Mynd: Bára Huld Beck

Versta kreppa á Íslandi frá árinu 1920

Útlit er fyrir að farsóttin sem nú geisar muni valda „þjóðarbúinu langvinnum skaða.“ Ekki er von á fleiri ferðamönnum til landsins í ár, sjávarútvegur mun upplifa sinn mesta samdrátt frá því snemma á níunda áratugnum, útflutningur Íslands í heild mun dragast saman um þriðjung og atvinnuleysi verður það mesta frá upphafi mælinga. Kjarninn rýndi í nýja spá Seðlabanka Íslands um horfur í efnahagsmálum.

Grunn­spá Seðla­banka Íslands um þróun efna­hags­mála á Íslandi gerir nú ráð fyrir að sam­dráttur í lands­fram­leiðslu í ár verði átta pró­sent, sem sam­svarar 180 millj­örðum króna. Það yrði mesti sam­dráttur sem mælst hefur á einu ári hér­lendis síðan árið 1920 og umtals­vert meiri enn sá sem varð eftir banka­hrun­ið, en árið 2009 dróst hag­vöxtur saman um 6,8 pró­sent. 

Mikil óvissa er þó fyrir hendi um þróun mála, þar sem áhrif far­sótt­ar­innar sem geisar vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 á heims­bú­skap­inn geti verið mun lang­líf­ari en grunn­spá bank­ans gerir ráð fyr­ir. Í svart­sýn­ustu spá hans er því gert ráð fyrir tíu pró­sent sam­drætti og bank­inn telur að hann geti hæg­lega orðið meiri „ef sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda vara lengur eða önnur bylgja far­ald­urs­ins kæmi fram og sam­dráttur í ferða­þjón­ustu reynd­ist þá meiri og lang­líf­ari.“ 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í maí-­út­gáfu Pen­inga­mála, riti sem Seðla­banki Íslands gefur út fjórum sinnum á ári þar sem gerð er grein fyrir horfum í efna­hags- og pen­inga­mál­um. Í rit­inu segir að útlit sé fyrir að „far­sóttin valdi þjóð­ar­bú­inu lang­vinnum skaða.“

Gera ekki ráð fyrir fleiri ferða­mönnum í ár

Grunn­spá Seðla­bank­ans gerir ráð fyrir því að fjöldi ferða­manna sem heim­sæki Ísland árið 2020 verði undir 400 þús­und, en þeir voru tvær millj­ónir í fyrra og 2,3 millj­ónir árið 2018. Því er um að ræða 84 pró­sent sam­drátt frá metár­in­u. 

Auglýsing

Sam­­kvæmt tölum Ferða­­mála­­stofu um fjölda ferða­­manna þá komu alls 351.264 ferða­­menn til Íslands á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020. Í apríl voru brott­farir frá Íslandi 1.262 tals­ins, eða 99,3 pró­sent færri en í sama mán­uði árið áður. Þar var vart um ferða­menn að ræða þar sem Pól­verjar, sem eru lang­fjöl­menn­asti hópur erlendra rík­is­borg­ara sem býr á Íslandi, voru þrír af hverjum fjórum erlendum far­þegum sem fóru úr land­i. 

Miðað við þessar tölur er ljóst að grunn­spá Seðla­banka Íslands miðar við að það komi varla nokkur annar ferða­maður til Íslands í ár, þrátt fyrir að stjórn­völd hafi ákveðið að opna landa­mæri Íslands með tak­mörk­unum og örygg­is­ráð­stöf­unum frá miðjum næsta mán­uð­i. 

Þessi mikla fækkun á komum ferða­manna til lands­ins gerir það að verkum að útflutt þjón­usta dregst saman milli ára um meira en 50 pró­sent.

Mesti sam­dráttur í sjáv­ar­út­vegi frá níunda ára­tugnum

Það er þó ekki ein­ungis ferða­þjón­ustan sem er að drag­ast sam­an. Útflutn­ingur í heild mun sam­kvæmt grunn­spánni minnka um tæp­lega þriðj­ung, sem yrði mesti sam­dráttur útflutn­ings á einu ári frá upp­hafi þjóð­hags­reikn­inga hér á land­i. 

Spáð er umtalsverðum samdrætti í útflutningi á sjávarafurðum.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Hin stóra stoðin undir efna­hags­kerf­inu, sjáv­ar­út­veg­ur, mun einnig finna veru­lega fyrir sam­drætti í ár. Könnun Seðla­bank­ans á meðal sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja eftir að far­ald­ur­inn skall á bendi til umtals­verðra breyt­inga á eft­ir­spurn eftir sjáv­ar­af­urðum og trufl­ana við dreif­ingu afurða til sölu­að­ila. Dregið hafi úr sölu á sjó­frystum afurðum á Evr­ópu­markað og eft­ir­spurn hót­ela- og veit­inga­geirans eftir ferskum og sjó­frystum afurðum hvarf nær alger­lega þegar ferða­þjón­usta í helstu við­skipta­löndum lagð­ist nán­ast af og veit­inga­húsum var víða lok­að. „Einnig eru vís­bend­ingar um að stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin hafi dregið úr sjó­sókn. Grunn­spáin gerir því ráð fyrir að útflutn­ingur sjáv­ar­af­urða verði um 12 pró­sent minni í ár en í fyrra sem yrði mesti sam­dráttur í sjáv­ar­út­vegi frá því snemma á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar.“

Horfur fyrir annan vöru­út­flutn­ing hafa líka versnað og útlit er fyrir tölu­verðan sam­drátt í útflutn­ingi hátækni­bún­aðar til mat­væla­fram­leiðslu og lækn­inga­vöru og minni vöxt í útflutn­ingi eld­is­fisks en áður var spáð. Þá er spáð 1,5 pró­sent sam­drætti í útflutn­ingi álaf­urða í ár sem er heldur meiri sam­dráttur en spáð var í febr­ú­ar.

Á heild­ina litið er gert ráð fyrir að útflutn­ingur vöru og þjón­ustu drag­ist saman um tæp­lega þriðj­ung í ár. Það yrði mesti sam­dráttur í útflutn­ingi á heilu ári frá upp­hafi þjóð­hags­reikn­inga og þarf að fara aftur til árs­ins 2010 til að finna áþekkt magn útflutn­ings og í ár. 

Auglýsing

Ofan á þetta er spáð um sjö pró­sent sam­drætti einka­neyslu þar sem minni útgjöld erlendis vega þyngst. Gangi þetta eftir yrði sam­dráttur einka­neyslu í ár sá mesti frá árinu 2009 en þá dróst hún saman um 12,6 pró­sent. 

Mesta atvinnu­leysi frá upp­hafi mæl­inga

Afleið­ingar þess­arar stöðu, sem sann­ar­lega á sér engin for­dæmi, eiga sér nokkrar birt­ing­ar­mynd­ir. Atvinnu­leysi hefur þegar stór­auk­ist og mun sam­kvæmt spá Seðla­bank­ans ná hámarki í um 12 pró­sentum á þriðja árs­fjórð­ungi, eða síð­sum­ars og snemma hausts. Að með­al­tali er talið að það verði tæp­lega níu pró­sent á árinu 2020 „sem er mesta atvinnu­leysi frá upp­hafi mæl­inga og nokkru meira en það var í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar fyrir ára­tug.

Nýleg lækkun á gengi krón­unnar veldur því að verð­bólga verður heldur meiri á næstu mán­uðum en spáð var í febr­ú­ar, þótt áfram sé talið að hún verði við eða undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans. „Á móti áhrifum lægra gengis vegur mikil lækkun alþjóð­legs olíu­verðs og þá hefur alþjóð­legt mat­væla- og hrá­vöru­verð almennt lækkað þótt verð sumra vara hafi hækkað vegna ýmiss konar fram­leiðslu­vanda og skorts.“ Seðla­bank­inn spáir því að þegar líður á þetta ár fari áhrif mik­ils slaka sem mynd­ast hefur í þjóð­ar­bú­skapnum að vega þyngra og því er spáð að verð­bólga verði undir tvö pró­sent á seinni hluta spá­tím­ans.

Mesti sam­dráttur sem hefur mælst í þró­uðum ríkjum

Far­ald­ur­inn er vit­an­lega ekki bund­inn við Ísland, heldur geisar um allan heim. Á heims­vísu er gert ráð fyrir að sam­drátt­ur­inn á öðrum árs­fjórð­ungi verði sá mesti sem mælst hefur í þró­uðum ríkjum frá upp­hafi árs­fjórð­ungs­legra þjóð­hags­reikn­inga. Í Pen­inga­málum seg­ir: „Í nýrri spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins er gert ráð fyrir að heims­hag­kerfið drag­ist saman um þrjú pró­sent í ár en í jan­úar spáði sjóð­ur­inn ríf­lega þrjú pró­sent hag­vexti á árinu. Gangi spáin eftir yrði þetta mesti sam­dráttur sem mælst hefur í heims­bú­skapnum á frið­ar­tímum frá því í krepp­unni miklu á fjórða ára­tug síð­ustu aldar og mun meiri sam­dráttur en varð í alþjóð­legu fjár­málakrepp­unni fyrir lið­lega ára­tug þegar hann mæld­ist 0,1 pró­sent.“

Auglýsing

Ekki sé þó loku fyrir það skotið að far­ald­ur­inn, og afleið­ingar hans, geti verið lang­vinni. Mörg ríki glími auk þess við marg­vís­leg önnur áföll eins og til dæmis umtals­vert fjár­magns­út­flæði og mikla lækkun hrá­vöru­verðs. Að mati Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins sé því hætta á að efna­hags­fram­vindan verði enn óhag­stæð­ari en spá hans gerir ráð fyr­ir. „Sam­drátt­ur­inn í heims­bú­skapnum gæti jafn­vel orðið tvö­falt meiri en sjóð­ur­inn spáir ef far­sóttin gengur hægar niður og hætta er á að bati næsta árs verði að engu ef far­sóttin blossar upp á ný. Tak­ist hins vegar að finna bólu­efni við sjúk­dómnum gæti heims­bú­skap­ur­inn tekið fyrr og meira við sér.“

Vöxtur í náinni fram­tíð

Hafa verður í huga að mikil óvissa er um hversu djúp og lang­vinn kreppan verður í ár, einkum vegna óvissu um þróun far­sótt­ar­innar og getu heil­brigð­is­kerfa við að ráða nið­ur­lögum henn­ar. Spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins gerir ráð fyrir að heims­far­ald­ur­inn nái hámarki á öðrum árs­fjórð­ungi og taki síðan að ganga nið­ur. Í Pen­inga­málum segir að sam­hliða því yrði hægt og bít­andi slakað á þeim sótt­varn­ar­að­gerðum sem beitt hefur verið til að hefta útbreiðslu sjúk­dóms­ins. „Sam­kvæmt þessu gerir sjóð­ur­inn ráð fyrir að heims­hag­vöxtur taki við sér á næsta ári og verði að með­al­tali 5,8 pró­sent. Þetta er hins vegar háð því hversu lang­vinnur far­ald­ur­inn verð­ur.“

Grunn­spá Seðla­bank­ans fyrir næsta ár er í takti við þetta, og gerir hún ráð fyrir tæp­lega fimm pró­sent hag­vexti hér á árinu 2021.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar