Góða útilyktin í handklæðunum

Þeim sem þurrka þvott sinn á snúrum finnst fátt jafnast á við lyktina af þvotti sem þornað hefur í sól og golu. Snúruaðdáendur gefa lítið fyrir þurrkaralykt, vísindamenn segjast hafa fundið skýringuna á góðu útisnúrulyktinni.

Ilmar nokkuð betur en sólþurrkaður þvottur?
Ilmar nokkuð betur en sólþurrkaður þvottur?
Auglýsing

Í hádeg­inu dag einn fyrir tæpum tutt­ugu árum sátu nokkrir kenn­arar og nem­endur í efna­fræði­deild Hafn­ar­há­skóla í mötu­neyt­inu. Í mat­ar­tím­anum var iðu­lega rætt um allt milli him­ins og jarð­ar. Meðal þeirra sem sátu þarna og spjöll­uðu var Thor­vald Ped­er­sen lektor í efna­fræði. Hann var áhuga­maður um margt annað en það sem við­kom bein­línis sér­grein hans. Meðal ann­ars skrif­aði hann árum saman um mat­reiðslu í inn­an­húss­blað efna­fræði­deild­ar­inn­ar. Dálkur hans hét „efna­fræð­ing­ur­inn í eld­hús­in­u“. 

Þennan til­tekna dag í mötu­neyt­inu sagði hann allt í einu: „Hvað er það sem veldur því að það er svo góð lykt af þvotti sem þornað hefur í sól­inni, allt önnur en af þvotti sem þornað hefur á snúru í skugga utandyra, í þvotta­hús­inu, eða í þurrkara?“ 

Við­staddir voru allir sam­mála lekt­ornum um góðu lykt­ina af útisnúru­þvotti en eng­inn gat svarað spurn­ing­unni. Tæknin til að skil­greina hvað ger­ist í þvotti á snúru var ekki til stað­ar. 

Auglýsing

Þessi himneski ilmur

Thor­vald Ped­er­sen lifir ekki lengur en þeir sem sátu við borðið í mötu­neyt­inu þennan dag fyrir tæpum tveimur ára­tugum gleymdu ekki vanga­veltum hans um „þennan himneska ilm“. 

Fyrir nokkrum árum fékk efna­fræði­deildin tæki sem gera mögu­legt að skil­greina hvað fram­kallar ilm­inn úr þvott­in­um. Þótt mögu­leikar þess­ara tækja séu ekki ein­skorð­aðir við skil­grein­ingu á lykt úr þvotti ákvað starfs­fólk deild­ar­innar að finna svarið við spurn­ingu hins látna lekt­ors. Þrír starfs­menn unnu að verk­efn­inu og þegar rann­sókn­inni var lokið skrif­uðu þeir grein sem birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Environ­mental Chem­istry og til­eink­uðu grein­ina Thor­vald Ped­er­sen.

Aðferðin og nið­ur­staðan

Í við­tali við danska dag­blaðið Politi­ken útskýrði Malte Frydenlund, einn þre­menn­ing­anna, vinnu­að­ferð­ina. 

Þvegin var full vél af hand­klæðum sem öll voru eins. Notað var lykt­ar­laust þvotta­efni. Hluti hand­klæð­anna var svo hengdur á snúru í sól­inni, hluti á snúru í skugga utandyra, enn önnur á þurrk­grind inn­an­dyra og afgang­ur­inn settur í þurrkara. Þegar hand­klæðin voru orðin þurr voru þau sett í  loft­þétta poka, sér­stakt tæki sog­aði loft úr hand­klæð­unum sem enn annað tæki skil­greindi svo. Þetta er ein­föld útgáfa af vinnu­að­ferð­inni.Fyrir nokkrum árum fékk efnafræðideildin tæki sem gera mögulegt að skilgreina hvað framkallar ilminn úr þvottinum. Mynd: Pexels

Þre­menn­ing­arnir komust að því að geislar sól­ar­innar setja af stað ákveðið efna­ferli (kem­isk proces) í hand­klæð­un­um. Við þetta leys­ist úr læð­ingi lykt, eða ilmur sem vekur nota­lega líð­an. Minnir á sítrón­ur, möndl­ur, súkkulaði, rósir og fleira sem flestum líkar við. 

Til­raunin var end­ur­tekin þrisvar sinnum og útkoman var alltaf sú sama. 



Vekur bernskuminn­ing­ar 

Einn þeirra sem sat við borðið í mötu­neyti efna­fræði­deildar Hafn­ar­há­skóla þegar Thor­vald Ped­er­sen fitj­aði upp á hand­klæða­lykt­inni var Matt­hew Stanley John­son. Hann var þá nem­andi við deild­ina en er nú pró­fess­or, og hafði yfir­um­sjón með rann­sókn­inni. Hann sagði í við­tali að það hefði verið sér­lega ánægju­legt að geta fundið svarið við þess­ari gömlu spurn­ingu Thor­vald Ped­er­sen. „Það kann­ast allir við að til­tekin lykt vekur ákveðnar minn­ing­ar,“ sagði Matt­hew Stanley John­son og bætti við: „Ef ég leggst til hvílu þar sem rúm­fötin hafa verið hengd til þerris í sól­inni, hugsa ég ósjálfrátt til bernsku­heim­il­is­ins í Minnesota.“ 

Albert Gjedde, sér­fræð­ingur í rann­sóknum á starf­semi heil­ans við Hafn­ar­há­skóla, tók ekki þátt í rann­sókn þre­menn­ing­anna en sagði það vel þekkt að lyktin af þvotti sem þornað hefur í sól veki minn­ing­ar. „Þessi lykt fram­kallar dópamín­skot í heil­anum og við fyll­umst vellíð­an.“

Albert Gjedde bætti við að lyktin af nýbök­uðum smákökum minni marga á jól­in. 

Þvotta­efni, kerti og sápur og ilm­vötn 

Malte Frydenlund, einn rann­sókn­ar­þre­menn­ing­anna, sagði að allir kann­ist við frískt loft sem fylgir rign­ing­ar­skúr­um. Þessi frísk­leiki verður lík­lega til á svip­aðan hátt og nota­lega lyktin af sól­þurrk­uðum hand­klæð­um. Það væri þessi nota­leg­heit sem fram­leið­endur reyni að fram­kalla í þvotta­efn­um, hrein­gern­inga­vökv­um, sáp­um, ilm­vötnum og mörgu fleiru. 

Malte Frydenlund sagð­ist viss um að fram­leið­endur áður­nefndra vara og margra fleiri myndu kynna sér nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar í því skyni að kom­ast enn nær því en áður að líkja eftir „lykt nátt­úr­unn­ar“. Hann sagði að utan­að­kom­andi lykt gæti hins vegar yfir­gnæft hinn nátt­úru­lega ilm sól­þurrk­uðu hand­klæð­anna. 



Skrif­ari þessa pistils getur í þessu sam­bandi rifjað upp að á bernsku­heim­ili hans, úti á landi, var þvottur ætíð hengdur út til þerr­is. Ef svo vildi til að búið væri að hengja út og síðan gustaði af suð­austan og verið var að bræða fiskúr­gang í bræðsl­unni (kölluð iðj­an) var voð­inn vís með þvott­inn. Lausnin var að kippa þvott­inum inn og þvo síðan aftur við betra tæki­færi. Ann­ars lykt­uðu föt, hand­klæði og allur annar þvottur af gúanó. 

Þótti ekki bein­línis þægi­legur ilm­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar