PETA

PETA kaupir hlutabréf í sláturhúsum og kjötvinnslum

Hvað eiga fyrirtækin Tyson Foods, Smithfield Foods og Maple Leaf Foods sameiginlegt fyrir utan að vera kjötframleiðendur og hafa glímt við hópsmit COVID-19 meðal starfsmanna? Svarið er að nýr fjárfestir hefur eignast hlut í þeim öllum: Dýraverndunarsamtök.

Ef þú hefur borðað ham­borg­ara eða kjúkling­anagga í Banda­ríkj­unum eru meiri líkur en minni að dýr­inu hafi verið slátrað hjá Tyson Foods, öðrum stærsta kjöt­fram­leið­anda heims. Ef ekki þá er lík­legt að kjötið komi frá Smit­hfi­eld Foods. Bæði þessi fyr­ir­tæki og miklu fleiri í sama bransa hafa síð­ustu mán­uði hafið fram­leiðslu á vegan-­fæðu. Í mörgum þeirra hafa komið upp hópsmit af nýju kór­ónu­veirunni og starf­semin því í upp­námi. 

Þó að far­aldur COVID-19 hafi verið áfall fyrir heims­byggð­ina telja dýra­vernd­un­ar­sam­tökin PETA að læra verði af reynsl­unni: Flestir smit­sjúk­dómar í mönnum að und­an­förnu megi rekja til dýra. Og því sé tíma­bært að hætta stór­kost­legri fjölda­fram­leiðslu á kjöti með til­heyr­andi upp­eldi á millj­ónum dýra og slátrun þeirra og hefja í stað sjálf­bæra fram­leiðslu á mat­vöru úr jurta­rík­inu.

Auglýsing

Talið er nær full­víst að upp­tök kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins megi rekja til blaut­mark­aðar (e. wet market) í Wuhan-­borg í Kína. Á slíkum mörk­uðum eru seld bæði lif­andi og dauð dýr og hættan á því að veirur og bakt­er­íur ber­ist í fólk því mik­il. Nú hafa þing­menn í tveimur ríkjum Banda­ríkj­anna, New York og Kali­forn­íu, kynnt áform um laga­breyt­ingar sem banna mark­aði með lif­andi dýr. 

Það kann að koma fólki á óvart en í New York-­borg einni saman eru yfir átta­tíu mark­aðir með lif­andi dýr þar sem kjúkling­um, önd­um, kalkún­um, kan­ín­um, geitum og fleiri dýrum er slátrað á staðnum og kjötið selt við­skipta­vin­um. 

Í Kali­forn­íu­ríki vilja þing­menn ganga enn lengra og banna inn­flutn­ing og sölu á villtum dýrum, þar með talda veiði­m­inja­gripi úr ljón­um, fílum og nas­hyrn­ingum svo dæmi séu tek­in.

Sjúk­dómar sem ber­ast frá dýrum í menn gera það vegna nálægð­ar­innar og í heimi þar sem sífellt meira er fram­leitt af kjöti og sam­neyti dýra og manna er mikið eykst hættan á slíkum smit­um. Vanda­málið er ekki bundið við Asíu og blaut­mark­að­ina. Yfir sex­tíu banda­rískir þing­menn tóku höndum saman í byrjun apríl og sendu Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni bréf þar sem hún var hvött til að banna mark­aði sem þessa í öllum heim­in­um. Í því bréfi var þó áherslan lögð á Kína – þó að mark­aði þar sem dýrum er slátrað á staðnum á meðan kúnn­inn bíður megi finna mun víð­ar.

Veikur kjúklingur á stóru búi í Bandaríkjunum.
PETA

Dýra­vernd­un­ar­sam­tökin PETA hafa fagnað fyr­ir­hug­uðum laga­breyt­ingum í banda­rísku ríkj­unum tveimur og segir for­seti þeirra, Ingrid New­kirk, að mann­fólk þarfn­ist mark­aða með lif­andi dýr eins og „sund­maður þarfn­ast krókó­díls. Svo lengi sem við höldum þeim opnum setjum við líf okkar í hætt­u“.

 Og PETA hefur ekki látið við það eitt sitja að hvetja aðra til góðra verka heldur hafa sam­tökin hafið kaup á hluta­bréfum í stærstu kjöt­fram­leið­endum Banda­ríkj­anna, m.a. Tyson Foods. Mark­mið sam­tak­anna er að geta tekið þátt í ákvörð­unum fyr­ir­tækj­anna þegar kemur að fram­tíð­ar­sýn þeirra og hvetja stjórn­endur til að fram­leiða og selja aðeins mat­vöru úr jurta­rík­inu.

Nokkrir stórir kjöt­fram­leið­endur í Banda­ríkj­unum hafa þegar tekið skref í þessa átt. Tyson Foods er einmitt eitt þeirra. Þar er hafin fram­leiðsla á kjöt­lausum nögg­um. Hug­myndin er þó – enn sem komið er – að bjóða neyt­endum vörur bæði með kjöti og án þess.

Við vörum við­kvæma við mynd­band­inu hér að neðan en þar sjást starfs­menn slát­ur­húss slíta hausa af kjúkling­um.

 En tengj­ast risa­vöxnu slát­ur­húsin í Banda­ríkj­unum eitt­hvað far­aldri COVID-19? Heldur bet­ur.

Hópsmit varð til dæmis í verk­smiðjum Smit­hfi­eld Foods, einum stærsta kjöt­fram­leið­anda Banda­ríkj­anna. Um þús­und starfs­menn smit­uð­ust. Starfs­menn­irnir vinna í mik­illi nálægð hver við annan og auð­vitað dýrin sem þeir slátra. Og stór hluti þeirra er inn­flytj­end­ur. Fólk sem hefur fyrir mörgum að sjá og er oft eina fyr­ir­vinnan í fjöl­skyld­unni. Það var því ekki hlaupið að því að taka sér frí frá vinnu þó að ótt­inn við kór­ónu­veiruna gerði vart við sig. Sömu sögu er að segja frá öðrum slát­ur­húsum og kjöt­vinnslum í land­inu. Þús­undir starfs­manna slíkra fyr­ir­tækja hafa greinst með COVID-19.

 PETA hefur síð­ustu daga vakið athygli á þess­ari hræði­legu stöðu með aug­lýs­ingum í fjöl­miðlum og ítar­legum til­kynn­ingum um stöð­una á heima­síðu sinni. Þar kemur fram að sam­tökin hafi keypt hluti í nokkrum stórum kanadískum og banda­rískum kjöt­fram­leið­endum og eiga því héðan í frá full­trúa á aðal­fund­um, geta átt í beinum sam­skiptum við aðra hlut­hafa og stjórn­endur og þar með þrýst á að fyr­ir­tækin skipti um stefnu og fram­leiði aðeins vegan-­fæði. „Annar far­aldur er óum­flýj­an­legur ef okkur mann­fólk­inu tekst ekki að læra af þessum,“ segja sam­tök­in. „Svo við þrýstum á kjöt­fram­leið­endur að loka slát­ur­hús­unum sínum og kveikja á vegan-fram­leiðsl­unn­i.“

Auglýsing

Sam­tökin hafa gert rann­sóknir á aðbún­aði dýra í slát­ur­húsum m.a. hjá Tyson Foods. Við þá rann­sókn kom í ljós að dæmi voru um að starfs­menn slitu hausa af kjúklingum við slátr­un. Stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins segja það engan veg­inn ásætt­an­legt og ekki sam­ræm­ast vinnu­ferl­um.

Fyr­ir­tækið hefur þegar hafið fram­leiðslu á vegan-­fæði og hvetur PETA stjórn­endur til að leggja meiri áherslu á þá fram­leiðslu.

Smit­hfi­eld Foods í Suð­ur­-Da­kóta er í eigu WH Group sem er með höf­uð­stöðvar sínar í Hong Kong. Fyr­ir­tækið hefur líkt og Tyson Foods hafið fram­leiðslu á vegan-­fæði undir merkjum Pure Farm­land. Hópsmitið varð til þess að draga þurfti veru­lega úr fram­leiðsl­unni. PETA telur þar með hafa skap­ast kjörið tæki­færi til að skipta um kúrs og ein­beita sér að vegan-vör­um.

Fram­leið­and­inn Hor­mel hefur verið undir smá­sjánni hjá PETA enda hafa starfs­menn orðið upp­vísir að stór­kost­legu dýra­níði. Þannig hafa grísir verið barðir með járn­stöng­um, slegnir í höf­uð­ið, potað hefur verið í augu þeirra og sparkað í kyn­færi, sam­kvæmt rann­sókn sem PETA gerði á svína­búi fyr­ir­tæk­is­ins í Iowa. Hor­mel hefur sett á markað vegan-vöru­lín­una Happy Little Plants.

Svín á leið til slátrunar.
PETA

Sömu sögu er að segja frá kanadíska kjöt­fram­leið­and­anum Maple Leaf Foods. Fyr­ir­tækið hóf nýverið fram­leiðslu á vegan-vörum undir nafn­inu Lightli­fe. „Hvers vegna ættu þeir að halda áfram að slátra kúm, kjúklingum og svínum sem elska að hlusta á tón­list, leika sér með bolta og að fá nudd?“ bendir PETA á.

Sam­tökin benda svo einnig á að svínaflens­una megi lík­lega rekja til banda­rísks svína­bús og að margir aðrir infú­ensu­far­aldrar eigi rætur að rekja til kjúklinga­búa. Vitna sam­tökin til Smit­sjúk­dóma­varna Banda­ríkj­anna sem hafa varað við því að um 75 pró­sent af nýlegum smit­sjúk­dómum í mönnum eigi upp­runa sinn í öðrum dýra­teg­und­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar