Mynd: EPA

Vaxandi spenna í Taívan-sundinu

Kínverski herinn hefur aukið þunga heræfinga sinna í nágrenni Taívans á síðustu mánuðum og náðu heræfingar þeirra í háloftum Taívans hámarki í október. Auknar heræfingar og orðræða kínverskra stjórnmálamanna hefur vakið áhyggjur um að Kína sé að undirbúa árás á Taívan, sem stjórnvöld í Peking telja vera órjúfanlegan hluta af Kína.

Síð­ast­lið­inn októ­ber flaug kín­verski her­inn tutt­ugu og fimm sinnum inn fyrir taí­vanska loft­helgi­svæð­ið. Spennan milli Taí­van og Kína er ekki aðeins bundin við her­æf­ingar kín­verska hers­ins. Emb­ætt­is­menn beggja ríkja lentu í slags­málum á Fídjí­eyjum síð­ast­lið­inn 8. októ­ber sem end­aði með spít­ala­inn­lögn eins emb­ætt­is­manns frá Taí­v­an.  Taí­vönsk yfir­völd segja atvikið hafa átt sér stað á versl­un­ar­skrif­stofu Taí­vans á Fídjí­eyjum - sem er í raun sendi­ráðið þeirra. Kín­versk stjórn­völd halda því hins vegar fram að atvikið hafa átt sér stað á almanna­færi, eftir að taí­vönsku emb­ætt­is­menn­irnir ögr­uðu þeim kín­versku. Báðar hliðar vilja meina að emb­ætt­is­menn þeirra hafi slasast í átök­un­um.

Í ljósi auk­innar spennu í Taí­van sund­inu hvatti for­seti Taí­vans, Tsai Ing-Wen, kín­versk stjórn­völd í ræðu sinni, tveimur dögum eftir slags­mál­in, til þess að draga úr her­skárri afstöðu sinni og hvatti til frið­sam­legrar við­ræðna í stað­inn. Stuttu síðar birti kín­verska rík­is­sjón­varps­stöð­inni CCTV mynd­band af her­æf­ingum kín­verska hers­ins í Suð­ur­-Kína­hafi. Lík­legt þykir að birt­ing mynd­bands­ins hafi verið ætluð til að senda skýr skila­boð til Taí­vans og Banda­ríkj­anna, sem er mik­il­væg­asti banda­maður Taí­vans. 

Kín­versk stjórn­völd líta á Taí­van sem órjúf­an­legan hluta Kína 

Rík­is­stjórn alþýðu­lýð­veld­is­ins Kína hefur ávallt litið á eyj­una Taí­van sem órjúf­an­legan hluta af Kína og á sig sem hið eina rétt­mæta stjórn­vald eyj­ar­inn­ar. Taí­van hefur hins vegar í raun verið sjálf­stætt ríki síðan Kín­verski þjóð­ern­is­flokk­ur­inn (Ku­om­in­tang) flúði til eyj­unnar eftir ósigur í kín­versku borg­ara­styrj­öld­inni árið 1949.

Auglýsing

Þá flúðu 1,2 millj­ónir Kín­verja af meg­in­land­inu en fyrir bjuggu 6 millj­ónir manns á eyj­unni og stór hluti þeirra voru etnískir Han Kín­verj­ar. Á þeim tíma má segja að Kína hafi klofnað í tvennt, í Alþýðu­lýð­veldið Kína á meg­in­land­inu og Lýð­veldið Kína í Taí­v­an. Á þessum tíma gerðu kín­versku lýð­veldin tvö bæði til­kall til land­svæðis meg­in­lands Kína og Taí­vans. Sú afstaða hefur lítið breyst á meg­in­land­inu en stjórn­völd í Taí­van hættu að gera til­kall til meg­in­lands­ins fljót­lega eftir lýð­ræð­i­svæð­ingu eyj­unn­ar, sem átti sér stað í lok níunda og byrjun tíunda ára­tugar síð­ustu ald­ar­.  

Í dag er Taí­van, sem ennþá heitir form­lega Lýð­veldið Kína, til­tölu­lega frjáls­lynt lýð­ræð­is­ríki og er meðal ann­ars eina landið í Asíu sem leyfir hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra. Íbúar eyj­unnar eru rúm­lega 23 millj­ónir í dag sem líta í auknu mæli á sig sem Taí­van­búa en ekki Kín­verja. Árið 2020 skil­greindu 67 pró­sent íbúa Taí­van sig ein­ungis sem Taí­van­búa, tæp­lega þriðj­ungur sem bæði Taí­van­búa og Kín­verja en ein­ungis 2,4 pró­sent sem Kín­verja, að því er kemur fram í árlegri könnun á vegum Kosn­inga­mið­stöðvar Chengchi Háskóla í Taí­v­an. 

Xi Jinping er forseti Kína.
Mynd: EPA

Á síð­ustu ára­tugum hafa kín­versk stjórn­völd iður­lega talað um frið­sam­legar aðferðir til þess að ná yfir­ráðum yfir eyj­unni. Hins vegar eftir að X­i J­in­p­ing tók við sem for­seti Kína hefur hann sett aukna pressu á sam­ein­ing­una yfir Taí­van sundið og hefur tekið það skýrt fram að Kína og Taí­van þurfi og muni sam­einast, með valdi ef til þarf. Sam­ein­ing­in er hluti af fram­tíð­ar­sýn X­i J­in­p­ing um að hefja Kína aftur til fyrri dýrð­ar, sem mun ekki ger­ast fyrr en kín­verska þjóðin er sam­einuð á ný. 

Frá við­skiptum til stjórn­mála

Eftir flótta kín­verska þjóð­ern­is­flokks­ins (Koum­ing­tang) til Taí­vans voru engin sam­skipti, við­skipti eða ferða­lög milli Taí­vans og Kína. Það breytt­ist árið 1992 þegar báðir aðilar við­ur­kenndu hin svo­kall­aða „92 sam­hljóð­an”. Þar sam­þykktu bæði ríkin að aðeins væri til eitt Kína en þau leggðu þó ólíkan skiln­ing í hvort það vitn­aði í Alþýðu­lýð­veldið Kína eða Lýð­veldið Kína. 

Sátt­mál­inn gerði yfir­völdum á meg­in­landi Kína og Taí­van kleift að auka sam­skipti, ferðir og við­skipti, án þess að ráða úr deil­unni um full­veldi Taí­vans og Kína. Stjórn­völdin í Pek­ing von­uð­ust til þess að aukin sam­skipti og verslun myndi leiða til frið­sam­legrar sam­ein­ingar yfir sund­ið. Við­skipti hafa vissu­lega stór­auk­ist yfir Taí­van sundið og er meg­in­land Kína í dag stærsti við­skipta­fé­lagi Taí­vans. Aukin við­skipta­tengsl hafa hins vegar ekki leitt til póli­tískrar sam­ein­ing­ar. Í dag þykir það nán­ast ómögu­legt að frið­sam­leg sam­ein­ing muni eiga sér stað í bráð. Í mars árið 2020, sögð­ust aðeins 0,8% íbúa vilja sam­ein­ast meg­in­land­inu í náinni fram­tíð í könnun sem var fram­kvæmt af meg­in­lands­ráð­inu í Taí­v­an.

Sigur Tsai Ing-Wen í for­seta­kosn­ing­unum í Taí­van og refsi­að­gerðir kín­verskra stjórn­valda



Sam­band Kína og Taí­vans versn­aði til muna í kjöl­far sigur Tsai Ing-Wen, for­seta­fram­bjóð­enda Lýð­ræð­is­lega fram­fara­flokks­ins, í for­seta­kosn­ing­unum í Taí­van árið 2016. Eftir sigur hennar þrýstu stjórn­völd í Pek­ing á hana til þess að stað­festa “92 sam­stöð­una”, sem hún neit­aði að gera. Tvö af hennar helstu stefnu­málum voru að gera taí­vanskan efna­hag minna háðan Kína og að standa vörð um „de-facto” sjálf­stæði Taí­vans. 

Auglýsing

Kína brást við neitun Tsai á „92 sam­hljómn­um” með því að hrinda í fram­kvæmt marg­þættum aðferðum til þess að refsa og þvinga Taí­van til und­ir­gefni. Pek­ing hefur til dæmis dregið úr fjár­fest­ingu og túrisma í Taí­van, ásamt því að tak­markað getu þeirra til að taka þátt í ýmsum alþjóð­legum stofn­un­um. Að mati kín­verskra stjórn­valda má rekja spenn­una milli Taí­vans og Kína til höfn­unar Tsai og flokks hennar á “92 sam­stöð­unni” og sam­særi þeirra við erlend öfl.

Stuðn­ingur Banda­ríkj­anna við Taí­van

Þegar kín­versk stjórn­völd tala um sam­særi Taí­vans við erlend öfl er átt við sam­band Banda­ríkj­anna og Taí­vans. Banda­ríkin eru mik­il­væg­asti banda­maður Taí­vans þrátt fyrir að við­ur­kenna eyj­una ekki sem sjálf­stætt ríki. Stefna Banda­ríkj­anna í mál­efnum tengd Taí­van deil­unni í gegnum tíð­ina hefur ein­kennst að stefnu­mið­aðri tví­ræðni. Banda­ríkin hafa aldrei skuld­bundið sig að koma Taí­van til varnar ef kín­verski her­inn ræðst inn en hafa aldrei tekið það af borð­inu. Þau hafi stutt eyj­a­ríkið með veg­legri vopna­sölu í gegnum árin og komu þeim m.a. til varnar þegar Kína ögraði Taí­van með eld­flauga­til­raunum árið 1996. Þá sendi stjórn Bill Clint­ons stærsta her­flot­ann sem Banda­ríkin höfðu sent til Asíu síðan í Víetnam stríð­in­u. 

Þrátt fyrir að Banda­ríkin við­ur­kenni ekki Taí­van sem sjálf­stætt ríki, þá var eyj­a­ríkið í ell­efta sæti yfir stærstu við­skipta­fé­laga Banda­ríkj­anna árið 2019. Land­fræði­leg stað­setn­ing Taí­vans skiptir einnig miklu máli fyrir hags­muni Banda­ríkj­anna á Kyrra­hafs- og Asíu­svæð­inu. Ef Kína myndi ná yfir­ráðum yfir Taí­van myndi það hafa miklar afleið­ingar fyrir valda­jafn­vægið á svæð­inu og veikja stöðu Banda­ríkj­anna þar. Það myndi veita Kína leið til Kyrra­hafs­ins og þar gætu her­flug­vélar þeirra, skip og eld­flaugar ógnað banda­rískum svæðum á borð við Gvam og mögu­lega Hawaii. Kína gæti einnig ógnað Japan frá Taí­van, þar sem Banda­ríkja­menn eru með tugi þús­unda her­mann.

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, hefur sýnt Taívan mikinn stuðning.
Mynd: EPA

Eins og stjórn­mála­skýrendur hafa bent á,  kemur lítið á óvart að stuðn­ingur við Taí­van er eitt af fáum mál­efnum sem báðir stóru flokk­arnir í Banda­ríkj­unum eru í meg­in­at­riðum sam­mála um. Í stjórn­ar­tíð Trumps hefur þingið reglu­lega sam­þykkt lög­gjöf til að bæta varnir Taí­vans og auka alþjóð­leg áhrif þeirra sem bæði Demókratar og Repúblikanar hafa sam­þykkt sam­hljóma.

Fáir for­setar Banda­ríkj­anna hafa sýnt Taí­van jafn mik­inn stuðn­ing eins og Don­ald Trump. Banda­ríkin hafa sent tvo hátt­setta emb­ætt­is­menn í opin­bera heim­sókn til Taí­vans síðan í ágúst á þessu ári, Kína til mik­illar óánægju. Einnig hefur Banda­ríkja­stjórn í valda­tíð Trumps sent her­skip um Taí­van sund­ið, opnað nýja skrif­stofu í Taí­van og selt Taí­van vopn fyrir millj­arða Banda­ríkja­doll­ara. Til dæmis seldu Banda­ríkin Taí­van nýjar F-16 orr­ustu­þotur fyrir 8 millj­arða Banda­ríkja­doll­ara árið 2019.

Vopna­sala Banda­ríkj­anna til Taí­vans er engin nýlunda í Banda­rískum stjórn­mál­um, þó Trump hafi vissu­lega verið ófæln­ari en fyr­ir­renn­arar sínir Barack Obama, George W. Bush og Bill Clint­on, að sam­þykkja veg­legri vopna­sölur til Taí­vans. Vopna­sala til Taí­vans hefur yfir­leitt verið rök­studd með vitnun í Taí­van lögin sem voru sam­þykkt árið 1979, fljót­lega eftir að Banda­ríkja­stjórn rauf stjórn­mála­sam­band sitt við Taí­van í þágu Kína. Lögin hafa lagt grunn­inn að óform­legu stjórn­mála­sam­bandi Banda­ríkj­anna og Taí­van allt til dags­ins í dag. Þau fela meðal ann­ars í sér að fram­tíð Taí­vans verði leyst með frið­sam­legum hætti og aðeins með sam­þykki taí­vönsku þjóð­ar­inn­ar. Í lög­unum kemur einnig fram að öll atlaga Kína til þess að ráð­ast á Taí­van sé alvar­legt áhyggju­efni Banda­ríkj­anna. 

Kín­versk stjórn­völd hafa harð­lega gagn­rýnt sam­skipti Banda­ríkj­anna og Taí­van

Kín­versk stjórn­völd hafa harð­lega gagn­rýnt sam­skipti Banda­ríkj­anna og Taí­vans, einkum og sér í lagi vopna­söl­una. Zhao Liji­an, tals­maður utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í Kína sagði að vopna­salan „skaði full­veldi og örygg­is­hags­muni Kína veru­lega, sendir röng merki til sjálf­stæð­is­sinna í Taí­van og stór­skaði sam­band Kína og Banda­ríkj­anna og frið og stöð­ug­leika í Taí­van sund­in­u.”

Auglýsing

Hann bætti við að Kína muni bregð­ast við á lög­mætan og nauð­syn­legan hátt. Einnig gagn­rýndi tals­maður kín­verska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, Wang Wen­bin, heim­sóknir banda­rískra emb­ætt­is­manna harð­lega. Hann benti á að Taí­van deilan væri mik­il­væg­asta og við­kvæm­asta vanda­málið í sam­skiptum Banda­ríkj­anna og Kína og bað Was­hington um að stöðva hvers konar opin­ber sam­skipti til þess að koma í veg fyrir alvar­legan skaða á sam­bandi Banda­ríkj­anna og Kína.

Þrátt fyrir að nán­ara sam­band Taí­vans og Banda­ríkj­anna er ljóst að Taí­van gerir sér grein fyrir hætt­unni sem gæti fylgt of nánum sam­skiptum ríkj­anna. Utan­rík­is­ráð­herra Taí­vans, Jos­eph Wu, sagði í við­tali við frétta­stofu NPR síð­ast­lið­inn sept­em­ber að Taí­van myndi ekki sækj­ast eftir því að koma á fót form­legu stjórn­mála­sam­bandi við Banda­rík­in. Það myndi tví­mæla­laust gefa Taí­van aukna við­ur­kenn­ingu á alþjóða­vísu en væri of ögrandi skref í augum kín­verskra stjórn­valda. 

Mun Kína að ráð­ast inn í Taí­van? 

Það eru skiptar skoð­anir á til­gangi her­æf­inga kín­verskra hers­ins í nærum­hverfi Taí­vans og hvort þær séu raun­veru­lega merki þess að Kína sé að und­ir­búa sig fyrir inn­rás. Það þykir hins vegar ólík­legt að Kína muni ráð­ast til atlögu á næst­unni. Kharis Templem­an, lektor í Aust­ur-Asíu­fræðum við Stan­ford Háskól­ann, færði rök fyrir því í grein sinni fyrir The Diplomat að her­æf­ingar kín­verska hers­ins væri ekki merki um að Kína ætl­aði að ráð­ast inn í Taí­v­an. Heldur væri það merki um veik­leika kín­verskra stjórn­valda til þess að leysa úr Taí­van deil­unni með öðrum leið­um. Eins og kom fram fyrr í frétta­skýr­ing­unni hefur við­leitni kín­verskra stjórn­valda til að sam­ein­ast Taí­van ekki skilað til­settum árangri. Templeman bendir á að stjórn Xi Jin­p­ing sé búin að mála sig út í horn þegar kemur að Taí­van og eina leiðin þeirra til þess að sýna óánægju sína með sam­skipti Banda­ríkj­anna og Taí­vans sé að ógna þeim með auknum her­æf­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar