Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra

Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.

Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Auglýsing

Ný útlán líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, dróg­ust saman um 15 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Frá byrjun árs og til loka sept­em­ber­mán­aðar 2019 lán­uðu sjóð­irnir 65,9 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga, að uppi­stöðu vegna hús­næð­is­kaupa, en á sama tíma­bili 2018 námu útlánin 77,9 millj­örðum króna. Því er klár sam­dráttur að eiga sér stað í útlánum líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sam­hliða því að stærstu líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa gert þrösk­uldana sem þarf að klífa til að fá lán hjá þeim hærri. 

Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um lif­eyr­is­sjóða­kerfið sem birtar voru í lok síð­ustu viku. Útlán í sept­em­ber­mán­uði voru 12 pró­sent lægri í ár en í fyrra. Það er þó aukn­ing frá þeirri stöðu sem var uppi í sum­ar, þegar sam­drátt­ur­inn var sem mest­ur. Í júlí, júlí og ágúst 2018 lán­uðu líf­eyr­is­sjóð­irnir alls 29,8 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna. Á sama tíma­bili í ár lán­uðu þeir 21,4 millj­arða króna.

Auglýsing
Útlánin dróg­ust því saman um 28 pró­sent milli sumra.

Þrátt fyrir að upp­hæð­irnar sem sjóð­irnir hafa lánað hafi dreg­ist veru­lega saman er fjöldi veittra lána á fyrstu níu mán­uðum árs­ins nán­ast sá sami og hann var á sama tíma­bili í fyrra, eða 5.765. Það eru ein­ungis 14 færri lán en líf­eyr­is­sjóðir lands­ins veittu á fyrstu þremur árfs­fjórð­ungum árs­ins 2018. Með­al­talslán­veit­ing er því að drag­ast veru­lega sam­an. Hún var 13,5 millj­ónir króna í fyrra en er 11,4 millj­ónir króna nú, og 16 pró­sent lægri en á sama tíma­bili í fyrra. 

Taka verð­tryggðra lána eykst á ný

Athygli vekur að ásókn lands­manna í óverð­tryggð lán er meiri á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 en hún var á sama tíma­bili í fyrra. Þá voru um 76 pró­sent allra útlána líf­eyr­is­sjóða verð­tryggð en í ár hafa 61 pró­sent þeirra verið það, og þar af leið­andi 39 pró­sent óverð­tryggð. Þorri þeirrar sveiflu átti sér þó stað á fyrri hluta árs þegar verð­bólga var umtals­vert hærri en hún er nú og virð­ast íslenskir hús­næð­is­lán­tak­endur hafa verið vel á tánum gagn­vart þeim áhrifum sem hærri verð­bólga hefur á verð­tryggð lán. Í jan­úar síð­ast­liðnum voru til að mynda meiri­hluti nýrra útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga óverð­tryggð. Það er ein­ungis í annað sinn í sög­unni sem það ger­ist. Hitt var í des­em­ber 2018, þegar verð­bólgan fór í 3,7 pró­sent.

Á þessu ári hefur verð­bólgan hins vegar hjaðnað hratt og er nú 2,8 pró­sent. Spár gera ráð fyrir því að hún verði komin við verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands, 2,5 pró­sent, fyrir ára­mót. Sam­hliða hefur verð­tryggð lán­taka auk­ist skarpt. Í sept­em­ber 2019 voru 67 pró­sent allra útlána líf­eyr­is­sjóða verð­tryggð, sem er nán­ast sama hlut­fall og var í sama mán­uði árið áður.

Hafa rúm­lega tvö­faldað mark­aðs­hlut­deild

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hófu að bjóða upp á skap­legri lána­skil­yrði og kjör að nýju haustið 2015. Síðan þá hefur umfang þeirra á lána­mark­aði vaxið hratt. Í nýlegri skýrslu Grein­ingar Íslands­­­banka um íslenska íbúða­­mark­að­inn kom fram að íslenskir lán­tak­end­­ur, sem upp­­­fylla skil­yrði líf­eyr­is­­sjóða fyrir lán­­töku, taka frekar lán hjá þeim, enda geta sjóð­irnir boðið miklu betri kjör en t.d. bankar og íbúða­lána­­sjóð­­ir. Það sést á því að líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins eru nú beinir mót­að­ilar að 21 pró­­sent af skuldum heim­il­anna og hlut­­fallið hefur aldrei verið hærra. Það hefur tvö­­fald­­ast á mjög skömmum tíma, en árið 2016 var það tíu pró­­sent. 

Auglýsing
Stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins hafa hins vegar mark­visst verið að reyna að hamla sókn sjóðs­fé­laga sinna í sjóðs­­fé­lags­lán und­an­farin mis­s­eri, meðal ann­­ars með því að lækka láns­hlut­­fall. 

Afdrifa­rík ákvörðun verzl­un­ar­manna

Líf­eyr­is­­­sjóð­­ur­ verzl­un­ar­manna, greindi til dæmis frá því í byrjun októ­ber að sjóð­­­ur­inn hefði breytt lána­­­reglum sínum og lækkað fasta vexti á verð­­­tryggðum lán­­­um. Breyt­ing­­­arnar á láns­rétt­inum fela í sér að skil­yrði fyrir lán­­­töku eru þrengd mjög og hámarks­­­fjár­­­hæð láns er lækkuð um tíu millj­­­ónir króna. Þá hefur sjóð­­­ur­inn ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­­tryggð lán á breyt­i­­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­­kvæm­­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­­förnum árum. 

Vextir þeirra lána standa áfram í stað í 2,26 pró­­­sentum þrátt fyrir að ­stýri­vextir hafi lækkað þrí­vegis frá því að þeir voru festir þar í byrjun ágúst og aðrir líf­eyr­is­­­sjóðir hafi lækkað sína breyt­i­­­legu verð­­­tryggðu vexti skarpt. Lægstu slíkir sem nú eru í boði eru 1,63 pró­­­sent. Þeir vextir eru helm­ingur af skástu vöxtum sem íslenskir bankar bjóða sínum við­­skipta­vinum upp á á sam­­bæri­­legum lán­­um.

Um er að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna var kom­inn út fyrir þol­­mörk þess sem hann ræður við að lána til íbúð­­ar­­kaupa. Annað hvort þurfti sjóð­ur­inn að fara að selja aðrar eignir til að lána sjóðs­fé­lögum eða tak­marka útlán. Hann valdi síð­ari kost­inn. Sjóðs­fé­lags­lán voru um sex pró­­sent af heild­­ar­­eignum sjóðs­ins í lok árs 2015 en þau eru nú um 13 pró­­sent. Alls námu sjóðs­­fé­laga­lánin um 107 millj­­örðum króna í byrjun októ­ber og um 25 millj­­arðar króna til við­­bótar áttu að bæt­ast við þá tölu þegar tekið var til­­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­­ur­fjár­­­mögn­un. 

Stýri­vaxta­lækk­anir skila sér ekki til neyt­enda

Raunar er það svo að hröð stýri­vaxta­lækkun Seðla­banka Íslands – vextir hafa lækkað um 1,5 pró­sentu­stig síðan í maí – skilar sér ekki nema að tak­mörk­uðu leyti í lána­kjör á hús­næð­is­mark­að­i. 

Líf­eyr­is­sjóða­lán, sem standa sífellt þrengri hópum sjóðs­fé­laga til boða, bjóða áfram sem áður lang­bestu kjörin þar en aðr­ir, sem upp­fylla ekki lán­töku­skil­yrði líf­eyr­is­sjóða, eiga lítið eigið fé eða þurfa að taka lán umfram hámark sjóð­anna, þurfa að taka lán hjá við­skipta­bönk­un­um. Þegar horft er á það lána­form sem hefur verið hag­stæð­ast und­an­farin ár, breyti­lega verð­tryggða vexti, eru lægstu slíkir vextir banka (Lands­bank­ans, sem býður upp á 3,25 pró­sent vexti á grunn­lán upp að 70 pró­sent af láns­fjár­hæð) nán­ast tvisvar sinnum hærri en lægstu vextir líf­eyr­is­sjóðs (Al­menna líf­eyr­is­sjóðs­ins, sem býður upp á 1,63 pró­sent vexti fyrir 70 pró­sent af láns­fjár­hæð). Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar