Innreið tæknirisa á lánamarkað markar tímamót

Hvað gerist ef tæknirisarnir munu fara hratt inn á fjármálamarkað, og marka sér þar yfirburðastöðu?

isa.jpg
Auglýsing

Í vik­unni var til­kynnt um það að Amazon væri að und­ir­búa - í sam­vinnu við Gold­man Sachs - lána­starf­semi til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja. Þetta er stærsta skrefið sem Amazon hefur stigið til þessa, inn á fyr­ir­tækja­markað í fjár­mála­geir­an­um, og þykir marka tíma­mót af ýmsum ástæð­um.

Í umfjöllun Fin­ancial Times, sem greindi fyrst frá þessum áform­um, kom fram að Amazon hygð­ist nýta sér gögn sem fyr­ir­tækið býr yfir, til að bjóða betri kjör á lánsfé og ná einnig til fyr­ir­tækja - eins og birgja fyrir smá­sölu­fyr­ir­tæki - sem þurfa oft á brú­ar­fjár­mögnun að halda til að ljúka við­skiptum sín­um, t.d. í gegnum Amazon. 

Auglýsing


Í því sam­hengi má taka dæmi af fyr­ir­tæki sem kaupir inn mat­væli fyrir mötu­neyti á Amazon, og getur þá tekið lán í gegnum fyr­ir­tækja­að­gang sinn hjá Amazon, og þannig lokið við­skiptum sín­um. Þannig hjálpar Amazon við­skipta­vinum að ljúka stærri við­skipt­um, en hefð­bundnum ein­stak­lings­við­skipt­um, og nær þannig til stærri við­skipta­vina með því að veita þeim lán.

Ólík nálgun

Nú þegar hafa fyr­ir­tæki eins og Face­book, Amazon, Apple og Alp­habet (Goog­le) fengið heim­ild til að reka banka­starf­semi í Evr­ópu. Þau hafa hins vegar ekki hafið jafn umfangs­mikla fjár­mála­starf­semi og reyndin er í Banda­ríkj­un­um.

Breyt­ingar á reglu­verki í Evr­ópu hafa opnað á að greiðslu­miðlun fær­ist í meira mæli frá bönkum og til ann­arra fyr­ir­tækja á sviði fjár­tækn­i. 

Í Banda­ríkj­unum hefur þró­unin verið önn­ur, enda reglu­verkið í Evr­ópu­sam­band­inu ekki það sama. 

Í Banda­ríkj­unum hafa stærstu bank­arnir í land­inu unnið náið með tækniris­unum og farið inn á neyt­enda­mark­að, t.d. í sam­starfi um útgáfu á greiðslu­kortum og neyt­enda­lánum sem þeim tengj­ast. 

Má þar nefna sam­starf Amazon og JP Morgan Chase, þegar kemur Amazon Prime greiðslu­kort­un­um, og síðan sam­starf Gold­man Sachs og Apple með Apple greiðslu­kort­un­um. 

Í þessu felst skref hjá tækniris­unum til að fara inn á fjár­mála­mark­að, en í sam­starfi við banka. Þetta er meðal ann­ars gert til að tækni­fyr­ir­tækin geti upp­fyllt reglur á fjár­mála­mark­aði þegar kemur að greiðslu­mati í Banda­ríkj­unum (Credit Score System) en aðeins er hægt að veita þeim greiðslu­kort sem stenst það mat. 

Þetta er flók­inn heim­ur, enda eru reglur um greiðslu­mat ekki alltaf sam­bæri­legar milli ríkja innan Banda­ríkja­mark­að­ar. 

Það sem tækni­fyr­ir­tækin hafa fram yfir banka - ekki síst Amazon - eru dýpri gögn um við­skipta­vini, sem hjálpa til við mat á áhættu við t.d. lána­starf­semi.Hvað með alþjóða­mark­aði?

Tækni­fyr­ir­tæki stóru eru að þessu leyti í ein­stakri stöðu til að fara hratt inn á fjár­málmark­aði, og marka sér stöðu þar í gegnum við­skipta­sam­band við fólk um allan heim. Það sem mun ráða því hvað þetta ger­ist hratt, er hvernig reglu­verkið verður mótað á hverju mark­aðs­svæði fyrir sig. 

Til dæmis mun Ísland þurfa að móta sýn á þessi mál, líkt og Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, minnt­ist í lokorðum sín­um, þegar hann lét af emb­ætti. Það getur verið stórt og viða­mikið mál fyrir lítið land eins og Ísland, ef greiðslu­miðlun fær­ist að stóru leyti úr landi - og lána­starf­semi jafn­vel líka, líkt og reyndin gæti orðið í gegnum fyr­ir­tæki eins og Amazon. 

Til­tölu­lega ný staða

Á und­an­förnum ára­tug hafa orðið miklar breyt­ingar á mörk­uð­um, með auknu vægi tækni­fyr­ir­tækja - einkum þeirra stærstu - í dag­legri starf­semi fjöl­margra fyr­ir­tækja. Þetta hefur meðal ann­ars end­ur­spegl­ast í gíf­ur­legri aukn­ingu á mark­aðsvirði þeirra og tekj­um. Sem dæmi er mark­aðsvirði Amazon nú um 13 falt meira en hjá Gold­man Sachs, og lík­legt mun­ur­inn auk­ist enn meira á næstu miss­erum, enda fátt sem bendir til ann­ars en að tæknirisarnir stækki áfram hratt.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar