Ögurstund hjá Icelandair nálgast

Icelandair Group á að vera búið að ljúka gerð samkomulags við lánveitendur, leigusala, íslenska ríkið og Boeing um fjárhagslega endurskipulagningu sína fyrir lok dags í dag. Ljúka þarf öllum þeim skrefum til að hægt sé að fara í hlutafjárútboð.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Icelandair Group þarf að vera búið að ná samkomulagi við íslenska ríkið, lánveitendur, leigusala og aðra hagaðila fyrir lok dags í dag, 29. júní, um fjárhagslega endurskipulagningu, samkvæmt tilkynningu sem félagið sendi frá sér 15. júní síðastliðinn.

Sú tilkynning var send í þeim tilgangi að upplýsa um að fyrri áætlanir, settar fram á hlutahafafundi Icelandair 22. maí síðastliðinn, um að ljúka gerð þeirra samninga 15. júní hefði frestast um tvær vikur. Þau eru forsenda þess að Icelandair geti ráðist í hlutafjárútboð til að safna vel á þriðja tug milljarða króna, en samkvæmt upphaflegri áætlun félagsins átti það útboð að hefjast í dag. 

Í tilkynningunni 15. júní tilgreindi Icelandair að greint yrði frá nýrri tímalínu atburða þegar viðræður við hagaðila um endurskipulagningu væru á lokametrunum. 

Engin slík tímalína hefur verið birt í tilkynningakerfi Kauphallar Íslands á síðastliðnum tveimur vikum. Að óbreyttu þarf Icelandair því að handsala samkomulag við alla ofangreinda hagaðila í dag, eða fresta enn frekar áformum sínum um að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu með hlutafjárútboði.

Uppfært klukkan 9:07:

Rúmum klukkutíma eftir að fréttaskýringin birtist á Kjarnanum sendi Icelandair frá sér tilkynningu í Kauphöll þar sem brugðist var við því að fresturinn væri runninn út. Hægt er að lesa frétt Kjarnans um nýja stöðu Icelandair hér. 

Kapphlaup við tímann

Það nær algjöra stopp sem varð á flugumferð í heim­inum sam­hliða útbreiðslu COVID-19 og sú mikla óvissa sem er uppi um ferða­þjón­ustu vegna þessa hefur haft gríð­ar­leg áhrif á Icelandair. Félagið hefur notið fjöl­margra úrræða stjórn­valda eins og hluta­bóta­leið­ar­innar og styrkja til að segja fólki upp í mæra mæli en nokk­urt annað fyr­ir­tæki. 

Auglýsing
Samt hefur blasað við lengi að Icelandair þarf að ná sér í nýtt fé til að lifa af. Og það ætlar fyr­ir­tækið að gera í hluta­fjár­út­boði sem á að hefj­ast í lok mán­að­ar. Þar ætlar það sér að sækja allt að 200 millj­ónir dali, um 28 millj­arða króna á gengi dags­ins í dag.

Lyk­il­breyta í því að geta sótt það fé var að semja upp á nýtt lyk­il­starfs­fólk. Samn­ingar þeirra þóttu óhag­stæðir í augum fjár­festa og draga úr sam­keppn­is­hæfni Icelandair.

Þar hefur náðst árangur. Aðfaranótt síðastliðins föstudags var skrifað undir nýjan langtímasamning við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ). Félagsmenn FFÍ eiga þó enn eftir að samþykkja samninginn. 

Flug­menn og flug­virkjar Icelandair voru þegar búnir að semja um lang­tíma­kjara­samn­inga. Því stóðu flug­freyjur og -þjónar fyr­ir­tæk­is­ins einir eftir af lyk­il­stéttum sem þurfti að ná nýju sam­komu­lagi við, sem gæti liðkað fyrir fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu Icelandair. 

Eiga eftir að semja við lánveitendur, leigusala, ríkið og Boeing

Á hluthafafundi Icelandair þann 22. maí síðastliðinn, þar sem veitt var heimild til að auka hlutafé félagsins svo mikið að núverandi hluthafar gætu þynnst niður í 15,3 prósent eignarhlut, var kynnt áætlun um hvernig hin fjárhagslega endurskipulagning myndi fara fram. Samkvæmt henni átti að undirrita samkomulag við alla hagaðila 15. júní, birta átti lýsingu á hlutafjárútboðinu og kynningu til væntanlegra hluthafa 16-22. júní og útboðið sjálft átti svo að hefjast 29. júní, eða í dag, og standa fram á fimmtudag. Sú tímalína hefur ekki staðist og 15. júní síðastliðinn var greint frá því að samkomulag við hagaðila væri ekki í höfn. Ný tímalína gerði ráð fyrir að það myndi klárast fyrir lok dags 29. júní. Öll önnur skref frestast í samræmi við það.

Enn er ansi margt annað eftir sem þarf að ganga upp til að hluta­fjár­út­boðið fari fram og geti mögu­lega skilað til­ætl­uðum árangri. Í fyrsta lagi þarf að semja við lán­veit­endur og leigu­sala. Icelandair þarf að ljúka þeim samningum fyrir lok dags í dag ef uppgefin tímalína, samkvæmt tilkynningum til Kauphallar Íslands, á að halda.

Stærstu lán­veit­endur Icelandair eru rík­is­bank­arnir tveir, Íslands­banki og Lands­bank­inn, og banda­ríski bank­inn CIT Bank. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja borð­leggj­andi að þessir kröfu­hafar þurfi að breyta kröfum í hlutafé til að hægt verði að ná í nýtt hlutafé í rekst­ur­inn. Ekki sé til­hlýði­legt að kröfu­hafar sitji einir eftir með að fá allt sitt, þegar allir aðrir sem tengj­ast Icelandair þurfa að taka á sig aðlögun vegna aðstæðna. Hið minnsta þurfi að veita félag­inu langt greiðslu­hlé og breyta ýmsum skil­málum í lánasamningum, mögu­lega á þann veg að um verði að ræða breyti­lega samn­inga sem verði ein­fald­lega breytt í hlutafé náist ekki ákveð­inn árangur í rekstr­ar­við­snún­ing­i.  

Það á einnig eftir að ganga frá sam­komu­lagi við íslenska ríkið um fyr­ir­greiðslu, en það hefur þegar gefið óljóst vil­yrði um að eiga sam­tal um veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til félags­ins. Sú fyr­ir­greiðsla er hins vegar bundin við að hag­stæð nið­ur­staða liggi fyrir í samn­inga­við­ræðum við lán­veit­end­ur, leigu­sala og birgja og að hluta­fjár­út­boðið gangi vel. 

Gangi allt ofan­greint eftir er því verk­efni ólokið að semja við flug­véla­fram­leið­and­ann Boeing um að losna undan kaup­samn­ingum á þeim Boeing 737 Max vélum sem Icelandair hefur enn ekki fengið afhend­ar, og um frek­ari skaða­bætur vegna þeirra sem félagið hefur þegar keypt en getur ekki notað vegna kyrr­setn­ingar á vél­un­um. Þær við­ræður hafa verið skil­greindar „í gangi“ af Icelandair. 

Klárist þetta allt saman í dag þarf að sann­færa fjár­festa um að setja tugi millj­arða króna inn í Icelandair í hlutafjárútboði sem færi fram í kjölfarið.

Þar er helst horft til íslenskra líf­eyr­is­sjóða.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar