Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja

Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.

huawei
Auglýsing

Það voru í senn glaðir og hreyknir for­svars­menn fær­eyska síma­fé­lags­ins, Føroya Tele, þegar þeir kynntu nýja 5G háhraða­netið í júní sl. „Fær­eyjar fara framúr Dan­mörku með 5G“ var yfir­skrift frétta­til­kynn­ing­ar­innar sem send var út af þessu til­efni. Á þessum kynn­ing­ar­fundi var jafn­framt greint frá því að lagn­ing háhraða­nets­ins yrði lík­lega í sam­vinnu Fær­eyska síma­fé­lags­ins og kín­verska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Huawei, þótt samn­ingur hafi ekki verið und­ir­rit­að­ur. 

Sam­vinna Fær­ey­inga og Huawei er ekki ný af nál­inni en lagn­ing háhraða­nets­ins yrði stærsta verk­efnið sem Kín­verjarnir hafa tekið að sér á eyj­unum en þess má geta að Huawei sá um lagn­ingu 4G nets­ins í Fær­eyj­um. Því verk­efni og öðrum slíkum sem Huawei hefur ann­ast á síð­ustu árum í Fær­eyjum hefur fyr­ir­tækið skilað bæði fljótt og vel. For­stjóri síma­fé­lags­ins lýsti, á áður­nefndum fundi, sér­stakri ánægju með sam­starfið við kín­verska fyr­ir­tækið og sagði að fram­kvæmdir vegna háhraða­nets­ins myndu hefj­ast „al­veg á næst­unn­i“. Nefndi þó ekki dag­setn­ing­u.  

Ekk­ert bólar á net­inu 

Nú, þegar brátt eru liðnir sex mán­uðir síðan for­stjóri síma­fé­lags­ins sagði að fram­kvæmdir myndu hefj­ast alveg á næst­unni, bólar ekk­ert á háhraða­net­inu. Í við­tali við fær­eyska útvarpið fyrir skömmu sagði fær­eyskur þing­maður að stundum taki menn sterkt til orða, en bætti við að „það hljóti nú að fara að stytt­ast í að eitt­hvað ger­ist.“ 

Auglýsing
Heimamenn í Fær­eyjum hafa undr­ast þennan seina­gang.

Segja Huawei undir tufflu kín­versku stjórn­ar­innar

Eins og flestum sem fylgj­ast með fréttum mun kunn­ugt andar köldu milli Banda­ríkja­manna og Kín­verja. Klögu­málin ganga á víxl í við­skipta­stríði sem staðið hefur um margra mán­aða skeið. Báðar þjóðir hafa tekið upp vernd­ar­tolla á fjöl­margar vörur hvor frá annarri og við­skipta­stríðið veldur mörgum fyr­ir­tækjum í báðum löndum miklum erf­ið­leik­um. Bæði löndin eru þó mjög háð við­skiptum hvort við annað og ástand­inu má helst líkja við eins konar „haltu mér slepptu mér“ sam­band, þar sem hvor­ugur getur án hins ver­ið. Síaukin starf­semi Kín­verja, ekki síst fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Huawei, er þyrnir í augum Banda­ríkja­manna. Þeir halda því fram að Huawei sé í raun undir stjórn kín­verskra ráða­manna sem geti, þegar þeim þókn­ast nýtt fyr­ir­tækið til alls kyns njósn­a­starf­semi um aðrar þjóð­ir, ekki síst Banda­rík­in.

Sendi­herr­ann lætur í sér heyra

Skömmu eftir að til­kynnt var um sam­vinnu Fær­eyska síma­fé­lags­ins og Huawei birti dag­blaðið Berl­ingske við­tal við sendi­herra Banda­ríkj­anna í Dan­mörku. Sendi­herrann, Carla Sands, lýsti þar áhyggjum vegna fjar­skipta­samn­ings­ins og sagði hugs­an­legt að samn­ing­ur­inn hefði í för með sér að Banda­ríkja­menn gætu ekki látið Fær­ey­ingum í té mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar.

Í grein sem sendi­herr­ann skrif­aði í nýj­ustu helg­ar­út­gáfu Sos­i­al­urin hvetur hún Fær­ey­inga til að búa svo um að „þeir ráði sjálfir yfir innviðum sam­fé­lags­ins en láti þá ekki í hendur fyr­ir­tækja sem ekki fylgja okkar leik­reglum og við­mið­u­m“. Sendi­herr­ann segir yfir­lýs­ingar Huawei um sjálf­stæði og að fyr­ir­tækið virði allar reglur um leynd upp­lýs­inga marklaus­ar. Allir viti að kín­verskum fyr­ir­tækjum sé skylt að hlýða fyr­ir­skip­unum stjórn­valda í land­inu, slíkt sé bundið í lög í Kína. 

Fær­eyskir stjórn­mála­menn undr­andi

Pist­ill banda­ríska sendi­herr­ans hefur vakið mikla athygli í Fær­eyj­um. Sjúrður Skaale, þing­maður Javn­að­ar­flokks­ins, sagð­ist í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske vera mjög undr­andi á orðum sendi­herr­ans. Hann sagð­ist ekki minn­ast þess að banda­rískur sendi­herra hefði fyrr reynt að hafa áhrif á Fær­ey­inga, og ekki skilja hvað sendi­herr­anum gengi til, en benti á að Banda­ríkja­menn og Kín­verjar ættu í við­skipta­stríði.

Fleiri fær­eyskir stjórn­mála­menn hafa talað á svip­uðum nótum og bent á að ef Fær­eyska síma­fé­lagið rifti fyr­ir­hug­uðu sam­komu­lagi við Huawei myndu Kín­verjar telja það gert vegna þrýst­ings frá Banda­ríkja­mönn­um. Fær­eyska land­stjórnin hefur lagt áherslu á að ákvörðun um sam­starf við Huawei, eða aðra, um 5G netið sé í höndum Fær­eyska síma­fé­lags­ins og lands­stjórnin komi þar hvergi nærri. Nýlegar fréttir benda hins­vegar til að Kín­verjar reyni að beita áhrifum sínum gegnum fær­eysku lands­stjórn­ina.

Fréttin sem ekki mátti segja og hljóð­upp­takan

Tutt­ugu mín­útum áður en frétta­tími Kringvarps­ins, fær­eyska sjón­varps­ins, „Dagur og vika“ fór í loftið sl. mánu­dag (2. des) kom full­trúi fær­eyska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og krafð­ist þess að fréttin yrði ekki send út og fógeta­úr­skurður þar að lút­andi væri á leið­inni. Frétta­stjóri Kringvarps­ins ákvað að fréttin yrði ekki send út. Sagði hins­vegar frá bann­inu í upp­hafi frétta­tím­ans. Ástæða lög­banns­ins var rök­studd með að upp­lýs­ingar í frétt­inni hefðu verið fengnar með ólög­mætum hætti.

Frétt­in, sem ekki mátti senda út, fjall­aði um fund sem hald­inn var 11. nóv­em­ber, í Þórs­höfn. Fund­inn sátu Feng Te, sendi­herra Kína í Dan­mörku, Bárður Niel­sen lög­maður Fær­eyja, og Jørgen Niclasen, fjár­mála­ráð­herra lands­stjórn­ar­inn­ar.   

Auglýsing
Mikil leynd hvíldi yfir fund­inum og frétta­menn komust síðar á snoðir um hann, fyrir algjöra til­vilj­un. Það gerð­ist 15. nóv­em­ber þegar frétta­maður Kringvarps­ins ætl­aði að taka við­tal við Helga Abra­ham­sen sem fer með við­skipta­mál í fær­eysku lands­stjórn­inni og spyrja hann um Huawei og 5G net­ið. Þegar mynda­töku­mað­ur­inn var búinn að festa míkró­fón­inn á jakka­boð­ung ráð­herr­ans, óskaði emb­ætt­is­maður í við­skipta­ráðu­neyt­inu eftir að ræða eins­lega við ráð­herr­ann. Það sem þeir vissu ekki var að kveikt var á míkró­fón­inum sem ráð­herr­ann bar og þess vegna var sam­tal hans og emb­ætt­is­manns­ins tekið upp á tæki Kringvarps­ins. Síðan mætti ráð­herr­ann í við­talið. Það var ekki fyrr en Kringvarps­menn komu á stöð­ina og fóru að skoða við­talið að þeir upp­götv­uðu upp­tök­una af sam­tali ráð­herr­ans og emb­ætt­is­manns­ins. Það var þetta sam­tal sem Kringvarpið ætl­aði að segja frá. Hvað nákvæm­lega var rætt um hefur ekki verið gert opin­bert en emb­ætt­is­mað­ur­inn ku hafa greint ráð­herr­an­um, í smá­at­rið­um, frá því sem rætt var um á leyni­fund­inum 11. nóv­em­ber.   

Lög­mað­ur­inn segir leynd­ina nauð­syn­lega

Í við­tali í fær­eyska útvarp­inu í fyrra­kvöld sagði Bárður Niel­sen lög­maður að lög­bannið á frétt Kringvarps­ins sl. mánu­dag (2.des) hefði verið nauð­syn­legt því efni frétt­ar­innar gæti skaðað fær­eyska hags­muni. Frétta­stjóri Kringvarps­ins er ósam­mála því að ekki eigi að birta frétt­ina, „inni­haldið varðar hags­muni Fær­ey­inga og lög­bannið er óeðli­legt inn­grip í starf fjöl­miðla“.

Það getur þú sjálfur reiknað út

11. nóv­em­ber, sama dag og „leyni­fund­ur­inn“ átti sér stað hitti kín­verski sendi­herr­ann Jenis av Rana sem fer með utan­rík­is­mál í lands­stjórn­inni og nokkra emb­ætt­is­menn. Þegar frétta­maður spurði einn úr hópi emb­ætt­is­mann­anna eftir fund­inn hvort við­skipti og Huawei tengd­ust og hvort þau mál hefðu verið rædd svar­aði emb­ætt­is­mað­ur­inn „það getur þú sjálfur reiknað út“. 

Þess má í lokin geta að Kringvarpið hefur áfrýjað lög­bann­inu. Dómur verður kveð­inn upp í síð­asta lagi næst­kom­andi mánu­dag 9. des­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar