COVID-19 bítur fasteignafélögin

Rekstrarskilyrði fasteignafélaganna þriggja í Kauphöllinni, Reita, Regins og Eikar, hafa versnað vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Þar vega hóteleignir félaganna þyngst.

Frá Borgartúni í Reykjavík
Frá Borgartúni í Reykjavík
Auglýsing

Áhrifa heims­far­ald­urs­ins er að gæta í nýbirtum árs­hluta­reikn­ingum fast­eigna­fé­lag­anna í Kaup­höll­inni, en tvö þeirra skil­uðu tapi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins á meðan hagn­aður eins þeirra á tíma­bil­inu svo gott sem hvarf. Þessa stöðu má mest­megnis rekja til hót­el­eigna félag­anna, en leigu­tekjur frá öðrum eignum þeirra breytt­ust lítið á tíma­bil­inu ef miðað er við síð­asta ár. 

Fast­eigna­fé­lögin Reitir, Reg­inn og Eik skil­uðu öll árs­hluta­upp­gjöri sínu fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins á dög­un­um. Sam­kvæmt til­kynn­ingum sem fylgdu þeim öllum hefur COVID-19 heims­far­ald­ur­inn haft mikil áhrif á rekstur félag­anna og búast þau við að finna fyrir þeim út næsta ár.  

Í fyrra nam hagn­aður félag­anna tveimur til fjórum millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Í ár skil­aði Eik um 200 milljón króna rekstr­ar­tapi á sama tíma­bili, en tapið nam 300 millj­ónum króna hjá Reit­um. Rekstur Reg­ins náði að vera réttum megin við núllið, en hagn­aður félags­ins dróst saman um 95 pró­sent milli tíma­bila og var hann því aðeins í mýflugu­mynd miðað við í fyrra.

Auglýsing

Ekki mik­ill sam­dráttur í leigu­tekjum

Félögin sjá öll um útleigu á atvinnu­hús­næði, en sam­kvæmt Þjóð­skrá hefur verið minna keypt af þeim eftir að far­ald­ur­inn hófst í mars á þessu ári. Á milli mars- og ágúst­mán­aðar hefur heild­ar­virði við­skipta á atvinnu­hús­næði dreg­ist saman um rúman þriðj­ung, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra. 

Hins vegar má ekki sjá jafn­mik­inn sam­drátt í leigu­tekjum félag­anna þriggja. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins mink­uðu leigu­tekjur hjá Reitum um sjö pró­sent, en sam­drátt­ur­inn nam aðeins einu pró­senti hjá Reg­inn og leigu­tekj­urnar juk­ust um eitt pró­sent hjá Eik. 

Mest­megnis vegna hót­el­eigna

Áhrif COVID-19 far­ald­urs eru þó ljós ef leigu­tekj­urnar eru skoð­aðar eftir atvinnu­grein­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Reita hafa leigu­tekjur af skrif­stofu­hús­næði raunar auk­ist lít­il­lega og ein­ungis lækkað lít­il­lega í versl­un­ar­hús­næði félags­ins.

Lang­mesta sam­drátt­inn hjá öllum félög­unum má sjá í leigu­tekjum frá hót­el­eignum þeirra, en hann nam 371 millj­ónum króna hjá Eik og rúmum hálfum millj­arði króna hjá Reit­um. Sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu Reg­ins hefur leiga á eignum félags­ins verið bak­færð á öðrum og þriðja árs­fjórð­ungi að and­virði 360 millj­óna króna. 

Eignir minna virði en áður

Til við­bótar við minni leigu­tekjur hafa félögin þrjú einnig þurft að færa eignar sínar niður í virði, þar sem vænst er þess að þær muni ekki skila jafn­miklum tekjum og áður var ætl­að. Reitir lækk­uðu virði eigna sína um tæpa 800 milljón króna á tíma­bil­inu, en sam­svar­andi lækkun hjá Eik nam tæpum hálfum millj­arði króna. 

Virði hót­el­eigna Reg­ins minnk­aði einnig um tæpa 800 miljón króna, auk þess sem virði versl­un­ar­hús­næðis í eigu félags­ins minnk­aði einnig um 200 millj­ón­ir, þá jókst virði skrif­stofu­hús­næðis þess um rúman millj­arð. Þar af leið­andi voru litlar sem engar breyt­ingar á virð­is­mati eigna Reg­ins á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Hins vegar er það mikil breyt­ing frá sama tíma­bili á síð­asta ári, þegar virði eigna félags­ins hækk­aði um 3,3 millj­arða króna.

Hluta­fjár­aukn­ing og arð­greiðslur

Sam­hliða verri rekstr­ar­skil­yrðum efndu bæði Reitir og Reg­inn til hluta­fjár­út­boðs til að styrkja eig­in­fjár­stöðu sína í síð­asta mán­uði. Með útboði sínu náði Reg­inn að tryggja alls 600 millj­ónir króna, en útboð Reita var öllu stærra í sniðum og fékk félagið rúma fimm millj­arða króna frá hlut­höfum í kjöl­far þess. 

Bæði félögin greiddu líka arð á tíma­bil­inu, en arð­greiðslur Reg­ins námu rúmum hálfum millj­arði, á meðan þær voru rétt yfir einum millj­arði hjá Reit­um. Eik efndi ekki til hluta­fjár­út­boðs og greiddi engan arð á tíma­bil­in­u. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar