Ögurstund hjá Icelandair nálgast

Icelandair Group á að vera búið að ljúka gerð samkomulags við lánveitendur, leigusala, íslenska ríkið og Boeing um fjárhagslega endurskipulagningu sína fyrir lok dags í dag. Ljúka þarf öllum þeim skrefum til að hægt sé að fara í hlutafjárútboð.

icelandair af fb.jpg
Auglýsing

Icelandair Group þarf að vera búið að ná sam­komu­lagi við íslenska rík­ið, lán­veit­end­ur, leigu­sala og aðra hag­að­ila fyrir lok dags í dag, 29. júní, um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér 15. júní síð­ast­lið­inn.

Sú til­kynn­ing var send í þeim til­gangi að upp­lýsa um að fyrri áætl­an­ir, settar fram á hluta­hafa­fundi Icelandair 22. maí síð­ast­lið­inn, um að ljúka gerð þeirra samn­inga 15. júní hefði frest­ast um tvær vik­ur. Þau eru for­senda þess að Icelandair geti ráð­ist í hluta­fjár­út­boð til að safna vel á þriðja tug millj­arða króna, en sam­kvæmt upp­haf­legri áætlun félags­ins átti það útboð að hefj­ast í dag. 

Í til­kynn­ing­unni 15. júní til­greindi Icelandair að greint yrði frá nýrri tíma­línu atburða þegar við­ræður við hag­að­ila um end­ur­skipu­lagn­ingu væru á loka­metr­un­um. 

Engin slík tíma­lína hefur verið birt í til­kynn­inga­kerfi Kaup­hallar Íslands á síð­ast­liðnum tveimur vik­um. Að óbreyttu þarf Icelandair því að hand­sala sam­komu­lag við alla ofan­greinda hag­að­ila í dag, eða fresta enn frekar áformum sínum um að ljúka fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu með hluta­fjár­út­boði.

Upp­fært klukkan 9:07:

Rúmum klukku­tíma eftir að frétta­skýr­ingin birt­ist á Kjarn­anum sendi Icelandair frá sér til­kynn­ingu í Kaup­höll þar sem brugð­ist var við því að frest­ur­inn væri runn­inn út. Hægt er að lesa frétt Kjarn­ans um nýja stöðu Icelandair hér. 

Kapp­hlaup við tím­ann

Það nær algjöra stopp sem varð á flug­um­ferð í heim­inum sam­hliða útbreiðslu COVID-19 og sú mikla óvissa sem er uppi um ferða­­þjón­­ustu vegna þessa hefur haft gríð­­ar­­leg áhrif á Icelanda­ir. Félagið hefur notið fjöl­margra úrræða stjórn­­­valda eins og hluta­­bóta­­leið­­ar­innar og styrkja til að segja fólki upp í mæra mæli en nokk­­urt annað fyr­ir­tæki. 

Auglýsing
Samt hefur blasað við lengi að Icelandair þarf að ná sér í nýtt fé til að lifa af. Og það ætlar fyr­ir­tækið að gera í hluta­fjár­­út­­­boði sem á að hefj­­ast í lok mán­að­­ar. Þar ætlar það sér að sækja allt að 200 millj­­ónir dali, um 28 millj­­arða króna á gengi dags­ins í dag.

Lyk­il­breyta í því að geta sótt það fé var að semja upp á nýtt lyk­il­­starfs­­fólk. Samn­ingar þeirra þóttu óhag­­stæðir í augum fjár­­­festa og draga úr sam­keppn­is­hæfni Icelanda­ir.

Þar hefur náðst árang­ur. Aðfara­nótt síð­ast­lið­ins föstu­dags var skrifað undir nýjan lang­tíma­samn­ing við Flug­freyju­fé­lag Íslands (FFÍ). Félags­menn FFÍ eiga þó enn eftir að sam­þykkja samn­ing­inn. 

Flug­­­menn og flug­­­virkjar Icelandair voru þegar búnir að semja um lang­­tíma­kjara­­samn­inga. Því stóðu flug­­freyjur og -þjónar fyr­ir­tæk­is­ins einir eftir af lyk­il­­stéttum sem þurfti að ná nýju sam­komu­lagi við, sem gæti liðkað fyrir fjár­­hags­­legri end­­ur­­skipu­lagn­ingu Icelanda­ir. 

Eiga eftir að semja við lán­veit­end­ur, leigusala, ríkið og Boeing

Á hlut­hafa­fundi Icelandair þann 22. maí síð­ast­lið­inn, þar sem veitt var heim­ild til að auka hlutafé félags­ins svo mikið að núver­andi hlut­hafar gætu þynnst niður í 15,3 pró­sent eign­ar­hlut, var kynnt áætlun um hvernig hin fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ing myndi fara fram. Sam­kvæmt henni átti að und­ir­rita sam­komu­lag við alla hag­að­ila 15. júní, birta átti lýs­ingu á hluta­fjár­út­boð­inu og kynn­ingu til vænt­an­legra hlut­hafa 16-22. júní og útboðið sjálft átti svo að hefj­ast 29. júní, eða í dag, og standa fram á fimmtu­dag. Sú tíma­lína hefur ekki stað­ist og 15. júní síð­ast­lið­inn var greint frá því að sam­komu­lag við hag­að­ila væri ekki í höfn. Ný tíma­lína gerði ráð fyrir að það myndi klár­ast fyrir lok dags 29. júní. Öll önnur skref frest­ast í sam­ræmi við það.

Enn er ansi margt annað eftir sem þarf að ganga upp til að hluta­fjár­­út­­­boðið fari fram og geti mög­u­­lega skilað til­­ætl­­uðum árangri. Í fyrsta lagi þarf að semja við lán­veit­endur og leig­u­­sala. Icelandair þarf að ljúka þeim samn­ingum fyrir lok dags í dag ef upp­gefin tíma­lína, sam­kvæmt til­kynn­ingum til Kaup­hallar Íslands, á að halda.

­Stærstu lán­veit­endur Icelandair eru rík­­is­­bank­­arnir tveir, Íslands­­­banki og Lands­­bank­inn, og banda­ríski bank­inn CIT Bank. 

Við­­mæl­endur Kjarn­ans telja borð­­leggj­andi að þessir kröf­u­hafar þurfi að breyta kröfum í hlutafé til að hægt verði að ná í nýtt hlutafé í rekst­­ur­inn. Ekki sé til­­hlýð­i­­legt að kröf­u­hafar sitji einir eftir með að fá allt sitt, þegar allir aðrir sem tengj­­ast Icelandair þurfa að taka á sig aðlögun vegna aðstæðna. Hið minnsta þurfi að veita félag­inu langt greiðslu­hlé og breyta ýmsum skil­­málum í lána­samn­ing­um, mög­u­­lega á þann veg að um verði að ræða breyt­i­­lega samn­inga sem verði ein­fald­­lega breytt í hlutafé náist ekki ákveð­inn árangur í rekstr­­ar­við­­snún­­ing­i.  

Það á einnig eftir að ganga frá sam­komu­lagi við íslenska ríkið um fyr­ir­greiðslu, en það hefur þegar gefið óljóst vil­yrði um að eiga sam­­tal um veit­ingu lána­línu eða ábyrgð á lánum til félags­­ins. Sú fyr­ir­greiðsla er hins vegar bundin við að hag­­stæð nið­­ur­­staða liggi fyrir í samn­inga­við­ræðum við lán­veit­end­­ur, leig­u­­sala og birgja og að hluta­fjár­­út­­­boðið gangi vel. 

Gangi allt ofan­­greint eftir er því verk­efni ólokið að semja við flug­­­véla­fram­­leið­and­ann Boeing um að losna undan kaup­­samn­ingum á þeim Boeing 737 Max vélum sem Icelandair hefur enn ekki fengið afhend­­ar, og um frek­­ari skaða­bætur vegna þeirra sem félagið hefur þegar keypt en getur ekki notað vegna kyrr­­setn­ingar á vél­un­­um. Þær við­ræður hafa verið skil­­greindar „í gangi“ af Icelanda­ir. 

Klárist þetta allt saman í dag þarf að sann­­færa fjár­­­festa um að setja tugi millj­­arða króna inn í Icelandair í hluta­fjár­út­boði sem færi fram í kjöl­far­ið.

Þar er helst horft til íslenskra líf­eyr­is­­sjóða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar