Tillögur um endurskoðun á hámarki kvótaþaks liggja fyrir

Tillögur um breytta hámarkshlutdeild í fiskveiðikvóta, sem í dag er 12 prósent, hefur verið skilað inn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Þær verða kynntar á næstu dögum. Skilum á tillögunum var flýtt vegna Samherjamálsins.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fengið tillögurnar inn á sitt borð. Að óbreyttu mun hann taka ákvörðun um hvaða breytingar verða lagðar til.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fengið tillögurnar inn á sitt borð. Að óbreyttu mun hann taka ákvörðun um hvaða breytingar verða lagðar til.
Auglýsing

Starfshópur sem á að taka á framfylgd laga um stjórn fiskveiða hefur skilað tillögum um endurskoðun ákvæða um hámarksaflahlutdeild til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Tillögurnar verða kynntar á næstu dögum. 

Hópurinn hefur hins vegar ekki skilað heildarendurskoðun á lögunum þar sem óskað var eftir því að atriði sem snéru að hámarksaflahlutdeild og tengdum aðila yrðu sett í forgang.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Kjarnans um málið.

Þann 19. nóvember 2019 fundaði ríkisstjórn Íslands um „aðgerðir sínar til að auka traust á íslensku atvinnulífi“. Þorri þeirra aðgerða hafði áður komið fram og voru því ekki nýjar af nálinni. 

Daginn eftir, 20. nóvember, skrifaði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að í kjölfar umræðu daganna á undan, sem hafði snúist um málefni tengd Samherja og stórfelld meint lögbrot þess útvegsfyrirtækis hér heima og erlendis, hefði hann óskað eftir því við nefnd sem hann skipaði til að taka á framfylgd laga um kvótaþak að hún skilaði tillögum þar að lútandi fyrir 1. janúar 2020.

Samkvæmt gildandi lögum um stjórn fiskveiða mega tengir aðilar ekki halda á meira en 12 prósent af heildarúthlutuðum kvóta hverju sinni. í lögunum segir að aðilar teljist tengdir ef „annar aðilinn, einstaklingur eða lögaðili, á beint eða óbeint meiri hluta hlutafjár eða stofnfjár í hinum aðilanum eða fer með meiri hluta atkvæðisréttar.“

Eftirlit og eftirfylgni í molum

Ríkisendurskoðun benti á það í stjórnsýsluúttekt á Fiskistofu, sem birt var í janúar 2019, að hún kanni ekki hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum væri í samræmi við lög. Þ.e. að eftirlitsaðilinn með því að enginn hópur tengdra aðila ætti meira en 12 prósent af heildarafla væri ekki að sinna því eftirliti í samræmi við lög. 

Hingað til hefur eftirlitið með þessu verið þannig háttað að starfsmenn frá Fiskistofu hafa farið tvisvar á ári og spurt sjávarútvegsfyrirtækin um hversu miklum kvóta þau og tengdir aðilar halda á. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar var um tvö dagsverk að ræða á ári. „Fiskistofa treystir nánast alfarið á tilkynningarskyldu fyrirtækja við eftirlit með samþjöppun aflaheimilda,“ sagði í skýrslunni.

Auglýsing
Ríkisendurskoðun sagði í skýrslu sinni að ráðast þyrfti í endurskoðun á ákvæðum laga um stjórn fiskveiða um „bæði yfirráð og tengsl aðila svo tryggja megi markvisst eftirlit með samþjöppun aflaheimilda“. 

Sú endurskoðun var í kjölfarið boðuð með skipun áðurnefnds starfshóps og því flýtt að hann skilaði hluta af tillögum sínum, þeim sem snéru að kvótaþaki og skilgreiningu á tengdum aðilum, í kjölfar þess að Samherjamálið kom upp.

Samherji og aðilar tengdir Brim með mikinn kvóta

Nokkrir tengdir hópar eru mjög umsvifamiklir í íslenskum sjávarútvegi og halda á stórum hluta úthlutaðs kvóta. Á meðal þeirra er Samherji, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Í sept­­em­ber 2019 var Sam­herji, stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins sem nýlega var ásakað um vafa­sama og mögu­lega ólög­lega við­skipta­hætti víða um heim, með 7,1 pró­­­sent úthlut­aðs kvót­a. Útgerð­­ar­­fé­lag Akur­eyr­­ar, sem er í 100 pró­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­fest­inga­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­sent hans. Síld­­­ar­vinnslan heldur á 5,3 pró­­­sent allra afla­heim­ilda og sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækið Berg­­­ur-Hug­inn er síðan með 2,3 pró­­­sent kvót­ans en það er að öllu leyti í eigu Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar. 

Sam­an­lagt er afla­hlut­­­deild þess­­­ara aðila er því rúm­­lega 16,6 pró­­­sent.

Brim er það sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem heldur á mestum kvóta, en félagið fór yfir hámark sem lög heim­ila í kvóta, í krókaaflahlutdeild í þorski, í nóv­em­ber þegar stjórn þess sam­­þykkti samn­inga um kaup á tveimur sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækjum í Hafn­­­ar­­­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Hjálmar Krist­jáns­son átti 39 pró­sent í Kambi og allt hlutafé í Grá­brók. Brim var því að kaupa eignir af bróður for­stjóra síns. Sam­an­lagt kaup­verð nam rúm­­­lega þremur millj­­­örðum króna. Guðmundur Kristjánsson, stærsti eigandi og forstjóri Brim. MYND: Brim

Stærsti eig­andi Brim er Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á um 46,26 pró­­­sent hlut í því félagi eftir að hafa selt stóran hlut til KG Fisk­verk­unar fyrir skemmstu. Það félag, Útgerðarfélag Reykjavíkurm var 1. sept­­­em­ber síð­­­ast­lið­inn með 3,9 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Auk þess var félagið Ögur­vík (í eigu Brims) með 1,3 pró­­­sent afla­hlut­­­deild. 

Þann 10. desember síðastliðinn greindi Kjarninn frá því að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur hefði keyptný 33,3 pró­sent hlut KG fisk­verk­unar í eign­ar­halds­fé­lag­inu Krist­ján Guð­munds­son ehf., sem átti 37 pró­sent í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur. 

Auglýsing
Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur og mun hverfa úr öllum stjórn­un­ar­störfum í félag­inu. Í orð­send­ingu sem Kjarn­anum barst frá Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur segir að þar með séu „rofin fjár­hags­leg tengsl á milli bræðr­anna Guð­mundar og Hjálm­ars Krist­jáns­sona. Eign­ar­hald félaga þeirra bræðra á hlutafé í Brimi hf. er aðskil­ið.“

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er þar af leið­andi að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, sem er einnig for­stjóri Brims. Eign­ar­hlutur félags­ins í Brim er nú 36,13 pró­sent. Auk þess eiga tvö tengd félög þess hlut, þar af á FISK-­Seafood eign­ar­halds­fé­lag, í 100 pró­sent eigu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, 10,05 pró­sent hlut. Sam­tals á þessi sam­staða Guð­mundar Krist­jáns­sonar því nú 46,26 pró­sent í sjáv­ar­út­vegs­ris­an­um. 

Félag Hjálm­ars Þór Krist­jáns­son­ar, KG  Fisk­verkun á Rifi, er líka á meðal stærstu eig­enda Brims, með 6,5 pró­sent eign­ar­hlut. 

Þeir bræður eru ekki skil­greindir sem fjár­hags­lega tengdir og því nær eign­ar­hlutur sam­stæðu Guð­mundar Krist­jáns­sonar ekki yfir þau 50 pró­sent mörk sem þarf til að hann telj­ist tengdur aðili í skiln­ingi laga um hámarks­út­hlutun á afla­hlut­deild. 

Sam­an­lagður kvóti þess­­ara þriggja félaga (Brims, Ögurvíkur og Útgerðarfélags Reykjavíkur), sem eru ekki skil­­greind sem tengd, var 15,6 pró­­sent í byrjun sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins. Sú tala gæti hafa tekið breytingum enda mikil viðskipti átt sér stað innan þessa mengis síðustu mánuði.

Fjórir hópar halda á rúmlega helming

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga á síðan FISK Seafood, sem heldur á 5,3 pró­sent heild­ar­kvót­ans. FISK á 32,9 pró­sent í Vinnslu­stöð­inni í Vest­manna­eyjum sem er með fimm pró­sent heild­ar­afla­hlut­deild. Þá eign­að­ist FISK allt hlutafé í Soff­an­ías Cecils­son hf. síðla árs 2017, en það fyr­ir­tæki heldur á um 0,3 pró­sent kvót­ans. Sam­tals nemur heild­ar­kvóti þess­ara þriggja ótengdu aðila 10,6 pró­sent, og er því undir 12 pró­sent mark­inu þótt þeir yrðu skil­greindir með öðrum hætti.

Sú breyt­ing hefur hins vegar orðið á, frá 1. sept­em­ber síð­ast­liðn­um, að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur keypti ríf­lega 10,18 pró­sent hlut FISK Seafood í Brim, sem FISK hafði keypt í ágúst m.a. af líf­eyr­is­sjóðnum Gildi, á 6,6 millj­arða króna, á tæp­lega átta millj­arða króna þann 9. sept­em­ber. Hagn­aður FISK var, sam­kvæmt þessu hátt í 1,4 millj­arðar króna á nokkrum dög­um. Í grein sem nokkrir sveit­ar­stjórn­ar­menn í Skaga­firði skrif­uðu á vef­inn Feyki (í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga) 20. sept­em­ber 2019 var óvænt greint frá því að um 4,6 millj­arðar króna af þessum tæp­lega átta millj­arða króna kaup­verði hefði verið greitt með afla­heim­ild­um. „Það þýðir um 10 pró­sent aukn­ingu í afla­heim­ildum FISK Seafood í tonnum og um leið umtals­verða aukn­ingu í umsvifum félags­ins hér á heima­slóð­un­um,“ sagði í grein­inn­i. 

Sam­an­lagt héldu þau félög sem talin voru upp hér að ofan, og tengj­ast Sam­herja, Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur og Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga, en eru samt sem áður ekki tengdir aðil­ar, alls á 42,2 pró­sent af öllum kvóta í land­inu í byrjun september 2019. Ef við er bætt Vísi og Þor­birni í Grinda­vík, sem héldu sam­an­lagt á 8,4 pró­sent af heild­ar­kvót­anum og hafa verið í sam­eig­ing­ar­við­ræð­um um nokkurra mánaðar skeið, þá fer það hlut­fall yfir 50 pró­sent. 

Fjórir hópar halda því á rúmlega helming úthlutaðs kvóta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar