Skjáskot/Pixabay

Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu

Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Sitt sýnist hverjum um þessar sviptingar á íslenskum bókamarkaði – á sama tíma og bókaútgáfa á erfitt uppdráttar. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður fóru á blaðamannafund þar sem umdeild kaupin voru rædd – til að fá innsýn í þessi óvæntu viðskipti, sem þó hafa verið í burðarliðnum síðan í janúar.

Bóka­út­gef­endur eru aug­ljós­lega ekki vanir að halda blaða­manna­fundi, varð annarri okkar að orði þegar við stigum inn í feikistóran bókala­ger For­lags­ins, við Fiski­slóð, til að fylgj­ast með blaða­manna­fundi vegna til­kynn­ingar fyrr um morg­un­inn þess efnis að sænska hljóð­bóka­veitan Storytel AB hefði keypt 70 pró­sent í For­lag­inu, langtum stærsta útgáfu­fyr­ir­tæki lands­ins. Hið rót­gróna bók­mennta­fé­lag Mál og menn­ing, sem átti 87 pró­sent hlut, mun áfram eiga 30 pró­sent hlut í félag­inu og er ætl­unin að For­lagið starfi áfram sem sjálf­stætt bóka­for­lag, aðskilið frá streym­isveitu Storytel á Ísland­i. 

Nema jú, á bóka­mess­unni í Frank­furt, sagði hin, þar þurfti að halda ófáa blaða­manna­fundi! Með því vís­aði hún til árs­ins 2011 þegar Ísland var þar í for­grunni svo íslenskar bók­menntir voru þýddar yfir á þýsku á færi­bandi, nokkuð sem á sínum tíma opn­aði hlið út í heim. 

Við mættum tvær á fund­inn; Bára Huld blaða­maður á Kjarn­anum og Auð­ur, rit­höf­undur sem hef­ur, þangað til nýver­ið, verið við­loð­andi Mál og menn­ingu síðan á ung­lings­árum og er einnig vara­maður í Rit­höf­unda­sam­bandi Íslands.

Auglýsing

Kannski var líka eitt­hvað skáld­legt við þennan blaða­manna­fund sem stakk í stúf við aðra slíka sem við höfum mætt á. Ef orðið skáld­legt er ennþá brúk­legt, því í sam­tali við fram­kvæmda­stjóra Rit­höf­unda­sam­bands­ins, Ragn­heiði Tryggva­dótt­ir, hafði komið fram að starfs­maður Storytel í Sví­þjóð hefði leið­rétt hana í sím­tali og sagt: Við notum helst ekki orðið litt­era­t­ur! 

Eitt­hvað við setn­ing­una minnir á and­ann í Meist­ar­anum og Margar­ítu. Djöf­ull­inn hefði undir eins breytt þess­ari konu í korn­hæn­u! 

En svo má spegla þessi við­skipti í nýrri litt­er­a­t­úr, t.d. skáld­sög­unni Lít­ill heimur eftir David Lod­ge, því bók­mennta­heim­ur­inn verður stöðugt alþjóð­legri og íslenskur útgáfu­heimur þarf að laga sig að mark­aðslög­málum umheims­ins sem eru síbreyti­leg, en þessar umbreyt­ingar opna fyrir marg­slungn­ara sam­tal um þróun útgáfu. Og ef maður sætir færis að hafa skáld­legt gaman af þessu, þá er lúm­skt skondið að heyra ein­hverja bölsót­ast yfir meintum kap­ít­alistum í Mál og menn­ingu, í þá veru að þeir séu að selja íslenskar bók­menntir úr landi og kannski á ein­hver höf­undur eftir að skrifa sína Atóm­stöð um það. Það er af sem áður var … eða hvað? Við búum jú í breyttum heim­i. 

Allur útgáfu­brans­inn er á ákveðnu breyt­inga­skeiði

Fleira bar á góma í sam­tal­inu við fram­kvæmda­stjór­ann, eins og það að sala Máls og menn­ingar á 70 pró­sent eign­ar­hluti skili engu til höf­unda, sem búa aðeins að samn­ingi sínum og sölu bóka sinna, en ráð megi gera fyrir að selj­endur fái háa upp­hæð fyrir eign­ar­hlut­inn með öllu sem þar er inni­falið, og þá er helsti feng­ur­inn vænt­an­lega aðgengið að drjúgum hluta íslenskra bók­mennta á einu brett­i. 

Mál og menn­ing er sjálfs­eign­ar­fé­lag og mun styrkj­ast við þetta, raunar svo að segja má að For­lagið sé komið í höfn, á tví­sýnum óvissu­tímum í bóka­út­gáfu, eftir stór­tækan for­sendu­brest í kjöl­far COVID-19; þegar miklu máli skiptir að stærsta for­lag lands­ins haldi velli. Samn­inga­við­ræð­urnar hófust þó að sögn kunn­ugra fyrir það ástand eða í jan­úar síð­ast­liðn­um. Þess ber að geta að Egill Örn Jóhanns­son, sem átti hlut á móti Mál og menn­ingu í For­lag­inu, seldi hann, en verður áfram fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins. 

Áður hafði Mál og menn­ing keypt hlut föður hans, Jóhanns Páls Valdi­mars­son­ar, stofn­anda JPV sem við þekktan sam­runa varð að For­lags­inu. Á tímum Jóhanns Páls voru þeir feðgar vanir að ávarpa hjörð höf­unda í jóla­boð­inu árlega, á þessum sama lag­er, og skála fyrir ævin­týra­lega góðu gengi í því flókna við­skiptaum­hverfi sem bóka­út­gáfa velk­ist um í, vel­gengni sem m.a. spratt úr sam­spili við­skipta­vits son­ar­ins og djarfri upp­á­tekta­semi föð­ur­ins – sem sonur hans þurfti stundum að hemja. 

Egill Örn var á blaðamannafundinum í vikunni.
Bára Huld Beck

Á bókala­gernum voru skreyttar bolla­kökur á borði og ein­hverjir fjöl­miðla­menn mættir með sjón­varps­upp­töku­vél­ar. Upp við vegg stóðu full­trúar For­lags­ins, gam­al­kunnug and­lit, ásamt aðeins sól­brúnni og sum­ar­legri Skand­inöv­um, full­trúum Storyt­el. Eng­inn virt­ist ætla að segja neitt svo rit­höf­und­ur­inn vissi ekki fyrr en hún var búin að taka sér stöðu and­spænis gömlu sam­starfs­fólki og útlenskum við­skipta­mönnum til að spyrja, á lif­andi Bjark­arensku, út í  vanga­veltur sem höfðu kviknað á face­book og í sam­tölum við kollega eftir að frétta­til­kynn­ingin birt­ist. 

Bros­andi yfir­veg­aðir voru full­trúar Storytel fljótir að svara skáld­kon­unni, þar sem hún var mætt í snjáðri lopa­peysu með apó­teks­gler­augu, enda hafði ætl­unin verið að þrífa eld­hús­skápana og skrifa kannski eitt ljóð! – áður en frétta­til­kynn­ingin skall á. 

Hana rám­aði í að hafa í sam­tal­inu við fram­kvæmda­stjóra Rit­höf­unda­sam­band Íslands heyrt vitnað í norskan lög­fræð­ing í höf­und­ar­rétti; konu sem við­mæl­and­inn vissi ekki hvort vildi láta geta sín, en sem hafði sagt á árs­fundi Nor­rænu rit­höf­unda­sam­tak­anna: Það er ekki spurn­ing að Storytel er gott við­skipta­módel fyrir við­skipta­menn en það verður aldrei fyrir höf­unda. 

Hvað viljið þið segja um þetta? spurði Auður eftir að hafa vitnað í ummæl­in.  

Otto Sjöberg, stjórn­ar­for­maður útgáfu­fé­laga í eigu Storytel á Norð­ur­lönd­un­um, greip orð­ið: „Ég tel að þetta sé við­skipta­módel í þró­un. Áskrift í gegnum streymi kom mjög nýlega til sög­unnar en við sjáum á sænskum mark­aði – en meðal nor­rænu mark­að­anna er hann lang þroskað­astur – að hann er enn að þró­ast. Allur útgáfu­brans­inn er á ákveðnu breyt­inga­skeiði svo við verðum að finna nýjar aðferðir til þess að geta skapað ann­ars konar vett­vang. Svo þetta er módel í þró­un. Við höfum séð að les­endum líkar vel við þetta fyr­ir­komu­lag, til dæmis í Sví­þjóð er 50 pró­sent skáld­sagna fyrir full­orðna streymt þannig að sú þróun hefur auk­ist til muna. Þetta á við um öll Norð­ur­lönd­in.“

Otto Sjöberg telur viðskiptamódelið enn vera í þróun.
Bára Huld Beck

Auður hafði næst orð á því að í röðum rit­höf­unda hefði heyrst gagn­rýni á við­skipta­mód­el­ið, m.a. rætt hversu sann­gjarn hlutur þeirra væri.

Sjöberg svar­aði á þessa leið: „Ég veit ekki hvernig þessu er hagað hér á Íslandi en þetta er alltaf í umræð­unni. En eins og ég sagði áðan þá er við­skipta­mód­elið að þró­ast um leið og brans­inn breyt­ist.“

Hvað með hlut rit­höf­und­anna sjálfra og hvernig staðið er að honum? spurði Auð­ur. 

„Það er inn í sam­komu­lag­inu að við viljum skýra ferlið allt og gera samn­ing­ana gagn­særri fyrir íslenska rit­höf­unda.“ sagði Hall­dór Guð­munds­son, stjórn­ar­for­maður For­lags­ins og Máls og menn­ing­ar, þá. 

Eldri verk hafa vaknað til lífs­ins

Næst varð Sjöberg að orði: „Eitt sem er mjög mik­il­vægt að velta fyrir sér í þessu sam­hengi eru eldri höf­und­ar­verk. Nú eiga þau end­ur­komu – þau er að koma til baka því þegar höf­undur gefur út nýja bók þá mun hann hagn­ast af sínum eldri verk­um. Ef þú horfir á hefð­bund­inn smá­sala þá sérðu að minna hefur verið um sölu á eldri höf­und­ar­verkum og í raun hefur dregið veru­lega úr henni. En núna sjáum við það í gegnum áskriftir að þegar les­andi finnur höf­und sem honum líkar við, þá leitar hann að eldri verk­um. Eldri höf­und­ar­verk hafa því vaknað til lífs­ins vegna þessa. Sem útgef­andi finnst mér þetta mjög mik­il­vægt.“

Rustan Panday, stjórn­ar­for­maður Storytel Group, sagði þá að Storytel hefði aukið hefð­bundna bók­sölu í Sví­þjóð, en fór þó ekki út í ítar­legar grein­ingar á því. 

Sjöberg lagði áherslu á að mik­il­vægt væri að ræða þessa hluti. „Það sem við erum að sjá núna er upp­haf mik­illa breyt­inga í útgáfu­geir­an­um. Á meðan slíkum umskiptum stendur munu koma upp alls konar áskor­anir fyrir alla hlut­að­eig­end­ur; fyrir höf­unda, for­lögin og fyrir áskrift­ar­þjón­ust­ur. Við verðum öll að vera opin fyrir breyt­ingum í útgáfu­lands­lag­inu. Ég tel að þegar spurt er um við­skipta­módel þá verður að benda á að margt mun ger­ast á kom­andi árum, þetta er í raun nýr bransi. Útgáfu­brans­inn er einn sá elsti í heim­in­um, eða um 500 ára gam­all, og í honum hefur verið notað sama módel nán­ast allan tím­ann.“

Hann upp­lýsti að bak­grunnur hans hefði verið í fjöl­miðla­brans­anum og að hann þekkti því vel breyt­ingar í gegnum hann. „Allir hafa upp­lifað krefj­andi áskor­anir sem koma í kjöl­far breyt­inga.“

Hvað með aðstæður hér, bóka­út­gáfa er við­kvæmur bransi á Íslandi? spurði Auð­ur. 

Sjöberg sagði að þetta væri auð­vitað mjög við­kvæmt umræðu­efni. „En við höfum fengið sömu spurn­ingar í Sví­þjóð. Hvað mun þetta í raun þýða fyrir útgáfu? Við höfum séð að það sé gott að hafa eig­anda sem er við­rið­inn brans­ann – því þegar hann breyt­ist verðum við að skilja hvort ann­að,“ svar­aði hann og bætti síðan við: „Ég geri mér grein fyrir því að íslenskur útgáfu­bransi sé ekki eins þrosk­aður enn og sá sænski en það sama má segja um hinn finnska. Við sjáum þó miklar breyt­ingar þar í landi. Það er alltaf betra að sýna frum­kvæði og vera sjálfur við stjórn­ina.“

Rustan Panday segir að Storytell hafi verið stofnað fyrir bókaunnendur – og að fyrirtækið þurfi sögur fyrir viðskiptavinina.
Bára Huld Beck

Af hverju vill Storytel eign­ast hlut í íslenskum bóka­út­gáfu­mark­aði?

Panday svar­aði: „Storytel var stofnað fyrir bókaunn­endur og við þurfum sögur fyrir við­skipta­vini okk­ar. Við höfum nú um 1.500 íslenska titla á Storytel en það er til gríð­ar­legur fjöldi af eldri höf­und­ar­verk­um. Við viljum enn þá fleiri inn fyrir okkar við­skipta­vini og það er mjög dýrt að taka öll þessi gömlu höf­und­ar­verk upp. Svo við viljum fá for­lögin til að taka upp sínar bæk­ur. Höf­und­arnir munu því hafa fleiri bækur á Storytel sem hlust­endur okkar munu síðan nýta sér. Fyrir okkur eru við­skipta­vinir okkar þeir mik­il­væg­ustu og fyrir for­lögin eru það rit­höf­und­arn­ir, því án þeirra hafa þeir engar sög­ur.“ 

Hætta á að risar gleypi bóka­út­gáfu

Rit­höf­undar eru mik­il­vægir fyrir Storytel – en skiptir hagur þeirra máli? 

Um það hefur áður verið rætt á stjórn­ar­fundum í Gunn­ars­húsi, húsa­kynnum Rit­höf­unda­sam­bands­ins, vegna Storytel á Íslandi, m.a. vegna þess að skort hafi þótt ­gagn­sæi í samn­ingum þess við móð­ur­fé­lag­ið. 

Ragn­heiði Tryggva­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra rit­höf­unda­sam­bands­ins, var nokkuð brugðið við þær fréttir að Storytel AB í Sví­þjóð hefði nú eign­ast 70 pró­sent hlut í stærsta útgáfu­fyr­ir­tæki lands­ins. 

Ragnheiður Tryggvadóttir Mynd: Rithöfundasambandið

„Fyrir það fyrsta er áhyggju­efni að íslensk bóka­út­gáfa yfir­leitt sé í eigu erlendra aðila. Bóka­út­gáfa á örtungu­máli – sem er svo smátt að það nær nán­ast ekki inn í excel­skjalið þar sem „stóru“ örtung­urnar eins og norska, danska, sænska og finnska eru mældar – verður að vera drifin að hluta til af öðru en mark­aðslög­málum og ábata­von. Nauð­syn þess að gefnar séu út fjöl­breyttar teg­undir bók­mennta sem spegla íslenskan veru­leika er ómæl­an­leg þegar kemur að und­ir­stöðum menn­ing­ar,“ sagði Ragn­heið­ur. Í títt­nefndu sam­tali við hana hafði líka borið á góma að rit­höf­unda­sam­tök, í Evr­ópu, þá ekki hvað síst á Norð­ur­lönd­un­um, hefðu lengi haft af því þungar áhyggjur að risar í líki Google og Amazon kæmu auga á bóka­út­gáfu­mark­að­inn og gleyptu hann í einum bita. 

„Þró­unin alls stað­ar, þar sem þetta er byrj­að, sýnir að ýmis­legt verður undan að láta og þar er það fyrst fjöl­breytnin sem minn­kar,“ benti hún einnig á. „Sam­kvæmt þeim frétt­um, sem þegar hafa borist af kaupum Storytel á 70 pró­sent hlut í For­lag­inu, á að reka útgáf­una áfram óbreytta og allir samn­ingar eiga áfram að gilda. Við spyrjum samt, hversu lengi? Óhjá­kvæmi­lega mun koma að þeim tíma­punkti að ábata­von nýrra eig­enda, sem varla líta á sig sem sér­staka vörslu­menn íslenskrar tungu, muni hafa áhrif á útgáfu­stefnu For­lags­ins.“

Auglýsing

Ójafn­vægið er þegar alltof mikið

Í þessum vanga­veltum öllum var ekki úr vegi að heyra í rit­höf­undi. Svo við báðum Mar­gréti Tryggva­dótt­ur, rit­höf­und sem gefur út hjá For­lag­inu og situr í stjórn RSÍ, að segja okkur í stuttu máli hvernig staðan blasir við henn­i. 

„Sko … “ hugs­aði Mar­grét upp­hátt. „Maður ótt­ast ýmis­legt. Þegar Oddi hætti að prenta bækur og flestar bækur í kjöl­farið prent­aðar í útlöndum fannst mér það svo­lítið eins og þegar Íslend­ingar hættu að geta smíðað skip í gamla daga. Nú er eign­ar­haldið á 70 pró­sent af stærsta útgáfu­fé­lagi lands­ins komið úr landi. Ósjálfrátt sýpur maður hvelj­ur,“ sagði hún en tók síðan fram að eign­ar­hald væri eitt, eig­enda­stefna og dag­legur rekstur væri ann­að.

„Eign­ar­haldið á For­lag­inu og for­verum þess hefur verið alls­konar og hvorki höf­undar né les­endur hafa endi­lega fundið mik­inn mun. Bjart­sýn­is­mann­eskjan í mér vonar að svo verði áfram og að samn­ingar vegna hljóð­bóka verði jafn­vel eitt­hvað skárri en þeir eru nú og höf­undar beri sann­gjarn­ari hlut úr být­um. Á sama tíma ótt­ast ég að svo verði ekki og að þeir samn­ingar sem höf­undar þó hafa náð við útgef­endur og eru skárri en í fjöl­menn­ari löndum þar sem meiri sala er mögu­leg – og þar með hærri höf­unda­laun, þótt þau séu hlut­falls­lega lægri – þurrk­ist út.“

Margrét Tryggvadóttir Mynd: Aðsend

Hún kvaðst líka ótt­ast um íslenskan bóka­markað ef stóri og vold­ugi aðil­inn á mark­aðnum yrði enn stærri og burð­ugri. 

„Ójafn­vægið er þegar alltof mik­ið. Það sem mér finnst mest spenn­andi og áhuga­vert er þó hvað verður um sjálfs­eign­ar­stofn­un­ina Bók­mennta­fé­lagið Mál og menn­ingu sem mér þykir afar vænt um og er nú allt í einu vænt­an­lega stút­full af pen­ing­um. Ég vona svo sann­ar­lega að það fé verði til góðs fyrir íslenskar bók­menntir og bóka­markað eins og til var stofn­að.“

Í Rit­höf­unda­sam­band­inu hafa verið viðr­aðar áhyggjur af sam­ings­stöðu íslenskra höf­unda og vanga­veltur kvikn­að; hvort það gæti mögu­lega haft áhrif á ramma­samn­ing RSÍ og FÍBÚT – sem er þessa dag­ana í end­ur­skoð­un. Gæti svo farið að erlent stór­fyr­ir­tæki setji afar­kosti í slíkum við­ræð­um, í sam­fé­lagi útgef­enda og rit­höf­und­ar, þar sem bæði liggja sam­eig­in­legir hags­munir og hags­muna­á­rekstrar verða á köfl­um; í bransa sem sam­einar báða aðila og er flók­inn og um margt sér­stakur á Ísland­i. 

Blaðamannafundurinn var haldinn í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð.
Bára Huld Beck

Á fund­inum spurði Auður hvort þessi kaup hefðu áhrif á samn­inga­for­sendur íslenskra höf­unda og svar­aði Egill um hæl að svo væri ekki. „Þetta mun hafa nákvæm­lega engin áhrif á samn­ings­stöðu íslenskra höf­unda við For­lagið eða Storyt­el. For­lagið mun alfarið halda áfram að starfa sem sjálf­stætt fyr­ir­tæki sem semur við höf­unda á grunni og eftir ramma­samn­ingi Félags íslenskra bóka­út­gef­anda og Rit­höf­unda­sam­bands­ins.“

Í sama streng tók Hólm­fríður Matth­í­as­dótt­ir, útgáfu­stjóri For­lags­ins. „Við fylgjum ramma­samn­ingi Rit­höf­unda­sam­bandi Íslands og Félagi íslenskra bóka­út­gef­anda, hvernig sem hann er og verð­ur. Þetta mun ekki hafa áhrif á þá samn­inga, alls ekki,“ sagði hún. 

Að sögn full­trúa For­lags­ins sem við ræddum við er stefnan að For­lagið starfi áfram sjálf­stætt og á þeim má skilja að öðrum útgáfu­fé­lögum á Norð­ur­lönd­unum hafi vegnað vel á þessum for­send­um. Í frétt á Kjarn­anum í vik­unn­i mátti sjá eft­ir­far­andi ummæli Jonas Telland­er, for­stjóra og stofn­anda Storyt­el: „Við erum gríð­­ar­­lega ánægð með þessa nýj­­ustu við­­bót við Storytel fjöl­­skyld­una og öfl­­ugt net útgáfu­­fé­laga okkar á Norð­­ur­lönd­un­­um. For­lagið sómir sér þar vel meðal virtra félaga á borð við Nor­­stedts För­lags­grupp, Gum­­merus Publ­is­hers og Peop­­le’s Press. Við erum spennt að hefja sam­­starf með reynslu­­miklum útgef­endum For­lags­ins sem deila ástríðu okkar fyrir góðum sög­­um.“ 

Í höf­uð­stöðvar rit­höf­unda­sam­bands­ins hafa þó borist flókn­ari frá­sagn­ir. Upp­lýs­ingar sem að RSÍ hefur frá syst­ur­sam­tökum sínum á Norð­ur­lönd­unum ganga að sumu leyti þvert á þær yfir­lýs­ingar að höf­undar séu almennt sáttir og ánægð­ir. 

Ragn­heiður nefndi að fyrr­ver­andi for­maður rit­höf­unda­sam­bands­ins í Sví­þjóð, Gunnar Ardeli­us, hefði í fjöl­mörgum við­tölum lýst yfir áhyggjum sínum af við­skipta­mód­el­inu sem Storytel AB stæði fyr­ir.

Hætta ekki að gefa út prent­aðar bækur

Við spurðum útgáfu­stjór­ann, Hólm­fríði Úu Matth­í­as­dótt­ur, hvað þau hefðu að segja við þá höf­unda sem hefðu áhyggjur af þessum kaup­um. „Við segjum fyrst og fremst að það sé ekk­ert að breyt­ast innan For­lags­ins. Þetta er sama fólk­ið, sömu áherslur og sami útgáfu­listi; það mun ekk­ert breyt­ast í okkar sam­skiptum við þau. Það eina sem mun breyt­ast með tím­anum er það að við ætlum að fram­leiða fleiri hljóð­bækur sem var alltaf á stefnu­skránni hjá okk­ur. Nú fáum við auk­inn kraft til að gera það.“

Egill Örn og Hólmfríður spjölluðu við Auði og Báru Huld á fundinum. Hólmfríður segir að ekkert muni breytast í samskiptum við höfunda við kaupin.
Bára Huld Beck

Hún sagði að umhverfið væri að breyt­ast og þró­ast í tækni og þróun og með þessu yrði von­andi hægt að bregð­ast fyrr við þeim breyt­ing­um. „Við erum ekki að fara að hætta að gefa út prent­aðar bæk­ur. Það er alveg víst.“

Hólm­fríður sagði að fyrst og fremst sæju þau hjá For­lag­inu tæki­færi í þessum breyt­ingum á eign­ar­haldi og benti á að nú væru óvissu­tímar framund­an. „Við erum á þessum umbreyt­ing­ar­tímum og við verðum nátt­úru­lega að gera þetta fag­mann­lega og í sam­vinnu við höf­undana á skyn­saman hátt þannig að útkoman sé góð fyrir alla – og þegar ég segi alla þá á ég við höf­unda og útgef­end­ur.“ Hún sagð­ist gera sér grein fyrir því að þetta væru óvæntar fréttir fyrir marga og væri hún að reyna að hafa sam­band við sem flesta til að ræða þetta og útskýra.

Stærsta for­lagi Íslands von­andi siglt í örugga höfn

Hall­dór Guð­munds­son er stjórn­ar­for­maður Máls og menn­ing­ar, en hann var árum saman útgáfu­stjóri sama félags. Óhætt er að full­yrða að hann búi yfir óvenju marg­slung­inni reynslu á sviði alþjóð­legrar útgáfu, en hann var í for­svari fyrir Ísland þegar það var gesta­þjóð á bóka­mess­unni í Frank­furt og síðar einnig fyrir Nor­eg; auk þess sem hann hefur skrifað á þýsku sér­stak­lega fyrir þýskan mark­að. 

Hall­dór á eft­ir­tekt­ar­verðan frum­kvöðla­þátt í útrás íslenskra höf­unda, bæði með því að leggja grunn að henni í Mál og menn­ingu á sínum tíma og með því að tengja íslenska útgáfu við áður­nefnda alþjóð­lega sölu­messu, ásamt Árna Ein­ars­syni, sem einnig er í stjórn félags­ins, og ýmsum fleirum, eins og Val­gerði Bene­dikts­dótt­ur, sem hefur ára­tugum saman haldið saman erlendu rétt­inda­deild­inni innan Eddu útgáfu og í For­lag­inu; rétt eins og Hólm­fríður sem starf­aði jafn­framt lengi í útgáfu í Barcelona. Þó er óhætt að segja að sú stað­reynd að Hall­dór hafi verið alinn upp í Þýska­landi og löngum búið yfir djúpu, marg­slungnu tengsla­neti þar, jafnt sem á Norð­ur­lönd­un­um, hafi haft skáld­leg áhrif á íslenska útgáfu. 

Hall­dór benti á í sam­tali við Auði og Báru Huld að Íslend­ingar horfðu nú fram á mjög erf­iða kreppu­tíma, nú þegar við siglum inn í heimskreppu, og þá væri gaman að sjá áhuga erlendra aðila á íslenskri bóka­út­gáfu. Hann tók sér­stak­lega fram að þarna væri um að ræða breyt­ingu á eign­ar­haldi á For­lag­inu, það rynni ekki inn í Storyt­el. „Svo er þetta nátt­úru­lega þannig að landa­mæri bóka­út­gáfu eru tungu­mál­ið. Þú ferð ekk­ert með íslensk­una eða íslenskar bækur í burtu. Við vonum að Storytel eigi eftir að efla fyr­ir­tækið og geri það með því að leggja okkur lið með meiri útgáfu með raf­rænum hætt­i.“

Hann sagði að nú, í miklu sam­drátt­ar­skeiði í íslenskri bók­sölu, væri búið að taka stærsta for­lag Íslands og sigla því í það sem hann vonar að reyn­ist örugg höfn. 

 „Það finnst mér mik­ill ávinn­ingur – og svo vona ég að við höfum gæfu til að láta þetta þróast,“ sagði hann og bætti því næst við: „Við þurfum að grípa gæs­ina – þeir sem vinna hjá For­lag­inu, höf­undar og aðrir verða að hugsa út í það. Við getum átt sam­eig­in­lega sókn inn á alþjóða­mark­að­i.“

En viltu spá ein­hverju um hversu mikil áhrif á hljóð­bókin eftir að hafa á bóka­út­gáfu? 

Hall­dór sagði að eng­inn vissi það í reynd. 

Hann taldi ekki að minna væri að selj­ast af prent­uðum bókum vegna hljóð­bókanna. „Ef við horfum alveg raun­sætt á þetta þá hefur venju­leg fýsísk bók­sala hægt og hægt dreg­ist sam­an. Við verðum að horfast í augu við það. Þannig hefur það verið – miklu meira í sumum greinum og minna í öðr­um. Skáld­sögur hafa oft haldið sér vel en orða­bækur eru til dæmis hættar að koma út. En hljóð­bókin hefur verið stöðugri sókn.“

En nú hefur verið kurr í RSÍ út af samn­ingum höf­unda við Storytel á Íslandi. Viltu segja eitt­hvað um það?

 „For­lagið ber ekki ábyrgð á því. Það á nú alveg að vera hægt á þessum litla mark­aði að setj­ast niður og búa til skýra og góða samn­inga – og við settum það inn í þetta sam­komu­lag núna að báðir aðilar myndu vinna að því en á sama tíma erum við að reyna að koma með kraft og nýj­ungar á markað sem hefur átt í miklum vanda. Ég held að það hafi verið unnið heil­mikið í því að bæta þá samn­inga og maður sér nátt­úru­lega á reikn­ingum Storytel á Íslandi að þeir borga veru­legar höf­unda­greiðslur sem hlut­fall af sinni veltu. Svo erum við að sjá að vegna hljóð­bók­ar­innar er bóka­lestur að aukast.“

Halldór segir að bókalestur sé að aukast í kjölfar tilkomu hljóðbókarinnar.
Bára Huld Beck

Hann sagði að þar sem hann væri sjálfur rit­höf­undur þekkti hann umræð­una vel í kringum for­lög­in. „Ég hef alveg skiln­ing á því vegna þess að allir rit­höf­undar eru í „one man warfare“ og þurfa að gæta sinna hags­muna en við megum ekki mis­skilja það að breytt eign­ar­hald þýði að For­lagið fari eitt­hvað eða að það að vera sýni­legra á hug­veitum geri það allt í einu að verkum að bækur selj­ist ekki. Neyslu­mynstur eru mis­jöfn og breyt­ast með kyn­slóð­u­m.“  

Hall­dór benti jafn­framt á að tvær megin ástæður væru fyrir þessu.

„Ann­ars veg­ar: á þessum óvissu­tímum er mik­il­vægt að fá inn öfl­ugan aðal­eig­anda. Og þar að auki eig­anda sem er sér­hæfður í hljóð- og raf­bókum – því við höfum siglt hratt inn í staf­ræna tíma. Nú er gíf­ur­leg eft­ir­spurn eftir hljóð­bók­um, en þetta hefur setið á hak­anum í íslenskum for­lög­um. Lestr­ar­venjur breyt­ast með tím­an­um, en ég vil líka kalla hlustun á hljóð­bækur lest­ur,“ sagði hann og hélt svo áfram: „Út­gáfa er jafn­framt að verða alþjóð­legri og það er mik­il­vægt að rödd íslenskra bók­mennta heyr­ist betur erlend­is. Hér með teng­ist íslensk útgáfa alþjóð­legri þróun og hvernig tek­ist er á við hana. Útgáfa rétt eins og annað er að alþjóða­væð­ast og er mjög gott fyrir íslenska útgáfu að fá þessa teng­ingu inn í alþjóð­legan heim. Og ég held að það geti líka orðið til hags­bóta fyrir neyt­end­ur, eða rétt­ara sagt les­end­ur.“

Auglýsing

Öllum bregður við breyt­ingar

Samn­ing­­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og sagð­ist Hall­dór ekki geta metið hvort hann myndi hafa áhrif á aðra bóka­út­gef­end­ur. „Ís­lenskur bóka­mark­aður er mjög aðgengi­leg­ur, það getur nán­ast hver sem er sest niður og gefið út bók, þ.e. fram­leiðslan er orðin ódýr­ari. En það er ekki mikið um bóka­mark­aði í Evr­ópu sem er aðgengi­legri en okkar litli mark­að­ur. Sem sé í þess­ari sam­keppn­is­merk­ingu; að það sé auð­velt að kom­ast inn á hann.“

Hann sagð­ist hafa fullan skiln­ing á því að rit­höf­undum hefði brugðið við fréttir af kaupum Storytel á For­lag­inu. „Öllum bregður við breyt­ingar en það er líka hægt að prófa að opna hug­ann og spyrja sig: Eru tæki­færi í þessu?“ 

Hann telur að íslenski bóka­mark­að­ur­inn sé ekki svo frá­brugð­inn öðrum – ein­ungis minni og aðgengi­legri. „Ég sé ekki að sam­band útgef­anda og höf­unda ætti að breyt­ast við þetta.“

Sam­of­inn og sensi­tívur útgáfu­heimur

Hinir og þessir sem við heyrðum í, bæði útgef­endur og rit­höf­und­ar, hljóm­uðu undr­andi, sumir for­vitnir og ein­hverjir um leið að ein­hverju leyti gagn­rýnir á þessi óvæntu umsvif, en ekki voru allir að sama skapi reiðu­búnir til að tjá sig um þau opin­ber­lega, öðru­vísi en að segja þetta mikil tíð­indi. Kannski er það til marks um hversu sam­of­inn og sensi­tívur útgáfu­heim­ur­inn er í nábýl­inu á Íslandi; þetta sam­fé­lag höf­unda og útgef­anda, ýmist í sam­vinnu eða líf­legum rök­ræð­um, sem þó birt­ist að miklu leyti saman eins og fjöl­skylda í jóla­bóka­flóð­inu ár hvert. Og kannski er sam­fé­lagið eins konar fjöl­skylda – með öllum þeim átökum sem því fylgja. 

Sitt sýn­ist hverjum og auð­vitað er hlut­verk Rit­höf­unda­sam­bands­ins að vera á tánum fyrir félags­menn sína, mis­burð­uga í við­skiptum og kjar­aum­leit­un­um, um leið og það er hlut­verk útgef­enda að finna leiðir til að halda lífi í útgáf­unn­i. 

Hvort þessi umsvif eiga eftir að opna spenn­andi leiðir og stuðla að alþjóð­legri sam­vinnu í breyttum útgáfu­heimi, þar sem er við­buið að verði ófyr­ir­sjá­an­legar áskor­an­ir, eða fæða af sér snún­ari sam- og við­skipti í heima­brans­anum kemur í ljós. Kannski ger­ist bæði, tæki­færin blómstra og um leið átök og álita­mál. Þannig er útgáfu­brans­inn og líka veru­leik­inn, aldrei svart hvít­ur, frekar í lit, þó að lit­brigðin séu stundum með fal­lega áferð og stundum ekki. Og svo er að sjá hvað Sam­keppn­is­eft­ir­litið seg­ir! 

Að lok­um: ein­hverjar vanga­veltur heyrðum við um hverjir eiga stærstan hlut í Storyt­el, en hér má sjá það í stórum dráttum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar