Mynd: Seðlabanki Íslands.

Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina

Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina. Þá á nefndin sérstaklega að skoða hvort fjárfestingarleiðin hafi verið notuð til peningaþvættis.

Allir þing­menn Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar hafa sam­eig­in­lega lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að skipuð verði þriggja manna rann­sókn­ar­nefnd af Alþingi til að rann­saka hina svoköll­uðu fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. 

Í til­lög­unni er farið fram á að nefndin geri grein fyrir því hvaðan fjár­magnið sem flutt var til lands­ins með fjár­fest­ing­ar­leið­inni kom, hvaða ein­stak­lingar eða félög voru skráð fyrir fjár­magn­inu sem flutt var til lands­ins, hvernig fénu sem flutt var inn til lands­ins var varið og hver áhrif þess voru á íslenskt efna­hags­líf. Þar er einnig kallað eftir að upp­lýs­ingar verði dregnar fram um hvort rík­is­sjóður hafi orðið af skatt­tekjum vegna leið­ar­innar og þá hversu mikið það tap var, hvort að sam­þykkt til­boð í útboðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar kunni í ein­hverjum til­vikum að hafa brotið gegn skil­málum hennar og hvort fjár­fest­ing­ar­leiðin kunni að hafa verið notuð til að koma óskráðum og óskatt­lögðum eignum Íslend­inga á aflands­svæðum aftur til lands­ins, til að stunda pen­inga­þvætti eða mis­notuð með öðrum hætti.

Nefnd­in, verði til­lagan sam­þykkt, á að skila nið­ur­stöðum sínum í skýrslu­formi svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 1. októ­ber 2020. Fyrsti flutn­ings­maður þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar er Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata. Alls eru 17 þing­menn skrif­aðir fyrir henni.

Rétt að óháður aðili rann­saki, ekki bara Seðla­bank­inn sjálfur

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi verið gagn­rýnd af ýmsum ástæð­um, en telja verði sér­stak­lega mik­il­vægt í ljósi umræðu um aflandseignir og skattaund­an­skot á síð­ustu miss­erum að leit­ast verði við að rann­saka og fjalla um hvort fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi stuðlað að því að fjár­magn vegna skattaund­an­skota, sem geymt var í skjóli á aflandseyj­um, hafi verið fært til lands­ins í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið­ina með afslætti. Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, á Alþingi hafi til að mynda komið fram að ekki væri hægt að úti­loka að í ein­hverjum til­vikum hafi ekki verið farið í einu og öllu að ákvæðum fjár­fest­ing­ar­leið­ar­inn­ar.

Þar er enn fremur vísað í skýrslu sem Seðla­banki Íslands lét sjálfur vinna um fram­kvæmd fjár­fest­ing­ar­leið­ar­innar og ann­arra gjald­eyr­is­út­boða á árunum 2011 og 2015, og birt var í ágúst síð­ast­liðnum og sagt að í þeirri skýrslu kunni ein­hver svör að liggja við þeim spurn­ingum sem skipun rann­sókn­ar­nefndar á að svara. „Í ljósi þeirra gríð­ar­legu miklu fjár­muna og áhrifa sem fjár­fest­inga­leiðin hefur haft á íslenskt efna­hags­líf er að mati flutn­ings­manna rétt­ast að óháður aðili fjalli um fram­kvæmd útboð­anna frekar en sá aðili sem rann­sóknin mun snúa að.“

206 millj­arðar króna

Fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­leið Seðla­­­­­­­banka Íslands, sem einnig var nefnd 50/50 leið­in, var gríð­­­­­­­ar­­­­­­­lega umdeild aðferð sem Seðla­­­­­­­bank­inn beitti til minnka hina svoköll­uðu snjó­­­­­­­hengju, krón­u­­­­­­­eignir erlendra aðila sem fastar voru innan fjár­­­­­­­­­­­­­magns­hafta og gerðu stjórn­­­­­­­völdum erfitt fyrir að vinna að frek­­­­­­­ari losun þeirra hafta. Sam­­­­­­­kvæmt henni gátu þeir sem sam­­­­­­­þykktu að koma með gjald­eyri til Íslands skipt þeim í íslenskar krónur á hag­­­­­­­stæð­­­­­­­ara gengi en ef þeir myndu gera það í næsta banka. 

Þeir sem tóku á sig „tap­ið“ í þessum við­­­­­­­skiptum voru aðilar sem áttu krónur fastar innan hafta en vildu kom­­­­­­­ast út úr íslenska hag­­­­­­­kerf­inu með þær. Þeir sem „græddu“ voru aðilar sem áttu erlendan gjald­eyri en voru til­­­­­­­­­­­­­búnir að koma til Íslands og fjár­­­­­­­­­­­­­festa fyrir hann. Seðla­­­­­­­bank­inn var síðan í hlut­verki milli­­­­­­­­­­­­­göng­u­að­ila sem gerði við­­­­­­­skiptin mög­u­­­­­­­leg.  Líkt og verslun sem leiddi heild­­­­­­­sala og neyt­endur sam­­­­­­­an.

Alls fóru fram 21 útboð eftir fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­leið­inni frá því í febr­­­­­­­úar 2012 til febr­­­­­­­úar 2015, þegar síð­­­­­­­asta útboðið fór fram. Alls komu um 1.100 millj­­­­­­­ónir evra til lands­ins á grund­velli útboða fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar, sem sam­svarar um 206 millj­­­­­­­örðum króna.

Ef þeir sem komu með þennan gjald­eyri til Íslands hefðu skipt þeim á opin­beru gengi Seðla­­­­­­­bank­ans, líkt og venju­­­­­­­legt fólk þarf að gera, hefðu þeir fengið um 157 millj­­­­­­­arða króna fyrir hann. Virð­is­aukn­ingin sem fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­leiðin færði eig­endur gjald­eyr­is­ins í íslenskum krónum var því 48,7 millj­­­­­­­arðar króna. Skil­yrt var að binda þyrfti féð sem fært var inn í landið með þessu hætti í fast­­­­­­­eign­um, verð­bréf­um, fyr­ir­tækjum eða öðrum fjár­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­kost­­­­­­­um. Því má segja að þeir sem hafi nýtt sér fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­ina hafi fengið um 20 pró­­­­­­­sent afslátt af þeim eignum sem þeir keyptu.

794 inn­­­­­­­­­­­­­lendir aðilar komu með pen­inga inn í íslenskt hag­­­­­­­kerfi í gegnum útboð fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leiðar Seðla­­­­­­­banka Íslands. Pen­ingar þeirra námu 35 pró­­­­­­­sent þeirrar fjár­­­­­­­hæðar sem alls komu inn í landið með þess­­­­­­­ari leið, en hún tryggði um 20 pró­­­­­­­sent afslátt á eignum sem keyptar voru fyrir pen­ing­anna á Íslandi.

Alls fengu þessir aðilar 72 millj­­­­­­­arða króna fyrir þann gjald­eyri sem þeir skiptu í íslenskar krónur sam­­­­­­­kvæmt skil­­­­­­­málum útboða fjár­­­­­­­­­­­­­fest­ing­­­­­­­ar­­­­­­­leið­­­­­­­ar­inn­­­­­­­ar. Afslátt­­­­­­­ur­inn, eða virð­is­aukn­ing­in, sem þeir fengu með þessu umfram það ef þeir hefðu skipt gjald­eyr­inum á skráðu gengi Seðla­­­­­­­bank­ans er um 17 millj­­­­­­­arðar króna.

Í skýrslu sem Seðla­­banki Íslands birti um fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina í sumar kom fram aflands­­fé­lög frá lág­skatta­­svæðum hefðu flutt inn 2,4 pró­­sent af heild­­ar­fjár­­­fest­ingu í gegnum leið­ina. Eðli­­legt væri,  í ljósi sög­unn­­ar, að gagn­rýna að það hefði verið ger­­legt að ferja fjár­­muni frá slíkum svæðum í gegnum hana.  

Sam­herji á meðal þeirra sem nýttu sér leið­ina

Þótt stjórn­­völd hafi ekki viljað upp­­lýsa um hverjir það voru sem nýttu sér leið­ina hingað til þá hafa fjöl­miðlar getað upp­­lýst um félög í eigu aðila sem það gerð­u. Á meðal þeirra sem hafa nýtt sér þessa leið eru félög í eigu bræðr­anna Lýðs og Ágústs Guð­­­munds­­­sona, Hreið­­­ars Más Sig­­­urðs­­­son­­­ar, Jóns Ólafs­­­son­­­ar, Jóns Von Tetzchner, knatt­­­spyrn­u­­­manns­ins Gylfa Þórs Sig­­­urðs­­­son­­­ar, Ólafs Ólafs­­­son­­­ar, Hjör­­­leifs Jak­obs­­­son­­­ar, Ármanns Þor­­­valds­­­son­­­ar, Kjart­ans Gunn­­­ar­s­­­son­­­ar, Skúla Mog­en­sen, rekstr­ar­fé­lags Iceland Foods, Alvogen, Karls og Stein­gríms Wern­er­s­­­sona og danskra eig­enda Húsa­smiðj­unn­­­ar.

Á meðal ann­arra sem nýttu sér fjár­fest­ing­ar­leið­ina var til að mynda félag í eigu Sam­herja, sem hefur verið mikið í sviðs­ljós­inu und­an­farna daga. Um er að ræða félagið Esju Seafood á Kýp­ur, sem tók við hagn­aði af starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Esja Seafood lán­aði öðru félagið Sam­herja, Kald­baki, um tvo millj­arða króna árið 2012 í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Í Stund­inni á þriðju­dag var greint frá því að Kald­bakur hafi meðal ann­ars lánað enn öðru félagi Sam­herja, Katta­nefi ehf., 300 millj­ónir króna til að fjár­festa í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Það félag var svo selt til Ram­ses II ehf., félags í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, árið 2017, á 325 millj­ónir króna. Sam­herji lán­aði Ram­ses II fyrir kaup­un­um.

Rann­sókn vegna und­an­skota á loka­stigi

Kjarn­inn greindi frá því í lok síð­ustu viku að skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóri hafi um nokk­­urt skeið haft eitt mál tengt ein­stak­l­ingi sem nýtti sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands til for­m­­legrar rann­­sókn­­ar. Með­­­ferð þess máls er langt komin og ákvörðun um refsi­­með­­­ferð verður tekin á næstu dögum eða örfáu vik­­um. Í því máli er grunur um und­an­­skot fjár­­­magnstekna er nemur á þriðja hund­rað millj­­óna króna.

Bryn­dís Krist­jáns­dóttir skatt­rann­sókn­ar­stjóri sagði þá við Kjarn­ann að emb­ættið hafi alls aflað gagna í um tíu málum ein­stak­l­inga eftir að það fékk afhent gögn um þá sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina sem leiddi til hinnar for­m­­legu rann­­sóknar á mál­inu sem nú er beðið ákvörð­unar um refsi­­með­­­ferð í. 

Að sögn Bryn­­dísar er emb­ætti rík­­is­skatt­­stjóri líka með umrædd gögn um þá sem nýttu sér fjár­­­fest­ing­­ar­­leið­ina. „Til að koma í veg fyrir tví­­verknað sam­­mælt­ust emb­ættin um að þau yrðu skoðuð frekar undir for­­merkjum eft­ir­lits. Ef við þá skoðun vaknar grunur um skatt­­svik ber að til­­kynna skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra þar um sem tekur ákvörðun um fram­hald máls­ins. Það hefur að minnsta kosti ekki enn verið gert.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar