Mynd: EPA

Versti dagur á Wall Street síðan á „Svarta mánudaginn“ árið 1987

Þrátt fyrir að bandaríski Seðlabankinn hefði lækkað vexti niður í nánast núll og heitið því að beita öllum sínum mætti til að örva efnahagslífið þá hrundi hlutabréfaverð í Bandaríkjunum í dag. Ný tegund af kreppu er staðreynd og gömlu meðölin virka ekki.

S &P 500 vísi­talan banda­ríska lækk­aði um tólf pró­sent í dag, sem er mesta dag­lega lækkun hennar frá því í októ­ber 1987. Þann dag féll hún um 20 pró­sent og dag­ur­inn hefur alla tíð síðan verið þekktur sem „Svarti mánu­dag­ur­inn“. Lækk­unin í dag því sú mesta sem átt hefur sér stað frá því að útbreiðsla veirunnar sem veldur kór­ónu­veirunni fór að hafa áhrif á gengi mark­aða í Banda­ríkj­unum í síð­asta mán­uð­i. 

Við­skipti voru stöðvuð í 15 mín­útur þegar gengið hafði fallið um sjö pró­sent, líkt og reglur kaup­hall­ar­innar á Wall Street gera ráð fyr­ir. Það var í þriðja sinn á skömmum tíma sem sá var­nagli, sem ætlað er að reyna að hægja á falli mark­aða, virkj­ast. Í þetta sinn hafði stöðv­unin engin áhrif. Virði hluta­bréfa hélt bara áfram að lækka.

Nas­daq vísi­talan, sem er að mestu saman sett af tækni­fyr­ir­tækj­um, lækk­aði um 12,3 pró­sent sem er versti dagur hennar frá upp­hafi. Dow vísi­talan lækk­aði um 12,9 pró­sent. 

Reynt að bregð­ast við en gömlu með­ölin duga ekki

Hrunið á Wall Street átti sér stað þrátt fyrir að banda­ríski Seðla­bank­inn hefði lækkað vexti sína niður í nán­ast núll um helg­ina til að bregð­ast við hríð­versn­andi efna­hags­á­standi og hét því sömu­leiðis að beita öllum mögu­legum vopnum sem hann hefði til að takast á við stöð­una. Grein­ing­ar­að­ilar Í Banda­ríkj­unum telja ber­sýni­legt að venju­legu leið­irnar til að takast á við efna­hags­leg högg, að auka aðgengi að fjár­munum veru­lega, dugi ein­fald­lega ekki til þegar um efna­hags­lega kreppu vegna far­aldar er að ræða. Það sé bein­línis í þágu þess mark­miðs að hefta útbreiðslu veirunnar að valda efna­hags­legum skaða með for­dæma­lausum aðgerð­um, eins og að loka landa­mær­um. Þar sem heilsa og líf sé tekið fram yfir hagnað sé aug­ljóst að eft­ir­spurnin muni ekki lag­ast þótt að neyt­endur og fyr­ir­tæki fái aðgang að auknu fjár­magn­i. 

Þró­unin á Banda­ríkj­unum var ekki eins­dæmi. Mark­aðir féllu um allan heim. Á Íslandi féll úrvals­vísi­talan um 5,33 pró­sent og hefur alls lækkað um 18 pró­sent síð­ast­lið­inn mán­uð. 

Minni fram­leiðni og olíu­verð helm­ing­ast

Sam­kvæmt The New York Times var und­an­fari hruns­ins á Wall Street í dag sá að fréttir bár­ust frá Kína, ann­ars stærsta hag­kerfis í heimi sem er lyk­il­breyta í fram­leiðslu­keðju alþjóða efna­hags­kerf­is­ins, um að verk­smiðju­virkni þar hefði dreg­ist saman um 13,5 pró­sent í síð­asta mán­uði miðað við febr­ú­ar­mánuð í fyrra. Alls dróst fjár­fest­ing í Kína saman um 25 pró­sent í febr­úar 2020, á meðan að landið var meira og minna lamað vegna bar­áttu þess við að hefta útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar, sem nú hefur borið veru­legan árangur þar í landi á sama tíma og hún breið­ist hratt um Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku. Þá bentu fyrstu tölur sem birt­ust um banda­rískt efna­hags­líf í mars til þess að þar væri að eiga sér stað veru­legur sam­drátt­ur.

Heims­mark­aðs­verð á olíu hélt líka áfram að hríð­falla og fór undir 30 dali á tunnu í dag, sem er lægsta verð fyrir síka í meira en fjögur ár. Heims­mark­aðs­verðið á olíu hefur helm­ing­ast það sem af er ári, með til­heyr­andi áhrif á virði olíu­fyr­ir­tækja. Rót þeirrar lækk­unar er tví­þætt, ann­ars vegar mun minni eft­ir­spurn, meðal ann­ars vegna þess að flug­ferðir hafa að mestu verið aflagðar síð­ustu daga, og hins vegar vegna ákvörð­unar Saudí-­Ar­abíu að auka fram­leiðslu sína í stað þess að draga úr henni til að reyna að ná verðum aftur upp.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar