Innreið tæknirisa á lánamarkað markar tímamót

Hvað gerist ef tæknirisarnir munu fara hratt inn á fjármálamarkað, og marka sér þar yfirburðastöðu?

isa.jpg
Auglýsing

Í vik­unni var til­kynnt um það að Amazon væri að und­ir­búa - í sam­vinnu við Gold­man Sachs - lána­starf­semi til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja. Þetta er stærsta skrefið sem Amazon hefur stigið til þessa, inn á fyr­ir­tækja­markað í fjár­mála­geir­an­um, og þykir marka tíma­mót af ýmsum ástæð­um.

Í umfjöllun Fin­ancial Times, sem greindi fyrst frá þessum áform­um, kom fram að Amazon hygð­ist nýta sér gögn sem fyr­ir­tækið býr yfir, til að bjóða betri kjör á lánsfé og ná einnig til fyr­ir­tækja - eins og birgja fyrir smá­sölu­fyr­ir­tæki - sem þurfa oft á brú­ar­fjár­mögnun að halda til að ljúka við­skiptum sín­um, t.d. í gegnum Amazon. 

Auglýsing


Í því sam­hengi má taka dæmi af fyr­ir­tæki sem kaupir inn mat­væli fyrir mötu­neyti á Amazon, og getur þá tekið lán í gegnum fyr­ir­tækja­að­gang sinn hjá Amazon, og þannig lokið við­skiptum sín­um. Þannig hjálpar Amazon við­skipta­vinum að ljúka stærri við­skipt­um, en hefð­bundnum ein­stak­lings­við­skipt­um, og nær þannig til stærri við­skipta­vina með því að veita þeim lán.

Ólík nálgun

Nú þegar hafa fyr­ir­tæki eins og Face­book, Amazon, Apple og Alp­habet (Goog­le) fengið heim­ild til að reka banka­starf­semi í Evr­ópu. Þau hafa hins vegar ekki hafið jafn umfangs­mikla fjár­mála­starf­semi og reyndin er í Banda­ríkj­un­um.

Breyt­ingar á reglu­verki í Evr­ópu hafa opnað á að greiðslu­miðlun fær­ist í meira mæli frá bönkum og til ann­arra fyr­ir­tækja á sviði fjár­tækn­i. 

Í Banda­ríkj­unum hefur þró­unin verið önn­ur, enda reglu­verkið í Evr­ópu­sam­band­inu ekki það sama. 

Í Banda­ríkj­unum hafa stærstu bank­arnir í land­inu unnið náið með tækniris­unum og farið inn á neyt­enda­mark­að, t.d. í sam­starfi um útgáfu á greiðslu­kortum og neyt­enda­lánum sem þeim tengj­ast. 

Má þar nefna sam­starf Amazon og JP Morgan Chase, þegar kemur Amazon Prime greiðslu­kort­un­um, og síðan sam­starf Gold­man Sachs og Apple með Apple greiðslu­kort­un­um. 

Í þessu felst skref hjá tækniris­unum til að fara inn á fjár­mála­mark­að, en í sam­starfi við banka. Þetta er meðal ann­ars gert til að tækni­fyr­ir­tækin geti upp­fyllt reglur á fjár­mála­mark­aði þegar kemur að greiðslu­mati í Banda­ríkj­unum (Credit Score System) en aðeins er hægt að veita þeim greiðslu­kort sem stenst það mat. 

Þetta er flók­inn heim­ur, enda eru reglur um greiðslu­mat ekki alltaf sam­bæri­legar milli ríkja innan Banda­ríkja­mark­að­ar. 

Það sem tækni­fyr­ir­tækin hafa fram yfir banka - ekki síst Amazon - eru dýpri gögn um við­skipta­vini, sem hjálpa til við mat á áhættu við t.d. lána­starf­semi.Hvað með alþjóða­mark­aði?

Tækni­fyr­ir­tæki stóru eru að þessu leyti í ein­stakri stöðu til að fara hratt inn á fjár­málmark­aði, og marka sér stöðu þar í gegnum við­skipta­sam­band við fólk um allan heim. Það sem mun ráða því hvað þetta ger­ist hratt, er hvernig reglu­verkið verður mótað á hverju mark­aðs­svæði fyrir sig. 

Til dæmis mun Ísland þurfa að móta sýn á þessi mál, líkt og Már Guð­munds­son, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, minnt­ist í lokorðum sín­um, þegar hann lét af emb­ætti. Það getur verið stórt og viða­mikið mál fyrir lítið land eins og Ísland, ef greiðslu­miðlun fær­ist að stóru leyti úr landi - og lána­starf­semi jafn­vel líka, líkt og reyndin gæti orðið í gegnum fyr­ir­tæki eins og Amazon. 

Til­tölu­lega ný staða

Á und­an­förnum ára­tug hafa orðið miklar breyt­ingar á mörk­uð­um, með auknu vægi tækni­fyr­ir­tækja - einkum þeirra stærstu - í dag­legri starf­semi fjöl­margra fyr­ir­tækja. Þetta hefur meðal ann­ars end­ur­spegl­ast í gíf­ur­legri aukn­ingu á mark­aðsvirði þeirra og tekj­um. Sem dæmi er mark­aðsvirði Amazon nú um 13 falt meira en hjá Gold­man Sachs, og lík­legt mun­ur­inn auk­ist enn meira á næstu miss­erum, enda fátt sem bendir til ann­ars en að tæknirisarnir stækki áfram hratt.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar