Segir lýðskrumara vilja umbylta fiskveiðistjórnarkerfinu vegna spillingarmáls í Namibíu

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins gagnrýnir þá sem vilja nota Samherjamálið til að breyta fiskveiðisstjórnunarkerfinu. Frumvarp var lagt fram á föstudag sem umbyltir því og forsætisráðherra berst fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá.

Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins.
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins.
Auglýsing

„Spill­ing­ar­mál í Namib­íu, sem hefur teng­ingar hingað til lands en þó óljósar og fjarri því upp­lýstar að fullu, hefur laðað fram fjölda lýð­skrumara hér á landi, ekki síst úr stétt stjórn­mála­manna sem hugsa gott til glóð­ar­innar eftir langa eyði­merk­ur­göngu. Í stað þess að bíða eftir að málið upp­lýs­ist eftir rann­sókn yfir­valda hér og erlendis geys­ast þessir stjórn­mála­menn fram nú og krefj­ast þess jafn­vel að íslenska fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­inu verði bylt vegna spill­ing­ar­máls­ins í Namib­íu.“ Þetta segir í leið­ara Morg­un­blaðs­ins í dag. 

Þar segir að spill­ing­ar­málið umrædda, sem snýst um ætl­aðar mútu­greiðslur íslenska fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja til namibískra stjórn­mála­manna og ein­stak­linga þeim tengd­um, hafi óljósar teng­ingar hingað til lands og sé fjarri því upp­lýst að fullu. Leið­ara­höf­und­ur­inn gerir einnig miklar athuga­semdir við að stjórn­mála­menn segi að málið kalli á breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, með þeim hætti að auð­linda­á­kvæði sem tryggi sam­eign þjóð­ar­innar á fisk­veiði­auð­lind­inni verði bætt þar við. 

Búið er að ákæra sex manns, þar á meðal tvo fyrr­ver­andi ráð­herra, fyrir að hafa þegið 860 millj­ónir króna í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­sóttan kvóta í land­in­u. Sam­herj­­a­­málið er einnig til rann­­sóknar í Nor­egi, þar sem fyr­ir­tækið hefur verið í banka­við­­skiptum við DNB, og á Íslandi. Á meðal þess sem er rann­sakað er meint pen­inga­þvætti og skatta­snið­ganga. 

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins segir að þessi fram­ganga þeirra sem hann kallar lýð­skrumara, og hafa farið fram á að fisk­veiðis­stjórn­un­ar­kerf­inu verði breytt, sé svo fjar­stæðu­kennd að með ólík­indum sé að það nái umræðu. „Ein atvinnu­grein hér á landi býr við það að vera sér­stak­lega skatt­lögð umfram nokkra aðra. Þetta er sjáv­ar­út­veg­ur­inn en sem kunn­ugt er leggur ríkið sér­stakt „veiði­gjald“, sem þykir hljóma betur en sér­stakur skattur á fisk­veið­ar, á grein­ina.[...]­Þrátt fyrir þennan ofur­skatt reyna lýð­skrumarar nú eina ferð­ina enn að ráð­ast gegn þess­ari und­ir­stöðu­at­vinnu­grein þjóð­ar­innar og nota til þess ömur­legt mál í fjar­lægu landi. Ætl­unin virð­ist vera að hækka skatta á grein­ina og helst að bylta fisk­veiði­stjórn­ar­kerf­in­u,[...]­Mik­il­vægt er að botn fáist í það mál sem upp kom í Namibíu en það þarf að ger­ast í rétt­ar­kerf­inu en ekki með aftökum án dóms og laga. Ekki er síður mik­il­vægt að lýðskrumarar gæti sín áður en þeir hafa valdið þjóð­inni mun meira tjóni með óábyrgu fram­ferði sínu en þetta til­tekna mál gat nokkru sinni gert án þeirra atbeina.“

Auglýsing
Þorri eig­enda Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, eru tengdir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Sam­herji var lengi vel á meðal eig­enda Árvak­urs en seldi hlut sinn til Eyþórs Arn­alds með því að lána honum 325 millj­ónir króna til þeirra kaupa. Lánið er ógreitt en er á gjald­daga á næsta ári. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstri Árvak­urs árið 2009, og fram til loka síð­asta árs, hefur útgáfu­fé­lagið tapað 2,2 millj­örðum króna. Í fyrra nam tapið 415 millj­ónum króna. 

Frum­varp sem umbyltir kerf­inu

Á laug­ar­dag greindi Kjarn­inn frá því að þing­menn úr þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um: Við­reisn, Sam­fylk­ingu og Píröt­um, hafa lagt fram frum­varp sem felur í sér kúvend­ingu á því kerfi sem er við lýði vegna nýt­ing­ar­réttar á fisk­veiði­auð­lind­inni. Í frétta­til­kynn­ingu sem Við­reisn sendi frá sér vegna þessa, en allur þing­flokkur þess flokks stendur að frum­varp­inu, sagði að frum­varpið hefði „sjaldan verið jafn mik­il­vægt og nú, í ljósi frétta af úr svo­nefndum Sam­herj­a­skjöl­u­m.“

Í frum­varp­inu fel­ast þrjár megin breyt­ing­ar. Í fyrsta lagi verði þeir aðilar skil­greindir sem tengdir sem eiga að minnsta kosti tíu pró­sent hluta­fjár í öðrum sem heldur á meira en eitt pró­sent kvóta. Sama gildi um kröfur sem geri það að verkum að ætla megi að eig­andi þeirra hafi áhrif á rekstur aðila sem ræður yfir eitt pró­sent hluta­fjár eða meira. Sam­kvæmt gild­andi lögum þarf sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að eiga meiri­hluta í annarri útgerð til að hún telj­ist tengd, en eft­ir­lit með því hvað telj­ist tengdir aðilar hefur auk þess verið í lama­sessi. 

Í öðru lagi er lagt til að allir þeir sem ráða yfir eitt pró­sent heild­ar­afla­hlut­deildar þurfi að stofna hluta­fé­lag um rekst­ur­inn og skrá félagið á mark­að. Það myndi þýða, að óbreyttu, að 21 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þyrftu að skrá sig á markað til við­bótar við Brim, sem er eina fyr­ir­tækið sem heldur á kvóta sem er skráð í dag. 

Í þriðja lagi leggur frum­varpið til að að settar verði tak­mark­anir við hluta­fjár­eign eða atkvæð­is­rétt ein­stakra hlut­hafa og tengdra aðila í útgerðum sem fara með átta til tólf pró­sent af kvóta. Í frum­varp­inu segir að í slíkum útgerð­ar­fyr­ir­tækjum eigi eng­inn aðili, ein­stak­ling­ur, lög­að­ili eða tengdir aðil­ar, að eiga „meira en tíu pró­sent af hluta­fé, stofnfé eða atkvæð­is­rétti í við­kom­andi aðila. Þessu ákvæði er ætlað að koma í veg fyrir frek­ari sam­þjöppun eign­ar­að­ildar í allra stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­un­um.“

Auglýsing
Ljóst er að frum­varpið myndi umbylta því kerfi sem nú er við lýði, þar sem mikil sam­þjöppun hefur átt sér stað á meðal þeirra sem hafa fengið úthlutað kvóta, eða hafa keypt úthlut­aðan kvóta af öðr­um. Á meðal þeirra sem myndu bera skertan hag frá borði þar eru margir eig­endur Árvak­urs.

For­sæt­is­ráð­herra vill auð­linda­á­kvæði

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra ræddi einnig þessi mál í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni um helg­ina. Þar sagði hún að ef nýtt auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skránni yrði sam­þykkt yrði annað hvort hægt að segja upp veiði­heim­ildum í sjáv­ar­út­vegi eða þær gerðar tíma­bundn­ar. 

Þegar frum­varp um málið var kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda kom fram að lagt verður til að við stjórn­skipular­lög bæt­ist að auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyri íslensku þjóð­inni. Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi séu ekki háð einka­eigna­rétti þjóð­ar­eign og eng­inn geti fengið þessi gæði til var­an­legrar eignar eða afnota. 

Katrín sagði í þætt­inum að með þessum breyt­ingum verði tryggt að nátt­úru­auð­lind­ir, eins og fisk­ur­inn í sjón­um, verði ekki afhentar neinum með var­an­legum hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Hvetur til ábyrgðar í peningastefnu og ríkisfjármálum
Hagfræðiprófessor biður stjórnvöld um að lækka hallarekstur ríkissjóðs og hafa raunvexti jákvæða, þrátt fyrir kröfur fyrirtækja og stjórnmálamanna um að halda vöxtum lágum og auka ríkisútgjöld án fjármögnunar.
Kjarninn 27. september 2021
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent