Ríkið telur ekki raunhæft að selja Íslandsbanka í augnablikinu

Fyrir þremur mánuðum voru allir formenn stjórnarflokkanna þriggja sammála um að það ætti að hefja sölu á Íslandsbanka og nota afraksturinn af sölunni í innviðauppbyggingu. Nú er sú staða gerbreytt vegna COVID-19.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneyti hans hefur sett áform um að selja Íslandsbanka á ís.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneyti hans hefur sett áform um að selja Íslandsbanka á ís.
Auglýsing

Íslenska ríkið er hætt við að hefja sölu­ferli á Íslands­banka. Frá þessu er greint á vef RÚV og þar vitnað í svör fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um að sala á bönkum sé ekki raun­hæf í augna­blik­in­u. 

Ríkið á tvo banka, Íslands­banka og Lands­bank­ann. Fjallað var um eign­ar­hald rík­is­ins á bönkum í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­innar og því fyr­ir­liggj­andi að þeir þrír ólíku flokkar sem mynda rík­is­stjórn­ina hafa rætt málið þegar hún var mynd­uð. Þar segir að eign­­­ar­hald rík­­­is­ins á fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækjum sé „það umfangs­­­mesta í Evr­­­ópu og vill rík­­­is­­­stjórnin leita leiða til að draga úr því.“ 

Lítið gerð­ist hins vegar í þeim málum framan af kjör­tíma­bili annað en að far­veg­ur­inn var und­ir­bú­inn með gerð Hvít­­­­bókar um fram­­­­tíð­­­­ar­­­­sýn fyrir fjár­­­­­­­mála­­­­kerfið sem fjall­aði ítar­lega um það hvernig skyld­i standa að sölu á hlutafé í bönk­un­um. Hún var birt í lok árs 2018. 

Í kjöl­farið tjáð­i ­Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sig ítrek­að um það opin­ber­lega að hann vildi byrja að selja, að minnsta kosti hluta, af Íslands­banka áður en kjör­tíma­bil­inu lýk­ur. 

Allir for­menn­irnir sam­mála

Bjarni opn­aði svo á það í við­tali við Morg­un­blaðið í byrjun febr­úar síð­ast­liðnum að það ætti að fara að hefja sölu­ferli á fjórð­ungs­hlut í Íslands­banka. Hann bætti um betur í auka­­blaði Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem bar nafnið „Á réttri leið“ og var dreift í aldreif­ingu með Morg­un­­blað­inu nokkrum dögum síð­ar. Þar sagði Bjarni að sala á 25 til 50 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka á næstu árum myndi opna á stór tæki­­færi til fjár­­­fest­inga. „Á und­an­­förnum árum hefur mikið verið rætt um gjald­­töku til að fjár­­­magna sam­­göng­u­bætur og það er skilj­an­­legt, vegna þess að við þurfum að hraða fram­­kvæmd­um, en nær­tæk­­ari leið er að losa um þessa verð­­mætu eign og afmarka gjald­­töku í fram­­tíð­inni við stærri fram­­kvæmdir á borð við Sunda­braut, Hval­fjarð­­ar­­göng og aðra ganga­­gerð. Núna er góður tími til að huga að átaki í þessum efn­um, efna­hags­lífið er til­­­búið fyrir opin­berar fram­­kvæmd­­ir.“

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í kjöl­farið að það væri skyn­­sam­­legt að ráð­­ast í sölu á hlut í Íslands­­­banka ef það er tengt við það að nota ávinn­ing­inn í inn­­viða­fjár­­­fest­ing­­ar. Þannig væri hægt að losa um eignir rík­­is­ins og nýta það í þörf verk­efn­i. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, var svo síð­astur á vagn­inn af for­mönnum rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þegar hann sagð­ist í sam­tali við helg­ar­blað Frétta­blaðs­ins snemma í febr­úar að hann teldi skyn­sam­legt að setja Íslands­banka í sölu­ferli. Hann setti söl­una í sama sam­hengi og hinir for­menn­irn­ir, að það væri hægt að nota fjár­mun­ina sem bundnir væru í eign­inni í inn­viða­upp­bygg­ing­u. 

Breytt eig­enda­stefna til að und­ir­búa sölu

Í nýrri eig­enda­stefnu íslenska rík­is­ins fyrir fjár­mála­fyr­ir­tæki, sem birt var 28. febr­ú­ar, var búið að gera umtals­verðar breyt­ingar á þeim mark­miðum sem ríkið hefur varð­andi eign­ar­hald á Lands­bank­an­um. Í eldri eig­enda­stefn­unni, sem var frá árinu 2017, sagði að stefnt yrði að því að ríkið ætti veru­legan eign­ar­hlut, 34 til 40 pró­sent, í bank­anum til lang­frama. Að öðru leyti yrðu eign­ar­hlutir rík­is­ins seldir „á næstu árum þegar hag­felld og æski­leg skil­yrði eru fyrir hendi“ sam­hliða því að hann yrði skráður á hluta­bréfa­mark­að.

Í nýju eig­enda­stefn­unni var búið að taka út það stærð­ar­mark sem æski­legt sé að ríkið eigi í Lands­bank­an­um. Þess í stað segir að ríkið eigi að eiga „veru­legan hlut“ í bank­anum til lang­frama. 

Búið var að taka út áform um að selja eign­ar­hlut­inn strax og hag­felld og æski­leg skil­yrði séu fyrir hendi og áform um að skrá hann á hluta­bréfa­mark­að. Þess í stað er búið að bæta því inn í eig­enda­stefn­una að ákvörðun um sölu Lands­bank­ans verði ekki tekin fyrr en að sölu­ferli Íslands­banka sé lok­ið.

Auglýsing
Markmiðið með eign­ar­haldi rík­is­ins á þessum stærsta banka lands­ins hefur líka breyst. Í gömlu eig­enda­stefn­unni sagði að ástæða þessa væri „til að stuðla að stöð­ug­leika í fjár­mála­kerf­inu og tryggja nauð­syn­lega inn­viði þess.“ 

Í nýju stefn­unni sagði að mark­miðið með eign­ar­hald­inu sé að „stjórn­völd hafi ráð­andi ítök í a.m.k. einni fjár­mála­stofnun sem þjón­ustar almenn­ing og fyr­ir­tæki og hefur höf­uð­stöðvar hér á landi. Þannig tryggja stjórn­völd að almenn, vönduð og traust fjár­mála­þjón­usta standi öllum til boða óháð m.a. búsetu. Mark­miðið með eign­ar­hald­inu er enn­fremur að stuðla að stöð­ug­leika í fjár­mála­kerf­inu, ásamt því að tryggja nauð­syn­lega og áreið­an­lega inn­viði þess.“

Engin breyt­ing var hins vegar gerð á mark­miðum rík­is­ins hvað varðar eign­ar­hald á hinum bank­anum sem það á, Íslands­banka. Enn var stefnt að því að selja bank­ann „þegar hag­felld og æski­leg skil­yrði eru fyrir hend­i.“

Þrátt fyrir að ein­ungis rúmir tveir mán­uðir séu liðnir frá því að þessi sölu­á­form voru að fær­ast upp um gír þá hafa aðstæður gjör­breyst vegna COVID-19 og nær engar líkur eru á því að hag­stætt verð eða við­eig­andi kaup­endur finn­ist að íslenskum banka sem stend­ur.

Umtals­vert tap á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins

Íslands­­­banki tap­aði 1,4 millj­­arði króna á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020. Á sama tíma í fyrra hagn­að­ist bank­inn um 2,6 millj­­arða króna og því er um fjög­­urra millj­­arða króna við­­snún­­ing að ræða milli ára. 

Þetta kom fram í árs­fjórð­ungs­­upp­­­gjöri bank­ans sem birt var í dag.

Þar sagði að virð­is­breyt­ingar útlána til við­­skipta­vina bank­ans hafi verið nei­­kvæðar um tæp­­lega 3,5 millj­­arða króna og útskýrir það tapið að mestu. Hún var 907 millj­­ónir króna á sama tíma í fyrra og hækk­­aði því um 2,6 millj­­arða króna milli ára. Arð­­semi eigin fjár hjá bank­­anum var nei­­kvæð um þrjú pró­­sent.

Virð­is­rýrn­unin á útlánum bank­ans teng­ist að upp­i­­­stöðu lánum sem hann hefur veitt til ferða­­þjón­ust­u­­fyr­ir­tækja. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar