Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing

Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.

boeinginin.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt umfjöllun Simple Flying þá er fyr­ir­tækið að reyna að útvega 10 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 1.250 millj­örðum króna, til að takast á við auk­inn kostnað vegna kyrr­setn­ingar og fram­leiðslu­stoppi á 737 Max vélum félags­ins. 

Búið að hækka bóta­fjár­hæð­ina

Boeing hafði gefið það út, að félagið væri búið að taka til hliðar sam­tals 4,9 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 600 millj­örðum króna, til að mæta kostn­aði við­skipta­vina félags­ins, þar á meðal flug­fé­laga og birgja sem fram­leiða ýmsa auka­hluti, en nú er sú upp­hæð komin í 6,1 millj­arða Banda­ríkja­dala. 

Boeing hefur þegar samið við nokkur flug­fé­lög um bæt­ur, þar á meðal við eitt stærsta flug­fé­lag heims, Tur­k­ish Air­lines. 

Auglýsing

Margir lausar endar eru þó eftir enn­þá, og ekki ljóst í mörgum til­vikum hvernig gengið verður frá samn­ingum um bæt­ur, enda hafa vanda­málin hjá Boeing verið að hrann­ast upp að und­an­förnu, meðal ann­ars vegna upp­lýs­inga sem Banda­ríkja­þing hefur dregið fram í dags­ljósið við rann­sókn sína á sam­bandi banda­rískra flug­mála­yf­ir­valda (FAA) og Boein­g. Mikil áhrif á Íslandi

Kyrr­setn­ing á Max vél­unum hefur mikil áhrif á Íslandi, og eru efna­hags­leg áhrif á landið - sem birt­ast í minna sæta­fram­boði til lands­ins og minni umsvifum í ferða­þjón­ustu - veru­lega mik­il. 

Icelandair reiknar ekki með Max vél­unum á háanna­tím­anum í ferða­þjón­ustu næsta sum­ar, en telur að áhrifin af því verði óveru­leg. Til­kynn­ingin kom fram um þetta skömmu eftir mið­nætti, en Boeing til­kynnti um það í gær að ólík­legt væri að Max vél­arnar færu í loftið fyrr en í fyrsta lagi í júní eða júlí. 

Alþjóð­leg kyrr­setn­ing á Max vél­unum hefur verið í gildi frá því í lok mars, en flug­mála­yf­ir­völd um allan heim gripu til hennar eftir að Max vél hrap­aði í Eþíóp­íu, 13. mars, með þeim afleið­ingum að allir um borð lét­ust. Skömmu áður, 29. októ­ber, hrap­aði Max vél í Indónesíu og allir um borð lét­ust þar líka, sam­tals 346 í slys­unum tveim­ur. 

Þegar er horft er til baka, til árs­ins 2019, þá er óhætt að segja að mars­mán­uður hafi verið afdrifa­ríkur og dram­tískur, fyrir íslenskt atvinnu­líf. 

Með falli WOW air og kyrr­setn­ing­unni á Max vél­un­um, með nokk­urra vikna milli­bili, þá kúvent­ist staðan í íslensku efna­hags­lífi og einu kröft­ug­asta hag­vaxt­ar­skeiði í hag­sögu þjóð­ar­inn­ar, á árunum 2011 til 2018, lauk. Hag­vöxtur var á bil­inu 3,5 til 6 pró­sent á ári á fyrr­nefndu tíma­bili, en spár gera nú ráð fyrir að hann verði á bil­inu 0 til 2 pró­sent á næstu miss­er­um. Hæga­gangur er tek­inn við.Sökin liggur hjá Boeing

Rann­sókn­ar­nefndir í Indónesíu og Eþíópíu hafa kom­ist að því, sam­kvæmt bráða­birgða­nið­ur­stöð­um, að sökin á slys­unum liggi hjá Boeing, vegna galla í vél­un­um. Þar bein­ast spjótin meðal ann­ars að MCAS-­kerfi í vél­un­um, sem á að sporna gegn ofrisi. 

Boeing er kerf­is­lægt mik­il­vægt fyr­ir­tæki fyrir heims­byggð­ina, þar sem það hefur ára­tugum saman verið stærsti fram­leið­andi flug­véla í heim­in­um. Eftir erf­ið­leikaár félags­ins í fyrra, þá komst Air­bus fram úr Boeing sem stærsti fram­leið­andi flug­véla í heim­in­um. 

Heild­ar­tekjur Boeing árið 2018 námu 101,1 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 12.600 millj­örðum króna. Mark­aðsvirði félags­ins hefur farið lækk­andi und­an­farin miss­eri og er nú 176 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 22 þús­und millj­örðum króna. Einn stærsti við­skipta­vinur félags­ins hefur í gegnum tíð­ina verið banda­ríska rík­ið, í gegnum fjöl­mörg verk­efni sem Boeing hefur unnið fyrir Banda­ríkja­her.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar