Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing

Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.

boeinginin.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt umfjöllun Simple Flying þá er fyr­ir­tækið að reyna að útvega 10 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 1.250 millj­örðum króna, til að takast á við auk­inn kostnað vegna kyrr­setn­ingar og fram­leiðslu­stoppi á 737 Max vélum félags­ins. 

Búið að hækka bóta­fjár­hæð­ina

Boeing hafði gefið það út, að félagið væri búið að taka til hliðar sam­tals 4,9 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 600 millj­örðum króna, til að mæta kostn­aði við­skipta­vina félags­ins, þar á meðal flug­fé­laga og birgja sem fram­leiða ýmsa auka­hluti, en nú er sú upp­hæð komin í 6,1 millj­arða Banda­ríkja­dala. 

Boeing hefur þegar samið við nokkur flug­fé­lög um bæt­ur, þar á meðal við eitt stærsta flug­fé­lag heims, Tur­k­ish Air­lines. 

Auglýsing

Margir lausar endar eru þó eftir enn­þá, og ekki ljóst í mörgum til­vikum hvernig gengið verður frá samn­ingum um bæt­ur, enda hafa vanda­málin hjá Boeing verið að hrann­ast upp að und­an­förnu, meðal ann­ars vegna upp­lýs­inga sem Banda­ríkja­þing hefur dregið fram í dags­ljósið við rann­sókn sína á sam­bandi banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda (FAA) og Boein­g. Mikil áhrif á Íslandi

Kyrr­setn­ing á Max vél­unum hefur mikil áhrif á Íslandi, og eru efna­hags­leg áhrif á landið - sem birt­ast í minna sæta­fram­boði til lands­ins og minni umsvifum í ferða­þjón­ustu - veru­lega mik­il. 

Icelandair reiknar ekki með Max vél­unum á háanna­tím­anum í ferða­þjón­ustu næsta sum­ar, en telur að áhrifin af því verði óveru­leg. Til­kynn­ingin kom fram um þetta skömmu eftir mið­nætti, en Boeing til­kynnti um það í gær að ólík­legt væri að Max vél­arnar færu í loftið fyrr en í fyrsta lagi í júní eða júlí. 

Alþjóð­leg kyrr­setn­ing á Max vél­unum hefur verið í gildi frá því í lok mars, en flug­mála­yf­ir­völd um allan heim gripu til hennar eftir að Max vél hrap­aði í Eþíóp­íu, 13. mars, með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Skömmu áður, 29. októ­ber, hrap­aði Max vél í Indónesíu og allir um borð lét­ust þar líka, sam­tals 346 í slys­unum tveim­ur. 

Þegar er horft er til baka, til árs­ins 2019, þá er óhætt að segja að mars­mán­uður hafi verið afdrifa­ríkur og dram­tískur, fyrir íslenskt atvinnu­líf. 

Með falli WOW air og kyrr­setn­ing­unni á Max vél­un­um, með nokk­urra vikna milli­bili, þá kúvent­ist staðan í íslensku efna­hags­lífi og einu kröft­ug­asta hag­vaxt­ar­skeiði í hag­sögu þjóð­ar­inn­ar, á árunum 2011 til 2018, lauk. Hag­vöxtur var á bil­inu 3,5 til 6 pró­sent á ári á fyrr­nefndu tíma­bili, en spár gera nú ráð fyrir að hann verði á bil­inu 0 til 2 pró­sent á næstu miss­er­um. Hæga­gangur er tek­inn við.Sökin liggur hjá Boeing

Rann­sókn­ar­nefndir í Indónesíu og Eþíópíu hafa kom­ist að því, sam­kvæmt bráða­birgða­nið­ur­stöð­um, að sökin á slys­unum liggi hjá Boeing, vegna galla í vél­un­um. Þar bein­ast spjótin meðal ann­ars að MCAS-­kerfi í vél­un­um, sem á að sporna gegn ofrisi. 

Boeing er kerf­is­lægt mik­il­vægt fyr­ir­tæki fyrir heims­byggð­ina, þar sem það hefur ára­tugum saman verið stærsti fram­leið­andi flug­véla í heim­in­um. Eftir erf­ið­leikaár félags­ins í fyrra, þá komst Air­bus fram úr Boeing sem stærsti fram­leið­andi flug­véla í heim­in­um. 

Heild­ar­tekjur Boeing árið 2018 námu 101,1 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 12.600 millj­örðum króna. Mark­aðsvirði félags­ins hefur farið lækk­andi und­an­farin miss­eri og er nú 176 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 22 þús­und millj­örðum króna. Einn stærsti við­skipta­vinur félags­ins hefur í gegnum tíð­ina verið banda­ríska rík­ið, í gegnum fjöl­mörg verk­efni sem Boeing hefur unnið fyrir Banda­ríkja­her.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýrri kórónaveiru (COVID-19).
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar