COVID-19 bítur fasteignafélögin

Rekstrarskilyrði fasteignafélaganna þriggja í Kauphöllinni, Reita, Regins og Eikar, hafa versnað vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Þar vega hóteleignir félaganna þyngst.

Frá Borgartúni í Reykjavík
Frá Borgartúni í Reykjavík
Auglýsing

Áhrifa heims­far­ald­urs­ins er að gæta í nýbirtum árs­hluta­reikn­ingum fast­eigna­fé­lag­anna í Kaup­höll­inni, en tvö þeirra skil­uðu tapi á fyrstu níu mán­uðum árs­ins á meðan hagn­aður eins þeirra á tíma­bil­inu svo gott sem hvarf. Þessa stöðu má mest­megnis rekja til hót­el­eigna félag­anna, en leigu­tekjur frá öðrum eignum þeirra breytt­ust lítið á tíma­bil­inu ef miðað er við síð­asta ár. 

Fast­eigna­fé­lögin Reitir, Reg­inn og Eik skil­uðu öll árs­hluta­upp­gjöri sínu fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins á dög­un­um. Sam­kvæmt til­kynn­ingum sem fylgdu þeim öllum hefur COVID-19 heims­far­ald­ur­inn haft mikil áhrif á rekstur félag­anna og búast þau við að finna fyrir þeim út næsta ár.  

Í fyrra nam hagn­aður félag­anna tveimur til fjórum millj­örðum króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Í ár skil­aði Eik um 200 milljón króna rekstr­ar­tapi á sama tíma­bili, en tapið nam 300 millj­ónum króna hjá Reit­um. Rekstur Reg­ins náði að vera réttum megin við núllið, en hagn­aður félags­ins dróst saman um 95 pró­sent milli tíma­bila og var hann því aðeins í mýflugu­mynd miðað við í fyrra.

Auglýsing

Ekki mik­ill sam­dráttur í leigu­tekjum

Félögin sjá öll um útleigu á atvinnu­hús­næði, en sam­kvæmt Þjóð­skrá hefur verið minna keypt af þeim eftir að far­ald­ur­inn hófst í mars á þessu ári. Á milli mars- og ágúst­mán­aðar hefur heild­ar­virði við­skipta á atvinnu­hús­næði dreg­ist saman um rúman þriðj­ung, ef miðað er við sama tíma­bil í fyrra. 

Hins vegar má ekki sjá jafn­mik­inn sam­drátt í leigu­tekjum félag­anna þriggja. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins mink­uðu leigu­tekjur hjá Reitum um sjö pró­sent, en sam­drátt­ur­inn nam aðeins einu pró­senti hjá Reg­inn og leigu­tekj­urnar juk­ust um eitt pró­sent hjá Eik. 

Mest­megnis vegna hót­el­eigna

Áhrif COVID-19 far­ald­urs eru þó ljós ef leigu­tekj­urnar eru skoð­aðar eftir atvinnu­grein­um. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Reita hafa leigu­tekjur af skrif­stofu­hús­næði raunar auk­ist lít­il­lega og ein­ungis lækkað lít­il­lega í versl­un­ar­hús­næði félags­ins.

Lang­mesta sam­drátt­inn hjá öllum félög­unum má sjá í leigu­tekjum frá hót­el­eignum þeirra, en hann nam 371 millj­ónum króna hjá Eik og rúmum hálfum millj­arði króna hjá Reit­um. Sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu Reg­ins hefur leiga á eignum félags­ins verið bak­færð á öðrum og þriðja árs­fjórð­ungi að and­virði 360 millj­óna króna. 

Eignir minna virði en áður

Til við­bótar við minni leigu­tekjur hafa félögin þrjú einnig þurft að færa eignar sínar niður í virði, þar sem vænst er þess að þær muni ekki skila jafn­miklum tekjum og áður var ætl­að. Reitir lækk­uðu virði eigna sína um tæpa 800 milljón króna á tíma­bil­inu, en sam­svar­andi lækkun hjá Eik nam tæpum hálfum millj­arði króna. 

Virði hót­el­eigna Reg­ins minnk­aði einnig um tæpa 800 miljón króna, auk þess sem virði versl­un­ar­hús­næðis í eigu félags­ins minnk­aði einnig um 200 millj­ón­ir, þá jókst virði skrif­stofu­hús­næðis þess um rúman millj­arð. Þar af leið­andi voru litlar sem engar breyt­ingar á virð­is­mati eigna Reg­ins á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Hins vegar er það mikil breyt­ing frá sama tíma­bili á síð­asta ári, þegar virði eigna félags­ins hækk­aði um 3,3 millj­arða króna.

Hluta­fjár­aukn­ing og arð­greiðslur

Sam­hliða verri rekstr­ar­skil­yrðum efndu bæði Reitir og Reg­inn til hluta­fjár­út­boðs til að styrkja eig­in­fjár­stöðu sína í síð­asta mán­uði. Með útboði sínu náði Reg­inn að tryggja alls 600 millj­ónir króna, en útboð Reita var öllu stærra í sniðum og fékk félagið rúma fimm millj­arða króna frá hlut­höfum í kjöl­far þess. 

Bæði félögin greiddu líka arð á tíma­bil­inu, en arð­greiðslur Reg­ins námu rúmum hálfum millj­arði, á meðan þær voru rétt yfir einum millj­arði hjá Reit­um. Eik efndi ekki til hluta­fjár­út­boðs og greiddi engan arð á tíma­bil­in­u. Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stoðir orðinn stærsti eigandi Kviku banka
Fjárfestingafélagið Stoðir er nú stærsti einstaki eigandi Kviku banka eftir að hafa skipt á hlutabréfum í TM fyrir hlutabréf í bankanum. Félagið er líka stærsti einstaki eigandi TM.
Kjarninn 4. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
Kjarninn 4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar