Færeyingar og fréttin sem ekki mátti segja

Færeyingar eru milli steins og sleggju vegna fyrirhugaðs samnings við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um nýtt 5G háhraðanet. Bandaríkjamenn þrýsta á Færeyinga að semja ekki við Huawei og óttast að kínversk stjórnvöld nýti sér Huawei til njósna.

huawei
Auglýsing

Það voru í senn glaðir og hreyknir for­svars­menn fær­eyska síma­fé­lags­ins, Føroya Tele, þegar þeir kynntu nýja 5G háhraða­netið í júní sl. „Fær­eyjar fara framúr Dan­mörku með 5G“ var yfir­skrift frétta­til­kynn­ing­ar­innar sem send var út af þessu til­efni. Á þessum kynn­ing­ar­fundi var jafn­framt greint frá því að lagn­ing háhraða­nets­ins yrði lík­lega í sam­vinnu Fær­eyska síma­fé­lags­ins og kín­verska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Huawei, þótt samn­ingur hafi ekki verið und­ir­rit­að­ur. 

Sam­vinna Fær­ey­inga og Huawei er ekki ný af nál­inni en lagn­ing háhraða­nets­ins yrði stærsta verk­efnið sem Kín­verjarnir hafa tekið að sér á eyj­unum en þess má geta að Huawei sá um lagn­ingu 4G nets­ins í Fær­eyj­um. Því verk­efni og öðrum slíkum sem Huawei hefur ann­ast á síð­ustu árum í Fær­eyjum hefur fyr­ir­tækið skilað bæði fljótt og vel. For­stjóri síma­fé­lags­ins lýsti, á áður­nefndum fundi, sér­stakri ánægju með sam­starfið við kín­verska fyr­ir­tækið og sagði að fram­kvæmdir vegna háhraða­nets­ins myndu hefj­ast „al­veg á næst­unn­i“. Nefndi þó ekki dag­setn­ing­u.  

Ekk­ert bólar á net­inu 

Nú, þegar brátt eru liðnir sex mán­uðir síðan for­stjóri síma­fé­lags­ins sagði að fram­kvæmdir myndu hefj­ast alveg á næst­unni, bólar ekk­ert á háhraða­net­inu. Í við­tali við fær­eyska útvarpið fyrir skömmu sagði fær­eyskur þing­maður að stundum taki menn sterkt til orða, en bætti við að „það hljóti nú að fara að stytt­ast í að eitt­hvað ger­ist.“ 

Auglýsing
Heimamenn í Fær­eyjum hafa undr­ast þennan seina­gang.

Segja Huawei undir tufflu kín­versku stjórn­ar­innar

Eins og flestum sem fylgj­ast með fréttum mun kunn­ugt andar köldu milli Banda­ríkja­manna og Kín­verja. Klögu­málin ganga á víxl í við­skipta­stríði sem staðið hefur um margra mán­aða skeið. Báðar þjóðir hafa tekið upp vernd­ar­tolla á fjöl­margar vörur hvor frá annarri og við­skipta­stríðið veldur mörgum fyr­ir­tækjum í báðum löndum miklum erf­ið­leik­um. Bæði löndin eru þó mjög háð við­skiptum hvort við annað og ástand­inu má helst líkja við eins konar „haltu mér slepptu mér“ sam­band, þar sem hvor­ugur getur án hins ver­ið. Síaukin starf­semi Kín­verja, ekki síst fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Huawei, er þyrnir í augum Banda­ríkja­manna. Þeir halda því fram að Huawei sé í raun undir stjórn kín­verskra ráða­manna sem geti, þegar þeim þókn­ast nýtt fyr­ir­tækið til alls kyns njósn­a­starf­semi um aðrar þjóð­ir, ekki síst Banda­rík­in.

Sendi­herr­ann lætur í sér heyra

Skömmu eftir að til­kynnt var um sam­vinnu Fær­eyska síma­fé­lags­ins og Huawei birti dag­blaðið Berl­ingske við­tal við sendi­herra Banda­ríkj­anna í Dan­mörku. Sendi­herrann, Carla Sands, lýsti þar áhyggjum vegna fjar­skipta­samn­ings­ins og sagði hugs­an­legt að samn­ing­ur­inn hefði í för með sér að Banda­ríkja­menn gætu ekki látið Fær­ey­ingum í té mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar.

Í grein sem sendi­herr­ann skrif­aði í nýj­ustu helg­ar­út­gáfu Sos­i­al­urin hvetur hún Fær­ey­inga til að búa svo um að „þeir ráði sjálfir yfir innviðum sam­fé­lags­ins en láti þá ekki í hendur fyr­ir­tækja sem ekki fylgja okkar leik­reglum og við­mið­u­m“. Sendi­herr­ann segir yfir­lýs­ingar Huawei um sjálf­stæði og að fyr­ir­tækið virði allar reglur um leynd upp­lýs­inga marklaus­ar. Allir viti að kín­verskum fyr­ir­tækjum sé skylt að hlýða fyr­ir­skip­unum stjórn­valda í land­inu, slíkt sé bundið í lög í Kína. 

Fær­eyskir stjórn­mála­menn undr­andi

Pist­ill banda­ríska sendi­herr­ans hefur vakið mikla athygli í Fær­eyj­um. Sjúrður Skaale, þing­maður Javn­að­ar­flokks­ins, sagð­ist í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske vera mjög undr­andi á orðum sendi­herr­ans. Hann sagð­ist ekki minn­ast þess að banda­rískur sendi­herra hefði fyrr reynt að hafa áhrif á Fær­ey­inga, og ekki skilja hvað sendi­herr­anum gengi til, en benti á að Banda­ríkja­menn og Kín­verjar ættu í við­skipta­stríði.

Fleiri fær­eyskir stjórn­mála­menn hafa talað á svip­uðum nótum og bent á að ef Fær­eyska síma­fé­lagið rifti fyr­ir­hug­uðu sam­komu­lagi við Huawei myndu Kín­verjar telja það gert vegna þrýst­ings frá Banda­ríkja­mönn­um. Fær­eyska land­stjórnin hefur lagt áherslu á að ákvörðun um sam­starf við Huawei, eða aðra, um 5G netið sé í höndum Fær­eyska síma­fé­lags­ins og lands­stjórnin komi þar hvergi nærri. Nýlegar fréttir benda hins­vegar til að Kín­verjar reyni að beita áhrifum sínum gegnum fær­eysku lands­stjórn­ina.

Fréttin sem ekki mátti segja og hljóð­upp­takan

Tutt­ugu mín­útum áður en frétta­tími Kringvarps­ins, fær­eyska sjón­varps­ins, „Dagur og vika“ fór í loftið sl. mánu­dag (2. des) kom full­trúi fær­eyska inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og krafð­ist þess að fréttin yrði ekki send út og fógeta­úr­skurður þar að lút­andi væri á leið­inni. Frétta­stjóri Kringvarps­ins ákvað að fréttin yrði ekki send út. Sagði hins­vegar frá bann­inu í upp­hafi frétta­tím­ans. Ástæða lög­banns­ins var rök­studd með að upp­lýs­ingar í frétt­inni hefðu verið fengnar með ólög­mætum hætti.

Frétt­in, sem ekki mátti senda út, fjall­aði um fund sem hald­inn var 11. nóv­em­ber, í Þórs­höfn. Fund­inn sátu Feng Te, sendi­herra Kína í Dan­mörku, Bárður Niel­sen lög­maður Fær­eyja, og Jørgen Niclasen, fjár­mála­ráð­herra lands­stjórn­ar­inn­ar.   

Auglýsing
Mikil leynd hvíldi yfir fund­inum og frétta­menn komust síðar á snoðir um hann, fyrir algjöra til­vilj­un. Það gerð­ist 15. nóv­em­ber þegar frétta­maður Kringvarps­ins ætl­aði að taka við­tal við Helga Abra­ham­sen sem fer með við­skipta­mál í fær­eysku lands­stjórn­inni og spyrja hann um Huawei og 5G net­ið. Þegar mynda­töku­mað­ur­inn var búinn að festa míkró­fón­inn á jakka­boð­ung ráð­herr­ans, óskaði emb­ætt­is­maður í við­skipta­ráðu­neyt­inu eftir að ræða eins­lega við ráð­herr­ann. Það sem þeir vissu ekki var að kveikt var á míkró­fón­inum sem ráð­herr­ann bar og þess vegna var sam­tal hans og emb­ætt­is­manns­ins tekið upp á tæki Kringvarps­ins. Síðan mætti ráð­herr­ann í við­talið. Það var ekki fyrr en Kringvarps­menn komu á stöð­ina og fóru að skoða við­talið að þeir upp­götv­uðu upp­tök­una af sam­tali ráð­herr­ans og emb­ætt­is­manns­ins. Það var þetta sam­tal sem Kringvarpið ætl­aði að segja frá. Hvað nákvæm­lega var rætt um hefur ekki verið gert opin­bert en emb­ætt­is­mað­ur­inn ku hafa greint ráð­herr­an­um, í smá­at­rið­um, frá því sem rætt var um á leyni­fund­inum 11. nóv­em­ber.   

Lög­mað­ur­inn segir leynd­ina nauð­syn­lega

Í við­tali í fær­eyska útvarp­inu í fyrra­kvöld sagði Bárður Niel­sen lög­maður að lög­bannið á frétt Kringvarps­ins sl. mánu­dag (2.des) hefði verið nauð­syn­legt því efni frétt­ar­innar gæti skaðað fær­eyska hags­muni. Frétta­stjóri Kringvarps­ins er ósam­mála því að ekki eigi að birta frétt­ina, „inni­haldið varðar hags­muni Fær­ey­inga og lög­bannið er óeðli­legt inn­grip í starf fjöl­miðla“.

Það getur þú sjálfur reiknað út

11. nóv­em­ber, sama dag og „leyni­fund­ur­inn“ átti sér stað hitti kín­verski sendi­herr­ann Jenis av Rana sem fer með utan­rík­is­mál í lands­stjórn­inni og nokkra emb­ætt­is­menn. Þegar frétta­maður spurði einn úr hópi emb­ætt­is­mann­anna eftir fund­inn hvort við­skipti og Huawei tengd­ust og hvort þau mál hefðu verið rædd svar­aði emb­ætt­is­mað­ur­inn „það getur þú sjálfur reiknað út“. 

Þess má í lokin geta að Kringvarpið hefur áfrýjað lög­bann­inu. Dómur verður kveð­inn upp í síð­asta lagi næst­kom­andi mánu­dag 9. des­em­ber.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar