Mynd: 123rf.com

Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun

Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti með ráðstöfun ríkisfjár vegna leiðarinnar. Kostnaður við hana var upphaflega áætlaður 755 milljónir króna en verður líklega 34 milljarðar króna.

Þrátt fyrir áherslu stjórn­valda um að hluta­bóta­leið­in, einnig kölluð hluta­starfa­leið­in, væri stuðn­ingur við líf­væn­leg fyr­ir­tæki sem misst hefðu miklar tekjur virð­ist að nokkuð frjáls­ræði hafi verið á túlkun laga um hana. Í hópi þeirra fyr­ir­tækja sem nýttu sér hana eru „fyr­ir­tæki og fyr­ir­tækja­sam­stæður sem búa að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag en ekki verður séð af lög­unum og lög­skýr­ing­ar­gögnum að slíkt hafi verið ætl­un­in.“ 

Vakið hefur athygli að sveit­ar­fé­lög og opin­berir aðil­ar, til dæmis fyr­ir­tæki í opin­berri eigu, hafi nýtt sér úrræðið þrátt fyrir að lög­skýr­ing­ar­gögn beri með sér að það hafi verið ætlað fyr­ir­tækjum og starfs­mönnum þeirra. 

Brýnt er að eft­ir­lit sé haft með nýt­ingu rík­is­fjár og að stað­inn sé vörður um hags­muni rík­is­sjóðs þegar tugum millj­arða króna er ráð­stafað úr honum í leið eins og hluta­bóta­leið­ina. Á því varð mis­brestur og alls óvíst er hversu mik­ill kostn­aður hefði fallið á rík­is­sjóð vegna aðstæðna í efna­hags­líf­inu ef ekki hefði verið ráð­ist í hluta­bóta­leið­ina. Ljóst sé að fyr­ir­tæki sem hvorki eiga í bráðum rekstr­ar- né greiðslu­vanda, voru í sumum til­vikum með öfl­ugan rekstur og sterkan efna­hag, hafi nýtt sér leið­ina. 

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svartri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um úttekt sem stofn­unin hefur gert á hluta­bóta­leið­inni. Skýrslan er unnin að frum­kvæði Rík­is­end­ur­skoð­unar og hún var kynnt fyrir vel­ferð­ar­nefnd seint á mið­viku­dag. For­seti Alþingis gerði grein fyrir til­vist skýrsl­unnar við upp­haf þing­fundar í dag. Áður hafði félags- og barna­mála­ráðu­neytið og Vinnu­mála­stofnun fengið vit­neskju um að hún væri í vinnslu. 

Atvinnu­leysi mun kosta 84 millj­arða í ár

Hluta­bóta­leiðin var kynnt í fyrsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórn­ar­innar þann 21. mars síð­ast­lið­inn og er langstærsta ein­staka úrræðið sem hefur verið gripið til enn sem komið er vegna yfir­stand­andi efna­hags­að­stæðna. Leiðin gengur út á að stjórn­völd greiða allt að 75 pró­sent launa þeirra sem lækka tíma­bundið í starfs­hlut­falli upp að ákveðnu þaki.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins, sem var lagt fram 13. mars 2020, var gert ráð fyrir að um 1.000 manns myndu nýta sér úrræðið og kostn­aður þess myndi nema um 755 millj­ónum króna. 

Eftir að hluta­starfa­leiðin var lög­fest þann 20. mars 2020 taldi for­stjóri Vinnu­mála­stofn­unar að var­lega áætlað gæti kostn­að­ur­inn orðið þrír millj­arðar króna ef fimm þús­und manns myndu nýta sér leið­ina og 6,4 millj­arðar króna ef fjöld­inn yrði tíu þús­und. 

Þegar rík­is­stjórnin kynnti úrræðið á blaða­manna­fundi þann 21. mars sama ár var gert ráð fyrir mun meiri kostn­aði. Sam­kvæmt kynn­ing­unni var talið að við­bót­ar­þörf Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs yrði 22 millj­arðar króna Ekki var sett fram nein spá um fjölda ein­stak­linga sem kynnu að nýta sér leið­ina en miðað við áætl­aða fjár­þörf má gera ráð fyrir að fjöld­inn yrði um 30 þús­und. Kostn­að­ur­inn varð miklu meiri

Rúm­lega 37 þús­und manns voru sett á hluta­bóta­leið­ina þegar mest var. Rétt tæp­lega 73 pró­sent allra þeirra 6.435 vinnu­veit­enda sem nýttu sér leið­ina voru með þrjá eða færri starfs­menn. Nú áætla stjórn­völd að kostn­aður vegna leið­ar­innar verði 34 millj­arðar króna, en til stendur að fram­lengja gild­is­tíma hennar með breyt­ingum út ágúst­mán­uð. Heild­ar­greiðslur Vinnu­mála­stofn­unar vegna úrræð­is­ins á því tíma­bili sem Rík­is­end­ur­skoðun skoð­aði, greiðslur vegna mars og apr­íl­mán­aða, námu 11,7 millj­örðum króna og því við­búið að greiðslur til ein­stakra fyr­ir­tækja, sem fjallað verður um hér að neð­an, verði meiri þegar árið verður gert upp. 

Áætl­aðar atvinnu­leys­is­bætur í byrjun árs og út árið voru 27,4 millj­arðar króna. Vegna yfir­stand­andi ástands, og aðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar, hefur sú talað hækkað um 56,5 millj­arða króna í 83,9 millj­arða króna. Inni í þeirri tölu eru allar áætl­aðar greiðslur til bæði þeirra sem eru atvinnu­lausir að fullu og þeirra sem nýttu hluta­bóta­leið­ina. 

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Til sam­an­burðar má nefna að allt árið 2018 námu heild­ar­greiðslur vegna atvinnu­leysis ell­efu millj­örðum króna. Metárið í útgreiðslu atvinn­u­­leys­is­­bóta hingað til var árið 2009, þegar alls voru greiddar út 27,9 millj­­arðar króna. Sú upp­hæð hefur því vel rúm­lega tvö­fald­ast á fjórum mán­uð­um.

31 fyr­ir­tæki með yfir 100 starfs­menn á leið­inni

Alls setti 31 fyr­ir­tæki fleiri en 100 starfs­menn á leið­ina. Á meðal þeirra eru mörg stöndug fyr­ir­tæki eins og Mikla­torg ehf., sem á og rekur IKEA á Íslandi og hefur verið rekið í miklum hagn­aði árum sam­an, setti 180 starfs­menn á hluta­bóta­leið­ina. Alls greiddi rík­is­sjóður 65 millj­ónir króna vegna þessa í mars og apr­íl. Stoð­tækja­fyr­ir­tækið Össur setti 166 starfs­menn á leið­ina og greiðslur úr rík­is­sjóði vegna þessa námu 30,6 millj­ónum króna. Össur hefur sagt að fyr­ir­tækið ætli að end­ur­greiða þá fjár­muni. Athygli vekur að Íslands­póst­ur, sem er fyr­ir­tæki að öllu leyti í eigu rík­is­ins, ákvað að setja 154 manns á hluta­bóta­leið­ina. Festi, sem er skráð félag sem gerir ráð fyrir að skila yfir sjö millj­arða króna hagn­aði í ár, setti einnig fjöl­marga starfs­menn dótt­ur­fé­laga sinna á leið­ina. Í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar kemur til að mynda fram að 156 starfs­menn N1 voru á hluta­bót­um.

Auglýsing

Ein sam­stæða sker sig þó úr á allan hátt, Icelandair Group. Umfang greiðslna til hennar er mun umfangs­meiri en til allra ann­arra. Í mars og apríl greiddi Atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóður 926 millj­ónir króna í hluta­bætur vegna 2.493 starfs­manna Icelandair og heild­ar­greiðsla vegna hluta­bóta til starfs­manna móð­ur­fé­lags flug­fé­lags­ins, Icelandair Group, nam 1.116 millj­ónum króna vegna 3.318 starfs­manna.

Heild­ar­fjöldi stöðu­gilda Icelandair Group var að með­al­tali 4.715 á árinu 2019. Innan sam­stæð­unnar eru ásamt flug­fé­lag­inu Icelandair ehf. dótt­ur­fé­lögin Air Iceland Conn­ect (Flug­fé­lag Íslands ehf.), ferða­skrif­stofan Iceland Tra­vel ehf., Loft­leið­ir-Icelandic ehf., Icelandair Cargo ehf. og ferða­skrif­stofan Vita (Feria ehf.). Sam­stæðan seldi 75 pró­sent hlut sinn í Icelandair Hot­els (Flug­leiða­hót­elum hf.) 3. apríl 2020. 

Sam­drátt­ur­inn verður að vera vegna COVID-19

Ákveðið var í lok apríl að hluta­­bóta­­leiðin yrði fram­­lengd með óbreyttu sniði út júní, en hún átti upp­haf­lega að gilda til 1. júní. Eftir það verður hún í boði með breyttu sniði – hámarks­­greiðslur úr opin­berum sjóðum verða þá 50 pró­­sent af greiddum launum í stað 75 pró­­sent – og nán­­ari skil­yrðum út ágúst.

Icelandair Group er sú fyrirtækjasamstæða sem hefur orðið fyrir mestu höggi vegna yfirstandandi aðstæðna í efnahagslífinu.
mynd: Bára Huld Beck

Rík­is­end­ur­skoðun telur að fullt til­efni hafi verið fyrir stjórn­völd að end­ur­skoða fram­kvæmd hluta­starfa­leið­ar­innar og bregð­ast við, enda sé þannig leit­ast við að úrræðið sé ein­göngu nýtt af þeim aðilum sem því er ætlað að aðstoða. 

Að mati Rík­is­end­ur­skoð­unar þarf til að mynda að tryggja virkt eft­ir­lit með úrræð­inu þegar í stað og kanna þurfi hvort vinnu­veit­endur upp­fylli til­tekin skil­yrði um rekst­ur, fjár­hag og fjár­hags­skuld­bind­ing­ar.

Í skýrsl­unni seg­ir: „Eftir að í ljós kom að fyr­ir­tæki sem ekki áttu í bráðum rekstr­ar­vanda og bjuggu að sterkum efna­hag sem og opin­berir aðilar og sveit­ar­fé­lög höfðu nýtt úrræð­ið, var það afdrátt­ar­laus afstaða stjórn­valda að við end­ur­skoðun og fram­leng­ingu hluta­starfa­leið­ar­innar yrðu sett sam­bæri­leg skil­yrði fyrir úrræð­inu og finna má í öðrum aðgerðum stjórn­valda vegna COVID-19.“

Lögin sem gildi um leið­ina séu þó ekki marg­orð um þau skil­yrði sem upp­fylla þarf svo að hluta­bætur séu greidd­ar. „Hvað launa­menn varðar kveða lögin á um að um tíma­bund­inn sam­drátt í starf­semi vinnu­veit­anda sé að ræða en í til­viki sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga verður að vera veru­legur sam­dráttur í rekstri sem leiðir til tíma­bund­innar stöðv­unar á rekstri. Lögin hafa ekki að geyma frek­ari skil­grein­ingar á því hvað felist í tíma­bundnum sam­drætti eða hvað telst vera veru­legur sam­drátt­ur.“

Auglýsing

Í grein­ar­gerð­inni sem fylgdi frum­varp­inu þegar það var lagt fram hafi þó komið fram að til­efni laga­setn­ing­ar­innar væri óvissa á vinnu­mark­aði vegna COVID-19. Enn fremur sagði þar að Sam­tök atvinnu­rek­enda myndu hvetja fyr­ir­tæki sem eigi í tíma­bundnum rekstr­ar­vanda að nýta þann kost að lækka starfs­hlut­fall starfs­manna sinna tíma­bundið fremur en að grípa til upp­sagna. „Af þessu má ráða að sá sam­dráttur sem vinnu­veit­endur vísa til þegar starfs­hlut­fall starfs­manna er lækkað verður að vera vegna COVID-19. Þá má einnig benda á að sam­drátt­ur­inn verður að leiða til rekstr­ar­vanda hjá fyr­ir­tækjum og af þeim sökum ættu fyr­ir­tæki með sterkan efna­hag að geta staðið af sér tíma­bundna rekstr­ar­sveiflu án þess að þurfa að grípa til upp­sagna starfs­fólks eða lækk­unar á starfs­hlut­falli. Allt þetta eru atriði sem Vinnu­mála­stofnun ber að leggja til grund­vallar þegar meta á hvort heim­ilt sé eða heim­ilt hafi verið að greiða hluta­bætur til launa­manna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar