Danaprins verður varnarmálasérfræðingur

Dönum þykir sjaldnast fréttnæmt þótt nýr starfsmaður sé ráðinn í danskt ráðuneyti. Flestir, ef ekki allir, danskir fjölmiðlar greindu þó frá nýjum starfsmanni utanríkisráðuneytisins. Starfsmaðurinn er ekki einhver „Jón úti í bæ“ heldur prins.

Jóakim ásamt eiginkonu sinni Marie í fyrrahaust.
Jóakim ásamt eiginkonu sinni Marie í fyrrahaust.
Auglýsing

Danir hafa mik­inn áhuga á öllu því sem við­kemur fjöl­skyldu Mar­grétar Þór­hildar drottn­ing­ar. Þess vegna má slá því föstu að þeir hafi með athygli lesið frétt sem dönsku fjöl­miðl­arnir birtu sl. mið­viku­dag, 10. júní. Þar var sagt frá því að Jóakim (Joachim), yngri sonur Mar­grétar Þór­hildar og Hen­riks drottn­ing­ar­manns, hefði verið ráð­inn til starfa við danska sendi­ráðið í Par­ís. Þessi frétt hefur vafa­lítið komið mörgum á óvart, en ekki síður starfs­heit­ið: for­svarsattaché. „For­svarsattaché, hvad er nu det for noget“ sagði eldri maður þegar sjón­varps­frétta­maður spurði hann hvernig honum lit­ist á þetta nýja starf Jóakims. Og áður en frétta­mað­ur­inn hafði svar­að, bætti karl­inn við „það er ágætt að hann skuli nenna að vinna“.

Joachim Hol­ger Walde­mar Christ­ian eins og prins­inn heitir fullu nafni er fæddur 7. júní 1969. Hann gekk í Krebs skól­ann á Aust­ur­brú í Kaup­manna­höfn frá 1974 til 1982. Þá tók við eins árs dvöl á heima­vist­ar­skóla í Norm­andí í Frakk­landi og árið 1986 lauk hann stúd­ents­prófi frá Øregaard mennta­skól­anum í Hell­er­up. Að lok­inni eins árs dvöl sem vinnu­maður á búgarði í Ástr­alíu tók her­skyldan við. 

Jóakim hefur sjálfur sagt að vera sín í hernum hafi verið góður skóli og eftir að hinni lög­bundnu her­skyldu lauk stund­aði hann fram­halds­nám innan hers­ins og til að gera langa sögu stutta varð hann árið 2015 ofursti í hern­um. Þótt áhugi Jóakims hafi beinst að hernum ein­skorð­að­ist áhugi hans ekki við her­mennsk­una. Hann hefur alla tíð haft mik­inn áhuga á land­bún­aði og á árunum 1991 -1993 stund­aði hann nám við Den Classenske Ager­brugs­skole, land­bún­að­ar­skóla á Falstri. 

Bónd­inn 

Jóakim er ári yngri en bróðir hans, rík­is­arf­inn Frið­rik. Frið­rik á fjögur börn og þau eru öll á undan Jóakim í erfða­röð krún­unnar og því afar ólík­legt að hann verði nokkru sinni þjóð­höfð­ingi Dan­merk­ur. Hlut­verk rík­is­arfans er mjög skýrt en öðru máli gegnir um bróð­ur­inn Jóakim. Það reyn­ist kónga- og drottn­inga­börn­um, öðrum en því elsta, oft erfitt að „finna fjöl­ina sína“. Börn kónga­fólks­ins mega iðu­lega sitja undir mik­illi gagn­rýni fólks sem á erfitt með að skilja hvers­vegna „við eigum að halda afkvæmum kónga­fólks­ins uppi“ eins og það er stundum orð­að. Jóakim hefur ekki farið var­hluta af þess­ari gagn­rýni og jafn­vel látið að því liggja að hann njóti lífs­ins á kostnað skatt­borgar­anna og þurfi lítið á sig að leggja.

Auglýsing
Margir urðu undr­andi þegar greint var frá því árið 1995 að Jóakim og Alex­andra fyrri kona hans, sem þá voru að ganga í hjóna­band, fengju yfir­ráð yfir Schac­ken­borg­ar­höll á Suð­ur­-Jót­landi. Höll­ina hafði von Schack greifi fengið að gjöf frá Frið­riki III um miðja sautj­ándu öld en afkom­endur hans afhentu hirð­inni höll­ina árið 1978. Efnt var til sam­skota meðal dansks almenn­ings vegna við­gerða á höll­inni og árið 1999 fluttu Jóakim og Alex­andra svo í höll­ina í Møgeltønd­er. Ætlun Jóakims var að stunda land­búnað á jörð­inni en búskap­ur­inn gekk erf­ið­lega og hjónin fluttu úr höll­inni, til Kaup­manna­hafn­ar. Brestir voru komnir í hjóna­bandið og Jóakim og Alex­andra skildu árið 2005. Tveimur árum síðar gift­ist Jóakim núver­andi eig­in­konu sinni, Marie. Þau eiga tvö börn en fyrir átti Jóakim tvö börn úr hjóna­bandi sínu með Alexöndru. Með­fram búskapnum á Suð­ur­-Jót­landi gegndi Jóakim ýmsum störfum hjá hernum og árið 2015 fékk hann titil ofursta í vara­liði hers­ins.

Nám í Frakk­landi 

Í árs­byrjun 2019 fékk Jóakim boð franska varn­ar­mála­ráð­herr­ans um náms­dvöl í Her­skól­anum (École Militaire) í Par­ís. Nám­ið, sem 30 manns (flestir franskir) stunda hverju sinni, er tak­markað við hátt setta yfir­menn í hern­um. og tekur eitt ár,telst æðsta náms­stig Her­skól­ans. Jóakim er fyrsti Dan­inn sem stundar þetta nám. 

Hvað gerir for­svarsattaché? 

Margir Danir klór­uðu sér í koll­inum þegar fregnir bár­ust af þessu starfi sem Jóakim prins hefði feng­ið. Orða­bækur segja attaché, sem er komið úr frönsku, merkja sendi­ráðs­rit­ara, eða full­trúa í sendi­ráði, sem oft­ast sinnir sér­stöku til­teknu sviði innan sendi­ráðs­ins. Sá sem ber starfs­heitið for­svarsattaché í sendi­ráði kemur langoft­ast (eða alltaf) úr hernum og sinnir mál­efnum sem varða hern­að­ar­sam­vinnu Dan­merkur og við­kom­andi lands. Sem sé eins­konar tengiliður á hern­að­ar­svið­inu.

Ekki í jakka­fötum í vinn­unni

Þegar Jóakim byrjar í nýju vinn­unni, 1. sept­em­ber næst­kom­andi, getur hann ekki mætt í jakka­föt­um, með háls­tau. Sá klæðn­aður er ekki gjald­gengur hjá for­svarsattaché. Í vinn­unni skal sá sem gegnir stöð­unni klæð­ast ein­kenn­is­fatn­aði hers­ins, fatn­aði sem sýnir stöðu hans innan hers­ins. Ekki er víst að Jóakim dugi einn umgangur af her­klæð­un­um, ráðn­ingin er til þriggja ára.

Hefur Jóakim það sem til þarf í starf­ið?  

Þessa spurn­ingu lagði frétta­maður danska útvarps­ins, DR, fyrir Hen­rik Breit­en­bauch, sér­fræð­ing á sviði hern­að­ar­mála. Sér­fræð­ing­ur­inn svar­aði spurn­ing­unni ját­andi: Jóakim hefði 33 ára reynslu í hern­um, hann hefði hægt og rólega „klifrað upp stig­ann“ eins og sér­fræð­ing­ur­inn orð­aði það. Hvort sú stað­reynd að Jóakim er sonur Dana­drottn­ingar taldi Hen­rik Breit­en­bauch ekki skipta máli varð­andi ráðn­ing­una. 

Laun­in  

Danska útvarpið spurð­ist fyrir um laun Jóakims í nýja starf­inu. Svarið við þeirri spurn­ingu kom frétta­manni á óvart. Jóakim fær engin laun meðan hann gegnir starf­inu. „Þarf hann þá að lifa á pasta og tómatsósu, og korn­flexi með vatni útá“ var spurt. Nei, ekki er það svo. Prins­inn heldur nefni­lega fram­færslu­launum (apana­ge) sínum hjá hirð­inni. Þau nema 330 þús­und dönskum krónum (6,7 millj­ónir íslenskar) á mán­uði. Her­inn leggur til vinnu­fatn­að­inn.    

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar