Mynd: EPA

Versti dagur á Wall Street síðan á „Svarta mánudaginn“ árið 1987

Þrátt fyrir að bandaríski Seðlabankinn hefði lækkað vexti niður í nánast núll og heitið því að beita öllum sínum mætti til að örva efnahagslífið þá hrundi hlutabréfaverð í Bandaríkjunum í dag. Ný tegund af kreppu er staðreynd og gömlu meðölin virka ekki.

S &P 500 vísi­talan banda­ríska lækk­aði um tólf pró­sent í dag, sem er mesta dag­lega lækkun hennar frá því í októ­ber 1987. Þann dag féll hún um 20 pró­sent og dag­ur­inn hefur alla tíð síðan verið þekktur sem „Svarti mánu­dag­ur­inn“. Lækk­unin í dag því sú mesta sem átt hefur sér stað frá því að útbreiðsla veirunnar sem veldur kór­ónu­veirunni fór að hafa áhrif á gengi mark­aða í Banda­ríkj­unum í síð­asta mán­uð­i. 

Við­skipti voru stöðvuð í 15 mín­útur þegar gengið hafði fallið um sjö pró­sent, líkt og reglur kaup­hall­ar­innar á Wall Street gera ráð fyr­ir. Það var í þriðja sinn á skömmum tíma sem sá var­nagli, sem ætlað er að reyna að hægja á falli mark­aða, virkj­ast. Í þetta sinn hafði stöðv­unin engin áhrif. Virði hluta­bréfa hélt bara áfram að lækka.

Nas­daq vísi­talan, sem er að mestu saman sett af tækni­fyr­ir­tækj­um, lækk­aði um 12,3 pró­sent sem er versti dagur hennar frá upp­hafi. Dow vísi­talan lækk­aði um 12,9 pró­sent. 

Reynt að bregð­ast við en gömlu með­ölin duga ekki

Hrunið á Wall Street átti sér stað þrátt fyrir að banda­ríski Seðla­bank­inn hefði lækkað vexti sína niður í nán­ast núll um helg­ina til að bregð­ast við hríð­versn­andi efna­hags­á­standi og hét því sömu­leiðis að beita öllum mögu­legum vopnum sem hann hefði til að takast á við stöð­una. Grein­ing­ar­að­ilar Í Banda­ríkj­unum telja ber­sýni­legt að venju­legu leið­irnar til að takast á við efna­hags­leg högg, að auka aðgengi að fjár­munum veru­lega, dugi ein­fald­lega ekki til þegar um efna­hags­lega kreppu vegna far­aldar er að ræða. Það sé bein­línis í þágu þess mark­miðs að hefta útbreiðslu veirunnar að valda efna­hags­legum skaða með for­dæma­lausum aðgerð­um, eins og að loka landa­mær­um. Þar sem heilsa og líf sé tekið fram yfir hagnað sé aug­ljóst að eft­ir­spurnin muni ekki lag­ast þótt að neyt­endur og fyr­ir­tæki fái aðgang að auknu fjár­magn­i. 

Þró­unin á Banda­ríkj­unum var ekki eins­dæmi. Mark­aðir féllu um allan heim. Á Íslandi féll úrvals­vísi­talan um 5,33 pró­sent og hefur alls lækkað um 18 pró­sent síð­ast­lið­inn mán­uð. 

Minni fram­leiðni og olíu­verð helm­ing­ast

Sam­kvæmt The New York Times var und­an­fari hruns­ins á Wall Street í dag sá að fréttir bár­ust frá Kína, ann­ars stærsta hag­kerfis í heimi sem er lyk­il­breyta í fram­leiðslu­keðju alþjóða efna­hags­kerf­is­ins, um að verk­smiðju­virkni þar hefði dreg­ist saman um 13,5 pró­sent í síð­asta mán­uði miðað við febr­ú­ar­mánuð í fyrra. Alls dróst fjár­fest­ing í Kína saman um 25 pró­sent í febr­úar 2020, á meðan að landið var meira og minna lamað vegna bar­áttu þess við að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sem nú hefur borið veru­legan árangur þar í landi á sama tíma og hún breið­ist hratt um Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku. Þá bentu fyrstu tölur sem birt­ust um banda­rískt efna­hags­líf í mars til þess að þar væri að eiga sér stað veru­legur sam­drátt­ur.

Heims­mark­aðs­verð á olíu hélt líka áfram að hríð­falla og fór undir 30 dali á tunnu í dag, sem er lægsta verð fyrir síka í meira en fjögur ár. Heims­mark­aðs­verðið á olíu hefur helm­ing­ast það sem af er ári, með til­heyr­andi áhrif á virði olíu­fyr­ir­tækja. Rót þeirrar lækk­unar er tví­þætt, ann­ars vegar mun minni eft­ir­spurn, meðal ann­ars vegna þess að flug­ferðir hafa að mestu verið aflagðar síð­ustu daga, og hins vegar vegna ákvörð­unar Saudí-­Ar­abíu að auka fram­leiðslu sína í stað þess að draga úr henni til að reyna að ná verðum aftur upp.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar