Mynd: EPA

Eignir lífeyrissjóða lækkuðu um 87,5 milljarða á einum mánuði en stóra höggið er eftir

Eignasafn íslenska lífeyrissjóðakerfið mun taka á sig mikið högg vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem nú ríða yfir heiminn. Eignir þess hafa einungis tvívegis dregist saman um fleiri krónur á einum mánuði en í febrúar: í desember 2018 og í október 2008. Stóra höggið á þó eftir að koma fram. Það raungerðist í mars.

Eignir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna lækk­uðu um 87,5 millj­arða króna í febr­úar og voru 4.919 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýjum tölum um efna­hag líf­eyr­is­sjóða sem Seðla­banki Íslands birti í morg­un.

Eignir kerf­is­ins fóru yfir fimm þús­und millj­arða króna í jan­úar 2020. Inn­lendu eignir sjóð­anna dróg­ust saman um tæpa 30 millj­arða króna í febr­ú­ar­mán­uði en erlendu eign­irnar um tæp­lega 58 millj­arða króna þrátt fyrir að krónan hafi veikst skarpt það sem af er ári. 

Vert er að benda á að á annan tug millj­arða króna er greitt inn í líf­eyr­is­sjóða­kerfið í formi iðgjalda í hverjum mán­uði. Því er tapið milli mán­aða, að þeim með­töld­um, yfir 100 millj­arðar króna. 

Þetta er í fyrsta sinn síðan í des­em­ber 2018 sem að eignir kerf­is­ins drag­ast saman milli mán­aða. Þá ­lækk­uðu eign­irnar um 100 millj­arða króna en juk­ust svo aftur um 145 millj­arða króna í næsta mán­uði á eft­ir. Þar var því um mjög tíma­bundna nið­ur­sveiflu að ræða. Því er ekki að skipta nú. 

Eina skiptið fyrir utan það sem eign­irnar hafa lækkað meira í krónum talið en þær gerðu í febr­úar 2020 var í októ­ber 2008, þegar íslenska banka­kerfið hrund­i. Þá töp­uðu líf­eyr­is­sjóð­irnir 209 millj­örðum króna á einum mán­uð­i. 

Auglýsing



Það verður þó að taka inn í dæmið að heild­ar­eignir þeirra fyrir hrunið voru 1.868 millj­arðar króna og því var hlut­falls­lega áfallið þá mun meira en það er nú. Í febr­úar 2020 lækk­uðu eignir íslensku líf­eyr­is­sjóð­anna um 1,7 pró­sent en í hrun­mán­uð­inum 2008 lækk­uðu þær um rúm­lega ell­efu pró­sent. 

Í nóv­em­ber 2008 hækk­uðu eign­irnar svo aftur um 73 millj­arða króna og hluti af tap­inu náð­ist því til baka, aðal­lega með geng­is­fall­i.  

Stóra höggið eftir

Ljóst er að stærsti hluti þess höggs sem líf­eyr­is­sjóð­irnir munu þurfa að taka á eigna­safn sitt vegna áhrifa af útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum eiga eftir að koma fram, enda hófst hið eig­in­lega hrun á mörk­uðum 20. febr­úar og raun­gerð­ust að mestu í mars. Í þeim mán­uði lækk­aði til að mynda úrvals­vísi­tala íslensku kaup­hall­ar­inn­ar, sem er saman sett úr gengi þeirra tíu félaga á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði sem eru með mestan selj­an­leika, um 9,6 pró­sent. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eiga, beint eða óbeint í gegnum fjár­fest­ing­ar­sjóði, í sam­ein­ingu nálægt helm­ingi allra skráðra hluta­bréfa á Íslandi.

Hluta­bréfa­mark­aðar út um allan heim hafa líka hríð­fallið síð­ast­lið­inn mánuð og ljóst að áhrifin á erlenda eigna­safnið hjá líf­eyr­is­sjóð­unum verður líka veru­legt, þótt að hröð lækkun á gengi íslensku krón­unnar mildi það högg nokk­uð. Banda­ríska DOW-­vísi­ta­talan hefur til að mynda átt sinn versta árs­fjórð­ung frá upp­hafi, en félögin sem mynda hana féllu um 23,2 pró­sent í verði á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. Þá átti S&P 500-­vísi­talan sinn versta árs­fjórð­ung sínar í lok árs 2008. Mars­mán­uður stóð þar upp úr.

FTSE-­vísi­talan breska átti sinn versta árs­fjórð­ung frá árinu 1987 og þann næst versta frá upp­hafi. 

Beðnir um að fara ekki út með pen­inga

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa stór­aukið fjár­fest­ingar sínar utan Íslands frá því að fjár­magns­höft­um, sem sett voru síðla árs 2008, var lyft að mestu vorið 2017. 

Óform­legt sam­komu­lag er í gildi um að líf­eyr­is­sjóð­irnir haldi að sér höndum í gjald­eyr­is­kaupum næstu þrjá mán­uði hið minnsta. Það var gert eftir að for­maður stjórnar Land­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, fund­aði með Ásgeiri Jóns­syni seðla­banka­stjóra 17. mars síð­ast­lið­inn­i. 

Auglýsing

Í til­kynn­ingu sem send var út í kjöl­far þess að þetta óform­lega sam­komu­lag, sem er ekki bind­andi heldur sett fram í formi hvatn­ing­ar, stóð að að mik­ill við­­skipta­af­­gangur síð­­­ustu ára hafi gefið líf­eyr­is­­sjóðum lands­ins svig­­rúm til þess að fjár­­­festa erlendis og ná fram áhætt­u­dreif­ingu í eigna­safni sínu. „Í ljósi þess að útflutn­ings­­tekjur lands­ins munu fyr­ir­­sjá­an­­lega drag­­ast saman tíma­bundið telja Lands­­sam­tök líf­eyr­is­­sjóða það eðli­­legt að líf­eyr­is­­sjóðir standi ekki að gjald­eyr­is­­kaupum á næstu mán­uð­­um. Sjóð­irnir eru í eigu almenn­ings og því mik­il­vægt að þeir sýni ríka sam­­fé­lags­­lega ábyrgð þegar kemur til fjár­­­fest­inga og við­bragða í okkar sam­­fé­lagi á óvissu­­tím­­um.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar