COVID-19 bítur fasteignafélögin

Rekstrarskilyrði fasteignafélaganna þriggja í Kauphöllinni, Reita, Regins og Eikar, hafa versnað vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Þar vega hóteleignir félaganna þyngst.

Frá Borgartúni í Reykjavík
Frá Borgartúni í Reykjavík
Auglýsing

Áhrifa heims­far­ald­urs­ins er að gæta í nýbirtum árs­hluta­reikn­ingum fast­eigna­fé­lag­anna í Kaup­höll­inni, en tvö þeirra skil­uðu tapi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins á meðan hagn­aður eins þeirra á tíma­bil­inu svo gott sem hvarf. Þessa stöðu má mest­megnis rekja til hót­el­eigna félag­anna, en leigu­tekjur frá öðrum eignum þeirra breytt­ust lítið á tíma­bil­inu ef miðað er við síð­asta ár. 

Fast­eigna­fé­lögin Reitir, Reg­inn og Eik skil­uðu öll árs­hluta­upp­gjöri sínu fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins á dög­un­um. Sam­kvæmt til­kynn­ingum sem fylgdu þeim öllum hefur COVID-19 heims­far­ald­ur­inn haft mikil áhrif á rekstur félag­anna og búast þau við að finna fyrir þeim út næsta ár.  

Í fyrra nam hagn­aður félag­anna tveimur til fjórum millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Í ár skil­aði Eik um 200 milljón króna rekstr­ar­tapi á sama tíma­bili, en tapið nam 300 millj­ónum króna hjá Reit­um. Rekstur Reg­ins náði að vera réttum megin við núllið, en hagn­aður félags­ins dróst saman um 95 pró­sent milli tíma­bila og var hann því aðeins í mýflugu­mynd miðað við í fyrra.

Auglýsing

Ekki mik­ill sam­dráttur í leigu­tekjum

Félögin sjá öll um útleigu á atvinnu­hús­næði, en sam­kvæmt Þjóð­skrá hefur verið minna keypt af þeim eftir að far­ald­ur­inn hófst í mars á þessu ári. Á milli mars- og ágúst­mán­aðar hefur heild­ar­virði við­skipta á atvinnu­hús­næði dreg­ist saman um rúman þriðj­ung, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra. 

Hins vegar má ekki sjá jafn­mik­inn sam­drátt í leigu­tekjum félag­anna þriggja. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins mink­uðu leigu­tekjur hjá Reitum um sjö pró­sent, en sam­drátt­ur­inn nam aðeins einu pró­senti hjá Reg­inn og leigu­tekj­urnar juk­ust um eitt pró­sent hjá Eik. 

Mest­megnis vegna hót­el­eigna

Áhrif COVID-19 far­ald­urs eru þó ljós ef leigu­tekj­urnar eru skoð­aðar eftir atvinnu­grein­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Reita hafa leigu­tekjur af skrif­stofu­hús­næði raunar auk­ist lít­il­lega og ein­ungis lækkað lít­il­lega í versl­un­ar­hús­næði félags­ins.

Lang­mesta sam­drátt­inn hjá öllum félög­unum má sjá í leigu­tekjum frá hót­el­eignum þeirra, en hann nam 371 millj­ónum króna hjá Eik og rúmum hálfum millj­arði króna hjá Reit­um. Sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu Reg­ins hefur leiga á eignum félags­ins verið bak­færð á öðrum og þriðja árs­fjórð­ungi að and­virði 360 millj­óna króna. 

Eignir minna virði en áður

Til við­bótar við minni leigu­tekjur hafa félögin þrjú einnig þurft að færa eignar sínar niður í virði, þar sem vænst er þess að þær muni ekki skila jafn­miklum tekjum og áður var ætl­að. Reitir lækk­uðu virði eigna sína um tæpa 800 milljón króna á tíma­bil­inu, en sam­svar­andi lækkun hjá Eik nam tæpum hálfum millj­arði króna. 

Virði hót­el­eigna Reg­ins minnk­aði einnig um tæpa 800 miljón króna, auk þess sem virði versl­un­ar­hús­næðis í eigu félags­ins minnk­aði einnig um 200 millj­ón­ir, þá jókst virði skrif­stofu­hús­næðis þess um rúman millj­arð. Þar af leið­andi voru litlar sem engar breyt­ingar á virð­is­mati eigna Reg­ins á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Hins vegar er það mikil breyt­ing frá sama tíma­bili á síð­asta ári, þegar virði eigna félags­ins hækk­aði um 3,3 millj­arða króna.

Hluta­fjár­aukn­ing og arð­greiðslur

Sam­hliða verri rekstr­ar­skil­yrðum efndu bæði Reitir og Reg­inn til hluta­fjár­út­boðs til að styrkja eig­in­fjár­stöðu sína í síð­asta mán­uði. Með útboði sínu náði Reg­inn að tryggja alls 600 millj­ónir króna, en útboð Reita var öllu stærra í sniðum og fékk félagið rúma fimm millj­arða króna frá hlut­höfum í kjöl­far þess. 

Bæði félögin greiddu líka arð á tíma­bil­inu, en arð­greiðslur Reg­ins námu rúmum hálfum millj­arði, á meðan þær voru rétt yfir einum millj­arði hjá Reit­um. Eik efndi ekki til hluta­fjár­út­boðs og greiddi engan arð á tíma­bil­in­u. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar