Svindlarar nýta sér óttann

Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Það ástand sem nú ríkir um víða ver­öld á sér ekki hlið­stæðu, að minnsta kosti ekki á síð­ari tím­um. Götur borga og bæja nán­ast auð­ar, flestar versl­anir lok­að­ar, sama gildir um veit­inga­stað­ina. Skærin á rak­ara­stof­unum liggja ónotuð á borð­un­um, fáir í strætó, íþrótta­iðkun liggur víð­ast hvar niðri og skól­arnir meira og minna lok­að­ir. Öllum skipað að halda sig í tveggja metra fjar­lægð frá næsta manni. Það er sem sé allt breytt og eng­inn veit hvenær mann­lífið verður eins og það var áður en bévít­ans veiran lagði undir sig ver­öld­ina.

Í þekktum dæg­ur­laga­texta frá árinu 1969 segir að „fátt sé svo með öllu illt að eigi boði gott“. Þessa dag­ana taka lík­lega fáir undir þetta en þeir sem það gera eru þó til. Sá hóp­ur, sem notar hvert tæki­færi sem gefst til að not­færa sér aðstæð­urnar í eigin þágu, hefur að und­an­förnu látið til sín taka, víða um lönd. Fyrir þennan hóp hefur illt boðað gott.

Evr­ópu­lög­reglan, Europol, sendi fyrir nokkrum dögum frá sér til­kynn­ingu og aðvörun til yfir­valda í öllum löndum Evr­ópu. Þar er varað við svindl­urum og brösk­urum sem reyni eftir megni að not­færa sér aðstæð­urnar til að maka krók­inn.

Auglýsing


Grím­ur, töflur og töfra­drykkir

Europol sagði í til­kynn­ingu sinni að í byrjun þessa mán­aðar hafi starfs­fólk stofn­un­ar­innar í sér­stakri her­ferð, í sam­vinnu við yfir­völd í 90 lönd­um, lagt hald á tugi þús­unda and­lits­grímna, sem sagðar voru henta starfs­fólki sjúkra­húsa og millj­ónir taflna, auk ýmis konar „lyfja“ í vökva­formi. Grím­urn­ar, töfl­urnar og vökva­blönd­urnar áttu það sam­eig­in­legt að vera ómerki­legar eft­ir­lík­ingar sem ekki gátu gert hið minnsta gagn. 

Margir hafa brugðið á það ráð að nota grímur til að verja sig fyrir veirunni. Það er þó ekki talið líklegt til árangurs. Mynd: EPA

Í til­kynn­ing­unni frá Europol kom líka fram að þessi dæmi sem hér voru nefnd væru ein­ungis dropi í svindl­haf­ið. Í áður­nefndri her­ferð fund­ust fleiri en tvö þús­und svindl vef­síður þar sem boðið var upp á alls kyns vör­ur, grímur og hlífð­ar­fatn­að, hand­spritt og sótt­hreinsi­vökva ásamt mörgu öðru, til hjálpar í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni Covid 19. Í öllum til­vikum lofað bót og bættri líð­an, ýmist með góðum ráðum eða lyfjum sem send yrðu heim til kaup­and­ans hið snarasta. Vel að merkja þegar kaup­and­inn hefði borgað fyr­ir­fram, inn á banka­reikn­inga við­kom­andi sölu­að­ila. Í góðri trú borg­uðu margir en fengu hins­vegar aldrei neina send­ingu með póst­in­um. 

Á sumum áður­nefndra vef­síðna var enn­fremur boðið upp á ein­hvers­konar fyr­ir­byggj­andi fjar­með­ferð. Hljómar kannski í margra eyrum fremur ótrú­verð­ugt en á þennan vagn hopp­uðu ótrú­lega margir, að sögn Europol. Til þess eins að kom­ast svo að því að „með­ferð­ar­gjaf­inn“ var til­bún­ingur einn. Í til­kynn­ingu Europol kom fram að margir hefðu greitt háar fjár­hæðir fyrir lyf og lækn­ing­ar, pen­inga sem væru í lang­flestum til­vikum tap­að­ir. 

Veiru­eft­ir­lits­mennEuropol var­aði við fleiru í áður­nefndri til­kynn­ingu. Á und­an­förnum tveimur vikum hefur tals­vert borið á því, víða í Evr­ópu, að menn íklæddir hlífð­ar­bún­ing­um, með and­lits­grímur og gler­augu hafi bankað upp á hjá eldra fólki í borgum og bæj­um. Þeir hafi sagst vera veiru­eft­ir­lits­menn og séu komnir til að kanna hvort smit geti leynst í við­kom­andi íbúð. Gjarna beðið um að íbú­inn eða íbú­arnir bíði úti, eða frammi á gangi meðan smit­leitin standi yfir. Taki stutta stund. 

Alltof margir, segir í til­kynn­ingu Europol, hafi trúað „eft­ir­lits­mönn­un­um“ sem hafi með þessu móti getað rænt og ruplað sak­lausa borg­ara. Líka séu þess dæmi að þeir sem banki upp á, iðu­lega tveir sam­an, seg­ist vera heil­brigð­is­starfs­menn sem séu komnir til að kanna heilsu­farið hjá íbúum húss­ins. Á meðan annar lýsir í augu og eyru, þyk­ist taka púls­inn og spyr spurn­inga, stingur hinn á sig verð­mætum og pen­ing­um. Eftir skamma stund, þegar „heilsu­fars­rann­sókn­inni“ er lokið hverfa þjófarnir á braut. Síðar upp­götvar svo fólk hver til­gangur heim­sókn­ar­innar var. 

Að und­an­förnu hafa yfir­völd í mörgum Evr­ópu­lönd­um, með aug­lýs­ingum í fjöl­miðl­um, varað fólk við að gleypa við gylli­boðum sem aug­lýsa töfra­lausnir í bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna. Tals­maður Europol sagð­ist, í við­tali við breskt dag­blað, von­ast til að slíkar aug­lýs­ingar verði til þess að færri láti glepjast.

Við­ur­lög 

Eins og flestum mun kunn­ugt eru nú víða um lönd í gildi strangar regl­ur, í því skyni að hindra útbreiðslu veirunn­ar. Þessar reglur varða í stuttu máli sam­neyti fólks, tveggja metra reglan svo­nefnda, fjölda­tak­mörk í versl­unum o.s.frv. Fram hefur komið að hér á Íslandi hefur almenn­ing­ur, í heild­ina, farið að til­mælum yfir­valda og mjög margir halda sig að mestu heima þessa dag­ana. Rík­is­sak­sókn­ari gaf sl. föstu­dag (27.3) fyr­ir­mæli um við­ur­lög gegn brotum á sótt­varna­lög­um. Þar er kveðið á um upp­hæð sekta og lengd fang­els­is­vistar ef upp­víst verður um brot. Sekt­ar­upp­hæðir eru mis­háar eftir alvar­leika brot­anna. Alvar­leg­ustu brot geta varðað sex ára fang­elsi. 

Á upp­lýs­inga­fundi Almanna­varna síð­ast­lið­inn föstu­dag kom fram að fyr­ir­mæli rík­is­sak­sókn­ara byggi á nor­rænni fyr­ir­mynd. Í norsku sótt­varna­lög­unum er kveðið á um sekt, eða fang­elsi vegna brota á lög­un­um. Fang­els­is­dómur getur orðið allt að fjórum árum.

Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra í Danmörku. Mynd: EPANick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra Dana kynnti fyrir nokkrum dögum nýtt frum­varp um refs­ingar vegna kór­ónu­glæpa, eins og ráð­herr­ann komst að orði. Ráð­herr­ann vill að frum­varpið fái flýti­með­ferði í þing­inu, Fol­ket­in­get, og það verði að lögum á næstu dög­um. Þótt flestir þing­menn hafi lýst sig fylgj­andi hertum við­ur­lögum vegna ástands­ins hafa sumir þeirra lýst efa­semdum um sumt sem fram kemur í frum­varp­in­u. 

Danskir fjöl­miðlar hafa fjallað tals­vert um þetta nýja frum­varp og Mik­ael Sjöberg for­maður Dönsku dóm­ara­sam­tak­anna fann sig knú­inn til að skrifa dóms­mála­ráð­herr­anum vegna frum­varps­ins. For­mað­ur­inn segir í bréfi sínu að þótt ráð­herr­ann leggi áherslu á skjóta afgreiðslu megi ekki flýta sér um of. Mik­ael Sjöberg vekur athygli á að í frum­varpið vanti refsilág­mark (baga­tel­grænse). 

Þannig væri til dæmis hægt að ákæra mann sem hefði stolið einni flösku af hand­spritti. Ástæða þess að for­maður dóm­ara­sam­tak­anna nefnir þetta sér­stak­lega er að í fylgi­skjölum með frum­varp­inu er hand­sprittið sér­stak­lega nefnt. Kannski vegna þess að tals­vert hefur verið fjallað um þjófn­aði á þessum varn­ingi í dönskum fjöl­miðl­um. For­mað­ur­inn nefnir að vegna ástands­ins í þjóð­fé­lag­inu kæmi dómur í hugs­an­legu hand­spritts­þjófn­að­ar­máli ekki til með að falla  fyrr en seint og um síð­ir. „Og þá verður Covid-19 von­andi löngu úr sög­unn­i.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar