Mynd: EPA

Krónan fyrir hrun: Vopn gegn almenningi

Íslenska krónan, gagn hennar og lestir, er eitt helstu þrætuepli íslenskrar þjóðar. Frá aldarmótum hafa farið fram þrjár mismunandi tilraunir í að stýra henni þannig að gagnsemi krónunnar sé sem mest, en að lestir þessa örgjaldmiðils láti sem minnst á sér kræla. Þessar tilraunir hafa gengið misjafnlega. Næstu þrjá daga mun Kjarninn fjalla um þær. Í dag verður tímabilið frá árinu 2001 og fram yfir hrun greint.

Íslensku krón­unni var fleytt í mars­mán­uði 2001. Þegar það er gert þá ræðst virði hennar á því hversu mikið mark­aðs­að­ilar eru til­búnir að borga fyrir hana í erlendri mynt, á hverjum tíma. Það þýddi að fyrri fast­geng­is­stefna, um að halda henni innan ákveð­ina marka, var yfir­gef­in. Ráð­ist var í þessa pen­inga­stefnu­legu til­raun á sama tíma og Ísland var að opn­ast veru­lega hratt, sér­stak­lega fyrir fjár­magns­flutn­ing­um. Það gerð­ist meðal ann­ars sam­hliða því að íslensku við­skipta­bank­arnir voru einka­væddir og hófu síðan útrás inn á aðra mark­aði með fulla vasa af ódýra láns­fjár­magni sem há láns­hæf­is­ein­kunn íslenska rík­is­ins gerði þeim kleift að nálg­ast.

Afleið­ingin af þess­ari til­raun varð sú að við­skipta­jöfn­uður var veru­lega nei­kvæður árum saman (verð­­mæti útflutn­ings­vara og þjón­­ustu var miklu minna en verð­­mæti varn­ings sem var fluttur til lands­ins, aðal­lega vegna þess að það streymdi svo mikið erlent láns­fjár­magn inn) og spá­kaup­menn gátu „spil­að“ á krón­una í svoköll­uðum vaxta­muna­við­skipt­u­m. 

Í ein­­földu máli snér­ust þau við­skipti um að er­­lendir fjár­­­festar tóku lán í myntum þar sem vextir voru lágir og keyptu síð­­an ­ís­­lensk skulda­bréf, vegna þess að vextir á þeim eru háir í öllum alþjóð­­leg­um ­sam­an­­burði. Því gátu fjár­­­fest­­arnir hagn­­ast vel umfram þann kostnað sem þeir báru af lán­­töku sinn­­ar. Og ef þeir voru að gera við­­skipti með eigin fé þá gát­u þeir auð­vitað hagn­­ast enn meira.

Þessi vaxta­muna­við­­skipti áttu stóran þátt í að blása upp þá ­bólu sem sprakk á Íslandi haustið 2008. Það erlenda fé sem leit­aði í íslenska skulda­bréfa­­flokka var end­­ur­lánað til við­­skipta­vina íslensku bank­anna og við það ­stækk­­aði umfang þeirra gríð­­ar­­lega. Við hrun, þegar setja þurfti fjár­­­magns­höft á til að hindra útflæði gjald­eyr­is, voru vaxta­muna­fjár­­­fest­ingar vel á sjö­unda hund­rað millj­­arða króna.

Allt ofan­greint olli Íslandi, og íslensku sam­fé­lagi, stór­skaða. Til að takast á við þá stöðu þurfti að setja for­dæma­laus neyð­ar­lög, sem breyttu kröfu­hafaröð eftir á og ekk­ert lá í raun fyrir í upp­hafi að myndu halda, og fylgja þeim svo eftir með upp­setn­ingu fjár­magns­hafta, sem héngu uppi í næstum ára­tug eru enn ekki að öllu leyti afnum­in.

Stöðu­tökur í krónu­spila­víti

Það voru ekki ein­ungis vaxta­muna­við­skipti og óvar­leg lán­taka sem skóp áhættu fyrir almenn­ing og fyr­ir­tæki lands­ins fyrir banka­hrun. Svokölluð stöðu­taka inn­lendra aðila gegn krón­unni varð líka fyr­ir­ferða­mikil þegar leið á tíma­bil­ið.

Á nokkrum árum, snemma á þess­ari öld, styrkt­ist íslenska krónan mikið vegna þess að hingað til lands streymdi áður­nefnt ódýrt erlent láns­fjár­magn. Krónan var aug­ljós­lega ofmetin og ljóst að hún myndi hrynja þegar eng­inn myndi vilja lengur taka við íslenskum krónum fyrir erlendan gjald­eyri.

Íslensku bank­arnir vissu um þennan óum­flýj­an­leika og gátu að ein­hverju leyti stýrt því hvernig hann myndi eiga sér stað. Þeir, og fylgitungl þeirra, tóku sig saman og hönn­uðu risa­stórt veð­mál um það hvernig íslenska krónan myndi þró­ast. Á fjár­mála­mark­að­ar­stofn­ana­máli var þetta kallað stöðu­taka og oftar en ekki var hún rök­studd með því að bank­arn­ir, og fylgitung­lin, væru orðin svo stórir alþjóð­legir leik­end­ur, með svo stóran hluta af eignum sínum erlend­is, að þeir þyrftu að „verja“ þá stöðu með því að eiga gjald­eyri.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra þegar krónan var sett á flot. Davíð varð síðar seðlabankastjóri.
Mynd: Samsett

En raun­veru­leik­inn var sá að bank­arn­ir, og fylgitung­lin, voru að taka miklu stærri stöðu gegn krón­unni en slíkt umfang gaf til­efni til. Þeir voru ein­fald­lega að veðja á að krónan myndi falla, og að það myndi skila þeim miklum hagn­aði. Í kjöl­farið beittu þeir sér mark­visst fyrir því að veð­mál þeirra myndi örugg­lega ganga upp.

Hægt að fella krón­una með handafli

Þegar fór að líða á árið 2007 fóru sífellt fleiri að átta sig á því að kannski væru enda­lok íslenska ban­kaund­urs­ins væri framund­an. Þeir sem höfðu vit­neskju og skiln­ing á því hvernig bank­arnir voru raun­veru­lega upp­byggð­ir, og hversu við­kvæm staðan raun­veru­lega var, fóru að huga að því að bjarga eigin skinni. Það var meðal ann­ars gert með því að safna gjald­eyri sem var síðan fram­seldur til stærstu hlut­hafa og vild­ar­við­skipta­vina í gegnum afleiðu­samn­inga. 

Kaup­þing, stærsti íslenski bank­inn, var stór­tæk­astur í þessu. Hann keypti gríð­ar­legt magn af gjald­eyri á milli­banka­mark­aði í lok árs 2007 og í upp­hafi árs 2008. Þessi upp­kaup leiddu meðal ann­ars til þess að íslenska krónan féll í mars 2008 og svo aftur í sept­em­ber sama ár, sam­tals um 70 pró­sent. Einn banki gat keypt svo mikið af gjald­eyri á mark­aði að hann felldi íslensku krón­una með handafli.  

Hug­myndin var að ef þetta veð­mál gengi upp gætu þessir aðilar bjargað sér þegar krónan myndi hrynja, og þeir gætu leyst út stjarn­fræði­legan hagnað af því. Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis stendur að „frá því í nóv­em­ber 2007 og fram til jan­úar 2008 keyptu fimm inn­lend fyr­ir­tæki, það er Exista, Kjal­ar, Baugur og tvö félög tengd Baugi, 1.392 millj­ónir evra í fram­virkum samn­ingum og stund­ar­við­skiptum við íslensku bank­ana. Meiri­hluti þess gjald­eyris var keyptur af Kaup­þingi. Þetta vekur óneit­an­lega athygli sér­stak­lega í ljósi þess að við­skiptin voru mjög umfangs­mikil miðað við fyrri við­skipti flestra þess­ara fyr­ir­tækja“. Ólafur Ólafs­son, eig­andi Kjal­ars, var einn af stærstu eig­endum Kaup­þings. Það var Exista, þar sem Lýður og Ágúst Guð­munds­synir voru stærstu eig­end­ur, líka. Jón Ásgeir Jóhann­es­son, aðal­eig­andi Baugs, var á meðal stærstu eig­enda Glitnis og stór við­skipta­vinur Kaup­þings og Lands­banka Íslands.

Það var vit­neskja um hvað væri að eiga sér stað í stjórn­kerf­inu, án þess þó að gripið væri inn með ákveðnum hætti. Seðla­bank­inn hafði til að mynda áhyggjur af því að bank­arn­ir, og sér­stak­lega Kaup­þing, væri með­vitað að fella krón­una. Í bréfi sem Davíð Odds­son og Eiríkur Guðna­son, sem þá voru tveir af þremur seðla­banka­stjórum lands­ins, sendu 2. apríl 2008 sagði að Kaup­þing og Exista kynnu að hafa nýtt stöðu sína á gjald­eyr­is­mark­aði til að „stuðla að og hagn­ast á geng­is­lækkun íslensku krón­unn­ar“. 

Tryggðu sér áfram völd

Þessir aðilar sem tóku þessar stóru stöður gegn íslensku krón­unni fyrir hrun reyndu svo að fá að gera samn­ing­anna upp á mark­aðs­gengi krón­unnar hjá evr­ópska seðla­bank­anum eftir að það var um garð geng­ið, þegar hún hafði maga­lent. Í byrjun árs 2009, svo dæmi sé tek­ið, var krónan skráð þar á 290 krónur en á 167 krónur hjá Seðla­banka Íslands. 

Svo þetta sé sett upp í ímyndað dæmi þá væri fjár­fest­inga­fé­lag, sem hefði t.d. keypt evrur í gegnum fram­virkan samn­ing þegar gengi þeirra var 100 krón­ur, að reyna að fá að gera upp þann samn­ing á geng­inu 290 krón­ur. Þ.e. það ætl­að­ist til þess að fá næstum þrisvar sinnum fleiri krónur út úr veð­mál­inu en það lagði inn. Þessar krónur áttu svo að notast, aðal­lega, til að skera við­kom­andi niður úr skulda­snöru í hinu fallna banka­kerf­i. 

Þótt gjald­miðla­samn­ing­arnir hafi ekki verið greiddir út þá nýtt­ust þeir mörgum þegar þeir sömdu um skuldir sín­ar, og áfram­hald­andi yfir­ráð yfir stærstu fyr­ir­tækj­unum sem þeir höfðu kom­ist yfir fyrir hrun­ið. Þeir gátu haldið áfram að vera ríkir og valda­mikl­ir.   

Almenn­ingur og líf­eyr­is­sjóðir töp­uðu

Það er þó þannig að þegar ein­hver græðir þá þarf ein­hver að tapa. Til að byggja upp gjald­miðla­jöfnuð þurftu bank­arnir að finna aðila til að taka hina hlið­ina á veð­mál­inu, að veðja á styrk­ingu krón­unn­ar. Það var fyrst og fremst gert með fram­virkum samn­ingum við líf­eyr­is­sjóði, útflutn­ings­fyr­ir­tæki og jökla­bréfa­eig­end­ur. 

Íslenskur almenningur sat uppi með afleiðingar af hruni íslensku krónunnar á árinu 2008. Fjöldi manns safnaðist saman hverja helgi um margra mánaða skeið til að mótmæla.
Mynd: EPA

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins unnu að því eftir hrun að gera upp gjald­miðla­samn­inga sína við stóru bank­anna þrjá. Lengst tók að semja við Kaup­þing, en við­ræðum við þrotabú þess banka lauk ekki fyrr en í jan­úar 2013. Heild­ar­tap sjóð­anna á þessum samn­ingum nam um 70 millj­örðum króna. 

Á sama tíma og bankar voru að ryk­suga upp gjald­eyr­is­markað og vinna að því að fella gengi krón­unn­ar, til að græða á því, þá var verið að lána íslenskum heim­ilum og fyr­ir­tækj­um, sem höfðu tekjur í íslenskum krón­um, í erlendum mynt­u­m.  

Fjallað er um þetta í bók Sveins Har­alds Øygard, sem um tíma var seðla­banka­stjóri á Íslandi, sem ber nafnið „Í víg­línu íslenskra fjár­­­mála“ og kom út á íslensku í fyrra.

Að hans mati voru ein afdrifa­rík­ustu mis­tökin sem áttu sér stað hér­lendis fyrir banka­hrun að banna ekki skuld­setn­ingu í öðrum gjald­miðlum en íslensku krón­unni. Við lestur bókar hans kemur nokkuð aug­ljós­lega fram að Øygard ofbýður það hvernig bank­arnir hög­uðu sér í stöðu­tökum gegn krón­unni.

Norðmaðurinn Svein Harald Øygard, sem um tíma var seðlabankastjóri á Íslandi.
Mynd: Skjáskot

Hann telur að öllum hafi átt að vera það ljóst að íslenska krónan var ofmet­in, en samt héldu bank­arnir áfram að dæla út þessum lánum til heim­ila og fyr­ir­tækja allt fram á það síð­asta. Þegar allt hrundi voru 84 pró­sent bíla­lána til að mynda í erlendum gjald­miðl­um.  

Bank­arnir þrír voru þá, líkt og áður sagði löngu farnir að verja sig fyrir óum­flýj­an­legri lækk­un. Øygard segir að Kaup­þing hafi byrjað á því árið 2005, Lands­bank­inn um haustið 2007 og Glitnir í árs­lok 2007. „Bank­arnir höfðu allir keypt erlendan gjald­miðil fyr­ir­fram, með öðrum orðum höfðu þeir aðgang að erlendum gjald­miðli á fyrir fram ákveðnu verði ein­hvern tíma í fram­tíð­inni. Nú skyldi grætt ef íslenska krónan veikt­ist.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar