Fjöldi þeirra sem nýta hlutabótaleiðina hefur næstum helmingast

Atvinnuleysi dróst mikið saman í síðasta mánuði, sérstaklega vegna þess að fjöldi þeirra sem voru á hinni svokölluðu hlutabótaleið dróst verulega saman. Þeim sem fengu greitt vegna úrræðisins fækkaði um 16.424 í maí.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði fram frumvarpið um hlutabótaleiðina á sínum tíma.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði fram frumvarpið um hlutabótaleiðina á sínum tíma.
Auglýsing

Í aprílmánuði fengu alls 33.637 manns greiddar hlutabætur vegna minnkaðs starfshlutfalls úr atvinnuleysistryggingasjóði. Í lok maímánaðar voru alls 17.213 manns í minnkuðu starfshlutfalli. Það þýður að þeim launamönnum sem settir höfðu verið á hlutabótaleiðina hafði fækkað næstum helming frá því sem mest var. 

Þetta má lesa úr nýrri mánaðaskýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði sem birt var i dag. Þar segir að fólk hafi verið að skrá sig úr hlutabótaleiðinni jafnt og þétt yfir maímánuð, heldur fleiri þó framan af mánuðinum. Meðal bótahlutfall fólks á hlutabótaleiðinni var um 60 prósent  í maí.

Atvinnuleysi vegna þeirra sem skráðir voru í minnkað starfshlutfall í maí reiknaðist 5,6 prósent í maí og hafði lækkað um nærri helming frá því í apríl. Í skýrslunni segir að hæst hafi hlutfall atvinnuleysis sem tengist minnkuðu starfshlutfalli verið á Suðurnesjum, eða 7,4 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu mældist það 5,7 prósent. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi vegna minnkaðs starfshlutfalls lækki í um 3,5-4,0 prósent í júní og komi þá til viðbótar almennu atvinnuleysi nálægt 7,3 prósent.

Alls mældist heildaratvinnuleysi í maí þrettán prósent, en hafði verið 17,8 prósent í apríl.

Leiðin framlengd með breytingum

Stjórnvöld ákváðu að framlengja hlutabótaleiðina út ágúst næstkomandi, en þó með breyttu sniði. Þær breyt­ingar sem gerðar voru fela meðal ann­ars í sér að í júlí og ágúst verða hámarks­greiðslur úr opin­berum sjóðum 50 pró­sent af greiddum launum í stað 75 pró­sent. Auk þess mega þau fyr­ir­tæki sem nýta sér leið­ina ekki ætla að greiða arð, kaupa eigin bréf, greiða óum­samda bónusa eða borga helstu stjórn­endum yfir þrjár millj­ónir á mán­uði í tvö ár.

Auglýsing
Áætlanir stjórnvalda gera nú ráð fyrir að leiðin muni kosta 34 milljarða króna. 

Sama dag og framlenging hlutabótaleiðarinnar var samþykkt á Alþingi í lok maí var samþykkt frumvarp um að veita fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir umfangsmiklu tekjutapi, eða 75 prósent, styrki til að eyða ráðningarsamböndum við starfsfólk sitt. Tilkynnt var um að frumvarpið yrði lagt fram í lok apríl, sem leiddi til þess að mörg fyrirtæki sem höfðu verið með fólk á hlutabótaleiðinni sögðu því upp fyrir þau mánaðarmót.

Úrræðið gerir ráð fyrir því að rík­is­sjóður greiði fyr­ir­tækjum sem upp­fylla sett skil­yrði alls 27 millj­arða króna í styrki til að hjálpa þeim að segja upp fólki. Yfir­lýst mark­mið er að draga úr fjölda­gjald­þrotum og tryggja rétt­indi launa­fólks. Hlið­ar­á­hrif eru að eign hlut­hafa er var­in. 

Fyrirtækjunum fækkaði um yfir tvö þúsund

Í skýrslu Vinnumálastofnunar segir að 42 prósent þeirra sem voru í hlutabótaleiðinni í lok maí hafi verið starfandi í flugstarfsemi, gisti- og veitingarekstri og öðrum ferðaþjónustutengdum greinum og hafði hlutfallið hækkað úr um 37 prósent í lok apríl. Stofnunin segir að það sýni alvarlega stöðu þeirrar atvinnugreinar. 

Hlutfall þeirra fyrirtækja sem starfa í menningar- og félagsstarfsemi auk opinbers rekstrar og persónulegrar þjónustu sem nýttu sér úrræðið lækkaði úr ellefu í átta prósent í maí. 

Alls nýttu 6.320 fyrirtæki sér hlutabótaleiðina í apríl en fjöldi þeirra var kominn niður í um 4.200 í lok maí. Það þýðir að um 2.120 fyrirtæki hættu að nýta sér leiðina í maí, eða þriðjungur. 

Mikil umræða var enda um leiðina í þeim mánuði og sérstaklega um notkun fyrirtækja bjuggu að öfl­ugum rekstri og traustum efna­hag, og höfðu ekki orðið fyrir veru­legum skakka­föll­um vegna COVID-19, á úrræðinu. 

Í skýrslu sem Ríkisendurskoðun tók saman að eigin frumkvæði, og birti í lok síðasta mánaðar, kom fram að hluta­bóta­leiðin hafi verið mis­notuð á marg­hátt­aðan máta. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti með ráðstöfun ríkisfjár vegna leiðarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar