Mynd: Bára Huld Beck Blaðamannafundur – Aðgerðir vegna COVID-19 þann 21. mars 2020
Mynd: Bára Huld Beck

Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi. Þeir eru enn átta prósentustigum frá því sem þeir fengu samanlagt upp úr kjörkassanum 2017.

Rík­is­stjórn hefur aldrei áður bætt við sig jafn miklum stuðn­ingi milli mán­aða og sú sem nú sit­ur, frá því að Gallup hóf að mæla stuðn­ing við rík­is­stjórnin sér­stak­lega um miðjan síð­asta ára­tug. Stökkið milli mán­aða er 11,2 pró­sentu­stig. 

Það sem gerð­ist á þessum eina mán­uði sem leið milli kann­ana Gallup, sem birt­ust ann­ars vegar 29. febr­úar og 30. mars hins veg­ar, er veiran sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um.

Skyndi­lega var hinn hefð­bundni póli­tíski veru­leiki, og það dæg­ur­þras sem fylgir hans áhersl­um, aflagð­ur. Allt fór að snú­ast um tvennt: ann­ars vegar bar­átt­una við þá heil­brigð­isvá sem veiran hefur valdið og hins vegar efna­hags­legar afleið­ingar þess stríðs sem stendur yfir, sem hefur meðal ann­ars lokað öllum helstu útflutn­ings­mörk­uðum Íslands um ófyr­ir­séðan tíma og stöðvað með öllu komu ferða­manna til lands­ins. 

Tekið var ákvörðun um það 19. mars síð­ast­lið­inn að Alþingi myndi ein­ungis fjalla um mál tengd COVID-19 í 32 daga. Með því var fyrri starfs­á­ætlun tekin úr sam­band­i. 

Flest málin hafa snú­ist um efna­hags­að­gerð­ir. Þar ber að nefnda svo­kall­aðar hluta­bætur fyrir starfs­fólk fyr­ir­tækja sem hafa ekki lengur efni á að borga þeim, greiðslur launa til þeirra sem eru í sótt­kví, hinn svo­kall­aða band­orm laga­breyt­inga vegna efna­hags­að­gerða sem gripið verður til vegna ástands­ins og fjár­auka­lög til að fjár­magna þær aðgerð­ir. 

Stukku upp um átta pró­sentu­stig eftir fjöl­miðla­lögin

Á þeim tólf árum, frá 1995 til 2007, sem rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sat að völd­um, lengst af undir for­sæti Dav­íðs Odds­sonar en síðan Hall­dórs Ásgríms­sonar og Geirs H. Haar­de, mæld­ist stuðn­ingur við hann lægstur 38 pró­sent í júlí 2004. Þá hafði Ólafur Ragnar Gríms­­son, þáver­andi for­­seti Íslands, nýverið hafnað því að stað­­festa umdeild fjöl­miðla­lög sem Alþingi hafði sam­­þykkt, og sam­­fé­lagið lék á reið­i­­skjálfi. Það var í fyrsta sem for­seti neit­aði að stað­festa lög sem sam­þykkt höfðu verið á Alþing­i. 

Rík­is­stjórnin var þó fljót að ná sér og í næsta mán­uði á eftir hafði stuðn­ing­ur­inn við hana auk­ist um átta pró­sentu­stig. Það tók hana hins vegar tvo mán­uði að ná þeim kipp sem núver­andi rík­is­stjórn er að upp­lifa. 

Góð­ær­is­stjórnin sem lifði ekki af hrunið

Rík­­is­­stjórn Geirs H. Haar­de, sem sam­an­stóð af Sjálf­­stæð­is­­flokki og Sam­­fylk­ingu, tók við völdum vorið 2007. Vin­­sældir þeirrar rík­­is­­stjórnar voru for­­dæma­­lausar og í fyrstu mæl­ingu eftir að hún var mynduð sögð­ust 83 pró­­sent lands­­manna styðja hana. 

Auglýsing

Síðan kom hrunið og sá stuðn­­ingur féll eins og steinn. Sam­­kvæmt Gallup var stuðn­­ing­­ur­inn kom­inn niður í 26 pró­­sent í jan­úar 2009, þegar rík­­is­­stjórnin hrökkl­að­ist frá völdum í kjöl­far fjölda­­mót­­mæla. 

Sú rík­is­stjórn náði því aldrei á líf­tíma sínum að bæta við sig meira en tveimur pró­sentu­stigum milli kann­ana. 

Ices­ave botn­inn

Rík­­is­­stjórn Jóhönnu Sig­­urð­­ar­dóttur tók við völdum 1. febr­­úar 2009 sem minn­i­hluta­­stjórn Sam­­fylk­ingar og Vinstri grænna, varin af Fram­­sókn­­ar­­flokkn­­um. Rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­unum gekk vel í kosn­­ing­unum 2009, fengu hreinan meiri­hluta saman og héldu áfram að starfa sam­­an. Þegar rík­­is­­stjórn Jóhönnu tók við völdum studdu 65 pró­­sent lands­manna hana.

Hún varð fljót­­lega afar óvin­­sæl og þar spil­aði eitt mál stærri rullu en nokkur önn­­ur, Ices­a­ve. Í októ­ber 2010 stóð bar­áttan um það má sem hæst. Og þá fór stuðn­­ingur við rík­­is­­stjórn­­ina niður í 30 pró­sent hjá Gallup. Hún náði að bæta við sig sex pró­sentu­stigum í stuðn­ingi í nóv­em­ber það ár sem reynd­ist á end­anum stærsta ein­staka stuðn­ings­stökk sem hún tók. 

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon leiddu ríkisstjórnina sem tók við völdum á Íslandi eftir bankahrunið.
Mynd:EPA

Botn­inum var þó ekki enn náð hjá Jóhönnu­stjórn­inni. Í mars 2012 studdu ein­ungis 28,4 pró­sent lands­manna hana og þegar hún fékk sína síð­ustu mæl­ingu, áður en stjórnin missti völdin í kosn­ing­unum 2013, mæld­ist stuðn­­ingur við hana 34 pró­sent.

Wintris og Panama­skjölin

Við tók rík­­is­­stjórn Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, sem í voru Sjálf­­stæð­is­­flokkur og Fram­­sókn. Í upp­­hafi var stuðn­­ingur við hana 62,4 pró­­sent. Það tók þá rík­­is­­stjórn tvö ár að fara fyrir neðan 31 pró­­sent í stuðn­­ings­­mæl­ingum Gallup. Í kjöl­farið náði hún mesta stökki sem rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs upp­lifði nokkru sinni þegar stuðn­ingur við hana jókst um 5,1 pró­sentu­stig milli mán­aða. 

Sum­arið 2016 kom svo Wintris-­­máls­ins og öll hin Panama­skjöl­in, sem varð til þess að Sig­­mundur Davíð sagði af sér.

Stærstu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram í kjölfar opinberunnar á Panamaskjölunum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson
Rík­­is­­stjórn flokk­anna tveggja hélt nokkurn vegin sjó í stuðn­ingi eftir að Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son tók við sem for­­sæt­is­ráð­herra, en hann sat sem slíkur fram að kosn­ing­unum í októ­ber 2016. Stuðn­­ingur við rík­is­­­stjórn Fram­­sókn­­ar­­flokks og Sjálf­­stæð­is­­flokks end­aði í 37,3 pró­­sent hjá Gallup.

Óvin­sælasta og skamm­lífasta stjórnin

Eftir langt og strangt til­raun­ar­ferli til að mynda rík­is­stjórn varð loks úr að Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Við­reisn og Björt fram­tíð mynd­uðu stjórn sem tók við völdum 11. jan­úar 2017. Hún var með minni­hluta atkvæða á bak­við sig, eða 46,7 pró­sent, og ein­ungis eins manns meiri­hluta. Hún var líka afar óvin­sæl frá byrjun og eina rík­is­stjórnin sem hefur hafið starfs­tíma sinn með minna stuðn­ing minna en helm­ings lands­manna (43,6 pró­sent) frá því að Gallup hóf slíkar mæl­ing­ar. 

Auglýsing
Sá litli stuðn­ingur reynd­ist líka vera hápunkt­ur­inn í stuðn­ingi við rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, sem náði mest að bæta við sig rúmu pró­sentu­stigi milli kann­ana. Um miðjan sept­em­ber 2017 sprakk sú rík­is­stjórn vegna upp­reist æru-­máls­ins. Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar varð fyrir vikið skamm­lífasta sam­steypu­stjórn lýð­veld­is­sög­unnar og boðað var til nýrra kosn­inga í októ­ber það ár. 

Óvenju­leg stjórn sem hægt og rólega tap­aði stuðn­ing­i...þar til nú

Úr þeim spratt hin óvenju­lega rík­is­stjórn Katrín Jak­obs­dótt­ur, sem sam­anstendur af þremur flokkum frá vinstri, yfir miðj­una og til hægri í hinu hefð­bundna póli­tíska lit­rófi. Flokk­arnir þrír, Vinstri græn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eiga það þó sam­eig­in­legt að vera allir með nokkuð sterka íhalds­taug og vilja ekki hrófla mikið við lyk­il­kerfum í íslensku sam­fé­lagi sem styr hefur staðið um, svo sem sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­kerf­un­um.

Rík­is­stjórnin naut gríð­ar­legs stuðn­ings í byrjun eftir að hún var mynd­uð, en í des­em­ber 2017 sögð­ust 74,1 pró­sent lands­manna styðja hana. Sú sam­staða var hins vegar skamm­vinn og ári síð­ar, í jóla­mán­uð­inum 2018 var stuðn­ing­ur­inn kom­inn niður í 44,8 pró­sent í könn­unum Gallup. Tæp­lega 30 pró­sentu­stig af stuðn­ingi höfðu horfið á einu ári. Eina rík­is­stjórnin sem hefur tapað meira fylgi en það á einu ári var rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, sem missti 46 pró­sentu­stig milli nóv­em­ber 2007 og sama mán­aðar 2008. Í milli­tíð­inni gerð­ist vita­skuld banka­hrun­ið.

Í byrjun þessa árs var stuðn­ingur við rík­is­stjórn Katrínar enn þannig að minni­hluta lands­manna, eða 46,5 pró­sent, studdi hana. Síðan skeði útbreiðsla veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum og allt breyt­ist á svip­stundu.

Rík­is­stjórnin hefur notið góðs af þess­ari stöðu. Ef miðað er við þró­un­ina milli könn­unar Gallup sem birt var í lok febr­ú­ar, og seinni könn­unar fyr­ir­tæk­is­ins sem miðar við 30. mars, þá hefur stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina auk­ist um 11,2 pró­sentu­stig og mælist nú 59,4 pró­sent. Allir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir bæta líka við sig fylgi, sam­an­lagt fjórum pró­sentu­stig­um. Sam­an­lagt er fylgi þeirra nú 44,9 pró­sent. Allir flokk­arnir þrír eru þó enn að mæl­ast undir kjör­fylgi, en sam­an­lagt fengu þeir 52,9 pró­sent þá. Því myndu rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir fá átta pró­sentu­stigum minna ef kosið yrði í dag en þegar síð­ast var talið upp úr kjör­köss­un­um.

Óvissa um næstu kosn­ingar

Ekki er alveg ljóst hvenær kosið verður næst, að öðru leyti en að þær kosn­ingar fara fram á næsta ári. Síð­ustu tvær kosn­ingar hafa farið fram í októ­ber en sögu­lega er hefðin sú að kjósa að vori svo ný rík­is­stjórn geti lagt fram fjár­laga­frum­varp að haust­i. 

Auglýsing

Deildar mein­ingar hafa verið um það á meðal stjórn­mála­flokk­anna hvenær það ætti að kjósa á næst. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir vilja allir kjósa að vori og ekk­ert afger­andi hefur heyrst frá Vinstri grænum né Fram­sókn­ar­flokknum um hvar vilji þeirra stand­i. 

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var hins vegar nokkuð afdrátt­ar­laus um að hann vilji að kosið verði að hausti í við­tali við Silfrið í febr­úar síð­ast­liðn­um, áður en að COVID-19 far­ald­ur­inn skall af fullum þunga á Ísland. „Ef ég á að segja hug minn allan þá segi ég; það kostar blóð, svita og tár að kom­­ast til valda. Af  hverju í ó­sköp­unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en að lög segja til­ um?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar