Telja að yfirráð yfir Brimi hafi getað skapast í síðasta lagi í september í fyrra

Samkeppniseftirlitið telur ekkert benda til þess að „vatnskil hefðu orðið í viðskiptatengslum og sameiginlegum hagsmunum bræðranna Guðmundar og Hjálmars Þór Kristjánssona, enda þótt gripið hefði verið til ráðstafana til að breyta ásýnd tengslanna.“

Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til í síðustu viku.
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til í síðustu viku.
Auglýsing

Í gær var birt ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um sam­runa Brims og tveggja minni sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, Kambs hf. og Grá­brókar ehf. Til­kynnt hafði verið um kaup Brims á hinum síð­ar­nefndu í októ­ber í fyrra. Þær voru báðar að stærstum hluta í eigu Hjálm­ars Þórs Krist­jáns­son­ar, bróður Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, aðal­eig­anda Brims og þar til í síð­ustu viku for­stjóra félags­ins.

Með ákvörð­un­inni var rann­sókn þess á þeim sam­runa lokið en til­kynnt var um aðra og mun stærri rann­sókn á því hvort að þeir bræð­ur, Guð­mundur og Hjálmar Þór, og félög þeirra hefðu í raun yfir­ráð yfir einu stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­æki lands­ins, Brim í skiln­ingi sam­keppn­islaga.

Nið­ur­staða frum­mats eft­ir­lits­ins er að slík yfir­ráð séu til stað­ar. Þ.e. að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, stærsti ein­staki eig­andi Brims, og tengdir aðilar hefðu stofnað til yfir­ráða í Brimi. Það hafi gerst í síð­asta lagi 8. sept­em­ber 2019. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi kaup Brims á Kambi og Grá­brók ekki kalla á frek­ari aðgerðir að sinni hálfu en boð­aði þess í stað að það myndi hefja sjálf­stæða rann­sókn á því hvort að Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur og tengdir aðilar hefðu í raun myndað yfir­ráð í Brimi í skiln­ingi sam­keppn­islaga, líkt og frum­mat þess hefði leitt í ljós.

Umræddir tengdir aðilar eru, sam­kvæmt frummati eft­ir­lits­ins, áður­nefnt Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, Fiski­tangi ehf., KG Fisk­verskun og FISK- Seafood eign­ar­halds­fé­lag, sem í dag heitir RE-13 ehf.

Auglýsing
Öll ofan­greind félög eru að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar og Hjálm­ars Þórs. Í byrjun sept­em­ber í fyrra áttu bræð­urnir báðir hlut í Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, sem hafði þá nýverið fest kaup á FISK-­Seafood eign­ar­halds­fé­lagi. Guð­mundur átti síðan Fiski­tanga og Hjálmar átti KG fisk­verk­un. 

Ekk­ert bendi til vatns­kila í sam­eig­in­legum hags­munum bræðr­anna

Dag­setn­ingin 8. sept­em­ber 2019 vísar til þess að þann dag keypti Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur Fisk-­Seafood, sem átti 10,78 pró­sent hlut í Brimi, af Kaup­fé­lagi Skag­firð­inga. Það hafði keypt hlut­inn að mestu af líf­eyr­is­sjóðnum Gildi nokkrum vikum fyrr eftir að sjóð­ur­inn ákvað að selja sig út úr Brimi. Ástæða þess voru ítrekuð við­skipti Brims við stærsta hlut­hafa félags­ins, Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur. Þann 8. sept­em­ber hvarf Kaup­fé­lagið svo út úr hlut­hafa­hópi Brims jafn skjótt og það birt­ist þegar Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur keypti allan hlut þess á tæp­lega átta millj­arða króna. 

Eftir þessi við­skipti fór sam­eig­in­leg eign­ar­hlut­deild félaga í eigu bræðr­anna Guð­mundar og Hjálm­ars Þórs í Brimi í 49,29 pró­sent. Ef tekið var til­lit til hluta­fjár­hækk­unar í Brimi sem nota átti til að kaupa ákveðnar eignir af Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur var sam­an­lögð hlut­deild þeirra 52,76 pró­sent, sam­kvæmt Sam­keppn­is­eft­ir­lit­in­u. 

Auglýsing
Að mati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins væri ekk­ert sem benti til þess að „vatns­kil hefðu orðið í við­skipta­tengslum og sam­eig­in­legum hags­munum bræðr­anna Guð­mundar og Hjálm­ars Þór Krist­jáns­sona, enda þótt gripið hefði verið til ráð­staf­ana til að breyta ásýnd tengsl­anna. Þá benti rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til þess að þótt ein­ungis væri horft til hlut­deildar Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, Fiski­tanga, Guð­mundar Krist­jáns­sonar og FISK-­Seafood eign­ar­halds­fé­lags í Brimi, þá kynni hún ein og sér að hafa verið nægj­an­leg til að við­halda yfir­ráðum aðil­anna.“

Þær ráð­staf­anir sem gripið var til, og Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi að hefðu breytt ásýnd tengsla bræðranna, voru fram­kvæmdar í des­em­ber 2019. Þá var greint frá því að Guð­mundur og Hjálmar Þór hefðu rofið fjár­hags­leg tengsl sín. Í því fólst að Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur keypti 33,3 pró­­sent hlut KG fisk­verk­unar í eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Krist­ján Guð­­munds­­son ehf., sem átti 37 pró­­sent í Útgerð­­ar­­fé­lagi Reykja­vík­­­ur. 

Þessi gjörn­ingur átti að aðskilja eign­ar­hald bræðr­anna á hlutafé í Brim­i. 

Upp­lýstir um málið 28. apríl

Athuga­semdir Brims og Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur vegna frum­mats­ins bár­ust Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu 13. mars 2020. Þar var frummati Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um stofnun yfir­ráða Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og tengdra aðila í Brimi mót­mælt.

Þau mót­mæli hafa ekki talið mikið þar sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið taldi ekki vera for­sendur til að taka end­an­lega afstöðu til mögu­legra yfir­ráða Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur og tengdra aðila í Brimi. Aðilar máls­ins voru upp­lýstir um þetta á síma­fundi 28. apr­íl, eða á þriðju­dag í síð­ustu viku. Þar var þeim greint frá því að afstaða yrði tekin til þess hvort raun­veru­leg yfir­ráð hefðu skap­ast í Brim í sér­stöku máli þar rann­sakað yrði hvort að við mögu­lega myndun yfir­ráða í Brimi hafi verið fram­kvæmdur sam­runi af hálfu aðila  í and­stöðu við sam­keppn­is­lög. Í þeirri rann­sókn verður aflað frek­ari sjón­ar­miða og gagna frá hlut­að­eig­andi aðil­um.

Tveimur dögum síð­ar, 30. apr­íl, var greint frá því að Guð­mundur Krist­jáns­son hefði sagt af sér sem for­stjóri Brims. Hann situr þó enn í stjórn félags­ins. 

Sú útgerð sem heldur á mestu kvóta

Brim er sú útgerð sem heldur á mestum kvóta allra á Íslandi, eða 10,13 pró­­­sent, sam­kvæmt upp­færðum lista Fiski­stofu um sam­þjöppun afla­heim­ilda frá 31. mars síð­ast­liðn­um. Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­ur, sem á 44,65 pró­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­ur­­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­­­sent af öllum afla­heim­ild­­­um. 

Til við­­­bótar heldur útgerð­­­ar­­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,55 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi hópur útgerða sem tengj­­ast Guð­­mundi er því með 15,19 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þá heldur KG Fisk­verk­un, að fullu í eigu Hjálm­ars Þórs, á 1,04 pró­sent alls kvóta.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur að félög tengd bræðr­unum Guð­mundi og Hjálm­ari Þór haldi sam­eig­in­lega á um 16,91 pró­sent af heild­ar­afla­marki miðað við þorskígildi, þar af 0,68 pró­sentu­stig króka­afla­mark af heild­ar­afla­marki miðað við 31. mars 2020.

Hámark þess sem tengdir aðilar mega halda á sam­kvæmt lögum um stjórn fisk­veiða er tólf pró­sent.

Unnið hefur verið að úrbótum um þann hluta lag­anna sem snýr að skil­grein­ingu á tengdum aðilum frá því í byrjun árs í fyrra. Verk­efna­stjórn var mynduð og frum­varp um hluta til­lagna hennar kynnt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda fyrr á þessu ári. Til stóð að leggja það fram á yfir­stand­andi þingi en það hefur nú verið tekið út af þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­innar vegna COVID-19. Hags­muna­sam­tök útgerða gagn­rýndu frum­varpið harð­lega, töldu það langt umfram efni og að það gengi gegn ákvæðum Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar