Far vel, Falwell

Jerry Falwell yngri, einn áhrifamesti stuðningsmaður Donalds Trumps, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Vegna hneykslismála hefur hann nú sagt sig af sér sem forseti Liberty háskóla sem faðir hans, sjónvarpspredikarinn Jerry Falwell eldri, stofnaði.

Jerry Falwell yngri í ræðustól á lokadegi landsþings repúblikana árið 2016. Skömmu síðar varð Donald Trump útnefndur forsetaefni flokksins í kosningunum sem þá voru yfirvofandi.
Jerry Falwell yngri í ræðustól á lokadegi landsþings repúblikana árið 2016. Skömmu síðar varð Donald Trump útnefndur forsetaefni flokksins í kosningunum sem þá voru yfirvofandi.
Auglýsing

Hneyksli á hneyksli ofan skekja nú einn áhrifa­mesta mann meðal trú­aðra íhalds­manna í Banda­ríkj­un­um, Jerry Falwell yngri. Á dög­unum sagði hann af sér sem for­seti Liberty háskóla í Virg­iníu en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2007 er hann tók við kefl­inu af föður sínum sem stofn­aði skól­ann. Afsögn Falwell yngri kemur í kjöl­far frétta­flutn­ings af ást­ar­þrí­hyrn­ingi milli Falwell hjón­anna og Giancarlo Granda nokk­urs sem staðið hafði yfir í nokkur ár. Fyrr í mán­uð­inum hafði Falwell ákveðið að stíga til hliðar sem for­seti Liberty háskóla vegna myndar sem hann birti á Instagram og þótti ósæmi­leg.



Afsögn Falwells kemur í kjöl­far umfjöll­unar Reuters af áður­nefndum ást­ar­þrí­hyrn­ingi milli Falwell hjón­anna og Giancarlo Granda. Í við­tali við Reuters segir Granda frá því að hann hafi fyrst hitt þau Becki og Jerry Falwell í mars árið 2012 á Fontainebleau hót­el­inu á Miami Beach, þá tví­tug­ur. Á þeim tíma hafi hann starfað á hót­el­inu sem sund­laug­ar­vörð­ur. Sam­band á milli þeirra þriggja hafi haf­ist í þeim sama mán­uði og staðið allt til árs­ins 2018.



Í við­tal­inu segir Granda frá því hvernig sam­bandi þeirra þriggja var hátt­að. Hann hafi stundað kyn­mök með Becki á meðan Jerry hafi fylgst með. Frá­sögn sína studdi Granda með því að sýna blaða­mönnum Reuters tölvu­pósta og sms skila­boð. „Við Becki þró­uðum með okkur náið sam­band og Jerry naut þess að horfa á okkur úr horni her­berg­is­ins,“ sagði Granda í sam­tali við blaða­menn Retu­ers. Þau hafi hist þrjú saman oft á ári, ýmist á hót­elum í Miami og New York sem og á heim­ili Falwell hjón­anna í Virg­in­íu.

Auglýsing


Á end­anum trosn­aði upp úr vin­átt­unni milli Granda og Falwell hjón­anna, hann vildi ekki halda áfram að hitta þau undir sömu for­merkjum auk þess sem deilur hefðu sprottið upp í fyr­ir­tækja­rekstri sem þau stóðu þrjú saman að.



Voru einnig við­skipta­fé­lagar

Granda komst fyrst í kast­ljósið fyrir tveimur árum síðan þegar Buzz­Feed fjall­aði um deilur Falwell hjón­anna og Granda vegna við­skipta sem þau stóðu saman í. Þau höfðu þá keypt far­fugla­heim­ili í Miami sem einkum var ætlað ungum ferða­löng­um. Í umfjöllun Buzz­Feed var haft eftir tals­manni Falwell fjöl­skyld­unnar að Granda hefði verið boð­inn hlutur í far­fugla­heim­il­inu vegna þess að hann væri búsettur í Miami og hann myndi sjá um rekstur þess.



Þegar meg­in­drættir upp­haf­legrar umfjöll­unar Reuters voru bornir undir Falwell hjónin tjáði lög­maður þeirra sig fyrir þeirra hönd og sagði þau neita öllu því sem þar væri haldið fram. Nokkrum dögum síð­ar, um það leyti sem Reuters ætl­aði að birta sína umfjöllun birt­ist yfir­lýs­ing frá Jerry Falwell í Was­hington Exa­miner. Þar sagði hann eig­in­konu sína hafa átt í leyni­legu ást­ar­sam­bandi við Granda og að hann hafi ætlað að kúga út úr hjón­unum fé. Þessu neitar Granda, hann hafi ein­ungis átt í við­ræðum við þau um við­skipta­leg erind­i. 



Í yfir­lýs­ingu sinni fjall­aði Jerry Falwell ekki um ásak­anir Granda á hendur hon­um, að hann hafi setið og fylgst með atlotum Becki Falwell og Granda. Öllu heldur sagði hann sig ekki hafa komið þar að. „Becki átti í óvið­eig­andi per­sónu­legu sam­bandi við þennan ein­stak­ling, eitt­hvað sem ég var ekki við­rið­inn,“ sagði í yfir­lýs­ingu hans.



Ber­aði bumb­una á Instagram

Falwell sagði af sér sem for­seti Liberty háskóla í kjöl­far umfjöll­un­ar­innar um ást­ar­æv­in­týri þeirra hjóna og Giancarlo Granda. Vand­ræði hans innan veggja háskól­ans voru þá þegar haf­in. Í fyrri hluta mán­aðar fór Falwell í leyfi frá háskól­anum vegna myndar sem hann birti á Instagram og eyddi skömmu síð­ar. 

Myndin umdeilda sem Jerry Falwell eyddi skömmu eftir birtingu. Mynd: Skjáskot.



Á mynd­inni umdeildu eru buxur Falwells frá­hnepptar auk þess sem hann hefur dregið stutt­erma­bol sinn upp yfir kvið­inn. Slíkt hið sama gerir kona sem stendur honum við hlið. Falwell sagði síðar að um mis­heppnað grín væri að ræða og að konan sem stæði við hlið hans væri aðstoð­ar­kona eig­in­konu sinn­ar, en aðstoð­ar­konan er barns­haf­andi.



Það sem vekur athygli við afsögn Falwells, sam­kvæmt skýr­ingu Was­hington Post, er sú stað­reynd að hann virð­ist hafa verið ósnert­an­legur meðal evang­elista um nokk­urt skeið. Það kunni að helg­ast af því að bæði kemur hann úr áhrifa­mik­illi fjöl­skyldu auk þess sem hann á í góðu sam­bandi við ýmsa áhrifa­menn úr banda­rísku þjóð­lífi. Þar er kannski merkastur Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, en for­set­inn nýtur mik­ils stuðn­ings hvítra evang­elista í Banda­ríkj­un­um. Þennan stuðn­ing getur for­set­inn að ein­hverju leyti þakkað Falwell.



Naut aðstoðar frá Mich­ael Cohen

Nýlegar ásak­anir Granda hafa end­ur­vakið áhuga á ummælum Mich­ael Cohens, fyrrum lög­manns Trumps, frá því í maí í fyrra. Þá sagð­ist hann hafa aðstoðað Falwell nokkrum árum áður vegna til­raunar til fjár­kúg­un­ar. Þá hafi ein­hver hótað Falwell því að koma ósæmi­legum myndum í dreif­ingu. Það hefði Falwell hins vegar getað stöðvað með því að reiða fram fé.



Í skýr­ingu Was­hington Post segir að Falwell hafi stað­fest það við mið­il­inn að hann hafi notið aðstoðar Cohen. Hins vegar gaf hann ekk­ert upp um hver það var sem átti að hafa kom­ist yfir mynd­irnar ósæmi­legu, Cohen hafi haft sam­band við lög­menn við­kom­andi og hótað því að alrík­is­lög­reglan, FBI, tæki málið upp ef mynd­irnar yrðu opin­ber­að­ar. „Þetta voru ekki nekt­ar­mynd­ir,“ sagði Falwell í sam­tali við Was­hin­gon Post, „þetta voru bara myndir af eig­in­konu minni. Ég var stoltur af útliti henn­ar.“



Was­hington Post hafði líka sam­band við Cohen sem hafi gefið það í skyn að Granda hafi verið við­rið­inn mál­ið. Hann hafi haft sam­band við lög­mann Granda til þess að „sjá til þess að mynd­irnar kæmu ekki fyrir augu almenn­ings.“ Tals­maður Granda sagði lög­mann hans ekki hafa rætt við Cohen á sínum tíma.



Skömmu eftir að Cohen aðstoð­aði Falwell við að koma í veg fyrir mynd­birt­ing­una bað hann Falwell hjónin um greiða, Trump þurfti þeirra aðstoð að halda í kosn­inga­bar­átt­unni. Jerry Falwell lýsti yfir stuðn­ingi við Don­ald Trump þegar bar­áttan um for­val repúblik­ana stóð sem hæst og hefur Falwell verið öfl­ugur og hávær stuðn­ings­maður for­set­ans æ síð­an. Í grein­ingu Was­hington Post er stuðn­ingur Falwell hjón­anna sagður hafa valdið straum­hvörfum í bar­áttu Trumps. Stuðn­ingur evang­elista við Trump í for­vali repúblik­ana hafi auk­ist gíf­ur­lega á kostnað ann­arra fram­bjóð­anda, þökk sé Falwell hjón­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar