bankastjórar.jpg

Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða

Seðlabanki Íslands segir í sviðsmyndagreiningu að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni. Sameiginlegt útlánatap þeirra gæti numið allt að 210 milljörðum króna á tveimur árum.

Stóru íslensku við­skipta­bank­arnir þrír; Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki, verða reknir með tapi í tvö ár vegna auk­innar virð­is­rýrn­unar útlána og lækk­andi tekna þeirra í kjöl­far COVID-19 far­ald­urs­ins. Virð­is­rýrnun á útlána­safni þeirra gæti orðið allt að sjö pró­sent sam­an­lagt á næstu tveimur árum, eða allt að 210 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar má nefna að árleg virð­is­rýrnun sam­kvæmt áætl­unum bank­anna er 0,3 til 0,5 pró­sent.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í rit­inu Fjár­mála­stöð­ug­leiki sem Seðla­banki Íslands birti í dag. Um er að ræða nei­kvæð­ustu frá­viks­spá bank­ans sem sett er fram í sviðs­mynda­grein­ingu hans á ástandi efna­hags­mála vegna COVID-19. 

Eig­in­fjár­hlut­fall almenns þáttar 1 gæti lækkað úr 22,3 pró­sent um síð­ustu ára­mót í 16,6 pró­sent í lok árs 2021 sam­kvæmt sviðs­mynda­grein­ing­unn­i. 

Borga sjö til átta millj­örðum minna í banka­skatt

Í rit­inu segir að áhrif far­sótt­ar­innar hafi komið skýrt fram í rekstri kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna þriggja á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs, þegar þeir töp­uðu sam­tals 7,2 millj­örðum króna. Á sama tíma í fyrra var hagn­aður þeirra sam­an­lagt 10,4 millj­arðar króna og því var um við­snún­ing upp á 17,6 millj­arða króna að ræða. 

Auglýsing

Arð­semi eig­in­fjár þeirra var nei­kvæð um 4,5 pró­sent að með­al­tali á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 en hafði verið jákvæð um 4,6 pró­sent á sama tíma­bili í fyrra og um sex pró­sent á árinu 2018. 

Þótt arð­semin hafi verið nei­kvæð sé ýmis­legt jákvætt í rekstri bank­anna. Grunn­rekstur þeirra fari til að mynda batn­andi og aðgerðir stjórn­valda um að flýta lækkun á banka­skatti auki við­náms­þrótt þeirra. Sú lækkun muni skila því að á milli áranna 2019 og 2020 ætti skatt­greiðslur bank­anna þriggja að minnka um sjö til átta millj­arða króna. „Lækkun banka­skatts­ins hefur í för með sér tekju­tap fyrir rík­is­sjóð en mun styrkja stöðu bank­anna og við­skipta­vina þeirra,“ segir í rit­inu.

Vaxta­lækk­anir ekki að skila sér

Seðla­banki Íslands hefur líka gripið til ýmissa aðgerða vegna yfir­stand­andi ástands sem ætti að nýt­ast bönkum og við­skipta­vinum þeirra. Sveiflu­jöfn­un­ar­auki var afnumin sem losar veru­lega um það eigið fé sem bank­arnir þurfa að halda á og stýri­vextir hafa verið lækk­aðir úr 4,5 pró­sentum niður í eitt pró­sent á þrettán mán­uð­um, sem ætti að skila miklu betri kjörum fyrir við­skipta­vini banka. Seðla­bank­inn segir í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu að vaxta­lækk­un­ar­ferlið hafi hins vegar „ekki skilað sér alveg eins vel á inn­láns- og útláns­vexti KMB [kerf­is­lega mik­il­vægir bankar] og sér­stak­lega hafa vextir nýrra útlána til fyr­ir­tækja lítið lækk­að.“

Auglýsing

Þar segir enn fremur að hreinar vaxta­tekjur nemi um 70 pró­sent af heild­ar­tekjum bank­anna og eru því grunn­und­ir­staða rekstrar þeirra. „Arð­semi KMB hefur í heild farið minnk­andi síð­ustu ár og er undir lang­tíma­mark­mið­um. Ef arð­semi bank­anna á ekki að minnka enn frekar er því mik­il­vægt fyrir þá að reyna að verja vaxta­mun eigna og skulda og koma þar með í veg fyrir að hreinar vaxta­tekjur minnki.“

Of hár rekstr­ar­kostn­aður

Þar segir enn fremur að kostn­að­ur­inn við rekstur íslensku bank­anna sé enn mjög hár í sam­an­burði við banka í Evr­ópu. Launa­kostn­aður þeirra er til að mynda 1,2 pró­sent af heild­ar­eignum á meðan að með­al­talið hjá bönkum á Norð­ur­lönd­unum er 0,4 til 0,5 pró­sent. Heild­ar­kostn­aður íslensku bank­anna er um 2,2 pró­sent af heild­ar­eignum en það með­al­tali á hinum Norð­ur­lönd­unum er um 0,7 til 0,9 pró­sent.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Mynd: Bára Huld Beck

Kostn­aður íslensku bank­anna þriggja er því um eitt til 1,5 pró­sentu­stigum hærri miðað við heild­ar­eignir en banka á Norð­ur­lönd­un­um. Nið­ur­staða Seðla­bank­ans er afger­andi: „Tæki­færi íslensku bank­anna í að auka arð­semi fel­ast því einkum í því að draga úr kostn­að­i.“ Það verður helst gert með fækkun starfs­fólk og sam­hliða lækkun á launa­kostn­að­i. 

Mikið útlánatap vegna ferða­þjón­ustu

Í kynn­ingu á Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu í morgun kom fram að um átta pró­sent hús­næð­is­lána ein­stak­linga sé nú í greiðslu­hléi og um 15 pró­sent útlána til fyr­ir­tækja. Eins og við var að búast þá eru fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu fyr­ir­ferða­mest þar, en um 50 pró­sent slíkra hafa óskað eftir greiðslu­hléi. Stærri aðilar í geir­anum hafa nýtt sér úrræðið frekar en litl­ir. 

Staða ferða­þjón­ust­unnar vegna COVID-19 hefur eðli­lega mikil áhrif á virði útlána bank­anna þriggja. Um tíu pró­sent af útlánun þeirra eru til fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu og flest bendir til þess að litlar sem engar líkur séu á því að greinin fái við­spyrnu á þessu ári. Óvissa er um hvort og hversu mikla við­spyrnu verður að finna á næsta ári. Stærstu hluti lána við­skipta­bank­anna til ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja er til hót­ela og gisti­staða. 

Auglýsing

Hrein virð­is­breyt­ing útlána bank­anna þriggja var nei­kvæð um 11,6 millj­arða króna á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 sem er fjór­falt meiri virð­is­rýrnun en á sama tíma fyrir ári. 

Seðla­banki Íslands hefur fram­kvæmt grein­ingu um mögu­leg áhrif COVID-19-far­sótt­ar­innar á stöðu kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna, sem byggir á nýj­ustu þjóð­hags­spá Seðla­bank­ans. Nið­ur­staða hennar er meðal ann­ars sú að gera megi ráð fyrir átta pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu í ár, sem er svipað og Hag­stofa Íslands, sem spáir 8,4 pró­sent sam­drætti, spáði fyrir skemmstu í sinni þjóð­hags­spá. 

Í sviðs­mynda­grein­ing­unni var lagt mat á mögu­leg áhrif á eig­in­fjár­stöðu bank­anna og svig­rúmi þeirra til að veita útlán á sama tíma og þeir takast á við aukin van­skil og virð­is­rýrnun vegna efna­hags­á­falls­ins. „Nið­ur­stöður sviðs­mynda­grein­ing­ar­innar benda til að eig­in­fjár­hlut­fall almenns eig­in­fjár­þáttar 1 gæti lækkað um 1,5 - 5,7 pró­sentur frá árs­lokum 2019 til árs­loka 2021 og að bank­arnir gætu þurft að færa útlán niður um 100 – 210 ma.kr. á næstu tveimur árum.“

Eig­in­fjár- og lausa­fjár­staða bank­anna stóru bank­anna þriggja sé þó sterk og þeir ættu að geta stað­ist það álag sem mun fylgja yfir­stand­andi kreppu. 

Seðla­bank­inn leggur hins vegar áherslu á að mik­il­vægt sé að hraða end­ur­skipu­lagn­ingu útlána eins og kostur er.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar