Fjöldi þeirra sem nýta hlutabótaleiðina hefur næstum helmingast

Atvinnuleysi dróst mikið saman í síðasta mánuði, sérstaklega vegna þess að fjöldi þeirra sem voru á hinni svokölluðu hlutabótaleið dróst verulega saman. Þeim sem fengu greitt vegna úrræðisins fækkaði um 16.424 í maí.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði fram frumvarpið um hlutabótaleiðina á sínum tíma.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði fram frumvarpið um hlutabótaleiðina á sínum tíma.
Auglýsing

Í apr­íl­mán­uði fengu alls 33.637 manns greiddar hluta­bætur vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði. Í lok maí­mán­aðar voru alls 17.213 manns í minnk­uðu starfs­hlut­falli. Það þýður að þeim launa­mönnum sem settir höfðu verið á hluta­bóta­leið­ina hafði fækkað næstum helm­ing frá því sem mest var. 

Þetta má lesa úr nýrri mán­aða­skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar um stöð­una á vinnu­mark­aði sem birt var i dag. Þar segir að fólk hafi verið að skrá sig úr hluta­bóta­leið­inni jafnt og þétt yfir maí­mán­uð, heldur fleiri þó framan af mán­uð­in­um. Meðal bóta­hlut­fall fólks á hluta­bóta­leið­inni var um 60 pró­sent  í maí.

Atvinnu­leysi vegna þeirra sem skráðir voru í minnkað starfs­hlut­fall í maí reikn­að­ist 5,6 pró­sent í maí og hafði lækkað um nærri helm­ing frá því í apr­íl. Í skýrsl­unni segir að hæst hafi hlut­fall atvinnu­leysis sem teng­ist minnk­uðu starfs­hlut­falli verið á Suð­ur­nesjum, eða 7,4 pró­sent. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mæld­ist það 5,7 pró­sent. Vinnu­mála­stofnun gerir ráð fyrir að atvinnu­leysi vegna minnk­aðs starfs­hlut­falls lækki í um 3,5-4,0 pró­sent í júní og komi þá til við­bótar almennu atvinnu­leysi nálægt 7,3 pró­sent.

Alls mæld­ist heild­ar­at­vinnu­leysi í maí þrettán pró­sent, en hafði verið 17,8 pró­sent í apr­íl.

Leiðin fram­lengd með breyt­ingum

Stjórn­völd ákváðu að fram­lengja hluta­bóta­leið­ina út ágúst næst­kom­andi, en þó með breyttu sniði. Þær breyt­ingar sem gerðar voru fela meðal ann­­ars í sér að í júlí og ágúst verða hámarks­­greiðslur úr opin­berum sjóðum 50 pró­­sent af greiddum launum í stað 75 pró­­sent. Auk þess mega þau fyr­ir­tæki sem nýta sér leið­ina ekki ætla að greiða arð, kaupa eigin bréf, greiða óum­­samda bónusa eða borga helstu stjórn­­endum yfir þrjár millj­­ónir á mán­uði í tvö ár.

Auglýsing
Áætlanir stjórn­valda gera nú ráð fyrir að leiðin muni kosta 34 millj­arða króna. 

Sama dag og fram­leng­ing hluta­bóta­leið­ar­innar var sam­þykkt á Alþingi í lok maí var sam­þykkt frum­varp um að veita fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir umfangs­miklu tekju­tapi, eða 75 pró­sent, styrki til að eyða ráðn­ing­ar­sam­böndum við starfs­fólk sitt. Til­kynnt var um að frum­varpið yrði lagt fram í lok apr­íl, sem leiddi til þess að mörg fyr­ir­tæki sem höfðu verið með fólk á hluta­bóta­leið­inni sögðu því upp fyrir þau mán­að­ar­mót.

Úrræðið gerir ráð fyrir því að rík­­is­­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­­­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­­arða króna í styrki til að hjálpa þeim að segja upp fólki. Yfir­­lýst mark­mið er að draga úr fjölda­gjald­­þrotum og tryggja rétt­indi launa­­fólks. Hlið­­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

Fyr­ir­tækj­unum fækk­aði um yfir tvö þús­und

Í skýrslu Vinnu­mála­stofn­unar segir að 42 pró­sent þeirra sem voru í hluta­bóta­leið­inni í lok maí hafi verið starf­andi í flug­starf­semi, gisti- og veit­inga­rekstri og öðrum ferða­þjón­ustu­tengdum greinum og hafði hlut­fallið hækkað úr um 37 pró­sent í lok apr­íl. Stofn­unin segir að það sýni alvar­lega stöðu þeirrar atvinnu­grein­ar. 

Hlut­fall þeirra fyr­ir­tækja sem starfa í menn­ing­ar- og félags­starf­semi auk opin­bers rekstrar og per­sónu­legrar þjón­ustu sem nýttu sér úrræðið lækk­aði úr ell­efu í átta pró­sent í maí. 

Alls nýttu 6.320 fyr­ir­tæki sér­ hluta­bóta­leið­ina í apríl en fjöldi þeirra var kom­inn niður í um 4.200 í lok maí. Það þýðir að um 2.120 fyr­ir­tæki hættu að nýta sér leið­ina í maí, eða þriðj­ung­ur. 

Mikil umræða var enda um leið­ina í þeim mán­uði og sér­stak­lega um notkun fyr­ir­tækja bjuggu að öfl­­ugum rekstri og traustum efna­hag, og höfðu ekki orðið fyrir veru­­legum skakka­­föll­um vegna COVID-19, á úrræð­in­u. 

Í skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun tók saman að eigin frum­kvæði, og birti í lok síð­asta mán­að­ar, kom fram að hluta­­bóta­­leiðin hafi verið mis­­notuð á marg­hátt­aðan máta. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstr­ar­vanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjár­muni í rík­is­sjóð og mis­brestur hafi verið á eft­ir­liti með ráð­stöfun rík­is­fjár vegna leið­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar