Kjötbollurnar unnu á tæknilegu rothöggi

Fyrir nokkru fékk danska ríkisstjórnin snjalla hugmynd sem hún vildi hrinda í framkvæmd. Gallinn var hins vegar sá að fáum öðrum þótti hugmyndin góð.

frikadeller kjötbollur
Auglýsing

Hlýnun and­rúms­lofts­ins og þau gríð­ar­legu áhrif sem henni fylgja er ein­hver mesta ógn sem að mann­kyn­inu steðjar og um fátt hefur verið meira fjallað und­an­farin ár. Kór­ónu­veiran, Covid 19, hefur reyndar mán­uðum saman „stolið sen­unni“ ef svo mætti segja en hún mun vænt­an­lega hverfa. Það er gerir lofts­lags­váin hins vegar ekki og flestum löngu orðið ljóst að hún er ekki tíma­bundin bóla. 

Þótt flestum sé vand­inn ljós geng­ur, að minnsta kosti enn sem komið er, mis­vel að grípa til aðgerða og finna ráð til að minnka útblástur og meng­un. Umferð­in, á sjó, landi og í lofti, og allt sem henni fylgir veldur mik­illi mengun og er meðal helstu meng­un­ar­valda. Raf­knúnum far­ar­tækj­um, sem menga minna en bensín og dísil­vél­ar, fjölgar nú ört og útlit fyrir að notkun jarð­efna­elds­neytis muni minnka veru­lega á næstu árum.

Land­bún­aður er mik­ill meng­un­ar­vald­ur. Sér­fræð­ingar Mat­væla- og land­bún­að­ar­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna hafa reiknað út að fram­leiðsla á kjöti og dýra­af­urðum valdi tæpum 15% af allri mann­gerðri losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þar vegur naut­gripa­eldi þyngst.

Auglýsing

Breytt matar­æði 

Á allra síð­ustu árum hafa mat­ar­venjur Vest­ur­landa­búa tekið miklum breyt­ing­um. Það á jafnt við hér á Íslandi sem í öðrum lönd­um. Úrval af fersku græn­meti hefur marg­fald­ast og alls kyns til­búnum græn­met­is­réttum fjölgar nán­ast frá degi til dags í kæli­borðum versl­ana. Skýr­ing­arnar á þessum breyttu neyslu­venjum eru ugg­laust margar en ein þeirra teng­ist „lofts­lags­um­ræð­unn­i“.  

Í langri umfjöll­un, og könn­un, breska dag­blaðs­ins Guar­dian um þessi mál kom fram að margir telja einkum tvennt valda því að æ fleiri kjósi að skipta kjöti út fyrir græn­meti nokkra daga í viku. Ann­ars vegar að það sé holl­ara fyrir okkur mann­fólkið að draga úr kjöt­áti og hins vegar sé það holl­ara fyrir heim­inn sem við búum í, bæði jörð og loft. Fleira spili svo þarna inn í, til dæmis tíska, þrýst­ingur frá dýra­vernd­un­ar­sam­tökum og fleira.  

Hug­myndin um kjöt­lausu dag­ana

Það er stundum sagt um frændur okkar á Norð­ur­löndum að þar sé ekk­ert svo lít­il­fjör­legt að stjórn­völd sjái ekki ástæðu til að skipta sér af og jafn­vel setja um það regl­ur. Þar séu reglur um allt og borg­ar­arnir aldrei á gráu svæði. Þeir séu ann­að­hvort að fylgja reglum eða brjóta þær. 

Þetta er vita­skuld orðum aukið og oft­ast sagt í gamn­i. 

Nicolai Wammen, fjármálaráðherra Danmerkur. Mynd: EPANýlega fékk ráð­herra (ekki vitað hver) í dönsku rík­is­stjórn­inni hug­mynd, sem öðrum í stjórn­inni þótti góð. Þessi góða hug­mynd var  að í öllum mötu­neytum á vegum hins opin­bera skyldu vera tveir kjöt­lausir dagar í hverri viku. Með þessu legðu mötu­neyti hins opin­bera sitt lóð á lofts­lags­vog­ar­skál­arn­ar. 

Nico­lai Wammen fjár­mála­ráð­herra kynnti hug­mynd­ina á frétta­manna­fundi fyrir hálfum mán­uði. Ráð­herr­ann sagði að mötu­neyti rík­is­ins væru sann­kall­aðir „stór­kúnn­ar“ í mat­ar­inn­kaup­um. Tveir kjöt­lausir dagar í hverri viku, sagði ráð­herrann, tákn­rænt og jákvætt skref. Áður en lengra yrði haldið myndi ráðu­neytið kynna for­stöðu­mönnum stofn­ana rík­is­ins og yfir­mönnum mötu­neyta hug­mynd­ina.

Ráð­herr­ann kvaðst þess full­viss að þessi hug­mynd rík­is­stjórn­ar­innar myndi mæl­ast vel fyr­ir. Frétta­menn lyftu brún­um, ekki alveg jafn viss­ir.

Hug­myndin lifði í fjóra daga

Þótt Nico­lai Wammen fjár­mála­ráð­herra teldi full­víst að hug­myndin um kjöt­lausu dag­ana í mötu­neytum rík­is­ins myndi mæl­ast vel fyrir varð sú ekki raun­in. Sumir sem rætt var við í fjöl­miðlum í kjöl­far frétta­manna­fundar ráð­herr­ans urðu undr­andi þegar þeir voru spurðir álits á hug­mynd­inni. Og hristu svo höf­uð­ið.  „Kjöt­lausir dagar í mötu­neyt­um, aldeilis frá­leitt“ voru algeng svör. 

For­stöðu­menn mötu­neyta rík­is­ins lýstu sig algjör­lega and­snúna „rík­is­til­skipun um mat­seðla“ eins og einn þeirra komst að orð­i. 

Risakjötbollan í Randers. Ekki er vitað um höfundinn en bollan var gerð úr gamalli sæng. Listamaðurinn ætlaði henni ekki langt líf og fjarlægði hana þremur mánuðum eftir uppsetningu.

Fjórum dögum eftir fyrr­nefndan frétta­manna­fund til­kynnti fjár­mála­ráðu­neytið að hug­myndin um kjöt­lausu dag­ana væri „hér með dregin til baka“ eins og sagði í til­kynn­ing­unni. Þar sagði jafn­framt að mötu­neytin hefðu hér eftir sem hingað til frjálsar hendur um hvað borið væri á borð. Dag­blaðið Politi­ken sagði í fyr­ir­sögn að „kjöt­boll­urnar hefðu sigrað rauðrófu­buffin  á tækni­legu rot­högg­i“. 

Risa­kjöt­bollan í Rand­ers

Í tengslum við kjöt­leys­is­hug­mynd­ina má rifja upp „kjöt­bollu­mál­ið“ í Rand­ers á Jót­landi árið 2016, en það vakti mikla athygli. Þar var nið­ur­staðan með öðrum hætt­i.  For­saga þess máls var sú að í mötu­neytum grunn­skóla í Rand­ers hafði verið ákveðið að hætt yrði að bjóða upp á rétti úr svína­kjöti. Sú ákvörðun var studd þeim rökum að múslímar megi, trúar sinnar vegna, ekki leggja sér svína­kjöt til munns. 

Þessi ákvörðun mætti and­stöðu. Eftir miklar umræður í bæj­ar­stjórn Rand­ers var ákveðið að mötu­neytum í grunn- og leik­skólum sveit­ar­fé­lags­ins yrði skylt að bjóða upp á svína­kjöt í skóla­mötu­neyt­um. Bæj­ar­full­trúar Danska þjóð­ar­flokks­ins í Rand­ers fögn­uðu þess­ari nið­ur­stöðu og undir það tóku full­trúar flokks­ins á danska þing­inu, Fol­ket­inget. Sögðu Rand­ers góða fyr­ir­mynd. 

Óþekktur lista­maður gerði sér mat úr „kjöt­bollu­mál­in­u“. Bjó til stærðar kjöt­boll­u­styttu og not­aði meðal ann­ars til verks­ins gamla sæng.  Verkið vakti mikla athygli þar sem því var komið fyrir við hring­torg í bænum í febr­úar árið 2016. Haft var eftir lista­mann­in­um, sem eng­inn veit enn hver er, að verkið yrði ekki þarna til fram­búðar „þá þyrfti var­an­legra efni en gamla sæng“ var haft eftir hon­um. Verkið stóð á hring­torg­inu um þriggja mán­aða skeið en hvarf þá jafn skyndi­lega og það hafði birst. Margir íbúa Rand­ers lýstu von­brigðum með að verkið væri horfið og kváð­ust vona að það yrði sett upp aftur og þá í var­an­legra efni en dún­heldu léreft­i.  Það hefur ekki enn verið gert hvað sem síðar verð­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar