Reykjanesbær kominn með fulla stjórn á fjármálum sínum á ný

Reykjanesbær hefur á síðustu árum farið í gegnum sársaukafullar aðgerðir til að ná niður himinháu skuldahlutfalli sínu, sem hafði myndast eftir viðvarandi hallarekstur. Nú er Reykjanesbær laus undan því að lúta eftirliti með fjármálum sínum.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Auglýsing

Bæj­ar­stjórn Reykja­nes­bæjar þarf ekki lengur að bera ákvarð­anir um fjár­út­lát undir eft­ir­lits­nefnd með fjár­málum sveit­ar­fé­laga, líkt og hún hefur þurft að gera und­an­farin ár vegna bág­bor­innar fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins. Ástæðan er sú að betri fjár­mála­stjórn, aðhalds­að­gerðir og tekju­aukn­ing bæj­ar­sjóðs hefur bætt fjár­hags­stöð­una til muna. Raunar er það svo að Reykja­nes­bær er að losna undan eft­ir­lit­inu tveimur árum fyrr en áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. 

Í frétt vegna þessa, sem birt hefur verið á heima­síðu Reykja­nes­bæj­ar, segir Kjartan Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, að þetta séu sér­stak­lega ánægju­leg tíð­indi og 

nið­ur­staða sem stefnt hafi verið að síðan í árs­lok 2014, þegar aðgerð­ar­á­ætl­unin „Sókn­in“ var kynnt til leiks til að bæta fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins. „Auk þess sem ráð­deild hefur stýrt störfum okk­ar, hafa ytri aðstæður einnig hjálpað til. Má þar nefna að flug­um­ferð um Kefla­vík­ur­flug­völl hefur aukist, atvinnustig verið gott, íbúum fjölgað og svo mætti áfram telja.“

Þar segir enn fremur að bæj­ar­stjórn muni í fram­hald­inu leggj­ast yfir fram­tíð­ar­á­ætl­anir bæj­ar­fé­lags­ins, en fjöl­mörg stór verk­efni eru þar á teikni­borð­inu í upp­bygg­ingu skóla- og íþrótta­mann­virkja, ýmissa fjár­fest­inga og fram­kvæmda.

Her­inn fór og til­raunir mistók­ust

Það hafa skipst á skin og skúrir í Reykja­nesbæ frá því að sveit­ar­fé­lagið varð til fyrir rúmum ald­ar­fjórð­ung, sér­stak­lega á síð­ustu árum. Árið 2006 hvarf Banda­ríkja­her frá land­inu og þar með lok­aði stærsti vinnu­staður þess sem tryggði Reykja­nesbæ auk þess marg­hátt­aðar tekj­ur.

Auglýsing
Til að bregð­­ast við þeirri stöðu hófu stjórn­­­mála­­menn, meðal ann­­ars í bæj­­­ar­­stjórn Reykja­­nes­bæj­­­ar, að beita sér fyrir upp­­­bygg­ingu iðn­­að­­ar­­svæðis í Helg­u­vík. Sam­hliða gekkst Reykja­­­nes­­­bær í ábyrgð fyrir millj­­­arða króna ­upp­­­­­bygg­ingu hafnar á svæð­inu. Hug­­myndin var sú að höfnin myndi síðar skila sveit­­ar­­fé­lag­inu miklum tekjum þegar stór­iðju­­fyr­ir­tæki hæfu starf­­semi sína þar. Þá var lagt í átak við að fjölda íbúum sveit­ar­fé­lags­ins með ódýrum lóða­út­deil­ing­um.

Íbúum í Reykja­­nesbæ fjölg­aði um 30 pró­­sent á árunum 2005 til 2009. Það var líka ákveðið að selja allar verð­­mæt­­ustu eignir sveit­­ar­­fé­lags­ins, þar á meðal eign­­ar­hlut­inn í HS Orku. Á þessu tíma­bili, 2003 til 2014, skil­aði var A-hluti Reykja­­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Gripið til neyð­ar­að­gerða

Sam­an­dregið þá fór áætl­unin um við­bragð við brott­hvarfi hers­ins ekki eins og lagt var upp með. Þess í stað end­aði Reykja­­nes­­bær sem eitt skuld­­­settasta sveit­­­ar­­­fé­lag lands­ins og rekstur þess árum saman var afleit­ur. Á tíma­bil­inu 2003 til 2014 var A-hluti Reykja­­­nes­bæjar rek­inn í tapi öll árin utan eins, það var árið 2010.

Vegna þessa þurfti sveit­­ar­­fé­lagið meðal ann­­ars að leggja auknar skatt­­byrðar á íbúa sína.

Þessi staða varð meðal ann­­ars til þess að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn missti hreinan meiri­hluta sinn í kosn­­ing­unum 2014. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Beinnar leiðar og Frjáls afls tók við og réð Kjartan Már Kjart­ans­son sem bæj­ar­stjóra.

Verk­efnið sem sveit­ar­fé­lagið stóð frammi fyrir á þessum tíma var gríð­ar­lega umfangs­mik­ið. Reykja­­nes­­bær var skuld­­settasta sveit­­ar­­fé­lag lands­ins. Skuldir þess voru tæp­­lega 41 millj­­arður króna í lok árs 2014, eða rúm­­lega 250 pró­­sent af reglu­­legum tekjum sveit­­ar­­fé­lags­ins en sam­­kvæmt sveit­­ar­­stjórn­­­ar­lögum sem tóku gildi árið 2012 var leyf­i­­legt skulda­hlut­­fall að hámarki 150 pró­­sent. Skulda­­staða Reykja­­nes­bæjar var því bein­­leiðis í and­­stöðu við lög.

Auglýsing
Fjár­fest­ing­arnar sem ráð­ist hafði verið í skil­uðu mun minna til baka er vonir stóðu til um. Skuldir vegna hafn­­ar­­upp­­­bygg­ing­­ar­innar voru orðar 7,5 millj­­arðar króna árið 2015. Margir þeirra sem fengu lóðir í sveit­­ar­­fé­lag­inu stóðu ekki undir þeirri skuld­bind­ingu og Íbúða­lána­­sjóður tók yfir húsin þeirra. Alls voru rúm­­lega 40 pró­­sent allra eigna sem Íbúða­lána­­sjóður hélt á árið 2015 á Suð­­ur­­nesj­­um. Á því ári voru 17 pró­sent íbúa á svæð­inu í alvar­legum van­skilum sem var hæsta hlut­fall van­skila á land­inu. Lang­tíma­at­vinnu­leysi var líka mikið vanda­mál í sveit­ar­fé­lag­inu.

Ráð­ist í „Sókn­ina“

Til að bregð­ast við þessu var ráð­ist í aðgerð­ar­á­ætlun til átta ára, sem kall­að­ist „Sókn­in“. Helst mark­mið hennar var að ná skulda­hlut­fall­inu niður fyrir 150 pró­sent fyrir árið 2021. Í þessu átaki fólst að íbúar þurftu að bera auknar burð­ar. Lagt var auka­á­lag ofan á hámarks­út­svar, fast­eigna­skattar hækk­að­ir, föst yfir­vinna bæj­ar­starfs­manna lögð af, öku­tækja­styrkir aflagð­ir, fagsviðum fækkað og ýmsum milli­stjórn­endum sagt upp störf­um.

Í hálkunni milli jóla og nýárs 2014 var  íbúum boðið að koma og sækja sand til að dreifa á stétt­ina hjá sér. Það voru ekki til bæj­­­ar­­starfs­­menn til að sinna því við­viki.

Í febr­úar 2015 skrif­aði nýr bæj­ar­stjóri, Kjartan Már, grein þar sem hann lýsti veru­leik­anum sem blasti við. Þar sagði meðal ann­­ars: „Fjár­­hags­­staða Reykja­­nes­bæjar er graf alvar­­leg. Sú  stað­­reynd hefur legið fyrir um nokk­­urt skeið. Samt eru ótrú­­lega margir sem halda ennþá að þetta sé bara póli­­tískur skolla­­leikur með það að mark­miði að láta stöð­una líta verr út en hún raun­veru­­lega er. Það er fjarri lag­i.[...]­Samt hitti ég fólk af og til sem heldur hinu gagn­­stæða fram og trúir því að þetta sé allt í plati. „Var nú nauð­­syn­­legt að hækka útsvar­ið? Var nauð­­syn­­legt að hækka fast­­eigna­skatt­inn?Hafnargatan er aðalgatan í Reykjanesbæ. MYND: Wikipedia

Var nauð­­syn­­legt að draga saman og hag­ræða í rekstri? Var nú nauð­­syn­­legt að segja upp fastri yfir­­vinnu? Var nú nauð­­syn­­legt að segja upp föstum akst­­ur­­styrkj­um? Var nauð­­syn­­legt að fækka fags­við­um? Var nú nauð­­syn­­legt að segja upp öllum fram­­kvæmda­­stjór­un­um? Var nú nauð­­syn­­legt að gera samn­ing við inn­­an­­rík­­is­ráðu­­neyt­ið? Var nú nauð­­syn­­legt að …….“ Öllum spurn­ingum í þessum dúr er bara hægt að svara á einn veg; „Já, það var bráð­nauð­­syn­­legt að taka þessar ákvarð­­anir þótt erf­iðar væru.““

Kjartan sagði enn­fremur að komið væri að ögur­­stundu og það hefði ein­fald­­lega ekki verið hægt að bíða lengur og sjá hvort ástandið myndi lag­­ast. Það þyrfti að grípa til aðgerða og það hefði verið gert. Skuldir Reykja­­nes­bæjar væru allt of háar og að það þyrfti að greiða þær nið­ur. „Það gerum við ekki nema með því að eiga rekstr­­ar­af­­gang á hverju ári sem nota má til þess að greiða niður skuldir og því þurfum við að halda gríð­­ar­­lega vel á spil­unum á næstu 8 árum að minnsta kosti. Allir sem halda öðru fram eru í afneitun og á villi­­göt­u­m.“

Ný upp­bygg­ing

Á þessum tíma var þó lífs­mark í atvinnu­upp­bygg­ingu á svæð­inu. Til­raunir til að byggja álver í Helgu­vík reynd­ust með öllu óraun­hæfur og hafa verið sleggnar af. Þá fór upp­bygg­ing kís­il­vera í Helgu­vík illa og mik­ill þrýst­ingur er á það meðal íbúa að slík fái ein­fald­lega ekki a starfa á svæð­inu. En gagn­ver voru ris­in, líf­tækni­fyr­ir­tæki voru með starf­semi í píp­unum og svo var auð­vitað að eiga sér stað for­dæma­laus vöxtur í ferða­þjón­ustu þar sem Kefla­vík­ur­flug­völlur lék lyk­il­hlut­verk.

Næstu ár voru sveit­ar­fé­lag­inu góð. Atvinnu­leysið nán­ast hvarf, íbúum sveit­ar­fé­lags­ins fjölg­aði mest allra á land­inu, fast­eigna­verð hækk­aði gríð­ar­lega og tekjur sveit­ar­fé­lags­ins juk­ust skarpt. Störfin sem urðu til voru flest tengd ferða­þjón­ustu, enda fjölg­aði ferða­mönnum úr hálfri milljón í 2,3 millj­ónir á sjö árum.

Á sama tíma­bili fjölg­aði íbúum sveit­ar­fé­lags­ins mjög hratt. Um mitt ár 2011, þegar ástandið var nokkuð hart í Reykja­nes­bæ, bjuggu þar 13.990 manns. Þar af voru 1.230 erlendir rík­is­borg­ar­ar. Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru íbúar sveit­ar­fé­lags­ins orðnir 19.380 og hafði þar með fjölgað um 5.390 á nokkrum árum. Nán­ast öll aukn­ingin var til­komin vegna fjölg­unar á erlendum rík­is­borg­urum sveit­ar­fé­lags­ins. Þeir voru 8,8 pró­sent íbúa þess 2011 en 25,5 pró­sent þeirra í lok mars síð­ast­lið­ins.

Þegar síð­asti árs­reikn­ingur Reykja­nes­bæjar var afgreiddur í bæj­ar­stjórn í maí 2019 var nið­ur­staða hans sú besta sem sést hefur í sögu sveit­ar­fé­lags­ins. Skulda­við­mið sam­stæðu sveit­ar­fé­lags­ins var komin niður í 137,29 pró­sent, og þar með undir lög­boðið 150 pró­sent við­mið.

Fá millj­arða vegna sölu á HS Orku

Reykja­nes­bær fékk síðan enn einar gleði­frétt­irnar stuttu síð­ar, þegar gengið var frá sölu á hlut Fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins ORK í HS Orku til félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða.

Auglýsing
Í ágúst 2012 seldi Reykja­nes­bær nefni­lega skulda­bréf sem sveit­ar­fé­lagið eign­að­ist við sölu á hlut þess í HS Orku til Geysis Green Energy. Kaup­and­inn var áður­nefndur sjóð­ur, ORK, sem rek­inn var af Virð­ingu, sem síðar gekk í gegnum nokkrar sam­ein­ingar og er nú hluti af Kviku banka. Sjóð­ur­inn var fjár­magn­aður af líf­eyr­is­sjóðum og fag­fjár­fest­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að kaup­verðið hafi verið 8,8 millj­arðar króna. Reykja­nes­bær á rétt á því að fá rúm­lega fjóra millj­arða króna til við­bótar við það sem sveit­ar­fé­lagið fékk þegar það seldi skulda­bréfið upp­haf­lega. Þeim verður öllum ráð­stafað til nið­ur­greiðslu skulda.

Fall WOW a­ir hefur mikil áhrif

Það hafa þó einnig teikn­ast upp nýjar áskor­an­ir. Við fall WOW a­ir í lok mars í fyrra bæj­ar­ráð Reykja­nes­bæjar ljóst að áfallið muni hafa mikil sam­fé­lags­leg áhrif til skamms tíma. Það sé einkum vegna þess hversu mik­ill fjöldi íbúa hafi starfað hjá WOW a­ir eða í fyr­ir­tækjum sem veitt­i WOW a­ir bæði beina og óbeina þjón­ust­u. 

Atvinnu­leysi er hæst á Suð­ur­nesjum á öllu land­inu. Þar mælist atvinnu­leysið nú 8,4 pró­sent og hefur auk­ist hratt það sem af er ári. 

Á Suð­ur­nesj­unum voru fleiri Pól­verjar atvinnu­lausir en íslenskir rík­is­borg­arar í lok nóv­em­ber síð­ast­lið­ins. Það er í fyrsta sinn sem það ger­ist. Alls eru 45 pró­sent þeirra sem eru án atvinnu, en búsettir á Suð­ur­nesj­un­um, Pól­verjar, 42 pró­sent eru íslenskir rík­is­borg­arar og tæp 13 pró­sent frá öðrum lönd­um. 

Suð­ur­nes­in eru eina land­svæðið á Íslandi þar sem fleiri Pól­verjar eru án atvinnu en Íslend­ing­ar. Reykja­nes­bær er stærsta sveit­ar­fé­lagið á Suð­ur­nesj­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar