Svindlarar nýta sér óttann

Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Það ástand sem nú ríkir um víða ver­öld á sér ekki hlið­stæðu, að minnsta kosti ekki á síð­ari tím­um. Götur borga og bæja nán­ast auð­ar, flestar versl­anir lok­að­ar, sama gildir um veit­inga­stað­ina. Skærin á rak­ara­stof­unum liggja ónotuð á borð­un­um, fáir í strætó, íþrótta­iðkun liggur víð­ast hvar niðri og skól­arnir meira og minna lok­að­ir. Öllum skipað að halda sig í tveggja metra fjar­lægð frá næsta manni. Það er sem sé allt breytt og eng­inn veit hvenær mann­lífið verður eins og það var áður en bévít­ans veiran lagði undir sig ver­öld­ina.

Í þekktum dæg­ur­laga­texta frá árinu 1969 segir að „fátt sé svo með öllu illt að eigi boði gott“. Þessa dag­ana taka lík­lega fáir undir þetta en þeir sem það gera eru þó til. Sá hóp­ur, sem notar hvert tæki­færi sem gefst til að not­færa sér aðstæð­urnar í eigin þágu, hefur að und­an­förnu látið til sín taka, víða um lönd. Fyrir þennan hóp hefur illt boðað gott.

Evr­ópu­lög­reglan, Europol, sendi fyrir nokkrum dögum frá sér til­kynn­ingu og aðvörun til yfir­valda í öllum löndum Evr­ópu. Þar er varað við svindl­urum og brösk­urum sem reyni eftir megni að not­færa sér aðstæð­urnar til að maka krók­inn.

Auglýsing


Grím­ur, töflur og töfra­drykkir

Europol sagði í til­kynn­ingu sinni að í byrjun þessa mán­aðar hafi starfs­fólk stofn­un­ar­innar í sér­stakri her­ferð, í sam­vinnu við yfir­völd í 90 lönd­um, lagt hald á tugi þús­unda and­lits­grímna, sem sagðar voru henta starfs­fólki sjúkra­húsa og millj­ónir taflna, auk ýmis konar „lyfja“ í vökva­formi. Grím­urn­ar, töfl­urnar og vökva­blönd­urnar áttu það sam­eig­in­legt að vera ómerki­legar eft­ir­lík­ingar sem ekki gátu gert hið minnsta gagn. 

Margir hafa brugðið á það ráð að nota grímur til að verja sig fyrir veirunni. Það er þó ekki talið líklegt til árangurs. Mynd: EPA

Í til­kynn­ing­unni frá Europol kom líka fram að þessi dæmi sem hér voru nefnd væru ein­ungis dropi í svindl­haf­ið. Í áður­nefndri her­ferð fund­ust fleiri en tvö þús­und svindl vef­síður þar sem boðið var upp á alls kyns vör­ur, grímur og hlífð­ar­fatn­að, hand­spritt og sótt­hreinsi­vökva ásamt mörgu öðru, til hjálpar í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni Covid 19. Í öllum til­vikum lofað bót og bættri líð­an, ýmist með góðum ráðum eða lyfjum sem send yrðu heim til kaup­and­ans hið snarasta. Vel að merkja þegar kaup­and­inn hefði borgað fyr­ir­fram, inn á banka­reikn­inga við­kom­andi sölu­að­ila. Í góðri trú borg­uðu margir en fengu hins­vegar aldrei neina send­ingu með póst­in­um. 

Á sumum áður­nefndra vef­síðna var enn­fremur boðið upp á ein­hvers­konar fyr­ir­byggj­andi fjar­með­ferð. Hljómar kannski í margra eyrum fremur ótrú­verð­ugt en á þennan vagn hopp­uðu ótrú­lega margir, að sögn Europol. Til þess eins að kom­ast svo að því að „með­ferð­ar­gjaf­inn“ var til­bún­ingur einn. Í til­kynn­ingu Europol kom fram að margir hefðu greitt háar fjár­hæðir fyrir lyf og lækn­ing­ar, pen­inga sem væru í lang­flestum til­vikum tap­að­ir. 

Veiru­eft­ir­lits­menn



Europol var­aði við fleiru í áður­nefndri til­kynn­ingu. Á und­an­förnum tveimur vikum hefur tals­vert borið á því, víða í Evr­ópu, að menn íklæddir hlífð­ar­bún­ing­um, með and­lits­grímur og gler­augu hafi bankað upp á hjá eldra fólki í borgum og bæj­um. Þeir hafi sagst vera veiru­eft­ir­lits­menn og séu komnir til að kanna hvort smit geti leynst í við­kom­andi íbúð. Gjarna beðið um að íbú­inn eða íbú­arnir bíði úti, eða frammi á gangi meðan smit­leitin standi yfir. Taki stutta stund. 

Alltof margir, segir í til­kynn­ingu Europol, hafi trúað „eft­ir­lits­mönn­un­um“ sem hafi með þessu móti getað rænt og ruplað sak­lausa borg­ara. Líka séu þess dæmi að þeir sem banki upp á, iðu­lega tveir sam­an, seg­ist vera heil­brigð­is­starfs­menn sem séu komnir til að kanna heilsu­farið hjá íbúum húss­ins. Á meðan annar lýsir í augu og eyru, þyk­ist taka púls­inn og spyr spurn­inga, stingur hinn á sig verð­mætum og pen­ing­um. Eftir skamma stund, þegar „heilsu­fars­rann­sókn­inni“ er lokið hverfa þjófarnir á braut. Síðar upp­götvar svo fólk hver til­gangur heim­sókn­ar­innar var. 

Að und­an­förnu hafa yfir­völd í mörgum Evr­ópu­lönd­um, með aug­lýs­ingum í fjöl­miðl­um, varað fólk við að gleypa við gylli­boðum sem aug­lýsa töfra­lausnir í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna. Tals­maður Europol sagð­ist, í við­tali við breskt dag­blað, von­ast til að slíkar aug­lýs­ingar verði til þess að færri láti glepjast.

Við­ur­lög 

Eins og flestum mun kunn­ugt eru nú víða um lönd í gildi strangar regl­ur, í því skyni að hindra útbreiðslu veirunn­ar. Þessar reglur varða í stuttu máli sam­neyti fólks, tveggja metra reglan svo­nefnda, fjölda­tak­mörk í versl­unum o.s.frv. Fram hefur komið að hér á Íslandi hefur almenn­ing­ur, í heild­ina, farið að til­mælum yfir­valda og mjög margir halda sig að mestu heima þessa dag­ana. Rík­is­sak­sókn­ari gaf sl. föstu­dag (27.3) fyr­ir­mæli um við­ur­lög gegn brotum á sótt­varna­lög­um. Þar er kveðið á um upp­hæð sekta og lengd fang­els­is­vistar ef upp­víst verður um brot. Sekt­ar­upp­hæðir eru mis­háar eftir alvar­leika brot­anna. Alvar­leg­ustu brot geta varðað sex ára fang­elsi. 

Á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna síð­ast­lið­inn föstu­dag kom fram að fyr­ir­mæli rík­is­sak­sókn­ara byggi á nor­rænni fyr­ir­mynd. Í norsku sótt­varna­lög­unum er kveðið á um sekt, eða fang­elsi vegna brota á lög­un­um. Fang­els­is­dómur getur orðið allt að fjórum árum.

Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra í Danmörku. Mynd: EPANick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra Dana kynnti fyrir nokkrum dögum nýtt frum­varp um refs­ingar vegna kór­ónu­glæpa, eins og ráð­herr­ann komst að orði. Ráð­herr­ann vill að frum­varpið fái flýti­með­ferði í þing­inu, Fol­ket­in­get, og það verði að lögum á næstu dög­um. Þótt flestir þing­menn hafi lýst sig fylgj­andi hertum við­ur­lögum vegna ástands­ins hafa sumir þeirra lýst efa­semdum um sumt sem fram kemur í frum­varp­in­u. 

Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað tals­vert um þetta nýja frum­varp og Mik­ael Sjöberg for­maður Dönsku dóm­ara­sam­tak­anna fann sig knú­inn til að skrifa dóms­mála­ráð­herr­anum vegna frum­varps­ins. For­mað­ur­inn segir í bréfi sínu að þótt ráð­herr­ann leggi áherslu á skjóta afgreiðslu megi ekki flýta sér um of. Mik­ael Sjöberg vekur athygli á að í frum­varpið vanti refsilág­mark (baga­tel­grænse). 

Þannig væri til dæmis hægt að ákæra mann sem hefði stolið einni flösku af hand­spritti. Ástæða þess að for­maður dóm­ara­sam­tak­anna nefnir þetta sér­stak­lega er að í fylgi­skjölum með frum­varp­inu er hand­sprittið sér­stak­lega nefnt. Kannski vegna þess að tals­vert hefur verið fjallað um þjófn­aði á þessum varn­ingi í dönskum fjöl­miðl­um. For­mað­ur­inn nefnir að vegna ástands­ins í þjóð­fé­lag­inu kæmi dómur í hugs­an­legu hand­spritts­þjófn­að­ar­máli ekki til með að falla  fyrr en seint og um síð­ir. „Og þá verður Covid-19 von­andi löngu úr sög­unn­i.“







Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar