Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig

Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.

flokksforingjar
Auglýsing

Sitj­andi rík­is­stjórn væri kol­fall­inn, einu tölu­legu mögu­lega þriggja flokka rík­is­stjórn­irnar sem væri hægt að mynda ganga ekki upp í raun­veru­leik­anum og hægt væri að mynda rík­is­stjórn þeirra flokka sem stýra málum í Reykja­vík sem hefði þægi­legan meiri­hluta en minni­hluta atkvæða á bak við sig.

Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýj­ustu könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka sem byggir á svörum 2.057 ein­stak­linga 28 ára og eldri. Könn­unin var fram­kvæmd dag­anna 3. til 13. jan­úar 2020.Fylgi flokka samkvæmt könnun MMR í janúar 2020.

Allar líkur eru á því að kosið verði næst vorið 2021, eða eftir rúmt ár. Verði það nið­ur­staðan má búast við því að eig­in­leg kosn­inga­bar­átta hefj­ist að ein­hverju leyti síðar á þessu ári, og að þeir flokkar sem ætla að boða til próf­kjöra haldi þau jafn­vel fyrir lok þess. 

Allir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tapa fylgi

Sam­kvæmt henni væri Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stærsti flokkur lands­ins með 20,3 pró­sent fylgi ef kosið yrði í dag. Það myndi þýða að flokk­ur­inn fengi fimmt­ungi minna fylgi en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Hinir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir tveir tapa líka umtals­verðu fylgi. Rúm­lega þriðji hver kjós­andi hefur yfir­gefið flokk for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, Vinstri græn, og hann mælist nú með 11,1 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur tapað tæp­lega fjórða hverjum kjós­anda og mælist með 8,2 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna nær ekki 40 pró­sentum sam­kvæmt könn­un­inni, en þeir fengu alls 52,8 pró­sent í kosn­ing­unum í októ­ber­lok 2017.

Auglýsing
Samfylkingin yrði næst stærsti flokk­ur­inn á þingi og fengi 16,8 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag. Hún myndi bæta við sig vel yfir þriðj­ungs­fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn myndi einnig bæta við sig tveimur pró­sentu­stigum ef kosið yrði í dag, Píratar myndu bæta við sig 1,8 pró­sentu­stigi og Við­reisn myndi auka fylgi sitt um heil 56 pró­sent ef nið­ur­staða könn­un­ar­innar kæmi upp úr kjör­köss­un­um.

Þeir þrír flokkar sem eru í stjórn­ar­and­stöðu og starfa nú saman í meiri­hluta í Reykja­vík myndu fá sam­tals 38,3 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag, eða 10,3 pró­sentu­stigum meira en haustið 2017. Þegar Mið­flokknum er bætt við mælist fylgi þeirra fjög­urra stjórn­ar­and­stöðu­flokka sem mæl­ast nú með kjör­dæma­kjörna þing­menn með 51,2 pró­sent stuðn­ing.

Dauðu atkvæðin gætu ráðið úrslitum

Alls gætu 8,1 pró­sent atkvæða fallið niður dauð ef nið­ur­staða kosn­inga yrði eins og nýjasta könnun MMR gerir ráð fyr­ir. Það eru atkvæði sem myndu falla til Sós­í­alista­flokks Íslands (4,1 pró­sent), Flokks fólks­ins (3,5 pró­sent) og fara í „ann­að“ (0,5 pró­sent).

Það myndi þýða að sitj­andi rík­is­stjórn væri fall­inn, enda næði fengi hún undir 40 pró­sent atkvæða ef kosið væri í dag. Það myndi ein­ungis skila Sjálf­stæð­is­flokki (14 þing­menn), Vinstri grænum (átta þing­menn) og Fram­sókn­ar­flokki (sex þing­menn) 28 þing­mönn­um, sem er ansi langt frá 32 manna lág­marks­meiri­hlut­an­um. 

Slík staða myndi gera það að verkum að hægt þeir flokkar sem mynda meiri­hlut­ann í Reykja­vík­ur­borg, Sam­fylk­ing (ell­efu þing­menn), Píratar (átta þing­menn), Við­reisn (sjö þing­menn) og Vinstri græn (átta þing­menn), myndu að óbreyttu geta myndað rúman 34 manna meiri­hluta. Aðrir flokkar á þingi myndu þá fá 29 þing­menn. Slík rík­is­stjórn myndu samt sem áður ekki njóta stuðn­ings meiri­hluta lands­manna þar sem sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna fjög­urra væru 49,4 pró­sent.

Það væri einnig hægt að mynda 33 manna meiri­hluta með því að skipta Við­reisn út fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn eða 32 manna meiri­hluta ef Fram­sókn tæki sæti Vinstri grænna við borð­ið. 

Ef vilji væri til að mynda rík­is­stjórn á hægri ás stjórn­mál­anna myndi þurfa til fjóra flokka líka. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Mið­flokkur (níu þing­menn) og Við­reisn næðu ein­ungis 30 þing­mönnum og þyrfti Fram­sókn­ar­flokk­inn til að ná meiri­hluta upp á 36 þing­menn. 

Eini mögu­leik­inn til að mynda þriggja flokka meiri­hluta­stjórn væri ef að tveir stærstu flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing, myndu ná saman og taka einn af Mið­flokki, Vinstri græn­um, Pirötum eða Við­reisn með sér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar