Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig

Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.

flokksforingjar
Auglýsing

Sitj­andi rík­is­stjórn væri kol­fall­inn, einu tölu­legu mögu­lega þriggja flokka rík­is­stjórn­irnar sem væri hægt að mynda ganga ekki upp í raun­veru­leik­anum og hægt væri að mynda rík­is­stjórn þeirra flokka sem stýra málum í Reykja­vík sem hefði þægi­legan meiri­hluta en minni­hluta atkvæða á bak við sig.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýj­ustu könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka sem byggir á svörum 2.057 ein­stak­linga 28 ára og eldri. Könn­unin var fram­kvæmd dag­anna 3. til 13. jan­úar 2020.Fylgi flokka samkvæmt könnun MMR í janúar 2020.

Allar líkur eru á því að kosið verði næst vorið 2021, eða eftir rúmt ár. Verði það nið­ur­staðan má búast við því að eig­in­leg kosn­inga­bar­átta hefj­ist að ein­hverju leyti síðar á þessu ári, og að þeir flokkar sem ætla að boða til próf­kjöra haldi þau jafn­vel fyrir lok þess. 

Allir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tapa fylgi

Sam­kvæmt henni væri Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokkur lands­ins með 20,3 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag. Það myndi þýða að flokk­ur­inn fengi fimmt­ungi minna fylgi en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tveir tapa líka umtals­verðu fylgi. Rúm­lega þriðji hver kjós­andi hefur yfir­gefið flokk for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, Vinstri græn, og hann mælist nú með 11,1 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur tapað tæp­lega fjórða hverjum kjós­anda og mælist með 8,2 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna nær ekki 40 pró­sentum sam­kvæmt könn­un­inni, en þeir fengu alls 52,8 pró­sent í kosn­ing­unum í októ­ber­lok 2017.

Auglýsing
Samfylkingin yrði næst stærsti flokk­ur­inn á þingi og fengi 16,8 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag. Hún myndi bæta við sig vel yfir þriðj­ungs­fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn myndi einnig bæta við sig tveimur pró­sentu­stigum ef kosið yrði í dag, Píratar myndu bæta við sig 1,8 pró­sentu­stigi og Við­reisn myndi auka fylgi sitt um heil 56 pró­sent ef nið­ur­staða könn­un­ar­innar kæmi upp úr kjör­köss­un­um.

Þeir þrír flokkar sem eru í stjórn­ar­and­stöðu og starfa nú saman í meiri­hluta í Reykja­vík myndu fá sam­tals 38,3 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, eða 10,3 pró­sentu­stigum meira en haustið 2017. Þegar Mið­flokknum er bætt við mælist fylgi þeirra fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka sem mæl­ast nú með kjör­dæma­kjörna þing­menn með 51,2 pró­sent stuðn­ing.

Dauðu atkvæðin gætu ráðið úrslitum

Alls gætu 8,1 pró­sent atkvæða fallið niður dauð ef nið­ur­staða kosn­inga yrði eins og nýjasta könnun MMR gerir ráð fyr­ir. Það eru atkvæði sem myndu falla til Sós­í­alista­flokks Íslands (4,1 pró­sent), Flokks fólks­ins (3,5 pró­sent) og fara í „ann­að“ (0,5 pró­sent).

Það myndi þýða að sitj­andi rík­is­stjórn væri fall­inn, enda næði fengi hún undir 40 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag. Það myndi ein­ungis skila Sjálf­stæð­is­flokki (14 þing­menn), Vinstri grænum (átta þing­menn) og Fram­sókn­ar­flokki (sex þing­menn) 28 þing­mönn­um, sem er ansi langt frá 32 manna lág­marks­meiri­hlut­an­um. 

Slík staða myndi gera það að verkum að hægt þeir flokkar sem mynda meiri­hlut­ann í Reykja­vík­ur­borg, Sam­fylk­ing (ell­efu þing­menn), Píratar (átta þing­menn), Við­reisn (sjö þing­menn) og Vinstri græn (átta þing­menn), myndu að óbreyttu geta myndað rúman 34 manna meiri­hluta. Aðrir flokkar á þingi myndu þá fá 29 þing­menn. Slík rík­is­stjórn myndu samt sem áður ekki njóta stuðn­ings meiri­hluta lands­manna þar sem sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna fjög­urra væru 49,4 pró­sent.

Það væri einnig hægt að mynda 33 manna meiri­hluta með því að skipta Við­reisn út fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn eða 32 manna meiri­hluta ef Fram­sókn tæki sæti Vinstri grænna við borð­ið. 

Ef vilji væri til að mynda rík­is­stjórn á hægri ás stjórn­mál­anna myndi þurfa til fjóra flokka líka. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Mið­flokkur (níu þing­menn) og Við­reisn næðu ein­ungis 30 þing­mönnum og þyrfti Fram­sókn­ar­flokk­inn til að ná meiri­hluta upp á 36 þing­menn. 

Eini mögu­leik­inn til að mynda þriggja flokka meiri­hluta­stjórn væri ef að tveir stærstu flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, myndu ná saman og taka einn af Mið­flokki, Vinstri græn­um, Pirötum eða Við­reisn með sér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar