Mynd: Bára Huld Beck

Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum

Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.

Enn sem komið er þá hefur Seðla­banki Íslands ein­ungis hvatt við­skipta­bank­anna til að „sýna þá sam­fé­lags­legu ábyrgð á þessum sér­stöku tímum að nýta ekki það svig­rúm sem aflétt­ing sveiflu­jöfn­un­ar­aukans skapar til þess að greiða út arð.“

Telji Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands þó, byggt á gögnum eða upp­lýs­ingum sem það styðst við, að líkur séu á að banki upp­fylli ekki ákvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki, svo sem um eig­in­fjár- eða lausa­fjár­hlut­fall, getur það gripið til vald­heim­ilda sam­kvæmt lög­um. „Á meðal þeirra vald­heim­ilda er bann við arð- og vaxta­greiðslum til hlut­hafa og fjár­festa og tak­mörkun á kaupaukum við hlut­fall af hreinum hagn­að­i.“

Þá þarf fjár­mála­fyr­ir­tæki, eins og banki, alltaf að fá fyrir fram sam­þykki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins Seðla­bank­ans fyrir end­ur­kaupum á eigin hlutum og lækkun hluta­fjár  og hefur Fjár­mála­eft­ir­litið tals­vert svig­rúm við mat á veit­ingu slíks sam­þykk­is.

Auglýsing

Þetta kemur fram í svörum Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þær aðgerðir sem bank­inn getur gripið í til að hindra að við­skipta­bankar nýti nýfengið svig­rúm, sem er til­komið vegna þess að ýmsar hömlur á eig­infé hafa verið los­að­ar, til að greiða hlut­höfum sínum arð. 

350 millj­arða svig­rúm

Á skömmum tíma hefur bindi­skylda verið lækkun niður í núll og sveiflu­jöfn­un­ar­auki sem lagð­ist á eigið fé bank­anna afnum­in. Aflétt­ing kröfu um ­sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka á að auð­velda banka­­kerf­inu að styðja við heim­il­i og fyr­ir­tæki með því að skapa svig­­rúm til nýrra útlána sem nemur að öðru óbreyttu allt að 350 millj­­örðum króna, eða um 12,5 pró­­sent af núver­andi útlána­safn­i. 

Það er þó ekk­ert sem segir til um að það svig­rúm sem skap­ist verði ekki nýtt til ann­arra verka, eins og að greið­ast út til hlut­hafa. 

Ríkisstjórnin kynnti efnahagspakka sinn 21. mars síðastliðinn. Bönkum er ætlað stórt hlutverk í þeirri baráttu sem framundan er.
Mynd: Bára Huld Beck

Í yfir­lýs­ingu frá fjár­mála­stöð­ug­leika­nefnd Seðla­banka Íslands, sem tók ákvörðun um að auka svig­rúmið með því að afnema sveiflu­jöfn­un­ar­aukann, sem birt var 18. mars brýndi nefndin fyrir fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum að þau taki til­lit til þeirrar miklu óvissu sem uppi er í þjóð­­ar­­bú­­skapnum við á­kvörðun um útgreiðslu arðs og end­­ur­­kaup á eigin hluta­bréfum á kom­andi mis­s­er­­um. „Nefndin ætl­­­ast til þess að það svig­­rúm sem lækk­­un ­sveiflu­­jöfn­un­­ar­aukans skapar verði notað til að styðja við heim­ili og ­fyr­ir­tæki. Fylgst verður vel með við­brögðum banka­­kerf­is­ins, stöð­u heim­ila og fyr­ir­tækja, og þeim fjár­­­mála­­legu skil­yrðum sem þeim eru ­búin á næstu mis­s­er­­um. Nefndin er reið­u­­búin að beita þeim tækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varð­veita fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika hér á land­i.“

Í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar, af fundi sem fór fram dag­inn áður eða 17. mars, kemur fram að nefnd­ar­menn hennar hefðu verið „sam­mála um að afar mik­il­vægt væri að fjár­mála­fyr­ir­tækin nýttu ekki svig­rúmið sem við þetta skap­að­ist til arð­greiðslna.”

Áform um arð­greiðslur enn í gildi

Sama dag og pen­inga­stefnu­nefnd fund­aði, þann 17. mars síð­ast­lið­inn, fór aðal­fundur Arion banka fram. Arion er eini stóru við­skipta­bank­anna þriggja sem er í einka­eigu. Á aðal­fund­inum var sam­þykkt að fresta tíu millj­arða króna arð­greiðslu til hlut­hafa um tvo mán­uði, eða fram í miðjan maí. Auk þess var heim­ild stjórnar til að kaupa allt að tíu pró­­sent af hlutafé bank­ans end­­ur­nýj­uð. Miðað við mark­aðsvirði Arion banka í dag myndi það  þýða að tæp­lega tíu millj­­arða króna greiðslu til eig­enda bank­ans. 

Þremur dögum síð­ar, 20. mars, var sent bréf til Banka­sýslu rík­is­ins, sem fer með eign­ar­hald rík­is­ins í Íslands­banka og Lands­bank­an­um, fyrir hönd Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Þar var farið fram á að hún myndi horfa fram hjá kröfum um ávöxtun og arð­greiðslur á árinu 2020 og að þeim skila­boðum yrði komið áfram til stjórna fjár­mála­fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins.

Bjarni var að segja rík­is­bönk­unum tveimur að í ljósi þeirra aðstæðna sem komnar eru upp vegna COVID-19 heims­far­ald­urs­ins þá ættu þeir ekki að greiða út arð. 

Auglýsing

Arion banki hefur enn sem komið er ekki end­ur­skoðað sín áform um að greiða út arð í maí. Í til­kynn­ingu sem bank­inn sendi til Kaup­hallar Íslands 27. mars síð­ast­lið­inn, vegna aðgerða sem hann hefur gripið til vegna COVID-19, kemur þvert á móti fram að eig­in­fjár- og lausa­fjár­staða bank­ans sé mjög sterk án þess að til­lit sé tekið til „fyr­ir­sjá­an­legrar arð­greiðslu að fjár­hæð 10 millj­arða króna“. Þar sagði enn fremur að auk ákvörð­unar um að fresta arð­greiðslu í tvo mán­uði myndi bank­inn „ekki fara í frek­ari kaup á eigin bréfum fyrr en óvissa vegna heims­far­ald­urs­ins hefur minnk­að.“ 

Höfðað til sam­fé­lags­legrar ábyrgðar

Í svari Seðla­banka Íslands við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er bent á að aðal­fundur Arion banka hafi verið hald­inn áður en að Seðla­bank­inn birti sínar yfir­lýs­ingar og hvatti til þess að arð­greiðslur yrðu ekki greidd­ar. Hann var hald­inn einum degi áður en þær yfir­lýs­ingar voru birt­ar. „Að­stæður hafa verið að breyt­ast og skýr­ast. Seðla­bank­inn treystir því að til­laga um arð­greiðslu verði afgreidd í sam­ræmi við þær óskir sem bank­inn hefur sett fram. Hér á landi sem ann­ars staðar í Evr­ópu hefur verið höfðað til sam­fé­lags­legrar ábyrgðar fjár­mála­fyr­ir­tækja,“ segir í svari Seðla­bank­ans.

Að því sögðu taldi Seðla­bank­inn þó einnig vert að benda á að ef Fjár­mála­eft­ir­lit hans teldi, byggt á gögnum eða upp­lýs­ingum sem það styðst við, að líkur væru á að fjár­mála­fyr­ir­tæki upp­fyllti ekki ákvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki, svo sem um eig­in­fjár- eða lausa­fjár­hlut­fall, geti það gripið til vald­heim­ilda sam­kvæmt lög­um. „Á meðal þeirra vald­heim­ilda er bann við arð- og vaxta­greiðslum til hlut­hafa og fjár­festa og tak­mörkun á kaupaukum við hlut­fall af hreinum hagn­aði. Þá þarf fjár­mála­fyr­ir­tæki ávallt fyr­ir­fram­sam­þykki Fjár­mála­eft­ir­lits­ins Seðla­bank­ans fyrir end­ur­kaupum á eigin hlutum og lækkun hluta­fjár  og hefur Fjár­mála­eft­ir­litið tals­vert svig­rúm við mat á veit­ingu slíks sam­þykk­is.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar