Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar

Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.

Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Auglýsing

Alls 160 launa­greið­endur ósk­uðu eftir því að fá að breyta áður til­greindum launa­greiðslum til hækk­unar áður en þeir sóttu um að setja starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Af þeim ósk­uðu 99 eftir breyt­ingum á launa­greiðslur fyrir jan­úar og febr­úar 2020.

Eftir breyt­ing­arnar hækk­uðu upp­gefin laun hóps­ins um alls 114 millj­ónir króna frá því sem áður var. Sam­hliða hækk­uðu greiðslur vegna hluta­bóta­leið­ar­innar til hans um sam­bæri­lega tölu, enda verið að greiða umræddum hópi hlut­fall af hærri launum en hann hafði áður sagst vera með. Í flestum til­fellum var um aðila sem starfa við eigin atvinnu­rekstur að ræða, og gátu því breytt launa­seðlum sínum án þess að bera það undir nokkurn ann­an. 

Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um hluta­bóta­leið­ina segir að leiða megi líkum „að því að meiri­hluti umræddra breyt­inga byggi á hæpnum grunni og til­gang­ur­inn sé að ná hærri greiðslum úr rík­is­sjóði. Rík­is­end­ur­skoðun telur að svo miklar breyt­ingar veki upp spurn­ingar um ástæður umræddra breyt­inga og að kanna þurfi rétt­mæti þeirra.“

Skýrslan er unnin að frum­kvæði Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Á meðan að hún var í vinnslu fengu félags- og barna­mála­ráðu­neytið og Vinnu­mála­stofnun vit­neskju um að hún væri í bígerð, og tæki­færi til að gera athuga­semdir við nið­ur­stöður henn­ar. 

Ýmis konar grunur um mis­notkun

Í henni er sér­stak­lega fjallað um ábend­ingar um mis­notkun á leið­inni og ásókn fyr­ir­tækja með sterkan efna­hag í hana. Mikið hefur verið fjallað um síð­ar­nefnda atriðið í fjöl­miðlum enda varð fljótt ljóst að fyr­ir­tæki eða fyr­ir­tækja­sam­stæður sem áttu ekki í bráðum vanda við að mæta skuld­bind­ingum sínum um launa­greiðslur og höfðu jafn­vel ekki orðið fyrir sam­drætti vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru voru að nýta sér úrræð­ið. Hluti þeirra fyr­ir­tækja hafa greint frá því að þau ætli að end­ur­greiða þá fjár­muni sem þau sóttu í rík­is­sjóð í gegnum hluta­bóta­leið­ina.

Auglýsing
Í skýrsl­unni segir að einnig hafi komið í ljós dæmi þess að vinnu­veit­endur slitu ráðn­ing­ar­sam­bandi við starfs­menn eftir að starfs­hlut­fall var minnkað og töldu að þeir myndu njóta greiðslna úr Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði sam­kvæmt hluta­starfa­leið. Þann 15. apríl til­kynnti Vinnu­mála­stofnun að það væri grund­vall­ar­skil­yrði fyrir greiðslu að ráðn­ing­ar­sam­band launa­manns og vinnu­veit­anda væri í gildi, þ.e. hluta­starfa­leiðin væri ekki í boði á upp­sagn­ar­fresti starfs­manna. Í til­kynn­ingu frá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, sem send var út í kjöl­far­ið, var bent á að við­kom­andi laga­á­kvæði væri óljóst og hefðu þau túlkað það fyr­ir­tækjum í hag. Sam­tökin beindu því til aðild­ar­fyr­ir­tækja sinna eftir þetta að haga upp­sögnum og samn­ingum um hluta­störf í sam­ræmi við túlkun Vinnu­mála­stofn­un­ar.

Látnir skila meira vinnu­fram­lagi

Vinnu­mála­stofnun hefur einnig fengið ábend­ingar um að úrræðið sé mis­notað eftir öðrum leið­um. Í skýrsl­unni eru nefnd dæmi um ábend­ingar þar sem talið er að launa­menn séu látnir skila meira vinnu­fram­lagi en lækkað starfs­hlut­fall segir til um og að starfs­hlut­fall ein­stak­linga hafi verið lækkað aft­ur­virkt án þess að sú hafi verið raun­in. 

Svo hafa, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Vinnu­mála­stofn­un, komið upp til­felli sem gefa til­efni til að hugað verði sér­stak­lega að umsóknum ein­stak­linga sem starfa hjá eigin fyr­ir­tækj­um. „Við­kom­andi sækja um greiðslur líkt og aðrir launa­menn en skila einnig gögnum og stað­festa sam­komu­lag sem vinnu­veit­end­ur. Dæmi er um að laun eftir minnkað starfs­hlut­fall end­ur­spegli ekki launa­greiðslur áður en starfs­hlut­fall minnk­að­i.“

Þetta hafði þau áhrif að greiðslur úr rík­is­sjóði til við­kom­andi hækk­uðu umtals­vert, enda eru hluta­bæt­urnar reikn­aðar út miðað við með­al­tal heild­ar­launa síð­ustu þriggja mán­aða áður en launa­maður missti starf sitt að hluta. Í ljósi þessa afl­aði Rík­is­end­ur­skoðun upp­lýs­inga frá emb­ætti Rík­is­skatt­stjóra um hversu margir launa­greið­endur hafi óskað eftir að hækka áður til­kynnt laun og reiknað end­ur­gjald. Þar kom fram að þeir væri 160 og að heild­ar­breyt­ing á launum þeirra í jan­úar og febr­úar næmi 114 millj­ónum króna. Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur, líkt og áður sagði, að leiða megi líkur að því að „meiri­hluti umræddra breyt­inga byggi á hæpnum grunni og til­gang­ur­inn sé að ná hærri greiðslum úr rík­is­sjóð­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar