Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.

Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun birti í skýrslu sinni um hluta­bóta­leið­ina lista yfir öll fyr­ir­tæki sem fengu heild­ar­greiðslur til launa­manna sinna yfir 30 millj­ónum króna í mars og apr­íl. Fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu eru fyr­ir­ferða­mest á þeim lista, sem Kjarn­inn hefur rýnt í og tekið saman hér að neð­an­.

Tekið skal fram að þetta eru ein­ungis greiðsl­urnar sem launa­menn þess­ara félaga fengu frá Vinnu­mála­stofnun í mars og apr­íl, en heild­ar­greiðslur vegna hluta­bóta­leið­ar­innar á þessu tíma­bili námu um 11,7 millj­örðum króna. Hins vegar er nú gert ráð fyrir því að hluta­bóta­leiðin muni kosta rík­is­sjóð 34 millj­arða þar til í lok ágúst.

1. Icelandair Group - 1,11 millj­arðar króna

Icelandair Group er langefst á lista, en sam­an­dregið fengu launa­menn hjá dótt­ur­fé­lögum sam­stæð­unn­ar, 3.318 tals­ins, 1.116 milljón króna greiðslur frá Vinnu­mála­stofnun í mars og apríl vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls.

Þar af voru 2.493 starfs­menn Icelandair ehf. í skertu starfs­hlut­falli og 502 starfs­menn Flug­leiða­hót­ela hf., auk starfs­manna Air Iceland Conn­ect, Iceland Tra­vel og fleiri dótt­ur­fé­laga.

Auglýsing

Starfs­menn Flug­leiða­hót­ela fengu alls 248 millj­ónir króna greiddar frá Vinnu­mála­stofnun vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls í mars og apr­íl, en inn í heild­ar­summ­una sem fór til starfs­manna Icelandair Group reikn­ast ein­ungis 87 millj­ónir af þeirri upp­hæð, sökum þess að í apríl seldi Icelandair Group 75 pró­sent hlut sinn í hót­el­keðj­unni.

2. Bláa lónið - 185,8 millj­ónir króna

Bláa lónið setti alls 441 starfs­mann í minnkað starfs­hlut­fall í mars og apr­íl. Heild­ar­greiðslur til launa­manna fyr­ir­tæk­is­ins frá Vinnu­mála­stofnun á þessu tíma­bili námu tæpum 186 millj­ónum króna.

441 starfsmaður Bláa lónsins var á hlutabótum en nú hefur þeim flestum verið sagt upp.

Áður en kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á hafði fyr­ir­tækið 764 starfs­menn í vinnu. 164 þeirra var sagt upp 26. mars og fyr­ir­tækið hefur nú til­kynnt að um kom­andi mán­aða­mót verði 403 starfs­mönnum til við­bótar sagt upp störf­um. 

Ekki liggur fyrir hvort Bláa lónið ætli að óska eftir því að hluti launa­greiðslna starfs­manna á upp­sagn­ar­fresti greið­ist úr rík­is­sjóði.

3. Íslands­hótel / Foss­hótel Reykja­vík - 161,3 millj­ónir króna

Hót­el­keðjan Íslands­hót­el, sem er ein sú stærsta hér á landi og rekur meðal ann­ars Grand Hótel auk Foss­hót­ela víða um land, var með 365 starfs­menn í minnk­uðu starfs­hlut­fall í mars og apríl og fengu þeir 122,6 millj­ónir greiddar frá Vinnu­mála­stofn­un.

Foss­hótel Reykja­vík, sem er tengt félag, var svo með 108 starfs­menn í skertu starfs­hlut­falli í mars og apríl og fengu þeir starfs­menn 38,6 millj­ónir greiddar frá Vinnu­mála­stofn­un. 

Hótelin standa að mestu tóm.

Sam­an­lagt voru félögin því með 473 starfs­menn á hluta­bóta­leið­inni á tíma­bil­inu. Nokkrum hót­elum í keðj­unni hefur verið lokað tíma­bund­ið.

4. Center­Hot­els - 98,1 milljón króna

Hót­elin hafa staðið auð að mestu frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn braust út. Center­Hot­els hafa ekki farið var­hluta af því, en 201 starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins var í minnk­uðu starfs­hlut­falli í mars og apr­íl. Nokkrum hót­elum keðj­unnar hefur verið lokað tíma­bund­ið.

5. Kynn­is­ferðir - 81,5 millj­ónir króna

Kynnisferðir sögðu upp 150 manns í lok apríl.

Rútu­fyr­ir­tækið Kynn­is­ferð­ir, ann­ars vegar hóp­bíla­hlut­inn og hins vegar ferða­skrif­stofu­hlut­inn, kom­ast bæði á lista Rík­is­end­ur­skoð­unar yfir þau fyr­ir­tæki sem fengu hæstar greiðslur til starfs­manna sinna vegna hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. 

Sam­an­lagt setti fyr­ir­tækið 151 starfs­mann á hluta­bóta­leið­ina í mars og apr­íl. 150 starfs­mönnum var sagt upp í lok apr­íl.

6. IKEA á Íslandi (Mikla­torg) - 65 millj­ónir króna

IKEA var með 180 manns á hlutabótum í mars og apríl.

IKEA lok­aði verslun sinni í Kaup­túni í Garðabæ á meðan kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn gekk yfir, en 180 starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins voru settir á hluta­bóta­leið­ina á með­an. Versl­unin opn­aði á ný 4. maí og ekki hefur þurft að koma til upp­sagna þar.

7. Air­port Associ­ates - 58,4 millj­ónir króna

Mik­ill sam­dráttur varð hjá Air­port Associ­ates, sem þjón­ustar flug­fé­lög á Kefla­vík­ur­flug­velli, þegar flug­fé­lög hættu að fljúga til og frá Íslandi. Fyr­ir­tækið var með 153 starfs­menn á hluta­bóta­leið­inni í mars og apr­íl, en sagði upp 131 starfs­manni í lok apr­íl­mán­að­ar.

8. Gray Line (Allra­handa) - 56,3 millj­ónir króna

Rútu­fyr­ir­tækið Gray Line var með 109 starfs­menn á hluta­bóta­leið­inni í mars og apr­íl. Í lok apríl sagði fyr­ir­tækið upp nær öllum starfs­mönn­um, eða 107 af alls 116 sem þar störf­uð­u. 

9. Bíla­leiga Akur­eyrar - Höldur - 53,5 millj­ónir króna

Bíla­leiga Akur­eyrar er stærsta bíla­leiga lands­ins og var með 183 starfs­menn á hluta­bótum í mars og apr­íl.

Fram kemur á vef fyr­ir­tæk­is­ins að um 5.000 bílar séu þar í rekstri yfir sum­ar­tím­ann, en fyr­ir­tækið er einnig með bíla­sölu, bif­reiða­verk­stæði og dekkja­þjón­ustu. Fyr­ir­tækið sagði upp um það bil 20 manns í lok apr­íl.

10. KEA-hótel - 49,9 millj­ónir króna

KEA-hótel voru með 153 starfs­menn á hluta­bóta­leið­inni í mars og apr­íl. Greiðslur til þeirra námu tæpum 50 millj­ónum króna.

11. Sjó­klæða­gerðin 66°Norður - 46,3 millj­ónir króna

66°Norður nýtti hluta­bóta­leið­ina fyrir alls 87 starfs­menn í mars og apríl og lok­aði nokkrum versl­unum á meðan far­ald­ur­inn var að ganga yfir.

12. Festi - um 45 millj­ónir króna

Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.

Smá­sölu­sam­stæðan Festi nýtti hluta­bóta­leið­ina fyrir starfs­menn dótt­ur­fé­lag­anna N1 og Elko. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að 156 starfs­menn N1 hafi verið í minnk­uðu starfs­hlut­falli í mars og apríl og greiðslur til þeirra hafi numið rúmum 29 millj­ónum króna. 

Í skýrsl­unni kemur hins vegar ekk­ert fram um hversu margir starfs­menn Elko voru á hluta­bóta­leið­inni. Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son for­stjóri Festar sagði þó við mbl.is fyrr í mán­uð­inum að heild­ar­greiðslur til starfs­manna fyr­ir­tækja Festar vegna hluta­bóta­leið­ar­innar hefðu verið um 45 millj­ónir króna.



Fyr­ir­tækið er í hópi stöndugra stór­fyr­ir­tækja sem stjórn­völd gagn­rýndu skyndi­lega og harð­lega fyrir notkun á hluta­bóta­leið­inni og hefur gefið út að það ætli að end­ur­greiða féð í rík­is­sjóð.

13. Frí­höfnin - 45,2 millj­ónir krónaÞað hafa fáir verið að fylla körfurnar af góðgæti í Fríhöfninni að undanförnu.

Alls 152 starfs­menn Frí­hafn­ar­innar á Kefla­vík­ur­flug­velli voru á hluta­bóta­leið­inni í mars og apr­íl. 30 starfs­mönnum var sagt upp í lok apr­íl. Frí­höfnin er dótt­ur­fé­lag opin­bera hluta­fé­lags­ins Isa­via.

14. Penn­inn - 39 millj­ónir króna

Penn­inn sagði upp 90 manns strax í lok mars­mán­að­ar, en þar var aðal­lega um að ræða fólk í hluta­störfum undir 45 pró­sent starfs­hlut­falli, sem hluta­bóta­leiðin náði ekki til. Upp­sagn­irnar náðu til um það bil 35 stöðu­gilda. 

Fjöldi ann­arra starfs­manna, alls 135 tals­ins, voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli í mars og apr­íl.

15. World Class - 36,9 millj­ónir króna

Lík­ams­rækt­ar­stöðvum var gert að loka vegna sótt­varna­ráð­staf­ana. Sú stærsta í þeim geira hér­lend­is, World Class, var með 117 starfs­menn á hluta­bótum í mars og apr­íl.

16. Örygg­is­mið­stöð Íslands - 36,6 millj­ónir króna

Alls 142 starfs­menn Örygg­is­mið­stöðvar Íslands voru á hluta­bótum í mars og apr­íl. Um 75 pró­sent þeirra sem voru í minnk­uðu starfs­hlut­falli störf­uðu við flug­vernd­ar­þjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

17. Hertz (Bíla­leiða Flug­leiða) - 36,4 millj­ónir

Bíla­leiga Flug­leiða, sem fer með rekstur Hertz á Íslandi, var með 94 starfs­menn á hluta­bótum í mars og apr­íl.

18. Arctic Adventures (Straum­hvarf) - 36,3 millj­ónir króna

Straum­hvarf, dótt­ur­fé­lag Arctic Adventures, var með 86 starfs­menn á hluta­bóta­leið­inni í mars og apr­íl.  Öllum starfs­mönnum Arctic Adventures og dótt­ur­fé­laga, alls 152 tals­ins, var sagt upp í lok apr­íl.

19. Bíla­leigur ALP hf. - 35,9 millj­ónir króna

ALP hf., sem rekur bíla­leig­urnar Avis og Budget á Íslandi, var með 84 starfs­menn á hluta­bóta­leið­inni í mars og apr­íl. 

20. Bíla­um­boðið Askja - 35,4 millj­ónir króna

Askja var með 112 starfs­menn í minnk­uðu starfs­hlut­falli í mars og apr­íl. 

21. Brim­borg - 32,2 millj­ónir króna

Brim­borg var með 165 starfs­menn á hluta­bóta­leið­inni í mars og apr­íl.

22. Húsa­smiðjan - 31 milljón króna

Húsa­smiðjan var með alls 148 starfs­menn í minnk­uðu starfs­hlut­falli í mars og apr­íl.

23. Össur - 30,6 millj­ónir króna

Össur nýtti hluta­bóta­leið­ina fyrir um þriðj­ung starfs­manna sinna á Íslandi, alls 166 manns. Starfs­hlut­fall þeirra fór niður í 50 pró­sent í apr­íl, en fyr­ir­tækið hefur gefið það út að það hygg­ist end­ur­greiða Vinnu­mála­stofn­un, eftir að hvöss gagn­rýni kom skyndi­lega fram frá stjórn­völd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar