Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig

Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.

flokksforingjar
Auglýsing

Sitj­andi rík­is­stjórn væri kol­fall­inn, einu tölu­legu mögu­lega þriggja flokka rík­is­stjórn­irnar sem væri hægt að mynda ganga ekki upp í raun­veru­leik­anum og hægt væri að mynda rík­is­stjórn þeirra flokka sem stýra málum í Reykja­vík sem hefði þægi­legan meiri­hluta en minni­hluta atkvæða á bak við sig.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýj­ustu könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka sem byggir á svörum 2.057 ein­stak­linga 28 ára og eldri. Könn­unin var fram­kvæmd dag­anna 3. til 13. jan­úar 2020.Fylgi flokka samkvæmt könnun MMR í janúar 2020.

Allar líkur eru á því að kosið verði næst vorið 2021, eða eftir rúmt ár. Verði það nið­ur­staðan má búast við því að eig­in­leg kosn­inga­bar­átta hefj­ist að ein­hverju leyti síðar á þessu ári, og að þeir flokkar sem ætla að boða til próf­kjöra haldi þau jafn­vel fyrir lok þess. 

Allir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tapa fylgi

Sam­kvæmt henni væri Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokkur lands­ins með 20,3 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag. Það myndi þýða að flokk­ur­inn fengi fimmt­ungi minna fylgi en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tveir tapa líka umtals­verðu fylgi. Rúm­lega þriðji hver kjós­andi hefur yfir­gefið flokk for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, Vinstri græn, og hann mælist nú með 11,1 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur tapað tæp­lega fjórða hverjum kjós­anda og mælist með 8,2 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna nær ekki 40 pró­sentum sam­kvæmt könn­un­inni, en þeir fengu alls 52,8 pró­sent í kosn­ing­unum í októ­ber­lok 2017.

Auglýsing
Samfylkingin yrði næst stærsti flokk­ur­inn á þingi og fengi 16,8 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag. Hún myndi bæta við sig vel yfir þriðj­ungs­fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn myndi einnig bæta við sig tveimur pró­sentu­stigum ef kosið yrði í dag, Píratar myndu bæta við sig 1,8 pró­sentu­stigi og Við­reisn myndi auka fylgi sitt um heil 56 pró­sent ef nið­ur­staða könn­un­ar­innar kæmi upp úr kjör­köss­un­um.

Þeir þrír flokkar sem eru í stjórn­ar­and­stöðu og starfa nú saman í meiri­hluta í Reykja­vík myndu fá sam­tals 38,3 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, eða 10,3 pró­sentu­stigum meira en haustið 2017. Þegar Mið­flokknum er bætt við mælist fylgi þeirra fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka sem mæl­ast nú með kjör­dæma­kjörna þing­menn með 51,2 pró­sent stuðn­ing.

Dauðu atkvæðin gætu ráðið úrslitum

Alls gætu 8,1 pró­sent atkvæða fallið niður dauð ef nið­ur­staða kosn­inga yrði eins og nýjasta könnun MMR gerir ráð fyr­ir. Það eru atkvæði sem myndu falla til Sós­í­alista­flokks Íslands (4,1 pró­sent), Flokks fólks­ins (3,5 pró­sent) og fara í „ann­að“ (0,5 pró­sent).

Það myndi þýða að sitj­andi rík­is­stjórn væri fall­inn, enda næði fengi hún undir 40 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag. Það myndi ein­ungis skila Sjálf­stæð­is­flokki (14 þing­menn), Vinstri grænum (átta þing­menn) og Fram­sókn­ar­flokki (sex þing­menn) 28 þing­mönn­um, sem er ansi langt frá 32 manna lág­marks­meiri­hlut­an­um. 

Slík staða myndi gera það að verkum að hægt þeir flokkar sem mynda meiri­hlut­ann í Reykja­vík­ur­borg, Sam­fylk­ing (ell­efu þing­menn), Píratar (átta þing­menn), Við­reisn (sjö þing­menn) og Vinstri græn (átta þing­menn), myndu að óbreyttu geta myndað rúman 34 manna meiri­hluta. Aðrir flokkar á þingi myndu þá fá 29 þing­menn. Slík rík­is­stjórn myndu samt sem áður ekki njóta stuðn­ings meiri­hluta lands­manna þar sem sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna fjög­urra væru 49,4 pró­sent.

Það væri einnig hægt að mynda 33 manna meiri­hluta með því að skipta Við­reisn út fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn eða 32 manna meiri­hluta ef Fram­sókn tæki sæti Vinstri grænna við borð­ið. 

Ef vilji væri til að mynda rík­is­stjórn á hægri ás stjórn­mál­anna myndi þurfa til fjóra flokka líka. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Mið­flokkur (níu þing­menn) og Við­reisn næðu ein­ungis 30 þing­mönnum og þyrfti Fram­sókn­ar­flokk­inn til að ná meiri­hluta upp á 36 þing­menn. 

Eini mögu­leik­inn til að mynda þriggja flokka meiri­hluta­stjórn væri ef að tveir stærstu flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, myndu ná saman og taka einn af Mið­flokki, Vinstri græn­um, Pirötum eða Við­reisn með sér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar