Bond, James Bond

Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.

James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Auglýsing

Setn­ingin „Bond, James Bond“ er vafa­lítið ein þekktasta setn­ing kvik­mynda­sög­unn­ar. Heyrð­ist fyrst árið 1962 í kvik­mynd­inni Dr. No, fyrstu kvik­mynd­inni sem gerð var eftir bók Ian Flem­ing (1908 -1964) um njó­sn­ara hennar hátign­ar. Sá sem fyrstur sagði þessi frægu orð á hvíta tjald­inu var Sean Conn­ery.

Sögu­per­sónan James Bond birt­ist fyrst árið 1953 í bók­inni Casino Royale. Höf­und­ur­inn Ian Flem­ing sagði að hann hefði ákveðið að þessi maður skyldi heita ein­hverju mjög venju­legu nafni. Ian Flem­ing, sem var áhuga­maður um fugla, átti bók um villta fugla í Vest­ur­-Ind­í­um. Höf­undur þeirra bókar var fugla­fræð­ingur að nafni James Bond (1900- 1989). Sögu­per­sónan James Bond átti að vera sér­lega óáhuga­verður maður sem hefði engin áhuga­mál og líf hans ein­kennd­ist af atvikum og atburðum sem hann lenti í.  

Ian Flem­ing sagði síðar eig­in­konu fugla­fræð­ings­ins að njósn­ar­inn líkt­ist honum í engu, burt­séð frá nafn­inu. Per­sónan var, að sögn Ian Flem­ing, hálf­gerður hræri­grautur vinnu­fé­laga hans hjá Leyni­þjón­ustu breska flot­ans, þar sem rit­höf­und­ur­inn vann um ára­bil. Sumt varð­andi per­sónu njósn­ar­ans líkt­ist rit­höf­und­inum sjálf­um, sem hafði dálæti á eggja­hræru, áhuga á fjár­hættu­spili, tak­mörk­uðum golf­hæfi­leikum og fleiru.

Auglýsing

Ell­efu James Bond bækur og tvö smá­sagna­söfn

Á ára­bil­inu 1953 – 1966 komu út ell­efu James Bond bækur og tvö smá­sagna­söfn með sögum um njósn­ar­ann 007, eins og hann hét á papp­írum Leyni­þjón­ustu hennar hátign­ar, MI6. Tvær þess­ara bóka komu út eftir að Ian Flem­ing lést. Bókin sem bar heitið Dr. No, sú fyrsta sem var kvik­mynd­uð, kom út 1958.

Hér verður ekki fjallað nánar um Ian Flem­ing og rit­störf hans. Rétt er þó að nefna að á lista dag­blaðs­ins The Times er hann númer 14 á lista yfir helstu rit­höf­unda Breta frá lokum síð­ari heims­styrj­ald­ar.

James Albert Bond

Fyrir nokkrum dögum birti pólska for­tíð­ar­stofn­unin (IPN) nýja til­kynn­ingu á vef­síðu sinni. Það gerir þessi stofnun reglu­lega en að þessu sinni vöktu upp­lýs­ing­arnar meiri athygli en oft áður. Þar var greint frá því að á sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar hefði breskur njósn­ari starfað hjá ræð­is­skrif­stofu breska hers­ins í Var­sjá. Ekki væri það kannski sér­lega frétt­næmt nema vegna nafns­ins á þessum umrædda spæj­ara. Hann hét sem sé James Bond, fullu nafni James Albert Bond. 

James þessi Bond kom til starfa hjá ræð­is­skrif­stof­unni í Var­sjá 18. febr­úar árið 1964, tveimur árum eftir að kvik­myndin Dr. No var frum­sýnd. Starfs­heiti hans á ræð­is­skrif­stof­unni var skjala­vörð­ur. Í upp­lýs­ingum IPN um „skjala­vörð­inn“ kemur fram að hann hafði, meðal ann­ars vegna nafns­ins, vakið athygli pól­skra yfir­valda sem fylgd­ust grannt með hon­um. James Bond ferð­að­ist tals­vert um Pól­land, meðal ann­ars til borg­anna Bialystock og Olsztyn. Marcena Kruk, yfir­maður IPN sagði í við­tali að upp­lýs­ingar um James Bond væru tak­mark­að­ar, „við vitum að hann ferð­að­ist tals­vert um landið og hafði auga fyrir kon­um. Í gögnum okkar um hann er ekk­ert minnst á Mart­ini kok­teil, en hins­vegar kemur þar fram að hann hafi kunnað að meta pólskan bjór.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum IPN var James Bond í Pól­landi um tveggja ára skeið, 1964 og 1965. Þá hvarf hann af hinu pólska sjón­ar­sviði.

Und­an­farna daga hefur tals­vert verið fjallað um James Albert Bond í breskum og pólskum fjöl­miðl­um. Pólskir fjöl­miðla­menn veltu því fyrir sér hvort nafnið James Bond hefði verið til­bún­ing­ur, mað­ur­inn hefði heitið eitt­hvað allt ann­að. Net­mið­ill­inn Nationa­l.ae birti fyrir viku (20.9) grein um James Albert Bond. Þar kemur fram að hann hafi fæðst í Bideford á Devon Suð­ur­-Englandi árið 1928 og lát­ist árið 2005. Árið 1954 gift­ist James Albert Bond Janette Tacchi. Þau eign­uð­ust einn son. Í við­tali við The Tel­egraph sagði Janette Tacchi að hún hafi aldrei almenni­lega vitað við hvað bóndi sinn starf­aði en það hefði verið eitt­hvað ,,leyni­leg­t“. Hann hefði nær allan sinn starfs­aldur unnið fyrir breska her­inn. 

James Bond á hvíta tjald­inu

Eins og fyrr var nefnt birt­ist sögu­per­sónan James Bond fyrst á hvíta tjald­inu árið 1962 í kvik­mynd­inni Dr. No. Skemmst er frá því að segja að myndin naut mik­illa vin­sælda og nú hafa verið gerðar á þriðja tug kvik­mynda, um njó­sn­ara hennar hátign­ar, James Bond. Sjö leik­arar hafa brugðið sér í hlut­verk njósn­ar­ans snjalla sem oft kemst í hann krapp­ann en kemur ætíð stand­andi nið­ur­. Margir James Bond aðdá­endur segja túlk­endur njósn­ar­ans sex tals­ins, telja David Niven (Casino Royale frá árinu 1967) ekki með. 

Bond mynd­irn­ar, eins og þær eru kall­að­ar, hafa reynst sann­kölluð pen­ingamask­ína og hverrar nýrrar myndar ætíð beðið með spenn­ingi. Sú nýjasta, No Time to Die, verður frum­sýnd síðar í haust. Hún átti að koma í kvik­mynda­húsin í apríl á þessu ári, en þótt njósn­ari hennar hátignar sigrist á flestu varð hann að beygja sig fyrir plág­unni miklu, kór­ónu­veirunn­i. 

Sean Conn­ery

Eins og fyrr var nefnt hafa sjö leik­arar túlkað James Bond 007. Í hugum margra er Sean Conn­ery, sá sem fyrstur lék njósn­arann, hinn eini sanni Bond. Í könn­un­um, sem eru margar gegnum tíð­ina, er nafn Sean Conn­ery ætíð það sem flestir nefna sem ,,hinn ekta Bond“. Ian Flem­ing hafði í við­tali sagt að í útliti væri per­sónan James Bond í sínum huga eins­konar blanda af sér og banda­ríska leik­ar­anum og tón­list­ar­mann­inum Hoagy Carmich­ael.

Þegar til stóð að gera kvik­mynd eftir sög­unni um Dr. No var Sean Conn­ery ekki aug­ljós val­kostur í tit­il­hlut­verk­ið. Fram­leið­end­urn­ir, þeir Harry Saltzman og Albert R. Broccoli, leit­uðu fyrst til Cary Grant. Hann vildi ein­ungis gera samn­ing um þessa einu mynd, en fram­leið­end­urnir ætl­uðu sér strax í upp­hafi að gera fleiri myndir byggðar á bókum Ian Flem­ing um James Bond. Nokkrir fleiri leik­arar komu til greina en á end­anum varð hinn lítt þekkti Skoti, Sean Conn­ery fyrir val­in­u. Margir telja Sean Connery vera hinn eina sanna James Bond. Mynd: EPA

Fram­leið­end­urnir höfðu Ian Flem­ing með í ráðum varð­andi leik­ara­val­ið. Honum leist í byrjun ekki nema miðl­ungi vel á þennan hávaxna og fremur stirð­busa­lega Skota, eins og hann komst að orði. Þegar ást­kona Ian Flem­ing, sem hafði að hans áliti smekk fyrir karl­mönn­um, sagði að „þessi Conn­ery“ væri eins og snið­inn í hlut­verkið mælti hann með Sean Conn­ery. Og eins og stundum er sagt „the rest is history“.

Sjálfur hefur Sean Conn­ery sagt að Ter­ence Young, leik­stjóri Dr. No, hafi eig­in­lega skapað per­són­una James Bond. Kennt sér rétta göngu­lag­ið, handa­hreyf­ing­ar, jafn­vel hvernig hann ætti að halda á hníf og gaffli. Sean Conn­ery lék í fyrstu fimm Bond mynd­unum og síðar í tveimur til við­bót­ar. Þótt Bond mynd­irnar hafi gert Sean Conn­ery að stór­stjörnu á himni kvik­mynd­anna féll honum aldrei við njósn­ar­ann.  „Ég hata þennan Bond, myndi helst vilja kála hon­um“ sagði Sean Conn­ery ein­hverju sinni við góð­vin sinn Mich­ael Caine.

Fer­ill Sean Conn­ery, sem varð níræður 25. ágúst síð­ast­lið­inn, verður ekki rak­inn frekar hér, kvik­mynd­irnar sem hann lék í eru um 80 tals­ins, auk fjöl­margra sjón­varps­mynda­flokka. Hann lýsti því yfir árið 2006 að hann væri hættur að leika og þegar hann var spurður hvers vegna sagð­ist hann vera búinn að upp­götva dásemdir eft­ir­launa­ár­anna. Og þegar spurt var hverjir væru helstu kostir hans sem leik­ara svar­aði hann „ómögu­legur í söng­leikj­um, not­hæfur í sumu öðru.“

 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar