Mynd: Birgir Þór Harðarson

73,5 milljarða af séreignasparnaði í að borga niður húsnæðislán

Á þeim fimm og hálfu árum sem liðin eru frá því að íslenskum húsnæðisskuldurum, eða þeim sem voru í kauphugleiðingum, var gert kleift að ráðstafa séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til að lækka húsnæðislán hafa þeir notað 73,5 milljarða króna til þess. Af þeirri upphæð komu 26 milljarðar króna frá atvinnurekendum í formi launaviðbótar sem engum býðst nema þeim sem safna séreign.

Um síð­ustu ára­mót höfðu lands­menn nýtt 73,5 millj­arða króna af sér­eign­ar­sparn­aði sínum til að greina niður hús­næð­is­lán eða sem útgreiðslu fyrir íbúð frá því að úrræðin tóku gildi um mitt ár 2014. 

Þar er um að ræða þann hluta sér­eign­ar­sparn­að­ar­ins sem ein­stak­ling­arnir sjálfur hafa greitt til þess og mót­fram­lag launa­greið­enda þeirra. Þetta kemur fram í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

Alls hafa þeir lands­menn sem nýtt hafa sér­eigna­sparnað til að greiða niður lán sín um tæp­lega 42,2 millj­arða króna fram að lokum árs 2019 og nýtt 1,9 millj­arða króna í útgreiðslu fyrir hús­næð­i. 

Auk þess hafa ein­stak­lingar sem geta nýtt sér úrræðið „Fyrsta fast­eign“, sem boðið hefur verið upp á frá árinu 2016,  greitt tæpa tvo millj­arða króna inn á lán og greitt tæp­lega 1,4 millj­arða króna í útgreiðslu fyrir hús­næð­i. Bæði úrræðin eru skatt­frjáls.

Á móti þessum upp­hæð­um, sem eru sann­ar­lega sparn­aður laun­þeg­anna sjálfra, bæt­ist fram­lag vinnu­veit­enda vegna sér­eigna­sparn­að­ar, sem er ekk­ert annað en við­bót­ar­laun til þeirra sem safna slík­um. Alls greiddu atvinnu­rek­endur 26 millj­arða króna á tíma­bil­inu inn á hús­næð­is­lán þeirra sem not­uðu sér­eigna­sparnað sinn til slíks, eða í útgreiðslu á útborgun fyrir hús­næði við kaup. 

Þetta kemur fram í tölum sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið tók saman fyrir Kjarn­ann. 

Hefur ekki náð upp­haf­legu krónu­tölu­mark­miði

Nýt­ing á sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða niður hús­næð­is­lán var upp­haf­lega hluti af hinni svoköll­uðu Leið­rétt­ingu, sem kynnt var til leiks í mars 2014. Upp­haf­lega átti heild­ar­um­fang hennar að vera 150 millj­arðar króna. 

Um 80 millj­arðar króna áttu að vera greiðsla úr rík­is­sjóði inn á höf­uð­stól þess hóps sem hafði verið með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, óháð efna­hag. Á end­anum nam Leið­rétt­inga­greiðslan 72,2 millj­örðum króna. Hún fór að mestu til tekju­hærri og eign­­ar­­meirihópa sam­­fé­lags­ins.

Um 70 millj­arðar króna áttu síðan að koma til vegna þess að lands­mönnum yrði gert kleift að nota sér­eigna­sparnað sinn skatt­frjálst til að borga niður hús­næð­is­lán sín í þrjú ár, frá miðju ári 2014 og fram til 30. júní 2017. 

Í glærukynningu á Leiðréttingunni kom fram að hún ætti að skila 150 milljörðum á þremur árum. Hún hefur enn ekki náð þeirri tölu, fimm og hálfu ári eftir að framkvæmd hennar hófst.
Mynd: Skjáskot

Búið er að fram­lengja nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aður til að greiða inn á hús­næð­is­lán tví­vegis síðan þá, fyrst fram á sum­arið 2019 og svo aft­ur, í tengslum við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna, fram á mitt ár 2021.

Sér­eigna­sparn­að­ar­úr­ræðið eitt og sér, ef frá eru taldir þeir sem nýttu sér Fyrstu fast­eign, hafði í lok síð­asta árs gert lands­mönnum kleift að nota 68 millj­arða króna af sínum eigin sparn­aði til að greiða inn á hús­næð­is­lán­ið. Tveimur og hálfu ári eftir að upp­haf­lega nýt­ing­ar­tíma­bil­inu lauk hafði upp­gefið 70 millj­arða króna mark­mið Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, sem áttu að klár­ast sum­arið 2017, ekki náðst. 

Hús­næð­is­verð hefur hækkað mikið



Hug­myndin á bak við það að heim­ila lands­mönnum að nýta sér­eigna­sparnað sinn með þessu hættir var sú að gefa þeim frek­ari kost á því að stýra betur hvernig sparn­aður þeirra er fjár­fest­ur. Vana­lega er sér­eign­ar­sparn­aði ráð­stafað í fjár­fest­ingar í verð­bréf­um, en með úrræð­inu var hægt að fjár­festa frekar í eigin hús­næð­i. Til að skapa hvata var úrræðið haft skatt­frjál­st, en vana­lega þarf að greiða skatt af sér­eign­ar­sparn­aði við útgreiðslu.



Ómögu­legt er að segja um hvort muni skila betri ávöxtun til lengri tíma fyrir þá sem eiga t.d. nokkra tugi ára í að fara á eft­ir­laun. Ef miðað er upp­hafs­tíma úrræð­is­ins, sem var í júní 2014, og út síð­asta ár þá hefur íbúða­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um tæp­lega 50 pró­sent. Á sama tíma hefur verð­bólga verið lág og vextir á hús­næð­is­lánum lækkað meira en nokkru sinni áður. Lægstu fáan­legu verð­tryggðu vextir í dag eru 1,69 pró­sent og þrír líf­eyr­is­sjóðir bjóða sjóðs­fé­lögum sínum upp á vexti á aðal­láni (60-70 pró­sent af kaup­verði) sem eru undir tveimur pró­sent­u­m. 

Kjarn­inn mun fjalla ítar­lega um nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána í frétta­skýr­inga­röð næstu daga. Á morgun verður fjallað um fjölda þeirra sem nýtt hafa sér úrræð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar