Danaprins verður varnarmálasérfræðingur

Dönum þykir sjaldnast fréttnæmt þótt nýr starfsmaður sé ráðinn í danskt ráðuneyti. Flestir, ef ekki allir, danskir fjölmiðlar greindu þó frá nýjum starfsmanni utanríkisráðuneytisins. Starfsmaðurinn er ekki einhver „Jón úti í bæ“ heldur prins.

Jóakim ásamt eiginkonu sinni Marie í fyrrahaust.
Jóakim ásamt eiginkonu sinni Marie í fyrrahaust.
Auglýsing

Danir hafa mikinn áhuga á öllu því sem viðkemur fjölskyldu Margrétar Þórhildar drottningar. Þess vegna má slá því föstu að þeir hafi með athygli lesið frétt sem dönsku fjölmiðlarnir birtu sl. miðvikudag, 10. júní. Þar var sagt frá því að Jóakim (Joachim), yngri sonur Margrétar Þórhildar og Henriks drottningarmanns, hefði verið ráðinn til starfa við danska sendiráðið í París. Þessi frétt hefur vafalítið komið mörgum á óvart, en ekki síður starfsheitið: forsvarsattaché. „Forsvarsattaché, hvad er nu det for noget“ sagði eldri maður þegar sjónvarpsfréttamaður spurði hann hvernig honum litist á þetta nýja starf Jóakims. Og áður en fréttamaðurinn hafði svarað, bætti karlinn við „það er ágætt að hann skuli nenna að vinna“.

Joachim Holger Waldemar Christian eins og prinsinn heitir fullu nafni er fæddur 7. júní 1969. Hann gekk í Krebs skólann á Austurbrú í Kaupmannahöfn frá 1974 til 1982. Þá tók við eins árs dvöl á heimavistarskóla í Normandí í Frakklandi og árið 1986 lauk hann stúdentsprófi frá Øregaard menntaskólanum í Hellerup. Að lokinni eins árs dvöl sem vinnumaður á búgarði í Ástralíu tók herskyldan við. 

Jóakim hefur sjálfur sagt að vera sín í hernum hafi verið góður skóli og eftir að hinni lögbundnu herskyldu lauk stundaði hann framhaldsnám innan hersins og til að gera langa sögu stutta varð hann árið 2015 ofursti í hernum. Þótt áhugi Jóakims hafi beinst að hernum einskorðaðist áhugi hans ekki við hermennskuna. Hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á landbúnaði og á árunum 1991 -1993 stundaði hann nám við Den Classenske Agerbrugsskole, landbúnaðarskóla á Falstri. 

Bóndinn 

Jóakim er ári yngri en bróðir hans, ríkisarfinn Friðrik. Friðrik á fjögur börn og þau eru öll á undan Jóakim í erfðaröð krúnunnar og því afar ólíklegt að hann verði nokkru sinni þjóðhöfðingi Danmerkur. Hlutverk ríkisarfans er mjög skýrt en öðru máli gegnir um bróðurinn Jóakim. Það reynist kónga- og drottningabörnum, öðrum en því elsta, oft erfitt að „finna fjölina sína“. Börn kóngafólksins mega iðulega sitja undir mikilli gagnrýni fólks sem á erfitt með að skilja hversvegna „við eigum að halda afkvæmum kóngafólksins uppi“ eins og það er stundum orðað. Jóakim hefur ekki farið varhluta af þessari gagnrýni og jafnvel látið að því liggja að hann njóti lífsins á kostnað skattborgaranna og þurfi lítið á sig að leggja.

Auglýsing
Margir urðu undrandi þegar greint var frá því árið 1995 að Jóakim og Alexandra fyrri kona hans, sem þá voru að ganga í hjónaband, fengju yfirráð yfir Schackenborgarhöll á Suður-Jótlandi. Höllina hafði von Schack greifi fengið að gjöf frá Friðriki III um miðja sautjándu öld en afkomendur hans afhentu hirðinni höllina árið 1978. Efnt var til samskota meðal dansks almennings vegna viðgerða á höllinni og árið 1999 fluttu Jóakim og Alexandra svo í höllina í Møgeltønder. Ætlun Jóakims var að stunda landbúnað á jörðinni en búskapurinn gekk erfiðlega og hjónin fluttu úr höllinni, til Kaupmannahafnar. Brestir voru komnir í hjónabandið og Jóakim og Alexandra skildu árið 2005. Tveimur árum síðar giftist Jóakim núverandi eiginkonu sinni, Marie. Þau eiga tvö börn en fyrir átti Jóakim tvö börn úr hjónabandi sínu með Alexöndru. Meðfram búskapnum á Suður-Jótlandi gegndi Jóakim ýmsum störfum hjá hernum og árið 2015 fékk hann titil ofursta í varaliði hersins.

Nám í Frakklandi 

Í ársbyrjun 2019 fékk Jóakim boð franska varnarmálaráðherrans um námsdvöl í Herskólanum (École Militaire) í París. Námið, sem 30 manns (flestir franskir) stunda hverju sinni, er takmarkað við hátt setta yfirmenn í hernum. og tekur eitt ár,telst æðsta námsstig Herskólans. Jóakim er fyrsti Daninn sem stundar þetta nám. 

Hvað gerir forsvarsattaché? 

Margir Danir klóruðu sér í kollinum þegar fregnir bárust af þessu starfi sem Jóakim prins hefði fengið. Orðabækur segja attaché, sem er komið úr frönsku, merkja sendiráðsritara, eða fulltrúa í sendiráði, sem oftast sinnir sérstöku tilteknu sviði innan sendiráðsins. Sá sem ber starfsheitið forsvarsattaché í sendiráði kemur langoftast (eða alltaf) úr hernum og sinnir málefnum sem varða hernaðarsamvinnu Danmerkur og viðkomandi lands. Sem sé einskonar tengiliður á hernaðarsviðinu.

Ekki í jakkafötum í vinnunni

Þegar Jóakim byrjar í nýju vinnunni, 1. september næstkomandi, getur hann ekki mætt í jakkafötum, með hálstau. Sá klæðnaður er ekki gjaldgengur hjá forsvarsattaché. Í vinnunni skal sá sem gegnir stöðunni klæðast einkennisfatnaði hersins, fatnaði sem sýnir stöðu hans innan hersins. Ekki er víst að Jóakim dugi einn umgangur af herklæðunum, ráðningin er til þriggja ára.

Hefur Jóakim það sem til þarf í starfið?  

Þessa spurningu lagði fréttamaður danska útvarpsins, DR, fyrir Henrik Breitenbauch, sérfræðing á sviði hernaðarmála. Sérfræðingurinn svaraði spurningunni játandi: Jóakim hefði 33 ára reynslu í hernum, hann hefði hægt og rólega „klifrað upp stigann“ eins og sérfræðingurinn orðaði það. Hvort sú staðreynd að Jóakim er sonur Danadrottningar taldi Henrik Breitenbauch ekki skipta máli varðandi ráðninguna. 

Launin  

Danska útvarpið spurðist fyrir um laun Jóakims í nýja starfinu. Svarið við þeirri spurningu kom fréttamanni á óvart. Jóakim fær engin laun meðan hann gegnir starfinu. „Þarf hann þá að lifa á pasta og tómatsósu, og kornflexi með vatni útá“ var spurt. Nei, ekki er það svo. Prinsinn heldur nefnilega framfærslulaunum (apanage) sínum hjá hirðinni. Þau nema 330 þúsund dönskum krónum (6,7 milljónir íslenskar) á mánuði. Herinn leggur til vinnufatnaðinn.    

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar