Ertu örugglega danskur ríkisborgari?

Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.

denmark.jpg
Auglýsing

John Ville Rasmus­sen, sem er fæddur árið 1950, flutt­ist til Dan­merkur með for­eldrum sínum þegar hann var barn að aldri. Að loknu grunn- og fram­halds­skóla­prófi gegndi hann her­þjón­ustu og lærði síðan húsa­gerð­ar­list. Hann hefur um ára­tuga­skeið rekið teikni­stofu í Óðins­véum, þar sem hann býr, og greitt skatta til sam­fé­lags­ins. Eng­inn hefur til þessa efast um að John Ville Rasmus­sen sé danskur eða eins og sagt er „pæred­ansk“ en nú telja dönsk stjórn­völd vafa leika á hvort hann sé Dani. Þetta hljómar ótrú­lega.

For­eldrar John Ville Rasmus­sen voru dansk­ir. Þau voru sæfarar og flækt­ust víða um heim, bjuggu í mörgum lönd­um. Þegar John fædd­ist voru þau í Venes­ú­ela, þaðan fluttu þau til Banda­ríkj­anna og John var skírður þar. Fjöl­skyldan flutti aftur heim til Dan­merkur þegar John var fjög­urra ára og sett­ist að í Óðins­vé­um.

John Ville Rasmus­sen er giftur banda­rískri konu. Árið 1988 fékk hún ótíma­bundið land­vist­ar­leyfi í Dan­mörku (vegna þjóð­ernis eig­in­manns­ins) og þau eiga tvær dæt­ur, 32 og 28 ára gaml­ar. Þær eru með tvöldan rík­is­borg­ara­rétt, danskan og banda­rísk­an. Þær búa báðar í Banda­ríkj­unum og þar byrj­aði þetta ein­kenni­lega mál. Önnur dætr­anna ætl­aði, í des­em­ber árið 2017, að end­ur­nýja danska vega­bréfið og fór þeirra erinda á dönsku ræð­is­skrif­stof­una í New York. Þar veittu starfs­menn því athygli að John Ville Rasmus­sen hafði fæðst í Venes­ú­ela, en sam­band Banda­ríkj­anna og Venes­ú­ela er stirt. Starfs­fólk ræð­is­skrif­stof­unnar fór fram á, við dótt­ur­ina, að hún myndi útvega fæð­ing­ar­vott­orð föð­ur­ins. Á end­anum fékk dóttirin vega­bréfið end­ur­nýj­að, þótt hún hefði ekki fæð­ing­ar­vott­orð föð­ur­ins, en þar með var ekki öll sagan sögð.

Auglýsing

Fæð­ing­ar­vott­orðið

Starfs­fólk ræð­is­skrif­stof­unnar í New York lét dönsk yfir­völd vita af því að dóttir John Ville Rasmus­sen hefði ekki getað útvegað fæð­ing­ar­vott­orð föð­ur­ins. Þetta vakti athygli danskra yfir­valda og starfs­fólk Útlend­inga- og inn­flytj­enda­ráðu­neyt­is­ins skrif­uðu föð­urnum og ósk­uðu eftir að hann legði fram fæð­ing­ar­vott­orð sitt og hjóna­vígslu­vott­orð for­eldranna, um 70 ára gömul skjöl. John Ville Rasmus­sen varð undr­andi á þess­ari beiðni en hann hafði hvorki frum­rit, eða stað­fest afrit fæð­ing­ar­vott­orðs né hjóna­vígslu­vott­orðs for­eldra sinna. Hand­skrifuð frum­rit, eða stað­fest afrit, þess­ara vott­orða er ekki auð­velt að útvega og ekki öruggt að þau fyr­ir­finn­ist í Venes­ú­ela. For­eldrar John Ville Rasmus­sen lét­ust báðir á níunda ára­tugn­um.   

Í meira lagi und­ar­legt 

Danskir fjöl­miðlar hafa að und­an­förnu fjallað tals­vert um þetta mál, en það var danska útvarp­ið, DR, sem fyrst komst á snoðir um málið fyrir skömmu. Í við­tali við DR fyrir nokkrum dögum sagð­ist John Ville Rasmus­sen hvorki botna upp né niður í þessu öllu sam­an. „Eftir ára­tugi, þar sem eng­inn hefur efast um þjóð­erni mitt, er ég nú allt í einu í þeirri stöðu að þurfa að sanna hver ég er. Og það er allt annað en auð­velt.“  

En spyrja má, voru ekki for­eldrar hans skráðir í dönsku þjóð­skránni og sást ekki þar að þau voru hjón? Svarið er að þannig ætti það að vera. En John Ville Rasmus­sen segir að í dönsku þjóð­skránni vanti kenni­tölur for­eldr­anna (cpr-n­um­re). Ekki veit hann hvernig á því stendur en grunar að gerð hafi verið mis­tök þegar þjóð­skráin var færð í tölvu­kerfi. For­eldrar hans voru látnir þegar það var gert og sú stað­reynd, að kenni­tölur þeirra sé ekki að finna í dönsku þjóð­skránni hefur ekki upp­götvast, fyrr en nú. Yfir­völdin segja að út frá þjóð­skránni sé ekki hægt að sjá að hann sé barn danskra for­eldra.  

Venju­lega tekur með­ferð mála hjá Útlend­inga- og inn­flytj­enda­ráðu­neyt­inu minna en eitt ár en nú eru liðin meira en tvö ár síðan mál John Ville Rasmus­sen rataði inn á borð ráðu­neyt­is­ins. Og þar er það enn. 

Eig­in­konan og dæt­urnar ugg­andi

Elisa­beth Rasmus­sen, eig­in­kona John Vil­le, er banda­rísk eins og áður var nefnt. Hún hefur um langt ára­bil starfað sem kenn­ari en nú veit hún ekki hvað verð­ur. „Ég hef verið hér í Dan­mörku miklu lengur en í Banda­ríkj­unum þótt ég hafi fæðst þar og alist upp. Ég botna bara ekki í þessu.“ Sama gildir um dæt­urnar tvær.

Þing­menn sauma að ráð­herr­anum

Þetta sér­kenni­lega mál hefur ekki farið fram­hjá dönskum þing­mönn­um. Og þeim blöskr­ar. Peder Hvelplund, tals­maður Ein­ing­ar­list­ans í mál­efnum inn­flytj­enda sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að þetta mál væri hreint út sagt fárán­legt. Hann benti á að í sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar væri sér­stak­lega kveðið á um að „draga úr skriffin­sku og fjar­lægja þýð­ing­ar­lausar reglur til ein­föld­unar í stjórn­sýsl­unn­i. Þetta mál er mjög aug­ljóst dæmi um það sem rík­is­stjórnin vill útrýma, en gerir hins­vegar ekki.“

 Margir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar hafa talað í sama dúr, einn þeirra sagði að í ráðu­neyt­inu ætti að vera fólk sem gæti lagt saman tvo og tvo. Það væri út í hött að efast um þjóð­erni manns sem alist hefði upp í Dan­mörku og búið þar í meira en sex ára­tugi, allan tím­ann haft danskt vega­bréf og gegnt her­þjón­ustu. Nokkrir þing­menn hafa kraf­ist þess að Mattias Tes­faye ráð­herra útlend­inga- og inn­flytj­enda­mála bregð­ist við. Með laga­breyt­ing­um.

Ráð­herr­ann sagð­ist, í við­tali við danska útvarp­ið, ekki telja að þörf væri á laga­breyt­ingum vegna þessa máls. Hann sagði að þetta sner­ist ekki um að fjöl­skyldu John Ville Rasmus­sen yrði vísað úr landi, ein­göngu um það hvort John Ville Rasmus­sen gæti lagt fram papp­íra sem sýndu, með ótví­ræðum hætti, að hann væri danskur rík­is­borg­ari. Þegar ráð­herr­ann var spurður hvort hann gæti lýst því yfir að John Ville Rasmus­sen yrði ekki vísað úr landi sagð­ist hann vita­skuld ekki geta það. En bætti svo við að hann teldi að John Ville Rassmus­sen og fjöl­skylda hans þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að verða vísað úr landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar