Þegar drottningin ræskti sig

Að ræskja sig hefur sjaldnast annan tilgang en að hreinsa kverkaskít. Þegar Margrét Þórhildur Danadrottning ræskti sig á fundi með forsætisráðherra Dana árið 1993 var tilgangurinn þó annar og hafði afdrifaríkar afleiðingar í dönskum stjórnmálum.

Margrét Þórhildur Danadrottning.
Margrét Þórhildur Danadrottning.
Auglýsing

Eins og flestum er lík­lega kunn­ugt átti Mar­grét Þór­hildur Dana­drottn­ing merk­is­af­mæli sl. fimmtu­dag, 16. apr­íl. Varð átt­ræð. Öll hátíða­höld sem ráð­gerð höfðu verið víða í Dan­mörku, af þessu til­efni, voru blásin af vegna kór­ónu­veirunnar sem nú herjar á heims­byggð­ina. Sjón­varps­stöðv­arn­ar, DR og TV2 voru báðar með fjöl­breytta dag­skrá bróð­ur­part­inn úr afmæl­is­deg­inum þar sem rifjað var upp fjöl­margt úr ævi drottn­ing­ar­innar og fjöl­skyld­unnar á Amali­en­borg, í máli og mynd­um. Þar er af nógu að taka enda hefur drottn­ingin og fjöl­skylda hennar verið vin­sælt umfjöll­un­ar­efni fjöl­miðla um ára­tuga­skeið. 

Þótt margir lýstu von­brigðum með að við­burðir vegna tíma­mót­anna féllu niður nefndu ýmsir sem rætt var við í blöðum og ljós­vaka­miðlum að það gæf­ist brátt annað tæki­færi til að sam­gleðj­ast drottn­ing­unni. 15. jan­úar árið 2022 verða nefni­lega liðin fimm­tíu ár síðan Mar­grét Þór­hildur varð þjóð­höfð­ingi Dan­merk­ur. Sér­stök laga­breyt­ing sem gerð var árið 1953 heim­il­aði að hún yrði þjóð­höfð­ingi að föður henn­ar, Frið­rik IX, gengn­um. Hefði sú breyt­ing ekki verið lög­fest hefði Knút­ur, yngri bróðir Frið­riks föður Mar­grétar Þór­hild­ar, tekið við krún­unn­i. 

Breytt hlut­verk þjóð­höfð­ingj­ans 

Mar­grét Þór­hildur var tæp­lega 32 ára þegar faðir hennar lést. Hún var að miklu leyti óskrifað blað þótt danska þjóðin þekkti auð­vitað vel til henn­ar. Hún hafði fimm árum fyrr gifst Frakk­anum Hen­rik, sem eftir gift­ing­una fékk tit­il­inn prins. Þau eign­uð­ust tvo syni, krón­prins­inn Frið­rik, fæddan 1968, og ári síðar Jóakim.

Í tíð Frið­riks IX (1899 – 1972) föður Mar­grétar Þór­hild­ar, breytt­ist hlut­verk þjóð­höfð­ingj­ans mik­ið. Afskipti kon­ungs af stjórn­málum urðu langtum minni en áður hafði tíðkast, stjórn rík­is­ins var ekki lengur í hans hönd­um. Danskir sagn­fræð­ingar hafa gjarna orðað það svo að þjóð­höfð­ing­inn væri eins konar örygg­is­vent­ill en jafn­framt sam­ein­ing­ar­tákn þjóð­ar­inn­ar, hvað sem póli­tík­inni lið­i. 

Auglýsing
Friðrik IX var vel lið­inn af þegnum sín­um. Hann hafði alla tíð mik­inn áhuga á sjó­mennsku, gegndi her­þjón­ustu í flot­anum og þar eign­að­ist hann vini til lífs­tíð­ar. Þótti alla tíð alþýð­legur og gerði ekki manna­mun. Keðjureykti, og bölv­aði af minnsta til­efni „svo manni þótti nóg um“ sagði drottn­ingin í við­tali í danska sjón­varp­inu, DR, fyrir nokkrum árum.

Ingiríður drottn­ing (1910 – 2000) móðir Mar­grétar Þór­hildar naut mik­illar virð­ingar og vin­sælda meðal Dana. Það kom í hennar hlut að breyta mörgum alda­gömlum siðum hirð­ar­innar og færa þá til nútíma­legra horfs. Ingiríður var dóttir Gúst­afs IV Adolfs Svía­kon­ungs (1882 – 1973) og fyrri eig­in­konu hans Mar­grétar af Conn­aught (1882 – 1920) og þekkti því vel til hirð­lífs­ins. 

Viku­legir fundir með for­sæt­is­ráð­herra

Þótt Mar­grét Þór­hildur hafi ekki bein afskipti af stjórn­málum hefur hún alla tíð fylgst vel með. Einu sinni í viku kemur for­sæt­is­ráð­herr­ann á fund hennar á Amali­en­borg þar sem „farið er yfir mál­in“ eins og sumir þeirra níu sem gegnt hafa emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra í tíð Mar­grétar Þór­hildar hafa kom­ist að orði. Hvað fram fer á þessum fundum er „tveggja tal“ sagði Mette Frederik­sen nýlega í við­tali. Þegar kosn­ingar nálg­ast leitar for­sæt­is­ráð­herra sam­þykkis þjóð­höfð­ingj­ans varð­andi þing­rof og kjör­dag. Að kosn­ingum loknum ræða for­menn flokka, sem fengið hafa full­trúa kjörna, við drottn­ing­una (kallað dronn­inger­unde) um hverjum skuli falin stjórn­ar­mynd­un. Þetta er svipað fyr­ir­komu­lag og hér á Ísland­i. 

Í Dan­mörku er kjör­tíma­bilið fjögur ár, en sú staða getur komið upp að stjórnin „spring­ur“ og þá getur for­sæt­is­ráð­herra óskað eftir því, við drottn­ingu, að þing verði rofið og boðað til kosn­inga. Svo getur það gerst að for­sæt­is­ráð­herra gangi á fund drottn­ingar og biðj­ist lausnar en leggi jafn­framt til að ekki verði boðað til kosn­inga. 

Tamíla­mál­ið  

Einn mesti skandall (skanda­le) danskrar stjórn­mála­sögu, að minnsta kosti á síð­ari tím­um, er hið svo­kall­aða Tamíla­mál. 

Árið 1986 komu um það bil 3 þús­und Tamílar til Dan­merkur frá Sri Lanka. Þeir voru að flýja átök í heima­land­inu. Lögum um útlend­inga hafði tveimur árum fyrr verið breytt í Dan­mörku og í kjöl­farið fjölg­aði flótta­fólki sem leit­aði til Dan­merk­ur. Á þessum tíma var við völd í Dan­mörku fjög­urra flokka stjórn (Firkløver­reger­in­gen) undir for­ystu Poul Schlüter for­manns Íhalds­flokks­ins. Poul Schlüter.

Miklar umræður urðu á þessum tíma í danska þing­inu, Fol­ket­in­get, um hverjir teld­ust flótta­menn og hverjir ekki. Sum­arið 1987 und­ir­rit­uðu stríð­andi öfl á Sri Lanka frið­ar­sam­komu­lag (hið fyrsta af nokkrum) og í kjöl­far þess hóf danski dóms­mála­ráð­herrann, Erik Ninn-Han­sen, und­ir­bún­ing þess að senda Tamíl­ana til baka til Sri Lanka. Sem lið í þess­ari áætlun kom dóms­mála­ráðu­neytið í veg fyrir að Tamíl­arnir fengju dval­ar­leyfi og afgreiddu þess vegna ekki  beiðnir þeirra um fjöl­skyldu­sam­ein­ingu. Þing­kosn­ingar fóru fram í sept­em­ber 1987 en stjórn Schlüter sat áfram, og Erik Ninn-Han­sen var áfram dóms­mála­ráð­herra. Ekki hafði enn verið tekin ákvörðun um heim­send­ingu Tamíl­anna og þess vegna áttu þeir rétt á, og ítrek­uðu, fyrri beiðni um fjöl­skyldu­sam­ein­ingu.

Dóms­mála­ráð­herr­ann Erik Ninn-Han­sen skip­aði emb­ætt­is­mönnum sín­um, með leynd, að stöðva afgreiðslu þess­arar beiðn­i. 

Schlüter reynir að bjarga í horn 

Eftir að Danska flótta­manna­hjálpin hafði spurst fyr­ir, og eftir kvart­anir frá nokkrum úr hópi Tamíl­anna, ákvað Hans Gammeltoft-Han­sen, nýskip­aður Umboðs­maður þings­ins, að skoða mál­ið. Það var árið 1988. Í árs­byrjun 1989 hillti undir að skýrsla umboðs­manns yrði til­búin og for­sæt­is­ráð­herr­ann hafði grun um að hún yrði ekki neinn skemmti­lestur fyrir dóms­mála­ráða­herr­ann Erik Ninn-Han­sen. 10. jan­úar 1989 til­kynnti Poul Schlüter að Erik Ninn-Han­sen myndi hætta sem dóms­mála­ráð­herra en yrði for­seti þings­ins. Í lok mars kom svo skýrsla umboðs­manns, og hún var áfell­is­dómur yfir Erik Ninn-Han­sen. 

Miklar umræður urðu í þing­inu og fjöl­miðlar fjöll­uðum vart um annað dögum sam­an. 25. apríl 1989 flutti Poul Schlüter ræðu í þing­inu, þar sem hann sagði að dóms­mála­ráð­herr­ann og rík­is­stjórnin bæru ábyrgð á Tamíla­mál­inu, málið væri upp­lýst og reyndi að full­vissa þing­menn um að í Tamíla­mál­inu hefði engu verið leynt. Ræða þessi hefur æ síðan verið kölluð Gólf­tepp­a­ræðan vegna orða­vals for­sæt­is­ráð­herr­ans „der er ikke fejet noget ind under gul­vtæpp­et“. Þing­menn sættu sig ekki við þessi mála­lok og í októ­ber 1989 sam­þykkti þingið að svipta Erik Ninn-Han­sen for­seta­stólnum í þing­in­u. 

Nokkru síðar var sýndur í sjón­varp­inu þáttur um emb­ætt­is­færslur Erik Ninn-Han­sen og í kjöl­farið sam­þykkti meiri­hluti þing­manna að fram skyldi fara rann­sókn á störfum hans. Þess má geta að þing­kosn­ingar fóru fram í Dan­mörku 1988 og líka árið 1990. Stjórn Poul Schlüter hélt velli í báðum þessum kosn­ingum en eftir kosn­ing­arnar 1990 hafði fækkað mjög í stjórn­ar­flokkalið­inu og auk Íhalds­flokks­ins átti ein­ungis Ven­stre flokk­ur­inn aðild að stjórn­inni sem naut stuðn­ings flokka af hægri vængn­um.

Hornslet rann­sóknin og afsögn Poul Schlüter

Hópur undir stjórn hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ans Mog­ens Hornslet hóf rann­sókn­ar­vinnu sína 10. júlí 1990 og skýrslan var birt 14. jan­úar 1993. Í henni var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Erik Ninn-Han­sen, hefði vís­vit­andi brotið lög. H.P.Clausen eft­ir­maður hans í dóms­mála­ráðu­neyt­inu hefði reynt að villa um fyrir umboðs­manni og rann­sókn­ar­nefnd­inni og fleiri þing­menn voru enn­fremur gagn­rýndir í skýrsl­unn­i. 

Auglýsing
Poul Schlüter for­sæt­is­ráð­herra hefði að minnsta kosti einu sinni sagt nefnd­inni ósatt og mikið ósam­ræmi í svörum hans. Hann til­kynnti síðar þennan sama dag, 14. Jan­úar 1993 að hann myndi biðj­ast lausnar fyrir sig og ráðu­neyti sitt. Þá höfðu þeir flokkar sem stutt höfðu stjórn­ina lýst yfir að sá stuðn­ingur væri ekki lengur fyrir hend­i.  

Drottn­ingin hlust­aði en ræskti sig svo

Fylgi Íhalds­flokks­ins hafði dalað nokkuð í kosn­ing­unum 1988 og 1990 og Poul Schlüter ótt­að­ist áfram­hald­andi fylg­is­hrun. Hann taldi að staða flokks­ins yrði sterk­ari ef hann yrði áfram í stjórn, fram að kosn­ing­um, en þær yrði að halda eigi síðar en 1994. Þegar Poul Schlüter gekk á fund Mar­grétar Þór­hildar og til­kynnti um afsögn stjórn­ar­innar kom hann jafn­framt með upp­á­stungu um fram­hald­ið. Hún var sú að fela Uffe Ellem­ann-J­en­sen for­manni Ven­stre og utan­rík­is­ráð­herra í frá­far­andi stjórn að taka við stjórn­ar­taumunum en auk Ven­stre myndi Íhalds­flokk­ur­inn eiga aðild að stjórn­inni. Poul Schlüter hafði kannski gert sér í hug­ar­lund að flokk­arnir sem snúið höfðu baki við stjórn­inni myndu styðja hana fram að kosn­ingum ári síð­ar. Á það reyndi þó ekki því þegar hann hafði sleppt orð­inu varð and­ar­taks þögn en síðan ræskti Mar­grét Þór­hildur sig, án þess þó að segja neitt. Poul Schlüter, sem þekkti drottn­ingu vel, skynj­aði að henni hafði ekki hugn­ast upp­á­stunga hans um stóla­skiptin og sú hug­mynd var þar með úr sög­unni. Hún fól stjórn­inni hins­vegar að sitja áfram, sem starfs­stjórn. 

Sós­í­alde­mókrat­ar, undir for­ystu Poul Nyrup Rasmus­sen voru lang stærsti flokk­ur­inn á þingi, hafði 69 þing­menn, Íhalds­flokk­ur­inn átti 30 þing­menn og Ven­stre 29.  

Nið­ur­staðan varð sú að við tók fjög­urra flokka stjórn undir stjórn Poul Nyrup Rasmus­sen, sú stjórn sat fram að kosn­ingum 1994. Stjórn undir for­ystu Poul Nyrup Rasmus­sen var við völd fram til árs­ins 2001.

Eft­ir­mál   

11. júní 1993 ákvað danska þingið að mál Erik Ninn-Han­sen færi fyrir Lands­dóm (Rigs­retten) sem dæmir í málum þar sem ráð­herrar eiga í hlut. Dómur féll tveimur árum síð­ar, Erik Ninn-Han­sen hlaut fjög­urra ára fang­els­is­dóm, skil­orðs­bund­inn. Málið varð til að eyði­leggja póli­tískan frama nokk­urra þing­manna, þar á meðal H. P. Clausen sem margir höfðu talið að ætti fram­tíð­ina fyrir sér í stjórn­mál­u­m. 

Poul Schlüter sagði af sér for­mennsku í Íhalds­flokknum árið 1993 og hætti þing­mennsku árið 1994. Hann var kjör­inn til setu á Evr­ópu­þing­inu sama ár og sat þar til árs­ins 1999 en hætti þá beinum afskiptum af stjórn­mál­u­m. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar