Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig

Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.

flokksforingjar
Auglýsing

Sitj­andi rík­is­stjórn væri kol­fall­inn, einu tölu­legu mögu­lega þriggja flokka rík­is­stjórn­irnar sem væri hægt að mynda ganga ekki upp í raun­veru­leik­anum og hægt væri að mynda rík­is­stjórn þeirra flokka sem stýra málum í Reykja­vík sem hefði þægi­legan meiri­hluta en minni­hluta atkvæða á bak við sig.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýj­ustu könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka sem byggir á svörum 2.057 ein­stak­linga 28 ára og eldri. Könn­unin var fram­kvæmd dag­anna 3. til 13. jan­úar 2020.Fylgi flokka samkvæmt könnun MMR í janúar 2020.

Allar líkur eru á því að kosið verði næst vorið 2021, eða eftir rúmt ár. Verði það nið­ur­staðan má búast við því að eig­in­leg kosn­inga­bar­átta hefj­ist að ein­hverju leyti síðar á þessu ári, og að þeir flokkar sem ætla að boða til próf­kjöra haldi þau jafn­vel fyrir lok þess. 

Allir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tapa fylgi

Sam­kvæmt henni væri Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokkur lands­ins með 20,3 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag. Það myndi þýða að flokk­ur­inn fengi fimmt­ungi minna fylgi en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tveir tapa líka umtals­verðu fylgi. Rúm­lega þriðji hver kjós­andi hefur yfir­gefið flokk for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, Vinstri græn, og hann mælist nú með 11,1 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur tapað tæp­lega fjórða hverjum kjós­anda og mælist með 8,2 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna nær ekki 40 pró­sentum sam­kvæmt könn­un­inni, en þeir fengu alls 52,8 pró­sent í kosn­ing­unum í októ­ber­lok 2017.

Auglýsing
Samfylkingin yrði næst stærsti flokk­ur­inn á þingi og fengi 16,8 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag. Hún myndi bæta við sig vel yfir þriðj­ungs­fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn myndi einnig bæta við sig tveimur pró­sentu­stigum ef kosið yrði í dag, Píratar myndu bæta við sig 1,8 pró­sentu­stigi og Við­reisn myndi auka fylgi sitt um heil 56 pró­sent ef nið­ur­staða könn­un­ar­innar kæmi upp úr kjör­köss­un­um.

Þeir þrír flokkar sem eru í stjórn­ar­and­stöðu og starfa nú saman í meiri­hluta í Reykja­vík myndu fá sam­tals 38,3 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, eða 10,3 pró­sentu­stigum meira en haustið 2017. Þegar Mið­flokknum er bætt við mælist fylgi þeirra fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka sem mæl­ast nú með kjör­dæma­kjörna þing­menn með 51,2 pró­sent stuðn­ing.

Dauðu atkvæðin gætu ráðið úrslitum

Alls gætu 8,1 pró­sent atkvæða fallið niður dauð ef nið­ur­staða kosn­inga yrði eins og nýjasta könnun MMR gerir ráð fyr­ir. Það eru atkvæði sem myndu falla til Sós­í­alista­flokks Íslands (4,1 pró­sent), Flokks fólks­ins (3,5 pró­sent) og fara í „ann­að“ (0,5 pró­sent).

Það myndi þýða að sitj­andi rík­is­stjórn væri fall­inn, enda næði fengi hún undir 40 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag. Það myndi ein­ungis skila Sjálf­stæð­is­flokki (14 þing­menn), Vinstri grænum (átta þing­menn) og Fram­sókn­ar­flokki (sex þing­menn) 28 þing­mönn­um, sem er ansi langt frá 32 manna lág­marks­meiri­hlut­an­um. 

Slík staða myndi gera það að verkum að hægt þeir flokkar sem mynda meiri­hlut­ann í Reykja­vík­ur­borg, Sam­fylk­ing (ell­efu þing­menn), Píratar (átta þing­menn), Við­reisn (sjö þing­menn) og Vinstri græn (átta þing­menn), myndu að óbreyttu geta myndað rúman 34 manna meiri­hluta. Aðrir flokkar á þingi myndu þá fá 29 þing­menn. Slík rík­is­stjórn myndu samt sem áður ekki njóta stuðn­ings meiri­hluta lands­manna þar sem sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna fjög­urra væru 49,4 pró­sent.

Það væri einnig hægt að mynda 33 manna meiri­hluta með því að skipta Við­reisn út fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn eða 32 manna meiri­hluta ef Fram­sókn tæki sæti Vinstri grænna við borð­ið. 

Ef vilji væri til að mynda rík­is­stjórn á hægri ás stjórn­mál­anna myndi þurfa til fjóra flokka líka. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Mið­flokkur (níu þing­menn) og Við­reisn næðu ein­ungis 30 þing­mönnum og þyrfti Fram­sókn­ar­flokk­inn til að ná meiri­hluta upp á 36 þing­menn. 

Eini mögu­leik­inn til að mynda þriggja flokka meiri­hluta­stjórn væri ef að tveir stærstu flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, myndu ná saman og taka einn af Mið­flokki, Vinstri græn­um, Pirötum eða Við­reisn með sér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki senda okkur póst til að reyna að komast framar í röðina
Veiran er ennþá þarna úti, segir sóttvarnalæknir. Í lok mars á að hafa borist hingað til lands bóluefni fyrir um 30 þúsund manns. Frekari dreifingaráætlanir lyfjafyrirtækjanna hafa ekki verið gefnar út.
Kjarninn 21. janúar 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Hefði verið mjög djarft að binda okkur ekki við Evrópusambandið
Bjarni Benediktsson segir nauðsynlegt að horfa til þess að þegar Ísland var að semja um samflot við ESB í bóluefnakaupum hafi ekkert verið fast í hendi hvað bóluefni varðaði. Það hefði verið „mjög djörf ákvörðun“ að reyna að feta veginn ein.
Kjarninn 21. janúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar