Blóðbaðið í smábænum

Tilraun Mose Norman til að kjósa í forsetakosningunum í heimabæ sínum í Flórída fyrir heilli öld varð til þess að múgur hvítra manna réðst til atlögu við svarta íbúa bæjarins og úr varð blóðbað, það mesta sem orðið hefur á kosningadegi í landinu.

July Perry var drepinn og lík hans hengt fyrir framan hús dómara í Orlando.
July Perry var drepinn og lík hans hengt fyrir framan hús dómara í Orlando.
Auglýsing

Þó að frá­sögnum beri ekki að fullu saman um hvernig þetta allt byrj­aði eru tvö atriði óum­deil­an­leg: 2. nóv­em­ber 1920, dag­inn sem banda­rískar konur gátu kosið for­seta í fyrsta sinn, voru framin í smábæ í Flór­ída mestu ofbeld­is­verk á kosn­inga­degi í sögu Banda­ríkj­anna.



Hin stað­reyndin sem engin velk­ist í vafa um er sú að ofbeld­is­menn­irnir komust upp með verkn­að­inn.



Það sem gerð­ist í smá­bænum Ocoee fyrir hund­rað árum rataði almennt ekki í sögu­bæk­urn­ar. Þar eru engin minn­is­merki um fórn­ar­lömb að finna eða annað sem minnir á það sem gerð­ist. Reyndar var það ekki fyrr en nýlega að margir afkom­endur fórn­ar­lambanna komust að hinu sanna: Að fólk hefði verið drep­ið. Að aðrir hafi flú­ið. Að jörð­um, heim­ilum og lífs­við­ur­væri hafi verið rænt af sak­lausum mann­eskj­um. „Flestir þeir sem búa í Ocoee vita ekki einu sinni hvað gerð­ist hér,“ segir Pamela Schwartz, for­stöðu­maður menn­ing­ar­sögu­safns í Orlando, í sam­tali við Was­hington Post.



Bær­inn Ocoee var stofn­aður um miðja nítj­ándu öld af hvítum karli sem þar sett­ist að. Þar hélt hann 23 mann­eskjum ætt­uðum frá Afr­íku í þrælk­un. Margir suð­ur­ríkja­menn sem börð­ust – og töp­uðu –  í borg­ara­stríð­inu sett­ust þar að og höfðu svart fólk við vinnu á ökrum sín­um. Undir lok níunda ára­tugar 19. aldar gafst sumum þessum verka­manna tæki­færi til að kaupa sér land­skika sem var á þessum tíma, sér­stak­lega í banda­ríska suðr­inu, sjald­gæft.

Auglýsing



Annað var óvenju­legt. Af mann­tali sem gert var árið 1920, var um þriðj­ungur þeirra 800 manna sem bjuggu í Ocoee svart fólk og í bænum voru ekki sér­stök hverfi svartra eins og víð­ast hvar ann­ars staðar á þessum slóð­u­m.  Hvítir og svartir bjuggu hlið við hlið í ára­tugi er hinn hrylli­legi atburður átti sér stað.



Í kjöl­far fyrri heims­styrj­ald­ar­innar snéru banda­rískir her­menn heim af víg­völl­unum í Evr­ópu þar sem þeir höfðu orðið vitni að jafn­ari rétt­indum svartra og hvítra en í heima­land­inu.



Svartir her­menn höfðu von­ast eftir sam­bæri­legum breyt­ingum í banda­rísku sam­fé­lagi en öfga­sam­tök á borð við Ku Klux Klan reyndu að hindra það og gengu ber­serks­gang í sam­fé­lögum svartra. Hið „rauða sum­ar“ árið 1919 var lengi í minnum haft.



Konur fengu kosn­inga­rétt og öfga­hóp­arnir ótt­uð­ust að svartir Banda­ríkja­menn myndu reyna að kjósa líka.

Ku Klux Klan vildu tryggja áframhaldandi yfirráð hvítra Bandaríkjamanna.



Í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna árið 1920 miðl­uðu stjórn­mála­leið­togar í Ocoee upp­lýs­ingum til svartra íbúa um hvernig ætti að skrá sig til að geta kosið og hvernig ætti að kjósa. Ku Klux Klan ærð­ist af reiði og sendi hót­un­ar­bréf til leið­tog­anna þar sem m.a. stóð að standa ætti vörð um yfir­ráð hvíta kyn­stofns­ins og sá sem „skipti sér af því“ myndi fá að kenna á því. Með­limir Ku Klux Klan héldu fjölda­fundi vítt og breitt um Flór­ída þar sem svörtum var hót­að, myndu þeir taka þátt í kosn­ing­un­um.



Þrátt fyrir hót­an­irnar ætl­uðu margir svartir íbúar Ocoee að kjósa.



Leit­aði til dóm­ara



Meðal þeirra sem mættu á kjör­stað 2. nóv­em­ber var ávaxta­bónd­inn Mose Norm­an. Staða hans í sam­fé­lag­inu var góð. Hann naut vel­gengni og var fyrsti íbúi Ocoee til að eign­ast bíl. Á kjör­stað var honum til­kynnt að hann gæti ekki kosið þar sem hann hefði ekki greitt kosn­inga­skatt, skatt sem not­aður var til að hindra að svart­ir, sem voru almennt mun fátæk­ari en hvít­ir, nýttu kosn­inga­rétt sinn.



Norman leit­aði til dóm­ara í Orlando með mál sitt og snéri síðar aftur á kjör­stað. Enn á ný var honum vísað frá. Það sem gerð­ist næst er ekki að fullu vitað en talið er að þá þegar hafi múgur hvítra manna, fólk sem hafði lagt leið sína þangað frá Orlando, safn­ast saman við kjör­stað­inn. Norman flúði til vinar síns, July Perry, en yfir­gaf svo bæinn.



Múg­ur­inn, leiddur af fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra og með­limi í Ku Klux Klan, elti Norman að heim­ili Perrys og þar hófst skot­hríð. Tveir hvítir menn féllu og Perry og dóttir hans særð­ust. Perry var hand­tek­inn og stungið í fanga­klefa í Orlando. En múg­ur­inn braust þar inn, flutti Perry þaðan og drap hann. Lík hans var hengt upp við heim­ili dóm­ar­ans sem hafði ráð­lagt Norman að reyna að kjósa á ný.

Úrslit kosninga á forsíðu og talað um að átta hafi látist í uppþoti.



Í kjöl­farið var lagt til atlögu við hús svartra í Ocoee. Ekki er vitað hversu mörg heim­ili voru eyðilögð og ekki heldur hversu margir voru drepnir í blóð­bað­inu sem fylgdi. Eitt dag­blað þess tíma sagði sex. En mun lík­legra er talið að milli 30 og 60 hafi verið drepn­ir.



Fjöl­margir lögðu á flótta þessa nótt, gengu í gegnum fenin með börn sín á hand­leggn­um. Í mann­tali nokkru síðar hafði svörtum íbúum Ocoee fækkað úr 255 í tvo. Sumir reyndur að snúa aft­ur, fólk sem hafði átt land og stundað við­skipti. En þeir voru flæmdir burt á nýjan leik.



Íbúar Ocoee voru nær allir hvítir næstu ára­tug­ina. Það var ekki fyrr en á níunda ára­tugnum að svartir fóru aftur að setj­ast þar að.

Skjöldur í minningu July Perry var afhjúpaður í Orlando nýverið.



Aðeins tvö ár eru síðan að bæj­ar­yf­ir­völd í Ocoee við­ur­kenndu opin­ber­lega að blóð­baðið hefði átt sér stað og verið með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Þau eru nú sögð vinna að því að biðja afkom­endur þeirra sem lét­ust opin­ber­lega afsök­unar og að greiða þeim bætur fyrir þann eigna­missi sem ætt­ingjar þeirra urðu fyr­ir.



 Þá eru hug­myndir uppi um að breyta svæði sem talið er vera kirkju­garður svartra íbúa bæj­ar­ins, í minn­ing­ar­reit.



Rúm­lega átt­ræð kona, dóttir hjóna sem flúði ofbeldið árið 1920, býr nú í Ocoee. Hún bauð sig fram til starfa á kjör­stað í kosn­ing­unum í vik­unni. Sonur henn­ar, sem flutti til bæj­ar­ins fyrir nokkrum árum, mætti á kjör­stað og kaus í for­seta­kosn­ing­un­um. Sú stað­reynd að son­ur­inn kaus í heimabæ afa síns hefur að hennar mati mikla þýð­ingu. „Hann þekkir sög­una,“ segir gamla konan. „Við munum halda því sem gerð­ist á loft­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar