Mynd: Bára Huld Beck

Ef 20 þúsund fara á hlutabætur þá kostar það 12,8 milljarða

Miklar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpi sem er ætlað að gera fyrirtækjum í vanda kleift að minnka starfshlutfall starfsmanna en gera þeim kleift að sækja hlutabætur í Atvinnuleysistryggingasjóð á móti. Hlutföll hafa verið hækkuð og þeim sem eru með lægstu launin munu halda 100 prósent af tekjum.

Rík­is­stjórnin reiknar með að ef 20 þús­und ein­stak­lingar muni semja um lækkað starfs­hlut­fall við atvinnu­rek­anda sinn, og nýti sér það að fá hluta­bætur úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði á móti mun heild­ar­kostn­aður Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs vegna þessa bráða­birgða­úr­ræðis verða 12,8 millj­arðar króna. Sá heild­ar­kostn­aður er reikn­aður út frá þeim for­sendum að greiðsl­ur hluta­bóta standi yfir frá 15. mars til 1. júní, eða í tvo og hálfan mán­uð. 

þetta kemur fram í kostn­að­ar­mati sem félags­mála­ráðu­neytið hefur sent til vel­ferð­ar­nefndar Alþingis fyrir fund hennar sem fram fer á eftir klukkan 18, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um. 

Á fund­inum stendur til að fjalla um breyt­ingar á frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar um breyt­ingar á lögum um atvinn­u­­leys­is­­trygg­ingar og lögum um Ábyrgð­­ar­­sjóð launa, vegna sér­­stakra aðstæðna á vinn­u­­mark­að­i, sem lagt var fram af Ásmundi Ein­ari Daða­syni, félags- og barna­mála­ráð­herra, og var upp­haf­lega afgreitt úr rík­is­stjórn síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Umtals­verðar breyt­ingar á frum­varp­inu

Frum­varpið mun taka tölu­verðum breyt­ing­um. Sam­kvæmt þeim drögum frum­varps­ins sem Kjarn­inn hefur séð þá eru helstu breyt­ing­arnar þær að starfs­fólk sem er með allt að 700 þús­und krónur í mán­að­ar­laun mun geta fengið allt að 90 pró­sent launa sinna á tíma­bil­inu ann­ars vegar frá vinnu­veit­anda og hins vegar í formi atvinnu­leys­is­bóta. Þeir sem eru með undir 400 þús­und krónur á mán­uði munu fá 100 pró­sent launa sinna. Upp­haf­lega var hlut­fallið sem hægt var að fá greitt 80 pró­sent af launum upp að 650 þús­und krónum á mán­uði og engar sér­stakar ráð­staf­anir gerðar til að verja launa­lægsta hóp­inn. 

Þá hefur sú breyt­ing verið gerð á frum­varp­inu að starfs­maður getur nú að hámarki lækkað í 25 pró­sent starfs­hlut­fall og fengið greiðslur á móti, en áður var það hámarks­hlut­fall 50 pró­sent. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að frum­varpið gæti enn tekið breyt­ingum áður en fundur vel­ferð­ar­nefndar hefst í dag, og ofan­greindar tölur eru settar fram með þeim fyr­ir­vara.

Var harð­lega gagn­rýnt í umsögnum

Upp­haf­lega þegar frum­varpið var lagt fram af Ásmundi Ein­ari fól það í sér að fyr­ir­tæki sem myndi skuld­binda sig til að greiða starfs­fólki 50 til 80 pró­sent launa sinna áfram myndi geta sóst eftir því að það starfs­fólk gæti fengið atvinnu­leys­is­bætur á móti launum frá vinnu­veit­enda. 

ASÍ gagnrýndi frumvarpið nokkuð harðlega í umsögn sinni. Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Mynd: Bára Huld Beck.

Heild­ar­greiðslur áttu aldrei að geta numið hærri fjár­hæð en 80 pró­sentum af með­al­tali launa og ekki meira en 650 þús­und krónur í heild­ina. Frum­varpið var harð­lega gagn­rýnt í umsögnum um það og bentu full­trúar laun­þega meðal ann­ars á að fyrir ein­stak­linga á lægstu laun­unum myndi sú inn­byggða launa­lækkun sem hluta­bæt­urnar fælu í sér skila því að þeir færu úr 317 þús­und krónum fyrir skatta í 254 þús­und krónur á mán­uði. Í umsögn ASÍ sagði: „Þessi hópar geta ekki tekið á sig slíka lækkun tekna.“

Tekið hefur verið til­lit til þess­ara athuga­semda og áður­nefndar breyt­ingar lagðar til á frum­varp­in­u. 

Tím­inn styttur

Í kostn­að­ar­mati félags- og barna­mála­ráðu­neyt­is­ins kemur fram að Vinnu­mála­stofnun áætli að um 23 þús­und manns hafi verið starf­andi í ferða­þjón­ustu­tengdum greinum í febr­ú­ar. Í mat­inu er áætlað að ef 20 þús­und ein­stak­lingar semji um lækkað starfs­hlut­fall við vinnu­veit­anda sinn í tvo og hálfan mán­uð, frá 15. mars til 1. júní, þá muni heild­ar­kostn­aður Atvinnu­trygg­inga­sjóðs nema 12,8 millj­örðum króna. 

Upp­haf­lega átti að vera hægt að sækja um hluta­bætur til 1. júlí og heim­ildir Kjarn­ans herma að kostn­að­ar­mat til þess tíma, út frá sömu for­send­um, væri að slíkt myndi kosa Atvinnu­trygg­inga­sjóð 19 millj­arða króna. 

Því liggur fyrir að tíma­bilið sem þessi ráð­stöfun á að ná til hefur verið stytt um einn mánuð sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi drögum um breyt­ingar á frum­varp­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar