„Við megum ekki hægja á okkur“

Íslensk kona búsett á Möltu til margra ára segir að ekki megi hægja á mótmælum þar í landi en margir krefjast þess að forsætisráherrann segi af sér nú þegar vegna spillingar.

Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
Mótmælendur á Möltu í lok nóvember 2019
Auglýsing

For­sæt­is­ráð­herra Möltu, Jos­eph Muscat, hefur boðað afsögn sína í jan­úar næst­kom­andi en háværar raddir hafa kraf­ist þess að hann segði af sér í kjöl­far morðs á blaða­kon­unni Dap­hne Caru­ana Galizia fyrir tveimur árum. Aðilar með sterkt tengsl inn í rík­is­stjórn Muscat eru grun­aðir um aðild að morð­inu.

Mót­mæl­endur sætta sig þó ekki við þetta og boðað hefur verið til mót­mæla á morg­un, sunnu­dag, í Val­letta, höf­uð­borg Möltu. Ýmiss félaga­sam­tök hvetja for­sæt­is­ráð­herr­ann að stíga taf­ar­laust til hlið­ar­. Í malt­neska miðl­inum Malta Today kemur fram að krafan um það að Muscat stigi til hliðar hafi auk­ist til muna, sér­stak­lega eftir vitn­is­burð Mel­vin Theuma, milli­manns í morð­inu á Dap­hne Caru­ana Galizia.

Þá verði lög­reglan að rann­saka Muscat, Keith Schembri, Kenn­eth Camilleri, Robert Agi­us, Adrian Agi­us, Neville Gafa og Sandro Craus án frek­ari taf­ar. „Eng­inn ætti að vera haf­inn yfir lög­in,“ kemur fram í máli aðstand­enda mót­mæl­anna.

Auglýsing

Þeir vilja einnig að almenn­ingur styðji þessa kröfu og mót­mæli með þeim á morgun en sam­kvæmt Malta Today hefur fólk þar í landi séð mót­mæli til að krefja for­sæt­is­ráð­herr­ann um upp­sögn sem eiga sér engar hlið­stæður þar í landi.

Leið fyrst eins og í landi með ein­ræð­is­herra­stjórn

Dóra Blön­dal Mizzi er Íslend­ingur sem búið hefur á Möltu í um 33 ár en hún var nágranni Dap­hne og kunn­ingja­kona. Hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að hún hafi fyrst komið til Möltu í kringum 1985 þegar hún byrj­aði að búa með malt­verskum manni sínu. „Þá réði gamla sós­í­alista­stjórnin en mað­ur­inn minn ólst einmitt upp við hana,“ segir hún og bætir því við að spill­ingin á þeim tíma hafi verið alveg rosa­leg.

„Það var mikið áfall fyrir mig að flytja hing­að, mér leið eins og ég byggi í komm­ún­ista­landi með ein­ræð­is­herra­stjórn. Þegar ég fór til dæmis út í mat­vöru­búð voru hálfar hillur tóm­ar. Svo þurftu allir að eiga eins sjón­varp en það þurfti að fara á biðlista til að eign­ast slíkt tæki,“ segir hún.

Hún rifjar enn fremur upp að lög­reglan hafi verið mjög spillt á þessum tíma. Til að mynda hafi vin­kona hennar tekið það sér­stak­lega fram við hana að ekki væri æski­legt að eiga í sam­skiptum við lög­reglu­þjóna því „þeir væru ekki vinir þeirra.“

Vinstri og hægri til skiptis við stjórn­völ­inn

Árið 1987 komst Þjóð­ern­is­flokk­ur­inn (Nationa­list Par­ty) til valda en Verka­manna­flokk­ur­inn (La­bor par­ty) og fyrr­nefndur Þjóð­ern­is­flokkur hafa skipst á að halda völdum í land­inu. Dóra segir að þegar Þjóð­ern­is­flokk­ur­inn hafi unnið á níunda ára­tugnum hafi allt stoppað og fólk dansað á götum úti eftir úrslit kosn­ing­anna. „Þá urðu miklar breyt­ingar og fór land­inu að fara fram. Það varð að týpísku Evr­ópu­rík­i.“

Dóra lýsir þessum tíðu stjórn­ar­skipt­um, þar sem hægri og vinstri öfl skipt­ast á að fara með völd. Hún segir að þegar Verka­manna­flokk­ur­inn hafi unnið kosn­ingar fyrir sex árum hafi mátt sjá nýtt fólk með nýjar áhersl­ur. „Þeir ein­hvern veg­inn komu ferskir og nýir til sjón­ar. Ofsa­lega margir sem höfðu áður kosið Þjóð­ern­is­flokk­inn kusu nú sós­í­alistana. Þeir hugs­uðu fram á veg­inn og voru fersk­ir. Ég var sjálf voða spennt að sjá hvað þeir myndu gera. Þarna var góður andi. Já, bara mjög góður and­i,“ segir hún. 

Strang­heið­ar­leg og sagði alltaf satt

Sjálf þekkti Dóra blaða­mann­inn, Dap­hne Caru­ana Galizia, sem var myrt árið 2017 með bíla­sprengju. Dóra segir að Dap­hne hafi verið dramat­ísk í skrifum og stríð­in. Hún hafi aftur á móti verið strang­heið­ar­leg og alltaf sagt satt. „Sem auð­vitað kom síðan í ljós,“ segir Dóra. Hún hafi gagn­rýnt Verka­manna­flokk­inn og komið upp um spill­ing­u. 

Eins og áður segir voru þær Dóra og Dap­hne nágrannar en eig­in­maður Dóru ólst jafn­framt upp í sömu götu og Dap­hne. „Það vildi líka þannig til að við fluttum á sama svæð­ið, eins­konar sveita­svæði. Ég horfi beint yfir á húsið henn­ar.“ Hún segir að vin­átta hafi mynd­ast milli þeirra og hafi dauðs­fall hennar aug­ljós­lega haft mikið áhrif á Dóru, hún hafi aldrei upp­lifað annan eins hryll­ing. Þá talar hún með mik­illi hlýju til eig­in­manns Dap­hne og sona þeirra.

Mótmæli á Möltu í lok nóvember 2019 Mynd: EPA



„Ég vona bara að hún fái það rétt­læti sem hún á skil­ið,“ segir Dóra og má greina ákveðna bjart­sýni hjá henni. Málið hafi verið í kyrr­stöðu síð­ustu ár en nú sé bolt­inn far­inn að rúlla í kjöl­far rann­sókna og hefur þátt­taka Evr­ópu­lög­regl­unnar (Europol) haft mikil áhrif, að mati Dóru. „Nú er ákveðin gleði í loft­inu og von að Dap­hne fái það rétt­læti sem hún á skil­ið.“ En þrátt fyrir von­ar­neist­ann er Dóra þó með var­ann á. „Aftur á móti veit ég hvernig hlut­irnir geta gengið hér á Möltu. Allt getur stopp­að. Ég bara vona að rann­sókn haldi áfram og að hún muni ger­ast hratt. Það má ekki hægja á mót­mæl­um, við verðum að halda ótrauð áfram.“

Fréttir ferð­ast hratt – Á Möltu og á Íslandi

Þegar Dóra er spurð út í hvort Malta og Ísland eigi eitt­hvað sam­eig­in­legt þá bendir hún á að í gegnum ald­irnar hafi margs­konar menn­ing­ar­heimar mæst á Möltu. Þannig sé landið mjög ólík Íslandi að því leyti, ekki hafi verið sama ein­angrun þar og hér. Það sem er svipað að mati Dóru er að á Möltu má einnig finna lítið sam­fé­lag. „Það vita allir hver af öðrum og fréttir ferð­ast hratt,“ segir hún.

Dóra segir að fólk sé mjög reitt núna á Möltu enda hafi svip­legt and­lát Dap­hne verið mikið áfall. Hún bendir á að sonur Dap­hne, Matt­hew Caru­ana Galizia, hafi verið mjög virkur á sam­fé­lags­miðlum til að koma fram rétt­læti og halda mál­inu gang­andi en hann er einnig blaða­maður eins og móðir hans var. „Hann hefur ekki stoppað síðan þetta gerð­is­t,“ segir hún.

Þess má geta að hægt er að fylgj­ast á sam­fé­lags­miðl­inum Twitter með umræðum um málið í gegnum myllu­merkið #Ju­st­icefor­Dap­hne.

Landið mik­il­væg­ara en per­sóna for­sæt­is­ráð­herr­ans

Þann 29. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sendi fjöl­skylda Dap­hne frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem þau köll­uðu eftir því að for­sæt­is­ráð­herra segði af sér.

„Við erum, eins og aðrir Malt­verjar, hneyksluð og reið yfir því að Keith Schembri, nánum vini og fyrrum mannauðs­stjóra for­sæt­is­ráð­herra, hafi verið sleppt úr haldi. Að minnsta kosti tvö vitni, auk fjöl­margra beinna sönn­un­ar­gagna, bendla Schembri við morðið á eig­in­konu okkar og móð­ur. Ekki þarf að veita Yorgen Fenech opin­bera náðun til þess að hægt verði að ákæra Schembri. Schembri, sem er afkasta­mik­ill glæpa­mað­ur, bendl­aður við fjöl­mörg mál tengd mútum og pen­inga­þvætti, er nú frjáls maður og ekki er útlit fyrir að hann verði sak­felldur fyrir neinn af glæpum sín­um. Okkur er brugðið að Schembri skuli hafa verið sleppt á vakt for­sæt­is­ráð­herra, sem leikur áfram dóm­ara, kvið­dóm­anda og böðul í morð­máli sem varðar þrjá af nán­ustu sam­starfs­mönnum hans,“ segir í til­kynn­ingu þeirra. 

Þá telur fjöl­skylda Dap­hne að þessi afskræm­ing á rétt­læt­inu sé þjóð­ar­skömm sem kljúfi sam­fé­lagið í tvennt og smáni þau. Afskræm­ingin megi ekki eiga sér stað stund­inni leng­ur.

„Við hvetjum for­sæt­is­ráð­herra til að stíga til hliðar og hleypa að und­ir­mann­eskju sem er laus við hags­muna­á­rekstra í mál­inu. Sé for­sæt­is­ráð­herra annt um rétt­lætið og Möltu þá ætti hann að gera þetta taf­ar­laust. Landið okkar er mik­il­væg­ara en fer­ill hans.“

Vill sjá alla þess menn bak við lás og slá

Dóra segir að hana langi til að allur „kóngu­ló­ar­vef­ur­inn finni fyrir þessu.“ Hún segir að margir hafi grætt á því að Dap­hne færi. „Ég vil sjá alla þessa menn bak við lás og slá. Það er erfitt að sjá þá enn frjálsa á meðan fjöl­skylda hennar þjá­ist.“

Þess vegna verði að halda áfram að mót­mæla. „Við megum ekki hægja á okk­ur,“ segir hún að lok­um.

Malta er rúm­lega 400 fer­kíló­metrar að stærð og er Ísland nærri 300 sinnum stærra að flat­ar­máli. Íbúar Möltu eru rúm­lega 490 þús­und tals­ins.

Malta sam­anstendur af þremur eyj­um, Möltu, Gozo og Com­ino. Malta er stærst og þar er höf­uð­borgin Val­etta. Landið er 95 kíló­metra suður af Sikiley og 290 kíló­metra fyrir norðan Afr­íku. Malta er eitt af þétt­býl­ustu löndum í heimi.

Landið fékk sjálf­stæði árið 1964 og varð lýð­veldi 1974. Bretar voru með her­stöð á Möltu frá því þeir tóku við yfir­ráðum yfir land­inu árið 1800 en síð­ustu bresku her­menn­irnir fóru frá Möltu 1979.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar