Mynd: Birgir Þór Harðarson

Alþingiskosningar og samfélagsmiðlar: Hverja reyndu flokkarnir að nálgast og hvernig?

Í nýlegu áliti Persónuverndar um samfélagsmiðlanotkun stjórnmálaflokka fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar má lesa ýmislegt forvitnilegt um það hvernig flokkarnir reyndu að ná til fólks með keyptum skilaboðum á samfélagsmiðlum.

Mið­flokk­ur­inn reyndi sér­stak­lega að ná til bæði bænda og lækna með aug­lýs­ingum sínum á net­inu fyrir síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­ar, á meðan Sam­fylk­ingin herj­aði til dæmis á konur í þétt­býli sem sögð­ust hafa áhuga á Evr­ópu­sam­band­inu, lýð­ræði og dýr­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn reyndi að ná til fólks með pólskan upp­runa með því að beina aug­lýs­ingum sér­stak­lega að þeim sem, auk ann­ars, höfðu látið sér lynda við pólska her­inn á Face­book.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýlegu áliti Per­sónu­vernd­ar, sem réð­ist í frum­kvæð­is­at­hugun á því hvernig íslensku stjórn­mála­flokk­arnir hafa notað per­sónu­upp­lýs­ingar til að koma skila­boðum til kjós­enda á sam­fé­lags­miðlum fyrir síð­ustu tvennar Alþing­is­kosn­ing­ar.

Fjallað var um álitið hér á Kjarn­anum í upp­hafi mán­að­ar, en fyrir utan þær efn­is­legu ábend­ingar og nið­ur­stöður sem Per­sónu­vernd setti fram má finna ýmis­legt for­vitni­legt í þeim svörum sem stjórn­mála­flokk­arnir voru krafðir um af hálfu Per­sónu­verndar og Per­sónu­vernd tekur dæmi um. 

Per­sónu­vernd krafði flokk­ana um ansi ítar­leg svör í þess­ari frum­kvæð­is­at­hug­un. Stofn­unin óskaði nefni­lega eftir „tæm­andi taln­ingu á öllum þeim breytum og/eða mark­hópum sem skil­greindir hefðu verið og not­aðir og á því hvernig aug­lýs­ingum eða skila­boðum hefði verið beint að hverjum til­teknum hópi og á hvaða sam­fé­lags­miðli.“

Svör flokk­anna við spurn­ingum Per­sónu­verndar virð­ast hafa verið mis­gagnsæ og mis­ít­ar­leg, en af þeim má ráða að tölu­verður munur er á því hvernig flokk­arnir nálg­ast staf­ræna mark­aðs­setn­ingu, eða öllu heldur nálg­uð­ust, frá haustinu 2015 og fram að kosn­ing­unum í októ­ber 2017. 

Þannig má án efa segja að Flokkur fólks­ins hafi lagt minnsta áherslu á að það, af flokk­unum átta sem eiga sæti á þingi, að reyna að ná til sér­tækra hópa kjós­enda á Face­book. Sam­kvæmt stuttu svari flokks­ins til Per­sónu­verndar keypti hann aug­lýs­ingar á miðl­inum sem beindust til allra á Íslandi, 18 ára og eldri. Sam­tals var um 140 þús­und krónum varið í þær aug­lýs­ing­ar. Aðrir flokkar lögðu meira í að smíða mark­hópa til þess að koma skila­boðum sínum áleið­is.

Per­sónu­vernd spurði flokk­ana út í eft­ir­far­andi:

  1. Hvort net­föng og síma­númer félags­manna hefðu verið notuð til þess að beina skila­boðum eða aug­lýs­ingum til þeirra á sam­fé­lags­miðlum á umræddu tíma­bili.
  2. Hvaða notkun félags­menn við­kom­andi stjórn­mála­sam­taka hefðu sam­þykkt á net­föngum og síma­núm­erum þeirra.
  3. Hvaða sam­fé­lags­miðlar hefðu verið not­aðir og hvaða aðferðir eða leiðir hefðu verið not­aðar til þess að miðla upp­lýs­ingum til kjós­enda á sam­fé­lags­miðl­um.
  4. Hvaða aug­lýs­inga­stofa og/eða grein­ing­ar­að­ila hefði verið leitað til vegna miðl­unar upp­lýs­inga frá við­kom­andi stjórn­mála­sam­tökum á sam­fé­lags­miðl­um, hvernig þjón­usta hefði verið keypt af þeim og hvort gerður hefði verið vinnslu­samn­ingur þar að lút­andi, hefði til­efni verið til þess.
  5. Hvort unnin hefði verið ein­hvers konar mark­hópa­grein­ing í því skyni að miðla upp­lýs­ingum til til­tek­inna hópa á sam­fé­lags­miðlum og hvað hefði falist í henni.
  6. Hvort not­ast hefði verið við svokölluð mark­aðs­torg upp­lýs­inga.
  7. Upp­lýs­ingar um allar breytur og/eða hópa sem skil­greindir hefðu verið og hvernig aug­lýs­ingum eða skila­boðum hefði verið beint að hverjum til­teknum hópi.
  8. Hvort allt það efni sem við­kom­andi stjórn­mála­sam­tök hefðu birt eða aðrir birt fyrir þeirra hönd á sam­fé­lags­miðlum á umræddu tíma­bili hefði borið með sér að hafa stafað frá þeim stjórn­mála­sam­tök­um.

Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sveigði hjá vinstrisinn­uðum net­verjum

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, fjöl­menn­asti stjórn­mála­flokkur lands­ins og sá flokkur sem vafa­lítið er með öfl­ug­ustu og best smurðu kosn­inga­vél­ina, rakti í svari sínu við spurn­ingum Per­sónu­verndar að aug­lýst hefði verið bæði á Face­book og Instagram með því að not­ast við þá mark­hópa sem þar er boðið upp á.

Flokk­ur­inn not­aði þannig hefð­bundnar breytur á borð við ald­ur, búsetu, kyn, fjöl­skyldu­hagi og áhuga­mál, sem flestir not­endur sam­fé­lags­mið­ils­ins gera aðgengi­leg­ar, til þess að koma skila­boðum sínum áleiðis til ákveð­inna mark­hópa. Einnig sagði flokk­ur­inn Per­sónu­vernd frá því að hann hefði notað félaga­tal sitt til þess að búa til lista á Face­book, en notað dulkóðun til þess að miðla ekki upp­lýs­ingum um félaga í flokknum til Face­book á per­sónu­grein­an­legu formi.

Eitt dæmi um mark­hóp, sem sér­stak­lega var reynt að ná til af hálfu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, voru allir 18 ára og eldri í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­víkur með áherslu á þá sem höfðu lýst yfir áhuga á pólska hern­um, pólsku, Face­book-­síð­unni „ég elska Pól­land“, borg­unum Gdansk og Var­sjá og menn­ingu í Pól­landi, auk þeirra sem höfðu búið í Pól­landi sam­kvæmt Face­book.

Þá kom einnig fyrir að flokk­ur­inn úti­lok­aði aug­lýs­ingar sínar frá til­teknum hópum og sér­stak­lega er nefnt sem dæmi að flokk­ur­inn hafi beðið Face­book um að beina aug­lýs­ingum ekki að fólki sem hafði áhuga á „vinstri stjórn­mál­um“ eins og það er orðað í sam­an­tekt Per­sónu­verndar á svörum flokks­ins.

Flokk­ur­inn starf­aði með aug­lýs­inga­stof­unni Jóns­son & Le’Macks í kosn­inga­bar­átt­unum 2016 og 2017 og ann­að­ist aug­lýs­inga­stofan meðal ann­ars það verk­efni að miðla vef­borða­aug­lýs­ingum í gegnum Google og aug­lýs­ingum inn á YouTu­be.

Þá kemur að kostn­að­in­um, en Per­sónu­vernd spurði alla flokk­ana hversu miklum fjár­munum hefði verið varið í kaup á þjón­ustu sam­fé­lags­miðla, aug­lýs­inga­stofa og grein­ing­ar­að­ila á því tíma­bili sem frum­kvæð­is­at­hug­unin laut.

Í svari sínu til Per­sónu­verndar sagð­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn skilja spurn­ingu stofn­un­ar­innar svo að ein­ungis væri óskað eftir upp­lýs­ingum um kostnað vegna notk­unar sam­fé­lags­miðla, en ekki vegna hefð­bund­inna aug­lýs­inga í öðrum miðlum eins og sjón­varpi eða dag­blöð­um. Tekið skal fram að stjórn­mála­flokk­arnir lögðu mis­mun­andi skiln­ing í spurn­ingu Per­sónu­verndar um kostn­að­inn og sumir gáfu upp allan kostnað sinn við aug­lýs­ingar án þess að sund­ur­liðað væri hvað fór hvert. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn svar­aði nokkuð ítar­lega.

Fram kom í svari flokks­ins að hann hefði aug­lýs­inga­stofu sam­tals 4,6 millj­ónir króna vegna efn­is­fram­leiðslu fyrir sam­fé­lags­miðla. Við þetta bæt­ast tæpar 5,4 millj­ónir sem flokk­ur­inn greiddi fyrir birt­ingu aug­lýs­inga á Face­book (og þá líka Instagram, sem er í eigu Face­book), tæpar 900 þús­und krónur sem flokk­ur­inn greiddi Google fyrir vef­borða­aug­lýs­ingar og 620.000 krónur sem flokk­ur­inn greiddi fyrir birt­ingu aug­lýs­inga á YouTu­be. Flokk­ur­inn byrj­aði að kaupa aug­lýs­ingar á YouTube árið 2017, en hafði ekki eytt krónu þar á árunum 2015 og 2016.

Steinþór Rafn Matthíasson

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn varði þannig um 11,5 millj­ónum króna í efn­is­fram­leiðslu og aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðlum á tveggja ára tíma­bili fyrir kosn­ing­arnar 2017. 

Vinstri græn birtu ekki aug­lýs­ingar fyrir fólki sem lét sér líka við Vinstri græn á Face­book

Vinstri græn not­uðu Face­book til þess að smíða mark­hópa sam­kvæmt ýmsum breyt­um. Í svari flokks­ins til Per­sónu­verndar sagði að alls hefði flokk­ur­inn skil­greint 23 hópa sem aug­lýs­ingum var svo beint að, en sér­stak­lega var tekið fram að aug­lýs­ingum Vinstri grænna hafi ekki verið beint að þeim ein­stak­lingum sem höfðu látið sér líka við síðu flokks­ins á Face­book.

Tvö dæmi um mark­hópa Vinstri grænna eru tekin í áliti Per­sónu­vernd­ar. Sá fyrri voru allir 18 ára og eldri í 25 kíló­metra rad­íus frá Sel­fossi og sagður nokkuð dæmi­gerður mark­hóp­ur, en sá síð­ari sem dæmi er nefnt um byggð­ist á ítar­legri breytum en almennt tíðk­uð­ust. Áhuga­mál voru á meðal þess sem not­ast var við í því til­felli og reyndi flokk­ur­inn þannig að ná til fólks sem hafði lýst yfir áhuga á Aust­ur­landi, mennt­un, raf­einda­smá­sjám, vinstri­stefnu og umhverf­is­vernd, svo eitt­hvað sé nefnt.

Miðflokkurinn

Varð­andi kostn­að, þá seg­ist flokk­ur­inn hafa varið alls um 21 milljón í kynn­ing­ar­efni og fram­leiðslu þess fyrir kosn­ing­arnar 2016 og 2017 sam­an­lagt, en ekki er ljóst af því svari hversu mikið fór í að fram­leiða efni sem dreift var á net­inu. Flokk­ur­inn segir þó að tæp­lega sjöhund­ruð þús­und krónur hafi farið í að kaupa aug­lýs­ingar á Face­book.

Einnig er tekið fram í svari flokks­ins að hann hafi verið í við­skiptum við fyr­ir­tækið Medi­aCom og notað það sem milli­lið við fjöl­miðla vegna aug­lýs­inga á vef­síðum fjöl­miðla.

Mið­flokk­ur­inn beindi heil­brigð­is­stefn­unni beint í fang lækna

Mið­flokk­ur­inn hag­nýtti sér augýs­inga­kerfi Face­book til þess að birta aug­lýs­ingar bæði á Face­book og Instagram og seg­ist hafa notað inn­byggðar still­ingar Face­book til að smíða mark­hópana. ­Flokk­ur­inn tekur sér­stak­lega fram að stundum hafi þeir sem lýst höfðu yfir áhuga á Independence Par­ty, Sjálf­stæð­is­flokkn­um, sér­stak­lega verið úti­lok­aðir frá aug­lýs­ingum Mið­flokks­ins. 

Þá tekur flokk­ur­inn fram að aug­lýs­ingum hafi verið beint að þeim sem höfðu látið sér líka við Face­book-­síðu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­manns flokks­ins og þeim ein­stak­lingum „sem líkt­ust þeim“ í þeirri merk­ingu að reynt var að ná til svo­kall­aðra lík­inda­mark­hópa (e. lookalike audi­ences) með þar til gerðri þjón­ustu sem Face­book býður upp á við mark­hópa­gerð.

Í þessu til­felli var þannig sá hópur sem fylgdi Sig­mundi Davíð á Face­book not­aður til þess að finna aðra not­endur á Face­book sem voru ef til vill með sam­bæri­leg áhuga­mál eða lýð­fræði­breyt­ur.

Mið­flokk­ur­inn nýtti sér einnig upp­lýs­ingar um nöfn, búsetu og afmæl­is­dag í kjör­skrá til þess að ná til fólks á Face­book og búa þannig til sinn eigin mark­hóp (e. custom audi­ence) á Face­book. Með þess­ari aðferð beindi flokk­ur­inn aug­lýs­ingum að bændum (fólki með póst­númer í dreif­býli) og fólki yngra en 25 ára. Flokk­ur­inn seg­ist einnig hafa notað list­ann yfir bændur til þess að búa til lík­inda­mark­hópa fólks sem hafði svipuð áhuga­mál og lýð­fræði­breytur og bænd­ur. 

Flokk­ur­inn gefur það einnig upp, í svari sínu til Per­sónu­vernd­ar, að sér­stak­lega hafi verið reynt að ná til heil­brigð­is­starfs­manna með skila­boð sem tengd­ust breyttri stað­setn­ingu Land­spít­ala og öðrum áherslum varð­andi heil­brigð­is­stefnu flokks­ins. Þannig var smíð­aður mark­hópur fólks sem hafði lýst yfir áhuga á lækn­is­fræði á Face­book og starfs­heiti í heil­brigð­is­stétt voru einnig not­uð, svo sem barna-, hjarta-, svæf­ing­ar-, tauga-, lýta- og húð­sjúk­dóma­lækn­ir.

Berglaug Petra

Mið­flokk­ur­inn réði fyr­ir­tækið Innut til þess að afmarka fyrir sig mark­hópana og sjá um birt­ing­ar­á­ætlun aug­lýs­inga og seg­ist hafa varið rúmum 1,3 millj­ónum vegna þjón­ustu sam­fé­lags­miðla, grein­ing­ar­að­ila og aug­lýs­inga­stofa í aðdrag­anda kosn­ing­anna árið 2017, en flokk­ur­inn var stofn­aður skömmu fyrir kosn­ingar það haust­ið.

Sam­fylk­ingin herj­aði á vini þeirra sem fylgja flokknum á Face­book

Sam­fylk­ing sagði Per­sónu­vernd að flokk­ur­inn hefði notað bæði Face­book og Instagram til þess að beina skila­boðum að ákveðnum mark­hóp­um. Eitt dæmi um mark­hóp, sem Sam­fylk­ingin not­að­ist við, voru konur á aldr­inum 25-64 ára, í þétt­býli, sem höfðu látið Face­book vita af áhuga sínum á mann­rétt­ind­um, þró­un­ar­að­stoð, Evr­ópu­sam­band­inu, UNICEF, UN Women, lýð­ræði og dýr­um.

Flokk­ur­inn birti aug­lýs­ingar fyrir fylgj­endum flokks­ins á Face­book og það sem meira er, þá birti flokk­ur­inn aug­lýs­ingar sínar einnig fyrir Face­book-vinum fylgj­enda flokks­ins, auk vina þeirra sem höfðu átt sam­skipti við síðu flokks­ins á Face­book. Þetta var, sam­kvæmt svari flokks­ins, bæði gert með og án frek­ari breyta.

Sam­fylk­ingin tjáði Per­sónu­vernd að flokk­ur­inn hefði notað fyr­ir­tækið Webmom til að setja aug­lýs­ingar á Face­book og beina þeim til hópa sem fyr­ir­tækið taldi eiga við, „byggt á reynslu sinni, þekk­ingu og sam­tölum við flokk­inn.“ Fyr­ir­tækið fékk þannig ekki fyr­ir­mæli um að beina skila­boðum til ákveð­inna hópa eða ein­stak­linga á sam­fé­lags­miðl­um, heldur treysti Sam­fylk­ingin fyr­ir­tæk­inu fyrir því að ná til almenn­ings.

Viðreisn

Sam­fylk­ingin sagði Per­sónu­vernd að flokk­ur­inn hefði varið alls 46.107.939 kr. til kaupa á þjón­ustu sam­fé­lags­miðla, grein­ing­ar­að­ila og aug­lýs­inga­stofa á umræddu tveggja ára tíma­bili, en sund­ur­liðar þann kostnað ekki frek­ar.

Við­reisn reyndi að ná til háskóla­borg­ara og fyr­ir­tækja­eig­enda

Við­reisn sagði Per­sónu­vernd að flokk­ur­inn hefði notað Face­book, Instagram, Google og YouTube til að ná til kjós­enda með aug­lýs­ing­um, stöðu­færsl­um, ljós­myndum og mynd­bönd­um.

Flokk­ur­inn sagð­ist, líkt og flestir aðrir flokk­ar, hafa notað hefð­bundnar breytur eins og kyn, aldur og áhuga­mál til þess að smíða mark­hópa fyrir aug­lýs­ingar á Face­book og þar með einnig á Instagram og Messen­ger, miðlum í eigu Face­book. Við­reisn birti aug­lýs­ingar sér­stak­lega fyrir þeim sem höfðu látið sér líka við flokk­inn á Face­book.

Við­reisn veitti Per­sónu­vernd upp­lýs­ingar um þá mark­hópa sem höfðu verið not­að­ir. Einn ítar­legur mark­hópur er til­tek­inn sem dæmi í áliti Per­sónu­vernd­ar, en í því til­felli þar reyndi Við­reisn að ná til fólks á suð­vest­ur­horn­inu lands­ins, 18 ára og eldri, með sér­staka áherslu á að ná til fólks sem væri í háskóla eða hefði lokið háskóla­námi.

Í mark­hópnum var fólk sem hafði tjáð Face­book að það hefði áhuga á frum­kvöðla­starf­semi og sprota­fyr­ir­tækj­um, auk fyr­ir­tækja­eig­enda, sjálf­stætt starf­andi fólks og fólks sem var með starfs­heiti á borð við fram­kvæmda­stjóri, for­mað­ur, verk­efna­stjóri, fjár­mála­stjóri, for­stjóri og fleiri í þeim dúr.

Við­reisn birti einnig vef­borða í Goog­le-aug­lýs­ing­um, þar á meðal á YouTu­be, fyrir öllum þeim sem bjuggu á Íslandi, voru 18 ára eða eldri og hafa íslensku, ensku eða pólsku að móð­ur­máli.

Við­reisn fékk Hugs­miðj­una til að sníða kynn­ing­ar­á­tak sem byggð­ist á mark­hópa­grein­ingu flokks­ins, en sú var unnin á grund­velli kosn­inga­rann­sóknar Félags­vís­inda­stofn­unar Háskóla Íslands og skoð­ana­kann­ana.

Birgir Þór Harðarson

Flokk­ur­inn seg­ist hafa varið um 6,2 millj­ónum fyrir kaup á þjón­ustu sam­fé­lags­miðla, grein­ing­ar­að­ila og aug­lýs­inga­stof­ana á þessu tveggja ára tíma­bili fyrir kosn­ing­arnar árið 2017, en sund­ur­liðar kostn­að­inn ekki frek­ar.

Fámálir Píratar gátu ein­ungis stað­fest tvær breytur

Svör Pírata við spurn­ingum Per­sónu­verndar virð­ast hafa verið ansi snubb­ótt, sam­kvæmt því sem fram kemur í áliti stofn­un­ar­inn­ar, en flokk­ur­inn sagð­ist hafa notað Face­book til þess að ná til til­tek­ins hóps ein­stak­linga með sniðnum aug­lýs­ing­um.

Píratar sögð­ust ein­ungis geta stað­fest að not­ast hefði verið við tvær breyt­ur, þ.e. stað­setn­ingu (Ís­land) og ald­urs­hópa (18-35 ára og 18 ára og eldri).

Flokk­ur­inn sagði Per­sónu­vernd að hann hefði notað aug­lýs­inga­stof­una Maura og ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tækið Ofvit­ann í kosn­inga­bar­áttu sinni.

Píratar sögð­ust hafa varið alls 30.561.050 kr. í aug­lýs­ingar á umræddu tveggja ára tíma­bili, en tóku fram að undir það falli prent­kostn­að­ur. Flokk­ur­inn sagði Per­sónu­vernd að nán­ari útskýr­ingar á kostn­aði mætti finna í árs­reikn­ingum flokks­ins.

Fram­sókn keyrði net­föng flokks­fé­laga inn á Face­book

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn not­aði Face­book eins og hinir flokk­arnir til þess að koma skila­boðum til kjós­enda, en flokk­ur­inn keyrði einnig net­föng á þriðja þús­und flokks­manna sinna úr félaga­tal­inu og inn á Face­book í aðdrag­anda kosn­ing­anna árið 2017. Aug­lýs­ingum var sér­stak­lega beint til þessa hóps, bæði á Face­book og Instagram.

Tekið skal fram að upp­lýs­ing­arnar úr félaga­tali Fram­sóknar virðast, rétt eins og upp­lýs­ing­arnar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lét Face­book í té, hafa verið dulkóð­aðar áður en þær eru sendar til Face­book, sam­kvæmt því sem fram kemur í áliti Per­sónu­vernd­ar.

Fram­sókn birti aug­lýs­ingar fyrir þeim sem höfðu látið sér lynda við flokk­inn á Face­book og rétt eins og hjá Sam­fylk­ing­unni var aug­lýs­ingum flokks­ins einnig beint til vina þeirra sem fylgdu flokknum á Face­book. ­Sam­kvæmt svari flokks­ins hag­nýtti hann sér ekki, öfugt við flesta aðra flokka, skil­greind áhuga­mál Face­book-not­enda til þess að ná til ein­staka hópa, heldur ein­ungis breytur á borð við stað­setn­ingu, aldur og kyn.

Birgir Þór Harðarson

Flokk­ur­inn sagði Per­sónu­vernd að fyrir kosn­ing­arnar 2017 hefði hann ráð­ist í alls 18 her­ferðir hjá Goog­le, sex á YouTu­be, níu Google dis­pla­y-her­ferðir og þrjár leit­ar­orða­her­ferð­ir. Mark­hóp­arnir þar voru að sögn flokks­ins flokk­aðir niður eftir aldri, kyni og land­svæði og einnig var leit­ast við að ná til hópa fólks eftir áhuga­sviði, til dæmis þeirra sem hafi lýst áhuga á að fylgj­ast með frétta­síð­um, fjár­mál­um, við­skipta­síðum og tækni­mál­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn samdi við sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækið Sahara um að ann­ast Face­book-­síður flokks­ins, bæði aðal­síðu flokks­ins og síður kjör­dæma­sam­band­anna, en sagði umsjón með und­ir­síðum aðild­ar­fé­laga flokks­ins hafa verið í höndum ein­staka flokks­manna. Flokk­ur­inn samdi við aug­lýs­inga­stof­una Hvíta húsið fyrir kosn­ing­arnar 2017 og ann­að­ist aug­lýs­inga­stof­an, sam­kvæmt svari flokks­ins, meðal ann­ars gerð aug­lýs­inga, birt­ing­ar, stefnu­mótun og grein­ingar á skoð­ana­könn­un­um.

Einnig sagð­ist flokk­ur­inn hafa notað mark­hópa­grein­ingu af Zenter og könnun frá MMR til þess að átta sig á því hverjir væru lík­legir til þess að vera mót­tæki­legir fyrir skila­boðum flokks­ins.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sagð­ist hafa varið sam­tals 6.496.198 kr. til kaupa á þjón­ustu sam­fé­lags­miðla og kost­unar á sam­fé­lags­miðlum á því tveggja ára tíma­bili sem Per­sónu­vernd spurði um.

Per­sónu­vernd leggur til end­ur­skoðun kosn­inga­laga með til­liti til notk­unar sam­fé­lags­miðla

Í áliti Per­sónu­verndar er fjallað mjög ítar­lega um notkun per­sónu­upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum í tengslum við kosn­ing­ar, eins og áður hefur verið fjallað um. Stofn­unin finnur sig knúna til að árétta að vinnsla stjórn­mála­sam­taka á við­kvæmum per­sónu­upp­lýs­ingum kjós­enda, svo sem um stjórn­mála­skoð­an­ir, verði að byggj­ast á afdrátt­ar­lausu sam­þykki.

Stofn­unin setti fram nokkrar til­lögur um notkun per­sónu­upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum í tengslum við kosn­ing­ar. Meðal ann­ars að stjórn­mála­sam­tök og önnur hlut­að­eig­andi stjórn­völd vinni að sam­eig­in­legum verk­lags­regl­um, í sam­ráði við Per­sónu­vernd, til að unnt verði að tryggja gagn­sæi við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga á sam­fé­lags­miðlum í tengslum við kosn­ingar í fram­tíð­inni. Þessar verk­lags­reglur verði svo kynntar fyrir starfs­fólki flokk­anna og öllum sem fyrir þá vinna, þar á meðal aug­lýs­inga­stofum og grein­ing­ar­að­il­um.

Þá leggur Per­sónu­vernd einnig til að stofn­unin ráð­ist í sér­stakt kynn­ing­ar­átak, í sam­starfi við dóms­mála­ráðu­neytið og lands­kjör­stjórn, til þess að fræða almenn­ing um þá vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga sem á sér stað á sam­fé­lags­miðlum í tengslum við kosn­ingar og einnig að lög um kosn­ingar til Alþingis verði end­ur­skoðuð í tengslum við mark­aðs­setn­ingu stjórn­mála­flokka, með áherslu á notkun sam­fé­lags­miðla, enda lögin ekki smíðuð á tímum þar sem sam­fé­lags­miðlar voru alltum­lykj­andi eins og þeir eru í dag. 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar