Tekjur Bláa Lónsins voru tæplega 20 milljarðar króna í fyrra

Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað í fyrra jukust tekjur Bláa Lónsins. Félagið átti 12,4 milljarða í eigið fé um síðustu áramót. COVID-19 hefur sett verulegt strik í reikninginn hjá félaginu í ár sem hefur sagt upp nálægt 75 prósent starfsfólks.

Bláa lónið
Auglýsing

Tekjur Bláa Lónsins voru meiri í fyrra en árið 2018, þrátt fyrir að ferðamönnum sem heimsóttu Íslands hafi fækkað um rúmlega 300 þúsund á síðasta ári. Tekjur félagsins voru tæplega 125 milljónir evra á árinu 2019, eða um 19,4 milljarðar króna á gengi dagsins í dag. Það eru tæplega tvö prósent meiri tekjur en Bláa Lónið var með árið áður.

Hagnaðurinn síðasta árs var tæplega 22 milljónir evra, um 3,4 milljarðar króna, sem er um 17 prósent minni hagnaður en var af starfseminni árið áður. 

Eignir Bláa Lónsins voru metnar á 183,5 milljónir evra í lok síðasta árs, eða 28,5 milljarða króna. Eigið fé félagsins var 79,5 milljónir evra, um 12,4 milljarðar króna á núvirði, og eiginfjárhlutfallið 43 prósent.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi Bláa Lónsins sem birtur var fyrir helgi. Félagið hefur orðið fyrir miklum áhrifum vegna COVID-19 faraldursins sem hefur nær lokað Íslandi fyrir ferðamönnum. Bláa Lónið þurfti meðal annars að loka öllum rekstrareiningum sínum í tæpa þrjá mánuði vegna faraldursins. Í tilkynningu vegna birtingar á ársreikningunum sagði að neikvæð áhrif COVID-19 heimsfaraldursins verði gríðarleg á rekstur félagsins í ár og rekstrartap þess verði verulegt. Bláa Lónið mun því ekki greiða út arð til hluthafa þrátt fyrir hagnað síðasta árs. Á síðustu tveimur árum á undan hafði það samtals greitt hlut­höfum sínum út sam­tals 6,6 millj­arða króna í arð vegna frammistöðu á árunum 2017 og 2018.

Auglýsing
Vegna þessarar stöðu sem er uppi hefur Bláa Lónið sagt upp fjölmörgu starfsfólki. Í árslok í fyrra störfuðu 809 manns hjá félaginu. Um mánaðamótin mars apríl var 164 manns sagt upp. Í aðdraganda síðustu mánaðamóta var 403 manns sagt upp störfum til viðbótar. Um er að ræða allt að 75 prósent af starfsfólki Bláa Lónsins sem búið er að segja upp. Uppsagnirnar náðu ekki til framkvæmdastjórnar, sem tók hins vegar á sig 25 prósent launalækkun. Forstjóri og stjórn tók á sig 30 prósent lækkun. 

Félagið sagðist þó vonast til þess að geta endurráðið sem flesta sem sagt var upp þegar fram liða stundir. Búast má við því að hluti þeirra vinni uppsagnarfrest. Auk þess voru laun þeirra starfsmanna sem fengu ekki uppsögn skert. 

Nýttu hlutabótaúrræðið

Bláa Lónið hafði áður nýtt sér úrræði stjórn­valda vegna COVID-19 og sett starfsmanna á hlutabætur, sem greiddar voru úr ríkissjóði, í mars og apr­íl. Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar á úrræðinu voru alls 441 starfsmenn Bláa Lónsins settir á hlutabætur og ríkissjóður greiddi alls 185,8 milljónir króna í hlutabætur vegna þeirra. Eina fyrirtækjasamsteypan sem setti fleiri starfsmenn á leiðina var Icelandair Group. 

Stundin spurði Grím Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins, að því 28. maí síðastliðinn hvort að félagið ætlaði að nýuta sér úrræði stjórnvalda sem heimilar fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir miklu tekjufalli að sækja styrk fyrir allt að 85 prósent af launakostnaði á uppsagnarfresti í ríkissjóð. Samkvæmt útreikningum blaðsins gæti sá launakostnaður sem Bláa Lónið gæti sparað sér með því að nýta úrræði stjórnvalda sparað því allt að 675 milljónir króna. Stundin fékk ekki svar við fyrirspurn sinni.

Grímur sagði hins vegar við RÚV síðar þennan sama dag að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um það hvort Bláa Lónið myndi nýta sér úrræði um stuðning í uppsagnarfresti. 

Bláa Lónið opnaði aftur 19. júní síðastliðinn.  

Lagt til að stjórnarlaun haldist óbreytt milli ára

Á aðalfundi Bláa Lónsins, sem fram fór á föstudag, 26. júní, var lagt til að stjórnarlaun yrðu óbreytt milli ára. Fyrir næsta starfsár verða stjórnarlaun þannig að Helgi Magnússon, stjórnarformaður Bláa Lónsins, fær 904.596 krónur greiddar mánaðarlega, eða alls 10.855.152 krónur í árslaun. Aðrir stjórnarmenn fá 452.298 krónur greiddar mánaðarlega, eða alls 5.427.576 krónur í árslaun. Varamenn í stjórn Bláa Lónsins fá 225 þúsund krónur greiddar mánaðarlega, eða alls tæplega 5,5 milljónir króna á ári. 

Auk Helga sitja þau Ágústa Johnson, Ragnar Guðmundsson, Sigríður Margrét Oddsdóttir og Steinar Helgason í stjórn Bláa Lónsins. Varamenn í stjórn eru þau Anna G. Sverrisdóttir og Úlfar Steindórsson, sem er einnig stjórnarformaður Icelandair Group. 

Auglýsing
Þetta kemur fram í tillögum sem lagðar voru fyrir aðalfundinn sem Kjarninn hefur undir höndum.

Líkt og áður sagði var ákveðið í maí síðastliðnum að laun stjórnarinnar yrðu lækkuð um 30 prósent vegna þeirra áhrifa sem heimsfaraldur COVID-19 hefur haft á rekstur Bláa Lónsins. Í tillögunum sem lagðar voru fyrir aðalfundinn sagði að „í ljósi þeirrar óvissu sem nú er ríkjandi er gerð tillaga um að stjórnarlaun verði óbreytt milli ára, en lagt í hendur stjórnar að aðlaga laun sín innan þess ramma sem aðalfundur ákveður, til samræmis við rekstraraðstæður félagsins á starfsárinu.“Grímur Sæmundsen, forstjóri og stærsti hluthafi Bláa Lónsins.

Stafskjarastefna Bláa Lónsins, sem lögð var fram á fundinum, var samþykkt en hún er óbreytt frá síðasta aðalfundi, utan þess að felldu hefur verið á brott heimild til að semja um kaupauka sem taki mið af afkomu félagsins. „Er nú beinlínis tekið fram í starfskjarastefnunni að ekki skuli samið um árangurstengdar launagreiðslur eða annars konar kaupauka í neinu formi.“

Laun stjórnar og forstjóra Bláa Lónsins voru 1.127 þúsund evrur í fyrra. Á gengi dagsins í dag eru það um 175 milljónir króna.

Undirbúið undir óvænta atburði

Í ávarpi sínu í ársskýrslu Bláa Lónsins sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður og hluthafi í félaginu, að við þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu, vegna COVID-19, sé það 

meginviðfangsefni stjórnar Bláa Lónsins og daglegra stjórnenda fyrst og fremst það að leiða Bláa Lónið í gegnum þær. „Sem betur fer hefur verið mörkuð sú stefna hjá félaginu að mikilvægt sé að undirbúa fyrirtækið eins og kostur er fyrir óvænta atburði. Um þetta hefur verið rætt á aðalfundum undanfarin ár. Við höfum þá einkum fjallað um þá ógn sem gæti steðjað að rekstrinum vegna náttúruhamfara eða hryðjuverka sem gætu valdið mikilli tímabundinni truflun á rekstri.“

Þegar veirufaraldur líkt og sá sem nú geisar dynur yfir eru áhrifin, að mati Helga, svipuð og Bláa Lónið hefur reynt að búa sig undir. „Fyrsta skref stjórnenda Bláa Lónsins í umræddri varnarbaráttu var að hætta við að greiða hluthöfum arð á árinu 2020 vegna hagnaðarrekstrar ársins 2019. Hluthafar félagsins veita þannig félaginu styrk og stuðning eins og þeim er unnt. Það þykir okkur sjálfsagt og eðlilegt við ríkjandi aðstæður. Ég er ekki var við annað en að um það ríki alger samstaða eins og reyndar um aðrar aðgerðir sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að stýra Bláa Lóninu heilu í gegnum þessar erfiðu aðstæður.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar