Lífeyrissjóðirnir hafa ekki lánað jafn lítið á einum mánuði í tæp fimm ár

Í fyrsta sinn frá því í október 2015 lánuðu íslenskir lífeyrissjóðir undir einum milljarði króna á einum mánuði til húsnæðiskaupa í apríl síðastliðnum. Þar skiptir samkomubann lykilmáli en hraðar vaxtalækkanir hafa líka þurrkað út forskot sjóðanna.

Þótt samkomubann hafi dregið úr útlánum tímabundið virðist fasteignamarkaðurinn enn vera á fleygiferð, enda vaxtakjör í dag einstök í Íslandssögunni.
Þótt samkomubann hafi dregið úr útlánum tímabundið virðist fasteignamarkaðurinn enn vera á fleygiferð, enda vaxtakjör í dag einstök í Íslandssögunni.
Auglýsing

Útlán líf­eyr­is­sjóða í apr­íl­mán­uði námu 893 millj­ónum króna. Það er 13 pró­sent af þeirri upp­hæð sem sjóð­irnir lán­uðu út í mars, þegar þeir lán­uðu alls rúm­lega 6,6 millj­arða króna. Þetta er minnsta fjár­hæð sem líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa lánað út til hús­næð­is­kaupa frá októ­ber­mán­uði 2015, þegar end­ur­koma þeirra inn á þann markað hófst að af alvöru sam­hliða því að nokkrir stórir sjóðir lækk­uðu veru­lega vexti á lánum sín­um, láns­hlut­fall var hækkað og lán­töku­kostn­aður lækk­aður umtals­vert. 

Þetta kemur fram í nýlegum tölum Seðla­banka Íslands um umsvif íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins.

Sam­drátt­ur­inn í apríl átti sér stað þegar sam­komu­bann var í gildi á Íslandi vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og sam­fé­lagið allt í hæga­gangi. Það útskýrir því að öllum lík­indum hann að mest­u. 

Útlán líf­eyr­is­sjóð­anna höfðu þó dreg­ist saman mán­uði til mán­aðar það sem af er ári. Í jan­úar lán­uðu þeir til að mynda 11,6 millj­arða króna en í mars höfðu útlánin tæp­lega helm­ing­ast. Útlánin í apríl voru síðan ein­ungis 7,6 pró­sent af því sem þau voru í jan­ú­ar. 

Miklar breyt­ingar á skömmum tíma

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa verið með sterk tök á hús­næð­is­lána­mark­aðnum frá því í októ­ber 2015. Þeir hafa getað boðið mun betri vaxta­kjör en við­skipta­bankar vegna þess að á þeim hvíla ekki eig­in­fjár­kröfur né ýmsir sér­tækir banka­skatt­ar, sem bank­arnir hafa þurft að verð­meta inn í kjör sín. Fyrir þá sem gátu tekið lán hjá líf­eyr­is­sjóðum þá marg­borg­aði það sig und­an­farin ár. Við­skipta­bank­arnir voru ein­fald­lega ekki sam­keppn­is­hæfir í kjör­u­m. 

Þar af leið­andi jókst umfang þeirra lána sem líf­eyr­is­sjóð­irnir lán­uðu ár frá ári. Í fyrra var metár í útlánum til sjóðs­fé­laga þegar þeir lán­uðu þeim í fyrsta sinn yfir 100 millj­arða króna. Nánar til­tekið 101,6 millj­arða króna.

Auglýsing
Síðustu vikur hefur staðan á þessum mark­aði breyst hratt. 

Í fyrsta lagi hafa stýri­vextir lækkað úr 4,5 í 1,0 pró­sent á einu ári, og þorri þeirrar lækk­unar átti sér stað eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn skall á í lok febr­ú­ar. Á þessu tíma­bili hefur Seðla­bank­inn líka aflétt tveggja pró­­senta sveiflu­­jöfn­un­­ar­auka á fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki og búið er að sam­þykkja að lækka banka­skatt niður í 0,145 pró­sent í lok árs 2020. Þessar breyt­ingar hafa gert það að verkum að við­skipta­bank­arnir skyndi­lega orðið sam­keppn­is­hæfir að nýju.

Bank­arnir taka for­ystu á ný

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í frétta­skýr­ingu í lok maí þá er for­skot líf­eyr­is­sjóð­anna óðum að hverfa. Stóru við­­skipta­­bank­­arnir þrír; Lands­­bank­inn, Íslands­­­banki og Arion banki, höfðu þá allir til­kynnt um umtals­verðar vaxta­­lækk­­­anir í kjöl­far síð­ustu stýri­­vaxta­­lækk­­un­­ar. Með til­­liti til verð­­bólgu eru óverð­­tryggð hús­næð­is­lán við­­skipta­­bank­ana því orðin þau hag­­stæð­­ustu sem í boði eru ef frá eru talin hús­næð­is­lán sem Birta líf­eyr­is­­sjóður býður sjóð­­fé­lögum sín­um, sem eru þau lægstu á mark­aðnum (2,1 pró­sent breyti­legir óverð­tryggðir vextir og 1,74 pró­sent breyti­legir verð­tryggðir vext­ir). Lán Birtu eru hins vegar að hámarki fyrir 65 pró­­sent af kaup­verði á meðan að bank­­arnir lána fyrir 70 pró­­sent þess og standa ein­ungis til boða fyrir þá sem hafa greitt í sjóð­inn sam­fleytt í að minnsta kosti sex mán­uði.

Þegar vaxta­lækk­anir bank­ana tóku gildi um síð­ustu mán­aða­mót voru breyt­i­­legir óverð­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum hjá Lands­­bank­­anum orðnir 3,50 pró­­sent. Á sam­­bæri­­legum lánum hjá Arion banka urðu vext­irnir 3,54 pró­­sent og hjá Íslands­­­banka 3,70 pró­­sent. 

Verð­­bólgan mælist nú 2,6 pró­­sent á árs­grund­velli. Hald­ist hún í sama horf­inu er því ljóst að raun­vextir eru orðnir lægstir á óverð­­tryggðum lánum bank­anna, ef miðað er ein­vörð­ungu við þá sem lána 70 pró­sent af mark­aðsvirði hið minnsta. Í síð­­­ustu mæl­ingum fór verð­­bólgan yfir verð­­bólg­u­­mark­mið Seðla­­bank­ans í fyrsta sinn frá því í nóv­­em­ber. Bank­inn spáir því að hún verði undir mark­miði á næst­unni en ljóst er að óvissan er mik­il.

Uppi­staðan enn verð­tryggð lán

Þangað til í apríl 2020 hafði það ein­ungis gerst þrisvar að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hefðu lánað meira óverð­tryggt en verð­tryggt. Það gerð­ist fyrst í des­em­ber 2018 og svo aftur í jan­úar 2019. Síð­ast gerð­ist það í októ­ber í fyrra. Í öll skiptin var verð­bólgan yfir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans. 

Það sem af er þessu ári höfðu lán­takar hjá líf­eyr­is­sjóð­unum hins vegar frekar tekið verð­tryggð lán en óverð­tryggð. 

Í apríl voru hins vegar 83 pró­sent allra útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga óverð­tryggð lán. Það verður þó að taka til­lit til þess að heild­ar­út­lán voru afar tak­mörk­uð, eða ein­ungis 893 millj­ónir króna. 

Verð­tryggð lán eru enn uppi­staðan í útlána­safni sjóð­anna, eða tæp­lega 78 pró­sent allra útlána þeirra eru slík lán.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar