Mynd: 123rf.com

Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra aldrei verið hærri

Á einum mánuði hefur líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensínlítra lækkað um meira en 60 prósent. Sú lækkun, sem er tilkomin vegna hruns á olíuverði á heimsmarkaði, hefur ekki skilað sér til íslenskra neytenda, enda bensínverð nánast það sama nú og það var um miðjan mars. Hlutur íslensku olíufélaganna í hverjum seldum lítra er hins vegar 78 prósent hærri en hún var í mars.

Á einum mán­uði hefur lík­leg­t inn­kaupa­verð ol­íu­fé­laga á bens­ín­lítra lækkað um meira en 60 pró­sent. Sú lækk­un, sem er til­komin vegna hruns á olíu­verði á heims­mark­aði, hefur ekki skilað sér til íslenskra neyt­enda, enda bens­ín­verð nán­ast það sama nú og það var um miðjan mars. Hlutur íslensku olíu­fé­lag­anna í hverjum seldum lítra er hins vegar 78 pró­sent hærri en hún var í mars.

Inn­kaupa­verð á olíu er lægra en það hefur nokkru sinni verið og hlutur íslensku olíu­fé­laga í hverjum seldum lítra hér­lendis hefur aldrei verið hærri en hann er nú um stund­ir. Um miðjan síð­asta mánuð kost­aði einn lítri af bens­íni á Íslandi 209,8 krónur og af honum fóru 18,52 pró­sent til olíu­fé­lag­anna. Nú, eftir að heims­mark­aðs­verð á olíu hefur hrunið um tugi pró­senta á nokkrum vik­um, hefur við­mið­un­ar­verð á bens­íni hér­lendis nán­ast staðið í stað. Það er 208,9 krónur sem er ein­ungis 0,4 pró­sent lægra verð en var um miðjan mars. Hlutur olíu­fé­lag­anna í hverjum seldum lítra er hins vegar nú 32,96 pró­sent, eða 78 pró­sent hærri en hann var um miðjan mar­s. 

Þetta má sjá í nýj­ustu Bens­ín­vakt Kjarn­ans sem unnin er í sam­vinnu við Bens­ín­verð.is og var birt í dag.

Auglýsing

Bens­ín­vakt Kjarn­ans reiknar út lík­­­­­­­legt inn­­­­­­­kaups­verð á bens­íni út frá verði á lítra til afhend­ingar í New York í upp­­­­hafi hvers mán­aðar frá banda­rísku orku­­­­stofn­un­inni EIA og mið­gengi Banda­ríkja­dals gagn­vart íslenskri krónu í yfir­­­­stand­andi mán­uði frá Seðla­­­­banka Íslands.

Í þessum útreikn­ingum kann að skeika nokkru á hverjum tíma­­­­punkti vegna lag­er­­­­stöðu eða skamm­­­­tíma­­­­sveiflna á mark­aði. Nákvæmara væri að miða við verð á bens­íni til afhend­ingar í Rott­er­dam, en verð­­­­upp­­­­lýs­ingar þaðan liggja ekki fyrir á opnum gagna­veit­­­­um. Mis­­­­munur á verði í New York og Rott­er­dam er þó yfir­­­­­­­leitt mjög lít­ill.

Hrun á heims­mark­aði

Sam­kvæmt nýj­ustu útreikn­ingum hefur lík­legt inn­kaupa­verð á hvern lítra af bens­íni lækkað um tæp­lega 61 pró­sent milli mars og apr­íl. Það er nú 19,92 krónur á lítra en var 50,65 krónur á lítra í mars­mán­uð­i. 

Ástæðan fyrir þessum miklu lækkum eru tví­þætt­ar. Sú fyrri er miklu minni eft­ir­spurn, meðal ann­ars vegna þess að flug­ferðir hafa að mestu verið aflagð­ar. Raunar er um að ræða mesta sam­drátt í eft­ir­spurn á olíu sem átt hefur sér stað, nokkru sinni.

Viðmiðunarverð á bensíni hérlendis stendur nánast í stað milli mánaða þrátt fyrir að líklegt innkaupaverð hafi hríðfallið.
Mynd: Bensínvakt Kjarnans.

Hin ástæðan er ákvörðun Sádí-­Ar­ab­íu, stærsta olíu­fram­leið­anda í heimi, mars­mán­aðar að stór­auka fram­leiðslu sína í stað þess að draga úr henni til að reyna að ná verðum aftur upp. Þetta gerður Sádar til að meðal ann­ars vegna þess að ekki náð­ist sam­komu­lag við Rússa um að þeir myndu tak­marka olíu­fram­leiðslu sína. 

Sam­komu­lag náð­ist milli helstu olíu­fram­leiðslu­ríkja heims um að draga úr fram­leiðslu um síð­ustu helgi en það virð­ist ekki hafa dugað til að hífa heims­mark­aðs­verðið upp á ný, enda fram­leiðslan enn langt umfram eft­ir­spurn.

Á móti hefur íslenska krónan veikst um 3,11 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal síð­ast­lið­inn mánuð og alls um 17,65 pró­sent á árinu. Það gengi hefur umtals­verð áhrif á þróun elds­­neyt­is­verðs hér­­­lendis þar sem að inn­­­kaup á elds­­neyti fara fram í döl­u­m. 

Þrátt fyrir þessa miklu lækkun á heims­mark­aði þá hefur bens­ín­verð hér­lendis svo gott sem staðið í stað milli mán­aða. Við­mið­un­ar­verð á bens­íni sam­kvæmt Bens­ín­vakt Kjarn­ans fer úr 209,8 krónum á lítra í 208,9 krónur á lítra. Hlut­deild olíu­fé­lag­anna í hverjum seldum lítra fer úr því að vera 18,52 pró­sent í mars í að vera 32,96 pró­sent í apr­íl. Hún hefur aldrei verið hærra en lægst fór hún í tæp­lega ell­efu pró­sent í júní 2009. 

Hér má sjá hvernig hver seldur bensínlítri skiptist á milli ríkisins (gulu svæðin), innkaupaverðs (dökkbláa svæðið) og olíufélaganna (ljósbláa svæðið).
Mynd: Bensínvakt Kjarnans.

Við­mið­un­ar­verðið er fengið frá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu Seið ehf. sem meðal ann­ars heldur úti síð­unni Bens­ín­verð.is og fylgst hefur með bens­ín­verði á flestum bens­ín­stöðum lands­ins dag­lega síðan 2007. Miðað er við næst­lægstu verð­tölu í yfir­lit­inu til að forð­ast að ein­hverju leyti áhrif tíma­bund­innar verð­sam­keppni á allra lægsta verð. Við­mið­un­ar­verðið er þó með lægstu verðum og sýnir þar með lægri hlut olíu­fé­lags­ins en reikna má með að raunin sé með­al­talið af öllu seldu bens­íni á land­inu.

Auglýsing

Hlutur olíu­fé­lags­ er reikn­aður sem afgangs­stærð þegar búið er að draga frá hlut­deild rík­is­ins í hverjum seldum bens­ín­lítra og lík­leg­t inn­kaup­verð á honum frá reikn­uðu við­mið­un­ar­verði, enda hald­góðar upp­lýs­ingar um ein­staka kostn­að­ar­liði olíu­fé­lag­anna ekki opin­ber­ar. 

Hlutur rík­­­is­ins í hverjum lítra 57,5 pró­­­sent

Íslenska ríkið tekur til sín stóran hluta af hverjum seldum lítra af bens­íni. Þannig fór 21,11 pró­­­­sent af verði hans um miðjan apríl í sér­­­­stakt bens­ín­gjald, 13,09 pró­­­­sent í almennt bens­ín­­­­gjald og 3,93 pró­­­­sent í kolefn­is­­­­gjald. Þá er ótalið að 19,35 pró­­­­sent sölu­verðs er virð­is­auka­skatt­­­­ur.

Sam­an­lagt fór því 120,12 krónur af hverjum seldum lítra til rík­­­­is­ins, eða 57,5 pró­­­­sent. Hæstur fór hlutur rík­­­­is­ins í 60,26 pró­­­­sent í júlí 2017.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar