Glæpahundarnir gæta hans

Rasmus Paludan, umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur, vill breyta nafninu á flokki sínum til að geta boðið fram í næstu kosningum. Lögreglan, sem Rasmus kallar glæpahunda, gætir hans allan sólarhringinn, með ærnum tilkostnaði.

Rasmus Paludan.
Rasmus Paludan.
Auglýsing

Árið 2017 stofn­aði Rasmus Palu­dan stjórn­mála­flokk­inn Stram Kurs, Stífa stefnu. Í bæja og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum það ár bauð flokk­ur­inn fram í öllum bæja- og sveit­ar­fé­lögum en fékk lítið fylgi og náði hvergi að fá full­trúa kjör­inn. Rasmus Palu­dan lét þó engan bil­bug á sér finna, sagði fall far­ar­heill. Flokk­ur­inn væri rétt að byrja að fóta sig og ekki myndi líða á löngu uns allir Danir þekktu hann. Það reynd­ust orð að sönnu þótt það hafi kannski ekki orðið með þeim hætti sem flestir bjugg­ust við.

Hver er hann, þessi Rasmus Palu­dan? 

Þótt fæstir Danir hafi kannski kann­ast við Rasmus Palu­dan áður en hann skaust upp á fjöl­miðla­him­in­inn árið 2017 þekkir hvert manns­barn hann í dag. 

Rasmus Palu­dan er fæddur 2. jan­úar 1982. Hann ólst upp í Horn­bæk á Norð­ur- Sjá­landi og lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­anum á Hels­ingja­eyri árið 2000. Að lok­inni her­skyldu hóf hann nám í lög­fræði við Hafn­ar­há­skóla og útskrif­að­ist árið 2008 og fékk rétt­indi sem hér­aðs­dóms­lög­maður árið 2014. Á árunum 2015 -2018 var Rasmus Palu­dan stunda­kenn­ari við lög­fræði­deild Hafn­ar­há­skóla. Á þeim tíma bár­ust yfir­stjórn skól­ans fjöl­margar kvart­anir vegna fram­komu og kennslu­hátta hans.

Auglýsing
Rasmus Palu­dan fékk ungur áhuga á stjórn­mál­um. Átján ára að aldri varð hann félagi í Radikale Ungdom, ung­liða­hreyf­ingu Radikale flokks­ins. Síðar var hann um tíma félagi í Radikale flokknum og einnig í Ven­stre flokkn­um. Í hvor­ugum þess­ara flokka festi Rasmus Palu­dan ræt­ur. Árið 2009 bauð hann sig fram til Evr­ópu­þings­ins fyrir hönd Juni­Bevægel­sen en náði ekki kjöri. Helstu bar­áttu­mál hreyf­ing­ar­innar var að berj­ast gegn síauknum áhrifum Evr­ópu­sam­bands­ins á mál­efni Dan­merk­ur. Juni­Bevægel­sen voru stofnuð árið 1993 og áttu full­trúa á Evr­ópu­þing­inu frá stofnun og fram til árs­ins 2009 en logn­uð­ust þá út af. 

Rasmus Palu­dan var um tíma félagi í sam­tökum sem kennd voru við sænska lista­mann­inn Lars Vilks, og stóðu fyrir umræðu­fundum um þjóð­fé­lags­mál. Á fundi sam­tak­anna í sam­komu­hús­inu Krudttønden á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn 14. febr­úar 2014 hugð­ist vopn­aður mað­ur, Omar El-Hussein ráð­ast inn á fund­ar­stað­inn. Fyrir utan húsið varð Omar El-Hussein manni að bana og flýði síðan af vett­vangi. Um mið­nætti sama dag varð Omar El-Hussein öðrum manni að bana, í mið­borg Kaup­mann­hafn­ar. Sjálfur féll hann svo í skot­bar­daga við lög­reglu. Lars Vilks sam­tökin leyst­ust upp árið 2019 en þá var Rasmus Palu­dan löngu róinn á önnur mið. Hafði haft stutta við­komu í stjórn­mála­flokknum Nye Borgerlige en var rek­inn úr flokknum vegna ummæla sem hann hafði við­haft á fundi sam­tak­anna For Fri­hed. Þar sagði Rasmus Palu­dan í ræðu að í Dan­mörku ríkti borg­ara­styrj­öld vegna inn­rásar frá fram­andi fjend­um, múslim­um. 

Stram Kurs – Stíf stefna 

Eins og áður var nefnt stofn­aði Rasmus Palu­dan nýjan flokk, Stram Kurs, Stífa Stefnu árið 2017. Aðal bar­áttu­mál flokks­ins (sem oft hefur verið kall­aður eins manns flokk­ur) var bar­átta gegn múslimum og að hálfri milljón fólks, sem ekki væri af vest­rænum upp­runa (orða­lag flokks­for­manns­ins) en byggi í Dan­mörku yrði vísað úr landi. Í kosn­ingum til bæja- og sveita­stjórna það sama ár fékk Stíf Stefna engan full­trúa kjör­inn. Ýmsir töldu að þessi nýi flokkur væri þar með úr sög­unni. Það reynd­ist ekki rétt. 

Árið 2018 hélt Rasmus Palu­dan fjölda úti- og mót­mæla­funda, í nafni flokks­ins. Fund­ar­efnið var ætíð hið sama, bar­átta gegn múslim­um. Fram­ferði hans vakti mikla reiði múslima í Dan­mörku, hann kveikti í Kór­an­in­um, hvatti fólk til að spræna á þessa helg­ustu bók múslima, og trampa á henni. Stundum átti Rasmus Palu­dan fótum fjör að launa og lög­regla bann­aði oft á tíðum fundi sem hann hugð­ist halda. Stuðn­ings­menn Stífrar Stefnu birtu á net­inu, td. YouTu­be, mynd­bönd sem sýndu flokks­for­mann­inn flytja ræð­ur, þar sem hann fór mik­inn. Þetta dró athygli að flokknum og þeim sem fylgdu honum að málum fjölg­aði mjög. 

Fyrir kosn­ing­arnar í Dan­mörku árið 2019 fékk Stíf Stefna nægan fjölda með­mæl­enda til að geta boðið fram í þing­kosn­ing­unum sem fram fóru 5. júní. Fyrir kosn­ingar bentu kann­anir til að flokk­ur­inn myndi ná manni á þing, en sú varð þó ekki raun­in.

Með­mæl­enda­svindl og hugs­an­leg nafn­breyt­ing

Fljót­lega að kosn­ingum loknum fóru að heyr­ast raddir um að ekki hefði allt verið með felldu varð­andi með­mæl­enda­lista sem lagður var fram og heim­il­aði Stífri Stefnu að bjóða fram. Nefnd sem hefur eft­ir­lit með und­ir­bún­ingi og fram­kvæmd kosn­inga hefur þetta mál nú til athug­unar og mun til­kynna nið­ur­stöðu sína í lok þessa mán­að­ar. 

Auglýsing
Rasmus Palu­dan er sann­færður um að Stíf Stefna fái ekki að bjóða fram í næstu kosn­ingum og und­ir­býr nú nafn­breyt­ingu á flokkn­um til að geta boðið fram. Flokks­for­mað­ur­inn er jafn­framt viss um að sér verði ekki heim­ilað að vera í for­ystu „nýja“ flokks­ins, ástæða þess eru dómar sem hann hefur hlot­ið, ekki síst brot gegn yfir­völd­um, nánar til­tekið lög­regl­unni. Hann hefur ráð­ist á lög­reglu­menn að störf­um, kallað þá glæpa­hunda, og ýmis­legt þaðan af verra.

Glæpa­hund­arnir gæta hans

Í æviminn­ingum sínum sagði Paul Schluter fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Dana frá því að fyrsta dag­inn í emb­ætti sem for­sæt­is­ráð­herra (árið 1982) mætti bíl­stjór­inn ekki á réttum tíma við heim­ili hans. „Ég tók þá bara strætó eins og ég var van­ur“ sagði Paul Schlut­er. Þetta myndi ekki ger­ast í dag, og þarf ekki for­sæt­is­ráð­herra til.

Sam­kvæmt dönskum lögum ber lög­regl­unni að gæta öryggis stjórn­mála­manna. Hversu mikil sú gæsla skuli vera er metin í hverju til­viki. Í sam­ræmi við þetta gæta nú lög­reglu­þjónar Rasmus Palu­dan og fylgja honum hvert fót­mál, nótt sem nýtan dag. Honum hefur margoft verið hótað líf­láti vegna skoð­ana sinna.

Í októ­ber í fyrra flutti Rasmus Palu­dan til smá­bæj­ar­ins Rød­kærs­bro, smá­bæjar á Mið- Jót­landi. Á dag­vinnu­tíma eru það starfs­menn Leynilög­regl­unn­ar, PET, sem gæta flokks­for­manns­ins en á nótt­unni eru tveir lög­reglu­þjónar frá Mið- og Vestur Jót­landi á vakt við hús­ið. Rød­kærs­bro er ekki bein­línis í þjóð­leið og sú ákvörðun Rasmus Palu­dan að setj­ast þar að kallar því á mikil útgjöld lög­regl­unn­ar.

Danska útvarp­ið, DR, fjall­aði nýlega ítar­lega um kostn­að­inn sem fylgir lög­reglu­vernd nokk­urra stjórn­mála­manna, þar á meðal Rasmus Palu­d­an. Þar kom fram að frá októ­ber í fyrra og til 1. mars í ár nema útgjöld lög­regl­unnar á Mið- og Vestur Jót­landi vegna Rasmus Palu­dan (síðan hann flutti til Rød­kærs­bro) um það 180 þús­und dönskum krónum (3.6 millj­ónum íslenskum). Kostn­aður dönsku Leynilög­regl­unnar vegna gæsl­unnar liggur ekki fyrir en þó er vitað að hann er umtals­vert hærri. Við þetta bæt­ist svo kostn­aður ann­arra lög­reglu­um­dæma þegar Rasmus Palu­dan er að heiman, að sögn frétta­manna DR er það meira en önnur hver nótt. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum DR voru heild­ar­út­gjöld lög­reglu á árinu 2019, vegna gæsl­unnar í kringum Rasmus Palu­dan rúm­lega 100 millj­ónir danskra króna (rúmir 2 millj­arðar íslenskir). 

Rasmus Palu­dan hefur ekki tjáð sig mikið um lög­gæsl­una og kostn­að­inn við hana. Seg­ist bara halda sínu striki, og sofa vel. Þegar hann var spurður hvernig honum lík­aði að hafa lög­regl­una á vappi fyrir utan húsið á nótt­unni svar­aði hann „það er alltaf gott að hafa varð­hunda, hvort sem þeir eru fjór­fættir eða tví­fætt­ir“. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar