Tekjur Bláa Lónsins voru tæplega 20 milljarðar króna í fyrra

Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað í fyrra jukust tekjur Bláa Lónsins. Félagið átti 12,4 milljarða í eigið fé um síðustu áramót. COVID-19 hefur sett verulegt strik í reikninginn hjá félaginu í ár sem hefur sagt upp nálægt 75 prósent starfsfólks.

Bláa lónið
Auglýsing

Tekjur Bláa Lóns­ins voru meiri í fyrra en árið 2018, þrátt fyrir að ferða­mönnum sem heim­sóttu Íslands hafi fækkað um rúm­lega 300 þús­und á síð­asta ári. Tekjur félags­ins voru tæp­lega 125 millj­ónir evra á árinu 2019, eða um 19,4 millj­arðar króna á gengi dags­ins í dag. Það eru tæp­lega tvö pró­sent meiri tekjur en Bláa Lónið var með árið áður.

Hagn­að­ur­inn síð­asta árs var tæp­lega 22 millj­ónir evra, um 3,4 millj­arðar króna, sem er um 17 pró­sent minni hagn­aður en var af starf­sem­inni árið áður. 

Eignir Bláa Lóns­ins voru metnar á 183,5 millj­ónir evra í lok síð­asta árs, eða 28,5 millj­arða króna. Eigið fé félags­ins var 79,5 millj­ónir evra, um 12,4 millj­arðar króna á núvirði, og eig­in­fjár­hlut­fallið 43 pró­sent.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í árs­reikn­ingi Bláa Lóns­ins sem birtur var fyrir helgi. Félagið hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna COVID-19 far­ald­urs­ins sem hefur nær lokað Íslandi fyrir ferða­mönn­um. Bláa Lónið þurfti meðal ann­ars að loka öllum rekstr­ar­ein­ingum sínum í tæpa þrjá mán­uði vegna far­ald­urs­ins. Í til­kynn­ingu vegna birt­ingar á árs­reikn­ing­unum sagði að nei­kvæð áhrif COVID-19 heims­far­ald­urs­ins verði gríð­ar­leg á rekstur félags­ins í ár og rekstr­ar­tap þess verði veru­legt. Bláa Lónið mun því ekki greiða út arð til hlut­hafa þrátt fyrir hagnað síð­asta árs. Á síð­ustu tveimur árum á undan hafði það sam­tals greitt hlut­höfum sínum út sam­tals 6,6 millj­­arða króna í arð vegna frammi­stöðu á árunum 2017 og 2018.

Auglýsing
Vegna þess­arar stöðu sem er uppi hefur Bláa Lónið sagt upp fjöl­mörgu starfs­fólki. Í árs­lok í fyrra störf­uðu 809 manns hjá félag­inu. Um mán­aða­mótin mars apríl var 164 manns sagt upp. Í aðdrag­anda síð­ustu mán­aða­móta var 403 manns sagt upp störfum til við­bót­ar. Um er að ræða allt að 75 pró­sent af starfs­fólki Bláa Lóns­ins sem búið er að segja upp. Upp­sagn­irnar náðu ekki til fram­kvæmda­stjórn­ar, sem tók hins vegar á sig 25 pró­sent launa­lækk­un. For­stjóri og stjórn tók á sig 30 pró­sent lækk­un. 

Félagið sagð­ist þó von­ast til þess að geta end­ur­ráðið sem flesta sem sagt var upp þegar fram liða stund­ir. Búast má við því að hluti þeirra vinni upp­sagn­ar­frest. Auk þess voru laun þeirra starfs­manna sem fengu ekki upp­sögn skert. 

Nýttu hluta­bóta­úr­ræðið

Bláa Lónið hafði áður nýtt sér úrræði stjórn­­­valda vegna COVID-19 og sett starfs­manna á hluta­bæt­ur, sem greiddar voru úr rík­is­sjóði, í mars og apr­íl. Sam­kvæmt úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar á úrræð­inu voru alls 441 starfs­menn Bláa Lóns­ins settir á hluta­bætur og rík­is­sjóður greiddi alls 185,8 millj­ónir króna í hluta­bætur vegna þeirra. Eina fyr­ir­tækja­sam­steypan sem setti fleiri starfs­menn á leið­ina var Icelandair Group. 

Stundin spurði Grím Sæmund­sen, for­stjóra Bláa Lóns­ins, að því 28. maí síð­ast­lið­inn hvort að félagið ætl­aði að nýuta sér úrræði stjórn­valda sem heim­ilar fyr­ir­tækjum sem orðið hafa fyrir miklu tekju­falli að sækja styrk fyrir allt að 85 pró­sent af launa­kostn­aði á upp­sagn­ar­fresti í rík­is­sjóð. Sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins gæti sá launa­kostn­aður sem Bláa Lónið gæti sparað sér með því að nýta úrræði stjórn­valda sparað því allt að 675 millj­ónir króna. Stundin fékk ekki svar við fyr­ir­spurn sinni.

Grímur sagði hins vegar við RÚV síðar þennan sama dag að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um það hvort Bláa Lónið myndi nýta sér úrræði um stuðn­ing í upp­sagn­ar­frest­i. 

Bláa Lónið opn­aði aftur 19. júní síð­ast­lið­inn.  

Lagt til að stjórn­ar­laun hald­ist óbreytt milli ára

Á aðal­fundi Bláa Lóns­ins, sem fram fór á föstu­dag, 26. júní, var lagt til að stjórn­ar­laun yrðu óbreytt milli ára. Fyrir næsta starfsár verða stjórn­ar­laun þannig að Helgi Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður Bláa Lóns­ins, fær 904.596 krónur greiddar mán­að­ar­lega, eða alls 10.855.152 krónur í árs­laun. Aðrir stjórn­ar­menn fá 452.298 krónur greiddar mán­að­ar­lega, eða alls 5.427.576 krónur í árs­laun. Vara­menn í stjórn Bláa Lóns­ins fá 225 þús­und krónur greiddar mán­að­ar­lega, eða alls tæp­lega 5,5 millj­ónir króna á ári. 

Auk Helga sitja þau Ágústa John­son, Ragnar Guð­munds­son, Sig­ríður Mar­grét Odds­dóttir og Steinar Helga­son í stjórn Bláa Lóns­ins. Vara­menn í stjórn eru þau Anna G. Sverr­is­dóttir og Úlfar Stein­dórs­son, sem er einnig stjórn­ar­for­maður Icelandair Group. 

Auglýsing
Þetta kemur fram í til­lögum sem lagðar voru fyrir aðal­fund­inn sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um.

Líkt og áður sagði var ákveðið í maí síð­ast­liðnum að laun stjórn­ar­innar yrðu lækkuð um 30 pró­sent vegna þeirra áhrifa sem heims­far­aldur COVID-19 hefur haft á rekstur Bláa Lóns­ins. Í til­lög­unum sem lagðar voru fyrir aðal­fund­inn sagði að „í ljósi þeirrar óvissu sem nú er ríkj­andi er gerð til­laga um að stjórn­ar­laun verði óbreytt milli ára, en lagt í hendur stjórnar að aðlaga laun sín innan þess ramma sem aðal­fundur ákveð­ur, til sam­ræmis við rekstr­ar­að­stæður félags­ins á starfs­ár­in­u.“Grímur Sæmundsen, forstjóri og stærsti hluthafi Bláa Lónsins.

Staf­s­kjara­stefna Bláa Lóns­ins, sem lögð var fram á fund­in­um, var sam­þykkt en hún er óbreytt frá síð­asta aðal­fundi, utan þess að felldu hefur verið á brott heim­ild til að semja um kaupauka sem taki mið af afkomu félags­ins. „Er nú bein­línis tekið fram í starfs­kjara­stefn­unni að ekki skuli samið um árang­urstengdar launa­greiðslur eða ann­ars konar kaupauka í neinu formi.“

Laun stjórnar og for­stjóra Bláa Lóns­ins voru 1.127 þús­und evrur í fyrra. Á gengi dags­ins í dag eru það um 175 millj­ónir króna.

Und­ir­búið undir óvænta atburði

Í ávarpi sínu í árs­skýrslu Bláa Lóns­ins sagði Helgi Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður og hlut­hafi í félag­inu, að við þær aðstæður sem nú eru uppi í sam­fé­lag­inu, vegna COVID-19, sé það 

meg­in­við­fangs­efni stjórnar Bláa Lóns­ins og dag­legra stjórn­enda fyrst og fremst það að leiða Bláa Lónið í gegnum þær. „Sem betur fer hefur verið mörkuð sú stefna hjá félag­inu að mik­il­vægt sé að und­ir­búa fyr­ir­tækið eins og kostur er fyrir óvænta atburði. Um þetta hefur verið rætt á aðal­fundum und­an­farin ár. Við höfum þá einkum fjallað um þá ógn sem gæti steðjað að rekstr­inum vegna nátt­úru­ham­fara eða hryðju­verka sem gætu valdið mik­illi tíma­bund­inni truflun á rekstri.“

Þegar veiru­far­aldur líkt og sá sem nú geisar dynur yfir eru áhrif­in, að mati Helga, svipuð og Bláa Lónið hefur reynt að búa sig und­ir. „Fyrsta skref stjórn­enda Bláa Lóns­ins í umræddri varn­ar­bar­áttu var að hætta við að greiða hlut­höfum arð á árinu 2020 vegna hagn­að­ar­rekstrar árs­ins 2019. Hlut­hafar félags­ins veita þannig félag­inu styrk og stuðn­ing eins og þeim er unnt. Það þykir okkur sjálf­sagt og eðli­legt við ríkj­andi aðstæð­ur. Ég er ekki var við annað en að um það ríki alger sam­staða eins og reyndar um aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til í þeim til­gangi að stýra Bláa Lón­inu heilu í gegnum þessar erf­iðu aðstæð­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar