Kínverjar hafa í hótunum við Þjóðverja

Ef Þjóðverjar útiloka kínverska fyrirtækið Huawei frá því að taka þátt í útboði vegna 5G háhraðanets í Þýskalandi gætu Kínverjar svarað með því að banna innflutning á þýskum vörum, t.d. bílum, til Kína.

Kína
Auglýsing

Að und­an­förnu hefur tals­vert verið fjallað í fjöl­miðlum um miklar breyt­ing­ar, sem framundan eru í fjar­skipta­heim­in­um, með til­komu hins nýja háhraða­nets 5G. Próf­anir og upp­setn­ing tækja­bún­aðar er víða komin vel á veg og í mörgum löndum verður 5G komið í notkun á næsta ári. Upp­bygg­ing þess­arar nýju tækni kostar mikla fjár­muni og því mikið í húfi fyrir fram­leið­endur að ,,hreppa hnossið“ ef svo mætti að orði kom­ast. Eitt stærsta fyr­ir­tækið á þessum vett­vangi er hið kín­verska Huawei, sem einnig er næst stærsti fram­leið­andi gsm síma í heim­in­um, á eftir Sam­sung. 

Huawei er tákn hins nýja Kína

Fyrir nokkru voru gerðar breyt­ingar á kín­verskri lög­gjöf. Þessar breyt­ingar gera kín­versku leyni­þjón­ust­unni kleift að þvinga kín­versk fyr­ir­tæki til sam­vinnu. Þar á meðal Huawei. Þessi laga­breyt­ing hefur vakið athygli og jafn­vel grun­semd­ir. Ekki síst vegna tíma­setn­ing­ar­inn­ar, en eins og áður sagði er 5G handan við hornið og Huawei ætlar sér stóran hlut í upp­bygg­ingu þess. For­svars­menn Huawei hafa í við­tölum lagt mikla áherslu á að fyr­ir­tækið sé algjör­lega sjálf­stætt og á engan hátt undir hæl kín­verskra stjórn­valda.

Fyrir nokkru var fjallað ítar­lega um Huawei í breska dag­blað­inu The Guar­di­an. Þar segir meðal ann­ars að Huawei sé tákn hins nýja Kína, landið hafi lengst af verið hrá­efn­is­selj­andi, og að þar í landi hafi einkum verið ýmis konar gróf­iðn­að­ur, eins og grein­ar­höf­undur The Guar­dian orðar það. Nú ætli Kín­verjar sér stærri hluti og Huawei  tákn þess að Kín­verjar séu að verða, eða orðn­ir, jafn­okar þeirra þjóða sem fremst standa þegar kemur að tækni­legum lausnum og fram­leiðslu slíks bún­að­ar. 

Auglýsing

Banda­ríkja­menn og Kín­verjar þrýsta á Fær­ey­inga

Fær­ey­ingar eru meðal þeirra þjóða sem eru búnar að ákveða að taka upp 5G háhraða­net­ið. Próf­anir hafa þegar farið fram og þær ann­að­ist Huawei fyr­ir­tæk­ið. Fær­ey­ingar hafa góða reynslu af sam­vinnu við Huawei, fyr­ir­tækið setti upp og ann­að­ist rekstur 4G nets­ins á eyj­unum og Huawei hefur lagt áherslu á áfram­hald­andi sam­vinnu. Nú eru Fær­ey­ingar hins vegar tví­stíg­andi og enn hefur ekki verið skrifað undir samn­ing um 5G þótt til­kynnt hafi verið fyrir hálfu ári að ,,þetta væri allt á næstu grös­um“ eins og tals­maður Føroya Tele, fær­eyska síma­fé­lags­ins, orð­aði það. Fær­ey­ingar hafa undr­ast þessa seinkun en fyrir skömmu kom ástæðan í ljós: þrýst­ingur frá Banda­ríkja­mönnum um að semja ekki við Huawei. Carla Sands, sendi­herra Banda­ríkj­anna í Dan­mörku hefur tekið stórt upp í sig í við­tölum við danska fjöl­miðla og sömu­leiðis í aðsendum greinum í dönskum blöð­u­m. Segir ríka ástæðu til að ótt­ast að stjórn­völd í Kína noti Huawei til njósna um önnur lönd. Kín­verjar hafa ekki setið þegj­andi hjá en á fundi kín­verska sendi­herr­ans í Dan­mörku með Lög­manni Fær­eyja og einum ráð­herra sagði sendi­herr­ann að samn­ingur við Huawei myndi opna allar dyr (orða­lag sendi­herr­ans) en ef ekki yrði samið við Huawei væri  við­skipta­samn­ingur (frí­versl­un­ar­samn­ing­ur) Fær­eyja og Kína fyrir bí. Slíkur samn­ing­ur, sem árum saman hefur verið unnið að, skiptir Fær­ey­inga miklu, einkum vegna útflutn­ings á laxi.  

Bret­land, Tékk­land, Slóvakía, Kanada og Þýska­land

Fær­ey­ingar eru ekki þeir einu sem finna fyrir miklum þrýst­ingi Kín­verja vegna 5G nets­ins. Í maí á þessu ári var Chen Wen, stað­geng­ill kín­verska sendi­herr­ans í Bret­landi, í við­tali hjá breska sjón­varp­inu, BBC. Þar sagði hann að það myndi hafa marg­hátt­aðar afleið­ingar varð­andi fjár­fest­ingar Kín­verja í Bret­landi ef Huawei yrði úti­lokað frá að taka þátt í upp­bygg­ingu 5G á Bret­landseyj­um. Breska dag­blaðið Fin­ancial Times greindi frá því fyrr á árinu að sendi­herra Kína í Kanada hefði talað á svip­uðum nótum í við­tali við blað­ið. Fjöl­miðlar í Tékk­landi og Slóvakíu hafa greint frá þrýst­ingi kín­verskra stjórn­mála- og emb­ætt­is­manna á þar­landa ráða­menn. 

Nýjasta dæmið um slíkan þrýst­ing er frá Þýska­landi. Wu Ken, sendi­herra Kína í Þýska­landi, tók í síð­ustu viku þátt í mál­þingi sem við­skipta­blaðið Hand­els­blatt hélt. Þar var einnig Sig­mar Gabriel fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands sem skipt­ist á skoð­unum við sendi­herr­ann. Sendi­herr­ann vitn­aði í orð þýska utan­rík­is­ráð­herr­ans Heiko Maas sem í við­tali í nóv­em­ber sagði að rétt væri að íhuga að banna Huawei að taka þátt í upp­bygg­ingu 5G nets­ins í Þýska­landi. Sendi­herr­ann rifj­aði ummælin upp og sagði að ef Huawei yrði úti­lokað frá Þýska­landi myndi það hafa afleið­ing­ar, nefndi sér­stak­lega að Kín­verjar fluttu á síð­asta ári inn þýska bíla, og bíl­hluti, fyrir upp­hæð sem sam­svarar 2.750 millj­örðum íslenskra króna. 

Þetta er fyrir utan allan annan inn­flutn­ing frá Þýska­landi. Boð­skapur sendi­herr­ans fór ekki milli mála, Kín­verjar myndu láta hart mæta hörðu ef Huawei yrði úti­lokað frá Þýska­landi. Rík­is­stjórn Þýska­lands und­ir­býr nú lög­gjöf þar sem þýskum fjar­skipta­fyr­ir­tækjum verður bannað að skipta við ,,ó­trú­verð­ug“ fyr­ir­tæki varð­andi 5G tækn­ina. Þýskir fjöl­miðlar segja þetta frum­varp bein­línis sniðið til að úti­loka Huawei. Spænska fjar­skipta­fyr­ir­tækið Telefón­icas, sem er með starf­semi í fjöl­mörgum lönd­um, til­kynnti hins­vegar fyrir tíu dögum að Nokia og Huawei muni í sam­ein­ingu standa að upp­bygg­ingu 5G í Þýska­landi. Tals­maður fyr­ir­tæk­is­ins gaf lítið fyrir hugs­an­lega lög­gjöf sem ætlað væri að úti­loka Huawei frá þýskum mark­aði. ,,Slíkt bann hlyti að brjóta í bága við alþjóða­samn­inga.“

Banda­ríkja­menn ótt­ast njósn­ir 

Banda­ríkja­menn hafa að und­an­förnu þrýst á banda­menn sína að semja ekki við Huawei um upp­setn­ingu og rekstur 5G. Segj­ast ótt­ast njósn­ir. Sá þrýst­ingur hefur meðal ann­ars orðið til þess að nor­ræn fjar­skipta­fyr­ir­tæki hafa verið mjög tví­stíg­andi, og sum ýmist sagt upp samn­ingum við Huawei eða til­kynnt að núgild­andi samn­ingar verði ekki end­ur­nýj­að­ir. Norska rík­is­stjórnin til­kynnti fyrir nokkrum dögum nýjar fjar­skipta­regl­ur, þar er tekið fram að fyr­ir­tæki sem ekki séu í sam­vinnu við norsk yfir­völd í örygg­is­málum megi ekki ráða yfir meira en helm­ingi móð­ur­stöðva fjar­skipta­fyr­ir­tækja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar