Stefnir í að aksturskostnaður þingmanna verði hærri í fyrra en árið áður

Ásmundur Friðriksson er sem fyrr sá þingmaður sem tilgreinir hæstan aksturskostnað allra þingmanna. Alls voru tólf þingmenn með kostnað yfir einni milljón króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Um 74 prósent af öllum aksturskostnaði er vegna þeirra.

ásmundur, Birgir, Haraldur og Vilhjálmur
Auglýsing

Sam­an­lagður kostn­aður vegna akst­urs þing­manna var 28,9 millj­ónir króna á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019. Þar er um að ræða kostnað vegna akst­urs eigin bif­reiða, kostnað vegna bíla­leigu­bíla sem Alþingi greiðir fyrir þing­menn og kostnað vegna elds­neyt­is, aðgeng­is­kostn­aðar í jarð­göng og leigu­bíla.

Allt árið 2018 var kostn­að­ur­inn 30,7 millj­ónir króna. Það stefnir því í að kostn­aður vegna akst­urs þing­manna verði meiri í fyrra í krónum talið en hann var árið 2018. 

Á milli októ­ber og nóv­em­ber­mán­aðar jókst kostn­að­ur­inn um 4,1 milljón króna. Einn þing­mað­ur, Ásmundur Frið­riks­son, er með tæp­lega fjög­urra millj­óna króna akst­urs­kostnað og þrír til­: Vil­hjálmur Árna­son, Birgir Þór­ar­ins­son og Har­aldur Bene­dikts­son er með akst­urs­kostnað yfir tveimur millj­ónum króna frá byrjun árs 2019 og út nóv­em­ber­mánuð sama ár.

Þetta má sjá í tölum um greiðslur til þing­manna sem birtar eru á vef Alþingis

Upp­lýs­ingar óað­gengi­legar árum saman

Árum saman tíðk­að­ist það á meðal þing­manna að fá end­ur­greitt svo­kallað akst­urs­gjald vegna notk­unar á eigin bif­reið. Það er greitt sam­­­kvæmt akst­­­ur­s­dag­­­bók þar sem þing­­­menn halda utan um allan akstur á sínum eigin bif­­­reið­u­m. ­Ferða­­­kostn­að­­­ar­­­nefnd, sem heyrir undir fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­neyt­ið, ákveður akst­­ur­­gjald í akst­­­ur­s­­­samn­ingum rík­­­is­­­starfs­­­manna og rík­­­is­­­stofn­ana. Gjaldið skipt­ist í almennt gjald, sér­­­stakt gjald og svo­­­kallað tor­­­færu­­­gjald. Almenna gjaldið á við akstur á mal­bik­uðum vegum inn­­­an­bæjar og utan, sér­­­staka gjaldið á við akstur á mal­­­ar­­­vegum utan­­­bæjar og tor­­­færu­gjaldið mið­­­ast við akstur við sér­­­stak­­­lega erf­iðar aðstæð­­­ur, gjarnan utan vega og ein­ungis jeppa­­­fært.

Auglýsing
Grunnur akst­­­ur­s­gjalds­ins skipt­ist í fastan kostnað og breyt­i­­­legan kostn­að. Í föstum kostn­aði voru afskrift­ir, skoð­un­­­ar­gjald, bif­­­reiða­gjald, ábyrgð­­­ar­­­trygg­ing og húf­­­trygg­ing, en í breyt­i­­­legum kostn­aði bens­ín, smurn­ing, olía, hjól­barð­­­ar, vara­hlutir og við­­­gerð­­­ir. Greiðsl­­urnar eru und­an­þegnar skatt­i. ­Sam­hliða því að greiðslur vegna notk­unar á eigin bif­reið hafa hríð­fallið á und­an­förnum árum hafa greiðslur vegna bíla­leigu­bíla hækkað mik­ið, enda var þeim til­mælum beint til þing­manna fyrir nokkrum árum sið­an, af skrif­stofu Alþing­is, að taka frekar bíla­leigu­bíla en að nota eigin bif­reið­ar. Ástæðan var sú að það var talið spara fjár­muni og tryggja meira gagn­sæi í akst­urs­greiðsl­um. Skrif­­­stofa Alþingis hefur gert samn­inga við bíla­­­leig­u­­­fyr­ir­tæki sem eru að finna í ramma­­­samn­ingi Rík­­­is­­­kaupa, um afslætti af gjald­­­skrá bíla­­­leig­u­bíla til að ná niður þessum kostn­aði enn frek­­ar.

Fjöl­miðlar reyndu árum saman reynt fá upp­­lýs­ingar um hvaða þing­­menn fengu end­­ur­greiðslu vegna akst­­urs, en án árang­­urs. Á því varð breyt­ing í upp­hafi árs 2018 þegar það var fyrst gert opin­bert. Greiðsl­urnar reynd­ust afar háar og ollu mik­illi reiði í sam­fé­lag­in­u. 

Nota miklu frekar bíla­leigu­bíla

Á árinu 2018, sem var það fyrsta eftir að greiðslur til þing­manna voru gerðar opin­ber­ar, stökk kostn­aður vegna bíla­leigu­bíla upp í 19,3 millj­ónir króna sam­hliða því að kostn­aður vegna notk­unar eigin bif­reiða dróst veru­lega sam­an. Á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs var kostn­aður vegna bíla­leigu­bíla aðeins meiri en allt árið 2018, eða um 20 millj­ónir króna. 

Til við­bótar bæt­ist end­ur­greið­an­legur kostn­aður vegna elds­neytis­kostn­að­ar, jarð­ganga sem kostar að fara í gengum og leigu­bíla. Alls nam sá kostn­aður 2,9 millj­ónum króna á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs, sem er aðeins minna en allt árið 2018, þegar hann var 3,1 millj­ónir króna. 

Heild­ar­kostn­aður vegna akst­urs þing­manna hefur dreg­ist veru­lega saman frá því að ákveðið var að birta yfir­lit um hvað hver þeirra fær end­ur­greitt vegna keyrslu. 

Árið 2013, sem var kosn­inga­ár, var hann til að mynda 59,8 millj­ónir króna og ári síðar 51,5 millj­ónir króna. Kjarn­inn hefur áður sýnt fram á að akst­urs­kostn­aður þing­manna eykst til muna á kosn­inga­árum, sem bendir til þess að hluti þeirra sé að krefj­ast end­ur­greiðslu vegna akst­urs sem far­inn er í próf­kjörs- eða kosn­inga­bar­átt­u. 

Auglýsing
Samanlagður kostn­aður á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs nær því ekki að vera helm­ingur af þeim kostn­aði sem féll til vegna keyrslu þing­manna á árinu 2013 þegar hann er bor­inn saman í krón­um. Að raun­virði er mun­ur­inn enn meiri, en upp­reikn­aður kostn­aður árs­ins 2013, að teknu til­liti til verð­bólgu, er rúm­lega 66 millj­ónir króna. 

Ásmundur í sér­flokki

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, er sem fyrr sá þing­maður sem kostar skatt­greið­endur mest vegna akst­urs. Ásmundur er hættur að nota eigin bif­reið í vinn­unni, og fá end­ur­greiddan kostnað vegna þess, en leigði þess í stað bíla­leigu­bíla fyrir um þrjár millj­ónir króna á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs og fékk tæp­lega 700 þús­und krónur end­ur­greiddar vegna elds­neytis­kaupa. Þetta er 48 pró­sent aukn­ing á kostn­aði vegna akst­urs Ásmundar milli ára, þótt að des­em­ber 2019 vanti enn inn í töl­urnar frá því í fyrra. 

Frá 2013 og út árið 2017 námu end­ur­greiðslur til Ásmundar alls 23,5 millj­ónum króna vegna notk­unar hans á eigin bif­reið, en hann sætti mik­illi gagn­rýni þegar töl­urnar voru opin­ber­aðar í upp­hafi árs 2018. Því hafa end­ur­greiðslur til Ásmundar vegna akst­urs verið 29,7 millj­ónir króna frá því að hann var kjör­inn á þing vorið 2013 og fram til loka nóv­em­ber­mán­aðar 2019. 

Tólf þing­menn keyrðu fyrir meira en milljón

Vil­hjálmur Árna­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, er með næst mesta heild­ar­kostn­að­inn, en alls keyrði hann eigin bíl, bíla­leigu­bíl og tók elds­neyti fyrir um 2,5 millj­ónir króna. Birgir Þór­ar­ins­son, þing­maður Mið­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, fylgir fast á hæla þeirra með akst­urs­kostnað upp á tæpar 2,5 millj­ónir króna á tíma­bil­inu. Har­aldur Bene­dikts­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, er svo með akst­urs­kostnað upp á 2,2 millj­ónir króna. Þessir fjórir þing­menn eru þeir einu sem ná að vera með akst­ur­kostnað sem er yfir tveimur millj­ónum króna. 

Tólf þing­menn fengu meira en milljón krónur greiddar í akst­urs­kostn­að: 

 • Ásmundur Frið­riks­son 3,7 millj­ónir króna
 • Vil­hjálmur Árna­son 2,5 millj­ónir króna
 • Birgir Þór­ar­ins­son 2,5 millj­ónir króna
 • Har­aldur Bene­dikts­son 2,2 millj­ónir króna
 • Guð­jón S. Brjáns­son 1,7 millj­ónir króna
 • Sig­urður Páll Jóns­son 1,7 millj­ónir króna
 • Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir 1,6 millj­ónir króna
 • Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir 1,3 millj­ónir króna
 • Líneik Anna Sæv­ars­dóttir 1,2 millj­ónir króna
 • Páll Magn­ús­son 1,1 millj­ónir króna
 • Halla Signý Krist­jáns­dóttir 1,0 milljón króna
 • Albertína Frið­björg Elí­as­dóttir 1,0 milljón króna

Alls fór því 21,5 millj­ónir króna af þeim 28,9 millj­ónum króna sem akstur þing­manna kost­aði skatt­greið­endur á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs til ofan­greindra tólf þing­manna, eða um 74 pró­sent af öllum akst­urs­greiðsl­um. Umræddir þing­menn eru 19 pró­sent allra þing­manna. 

Eðl­is­breyt­ing á notkun eigin bif­reiða

Akstur á eigin bif­reiðum hef­ur, líkt og áður sagði, dreg­ist veru­lega saman á síð­ustu árum, eftir að ákveðið var að opin­bera hver kostn­aður vegna hans var í upp­hafi árs 2018. Á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs fengu þing­menn rúm­lega sex millj­ónir króna vegna notk­unar á eigin bif­reið­um. Sú upp­hæð var 8,4 millj­ónir króna 2018 en 29,6 millj­ónir króna árið 2017. Því hefur orðið algjör eðl­is­breyt­ing á end­ur­greiðslu kostn­aðar til þing­manna vegna notk­unar á eigin bif­reið­um.Páll Magnússon er sá þingmaður sem fær hæstar greiðslur vegna notkunar á eigin bifreið. MYND: Bára Huld Beck

Í raun eru það bara sex þing­menn sem virð­ast nota eigin bif­reið af miklum þrótti og fá end­ur­greiddan kostnað vegna þessa frá þing­inu. Fremstur í flokki fer Páll Magn­ús­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi, sem féll alls rúm­lega eina milljón króna end­ur­greiddar vegna notk­unar á eigin bif­reið á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019. Sam­flokks­maður hans Vil­hjálmur Árna­son hefur fengið rétt tæp­lega milljón króna end­ur­greiddar vegna notk­unar á eigin bif­reið frá byrjun síð­asta árs og út nóv­em­ber­mán­uð. Vil­hjálmur notar bíla­leigu­bíla einnig af miklum móð sem skilar því að heild­arakst­urs­kostn­aður vegna hans er mun hærri en Páls, sem er með mjög lít­inn bíla­leigu­kostn­að. 

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, kemur þar á eftir með tæp­lega 900 þús­und krónur í end­ur­greiðslur vegna notk­unar á eigin bif­reið, Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafði fengið 637 þús­und krónur í nóv­em­ber­lok, og Mið­flokks­menn­irnir Karl Gauti Hjalta­son (621 þús­und krón­ur) og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son (508 þús­und krón­ur) komu þar næst. Þessir fjórir þing­menn eiga það sam­eig­in­legt að not­ast lítið eða ekk­ert við bíla­leigu­bíla.

Ofan­greindir sex þing­menn sem keyra mest á eigin bif­reið­um, og eru 9,5 pró­sent af öllum þing­mönn­um, fá 77,5 pró­sent af öllum end­ur­greiðslum sem Alþingi greiðir vegna notk­unar á eigin bif­reið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar