Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra

Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.

Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Auglýsing

Ný útlán líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga, að frá­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, dróg­ust saman um 15 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 miðað við sama tíma­bil í fyrra. Frá byrjun árs og til loka sept­em­ber­mán­aðar 2019 lán­uðu sjóð­irnir 65,9 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga, að uppi­stöðu vegna hús­næð­is­kaupa, en á sama tíma­bili 2018 námu útlánin 77,9 millj­örðum króna. Því er klár sam­dráttur að eiga sér stað í útlánum líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sam­hliða því að stærstu líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa gert þrösk­uldana sem þarf að klífa til að fá lán hjá þeim hærri. 

Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um lif­eyr­is­sjóða­kerfið sem birtar voru í lok síð­ustu viku. Útlán í sept­em­ber­mán­uði voru 12 pró­sent lægri í ár en í fyrra. Það er þó aukn­ing frá þeirri stöðu sem var uppi í sum­ar, þegar sam­drátt­ur­inn var sem mest­ur. Í júlí, júlí og ágúst 2018 lán­uðu líf­eyr­is­sjóð­irnir alls 29,8 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna. Á sama tíma­bili í ár lán­uðu þeir 21,4 millj­arða króna.

Auglýsing
Útlánin dróg­ust því saman um 28 pró­sent milli sumra.

Þrátt fyrir að upp­hæð­irnar sem sjóð­irnir hafa lánað hafi dreg­ist veru­lega saman er fjöldi veittra lána á fyrstu níu mán­uðum árs­ins nán­ast sá sami og hann var á sama tíma­bili í fyrra, eða 5.765. Það eru ein­ungis 14 færri lán en líf­eyr­is­sjóðir lands­ins veittu á fyrstu þremur árfs­fjórð­ungum árs­ins 2018. Með­al­talslán­veit­ing er því að drag­ast veru­lega sam­an. Hún var 13,5 millj­ónir króna í fyrra en er 11,4 millj­ónir króna nú, og 16 pró­sent lægri en á sama tíma­bili í fyrra. 

Taka verð­tryggðra lána eykst á ný

Athygli vekur að ásókn lands­manna í óverð­tryggð lán er meiri á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 en hún var á sama tíma­bili í fyrra. Þá voru um 76 pró­sent allra útlána líf­eyr­is­sjóða verð­tryggð en í ár hafa 61 pró­sent þeirra verið það, og þar af leið­andi 39 pró­sent óverð­tryggð. Þorri þeirrar sveiflu átti sér þó stað á fyrri hluta árs þegar verð­bólga var umtals­vert hærri en hún er nú og virð­ast íslenskir hús­næð­is­lán­tak­endur hafa verið vel á tánum gagn­vart þeim áhrifum sem hærri verð­bólga hefur á verð­tryggð lán. Í jan­úar síð­ast­liðnum voru til að mynda meiri­hluti nýrra útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga óverð­tryggð. Það er ein­ungis í annað sinn í sög­unni sem það ger­ist. Hitt var í des­em­ber 2018, þegar verð­bólgan fór í 3,7 pró­sent.

Á þessu ári hefur verð­bólgan hins vegar hjaðnað hratt og er nú 2,8 pró­sent. Spár gera ráð fyrir því að hún verði komin við verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands, 2,5 pró­sent, fyrir ára­mót. Sam­hliða hefur verð­tryggð lán­taka auk­ist skarpt. Í sept­em­ber 2019 voru 67 pró­sent allra útlána líf­eyr­is­sjóða verð­tryggð, sem er nán­ast sama hlut­fall og var í sama mán­uði árið áður.

Hafa rúm­lega tvö­faldað mark­aðs­hlut­deild

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hófu að bjóða upp á skap­legri lána­skil­yrði og kjör að nýju haustið 2015. Síðan þá hefur umfang þeirra á lána­mark­aði vaxið hratt. Í nýlegri skýrslu Grein­ingar Íslands­­­banka um íslenska íbúða­­mark­að­inn kom fram að íslenskir lán­tak­end­­ur, sem upp­­­fylla skil­yrði líf­eyr­is­­sjóða fyrir lán­­töku, taka frekar lán hjá þeim, enda geta sjóð­irnir boðið miklu betri kjör en t.d. bankar og íbúða­lána­­sjóð­­ir. Það sést á því að líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins eru nú beinir mót­að­ilar að 21 pró­­sent af skuldum heim­il­anna og hlut­­fallið hefur aldrei verið hærra. Það hefur tvö­­fald­­ast á mjög skömmum tíma, en árið 2016 var það tíu pró­­sent. 

Auglýsing
Stærstu líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins hafa hins vegar mark­visst verið að reyna að hamla sókn sjóðs­fé­laga sinna í sjóðs­­fé­lags­lán und­an­farin mis­s­eri, meðal ann­­ars með því að lækka láns­hlut­­fall. 

Afdrifa­rík ákvörðun verzl­un­ar­manna

Líf­eyr­is­­­sjóð­­ur­ verzl­un­ar­manna, greindi til dæmis frá því í byrjun októ­ber að sjóð­­­ur­inn hefði breytt lána­­­reglum sínum og lækkað fasta vexti á verð­­­tryggðum lán­­­um. Breyt­ing­­­arnar á láns­rétt­inum fela í sér að skil­yrði fyrir lán­­­töku eru þrengd mjög og hámarks­­­fjár­­­hæð láns er lækkuð um tíu millj­­­ónir króna. Þá hefur sjóð­­­ur­inn ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­­tryggð lán á breyt­i­­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­­kvæm­­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­­förnum árum. 

Vextir þeirra lána standa áfram í stað í 2,26 pró­­­sentum þrátt fyrir að ­stýri­vextir hafi lækkað þrí­vegis frá því að þeir voru festir þar í byrjun ágúst og aðrir líf­eyr­is­­­sjóðir hafi lækkað sína breyt­i­­­legu verð­­­tryggðu vexti skarpt. Lægstu slíkir sem nú eru í boði eru 1,63 pró­­­sent. Þeir vextir eru helm­ingur af skástu vöxtum sem íslenskir bankar bjóða sínum við­­skipta­vinum upp á á sam­­bæri­­legum lán­­um.

Um er að ræða við­bragð við því að Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna var kom­inn út fyrir þol­­mörk þess sem hann ræður við að lána til íbúð­­ar­­kaupa. Annað hvort þurfti sjóð­ur­inn að fara að selja aðrar eignir til að lána sjóðs­fé­lögum eða tak­marka útlán. Hann valdi síð­ari kost­inn. Sjóðs­fé­lags­lán voru um sex pró­­sent af heild­­ar­­eignum sjóðs­ins í lok árs 2015 en þau eru nú um 13 pró­­sent. Alls námu sjóðs­­fé­laga­lánin um 107 millj­­örðum króna í byrjun októ­ber og um 25 millj­­arðar króna til við­­bótar áttu að bæt­ast við þá tölu þegar tekið var til­­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­­ur­fjár­­­mögn­un. 

Stýri­vaxta­lækk­anir skila sér ekki til neyt­enda

Raunar er það svo að hröð stýri­vaxta­lækkun Seðla­banka Íslands – vextir hafa lækkað um 1,5 pró­sentu­stig síðan í maí – skilar sér ekki nema að tak­mörk­uðu leyti í lána­kjör á hús­næð­is­mark­að­i. 

Líf­eyr­is­sjóða­lán, sem standa sífellt þrengri hópum sjóðs­fé­laga til boða, bjóða áfram sem áður lang­bestu kjörin þar en aðr­ir, sem upp­fylla ekki lán­töku­skil­yrði líf­eyr­is­sjóða, eiga lítið eigið fé eða þurfa að taka lán umfram hámark sjóð­anna, þurfa að taka lán hjá við­skipta­bönk­un­um. Þegar horft er á það lána­form sem hefur verið hag­stæð­ast und­an­farin ár, breyti­lega verð­tryggða vexti, eru lægstu slíkir vextir banka (Lands­bank­ans, sem býður upp á 3,25 pró­sent vexti á grunn­lán upp að 70 pró­sent af láns­fjár­hæð) nán­ast tvisvar sinnum hærri en lægstu vextir líf­eyr­is­sjóðs (Al­menna líf­eyr­is­sjóðs­ins, sem býður upp á 1,63 pró­sent vexti fyrir 70 pró­sent af láns­fjár­hæð). Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar