 milljónir króna nú, og 16 prósent lægri en á sama tímabili í fyrra. 

Taka verðtryggðra lána eykst á ný

Athygli vekur að ásókn landsmanna í óverðtryggð lán er meiri á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 en hún var á sama tímabili í fyrra. Þá voru um 76 prósent allra útlána lífeyrissjóða verðtryggð en í ár hafa 61 prósent þeirra verið það, og þar af leiðandi 39 prósent óverðtryggð. Þorri þeirrar sveiflu átti sér þó stað á fyrri hluta árs þegar verðbólga var umtalsvert hærri en hún er nú og virðast íslenskir húsnæðislántakendur hafa verið vel á tánum gagnvart þeim áhrifum sem hærri verðbólga hefur á verðtryggð lán. Í janúar síðastliðnum voru til að mynda meirihluti nýrra útlána lífeyrissjóða til sjóðsfélaga óverðtryggð. Það er einungis í annað sinn í sögunni sem það gerist. Hitt var í desember 2018, þegar verðbólgan fór í 3,7 prósent.

Á þessu ári hefur verðbólgan hins vegar hjaðnað hratt og er nú 2,8 prósent. Spár gera ráð fyrir því að hún verði komin við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, 2,5 prósent, fyrir áramót. Samhliða hefur verðtryggð lántaka aukist skarpt. Í september 2019 voru 67 prósent allra útlána lífeyrissjóða verðtryggð, sem er nánast sama hlutfall og var í sama mánuði árið áður.

Hafa rúmlega tvöfaldað markaðshlutdeild

Lífeyrissjóðirnir hófu að bjóða upp á skaplegri lánaskilyrði og kjör að nýju haustið 2015. Síðan þá hefur umfang þeirra á lánamarkaði vaxið hratt. Í nýlegri skýrslu Grein­ingar Íslands­banka um íslenska íbúða­mark­að­inn kom fram að íslenskir lán­tak­end­ur, sem upp­fylla skil­yrði líf­eyr­is­sjóða fyrir lán­töku, taka frekar lán hjá þeim, enda geta sjóð­irnir boðið miklu betri kjör en t.d. bankar og íbúða­lána­sjóð­ir. Það sést á því að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru nú beinir mót­að­ilar að 21 pró­sent af skuldum heim­il­anna og hlut­fallið hefur aldrei verið hærra. Það hefur tvö­fald­ast á mjög skömmum tíma, en árið 2016 var það tíu pró­sent. 

Auglýsing
Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa hins vegar mark­visst verið að reyna að hamla sókn sjóðsfélaga sinna í sjóðs­fé­lags­lán und­an­farin miss­eri, meðal ann­ars með því að lækka láns­hlut­fall. 

Afdrifarík ákvörðun verzlunarmanna

Líf­eyr­is­­sjóð­ur­ verzlunarmanna, greindi til dæmis frá því í byrjun októ­ber að sjóð­­ur­inn hefði breytt lána­­reglum sínum og lækkað fasta vexti á verð­­tryggðum lán­­um. Breyt­ing­­arnar á láns­rétt­inum fela í sér að skil­yrði fyrir lán­­töku eru þrengd mjög og hámarks­­fjár­­hæð láns er lækkuð um tíu millj­­ónir króna. Þá hefur sjóð­­ur­inn ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­tryggð lán á breyt­i­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­kvæm­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­förnum árum. 

Vextir þeirra lána standa áfram í stað í 2,26 pró­­sentum þrátt fyrir að ­stýrivextir hafi lækkað þrívegis frá því að þeir voru festir þar í byrjun ágúst og aðrir líf­eyr­is­­sjóðir hafi lækkað sína breyt­i­­legu verð­­tryggðu vexti skarpt. Lægstu slíkir sem nú eru í boði eru 1,63 pró­­sent. Þeir vextir eru helm­ingur af skástu vöxtum sem íslenskir bankar bjóða sínum við­skipta­vinum upp á á sam­bæri­legum lán­um.

Um er að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­sjóður verzlunarmanna var kom­inn út fyrir þol­mörk þess sem hann ræður við að lána til íbúð­ar­kaupa. Annað hvort þurfti sjóðurinn að fara að selja aðrar eignir til að lána sjóðsfélögum eða takmarka útlán. Hann valdi síðari kostinn. Sjóðsfélagslán voru um sex pró­sent af heild­ar­eignum sjóðs­ins í lok árs 2015 en þau eru nú um 13 pró­sent. Alls námu sjóðs­fé­laga­lánin um 107 millj­örðum króna í byrjun október og um 25 millj­arðar króna til við­bótar áttu að bætast við þá tölu þegar tekið var til­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­ur­fjár­mögn­un. 

Stýrivaxtalækkanir skila sér ekki til neytenda

Raunar er það svo að hröð stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands – vextir hafa lækkað um 1,5 prósentustig síðan í maí – skilar sér ekki nema að takmörkuðu leyti í lánakjör á húsnæðismarkaði. 

Lífeyrissjóðalán, sem standa sífellt þrengri hópum sjóðsfélaga til boða, bjóða áfram sem áður langbestu kjörin þar en aðrir, sem uppfylla ekki lántökuskilyrði lífeyrissjóða, eiga lítið eigið fé eða þurfa að taka lán umfram hámark sjóðanna, þurfa að taka lán hjá viðskiptabönkunum. Þegar horft er á það lánaform sem hefur verið hagstæðast undanfarin ár, breytilega verðtryggða vexti, eru lægstu slíkir vextir banka (Landsbankans, sem býður upp á 3,25 prósent vexti á grunnlán upp að 70 prósent af lánsfjárhæð) nánast tvisvar sinnum hærri en lægstu vextir lífeyrissjóðs (Almenna lífeyrissjóðsins, sem býður upp á 1,63 prósent vexti fyrir 70 prósent af lánsfjárhæð). 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar